Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.09.1986, Blaðsíða 36
36 MÓRGUIÍÖLAbÍÐ, LAUGARDÁGUR 6. SÉPTEMBER 1086 Minning: Sveinn Guðmunds- son garðyrkjubóndi Fæddur 7. júní 1924 Dáinn 27. ágúst 1986 í dag kl. 13.30, laugardaginn 6. september 1986, verður útför Sveins Guðmundssonar gerð frá Lágafellskirkju í Mosfellssveit. Hann lést í Borgarspítalanum í Reykjavík þ. 27. ágúst sl. eftir hetjulega baráttu við blóðsjúkdóm í nokkur ár. Félagar úr Karlakór Reykjavíkur heiðra minningu þessa látna söngbróður með söng sínum á kveðjustund. Hann fæddist á Óðinsgötu 10 í Reykjavík en fluttist tveggja ára með foreldrum sínum að Reykjum í Mosfellssveit og átti þar heima til æviloka. Móðir Sveins var Ingibjörg Pétursdóttir ættuð úr Breiðaijarð- areyjum og faðir hans Guðmundur Jónsson skipstjóri ættaður úr Reykjavík. Þann 4. desember 1948 kvæntist Sveinn Þuríði Sigurjónsdóttur ætt- aðri úr Garði í Gerðahreppi. Þau hófu búskap á Bjargi sem er starfs- mannabústaður frá Garðyrkjustöð- inni á Reykjum. Þeirra hjónaband hefur verið hamingjuríkt í nær 38 ár og eiga þau 6 böm öll uppkom- in: Jón Eiríkur tölvufræðingur, Sveinn bormaður Orkustofnunar, Sigríður húsmóðir í Mosfellssveit, Vigdís við nám í Danmörku, Guð- mundur Ingi bormaður Orkustofn- unar og Kristinn Már fiskræktar- maður. Arið 1940 byrjaði Sveinn að syngja 2. tenór í karlakór aðeins 15 ára gamall en þá var Stefnir í Mosfellssveit nýstofnaður og með þeim kór söng hann til 1980 eða þangað til hann hætti öllum kór- söng vegna lasleika. Hann söng einnig í kirkjukór Lágafellssóknar og þegar Sigurður Birkis söng- málastjóri Þjóðkirkjunnar kom til að þjálfa þennan kirkjukór hreifst hann svo af bjartri tenórrödd unga garðyrkjumannsins frá Reykjum að hann benti Sigurði Þórðarsyni söng- stjóra á að prófa hann inn í Karlakór Reykjavfkur. Eftir nokkrar símhringingar ftá Sigurði fór. Sveinn í söngprófun og reyndi sig á laginu „Lorelei" eða „Ég veit ekki af hvers konar völdum", hann var samstundis bókaður inn í 1 ten- ór. Sveinn var hraustmenni mikið bæði til líkama og sálar, alltaf glað- ur og hress og tráustur félagi. Hann var tónviss og hafði hljóm- mikia kórrödd sem óhætt var að treysta fyrir háu nótunum. Fyrir tæpum tuttugu árum ferðaðist Karlakór Reykjavíkur með skemmtiferðaskipinu Baltika um Miðjarðarhaf og víðar. Þá voru í kórnum §órir menn sem hétu Sveinn og var einn úr hverri rödd. Til gamans og tilbreytingar var stofnaður Sveinakvartettinn. Raddæfð voru §ögur lög á tveimur stuttum æfingum og sungið á næstu kvöldvöku um borð svo sem „Sveinar kátir syngið", og einnig „Nú er hlátur nývakinn, nú er grát- ur tregur. Nú er ég kátur nafni minn, nú er ég mátulegur." Eins og áður er getið söng Sveinn með Karlakómum Stefni og kirkju- kómum í heimasveitinni þau 20 ár sem hann var í Karlakór Reykjavík- ur og eftir að hann hætti að sækja æfingar þar var hann sífellt að styrkja tenórinn í mörgum öðmm kómm og má þar til nefna: Pólýfón- kórinn, Óratóríukórinn, Fílharm- óníukórinn, Ámesingakórinn og Skagfirsku söngsveitina í Reykjavík auk fleiri smásönghópa. Frá liðnum ámm em margar góðar endurminningar frá kórstarfi sem tengjast Sveini frá Reykjum, þær verða ekki raktar í þessum fáu kveðjuorðum en hans er minnst með þökk og virðingu af söngbræðmm hans. Samúðarkveðjur sendum við félagar Karlakórs Reykjavíkur bræðmm hins látna þeim Jóni Magnúsi bónda og fyrrverandi odd- vita í Mosfellssveit, Andrési lyfsala í Reykjavík, Þórði vélstjóra hjá Hitaveitu Reykjavíkur og Qölskyld- um þeirra svo og eftirlifandi eigin- konu og afkomendum þeirra og biðjum Guð að styrkja þau í sökn- uði þeirra og að ljós björtu minning- anna lýsi þeim í framtíðinni. Blessuð sé minning hans. F.h. Karlakórs Reykjavíkur, Sveinn S. Pálmason. Enn á ný er brandi bmgðið. Fá- menna byggðin í Reykjahverfínu hefur goldið ótrúlegt afhroð á fáum mánuðum. I þetta sinn var það Sveinn okkar á Reykjum, næst- yngsti sonur merkishjónanna Ingibjargar Pétursdóttur og Guð- mundar Jónssonar, sem hrifinn var burt í blóma lífsins. Þegar ég kom hér í sveitina fyr- ir rúmlega 40 ámm var það mjög áberandi hve sterkan svip þeir Reykjabræður settu á byggðarlag- ið. Þar átti ekki sfst hlut að máli Sveinn sá sem nú er allur. Gjörvi- leiki hans og prúðmannleg fram- koma vakti athygli og Sveinn var frábær söngmaður, söng sig inn í hvers manns hjarta, enda talinn með bestu kórtenómm sinnar tíðar. Lengst af var hann meðlimur Karla- kórs Reykjavíkur en söng með fleiri kómm. Minnisstæðastur mun okkur sveitungum söngur hans í kirkjukór sóknarinnar um áratuga skeið. Það var ekki aðeins með söngn- um og viðmótinu sem Sveinn hafði áhrif á ungviðið og umhverfið. Hann hafði einnig brennandi áhuga á íþróttum, var þar leiðandi á viss- um sviðum og um skeið formaður Ungmennafélagsins Afitureldingar. Ævistarf Sveins var blómarækt. Garðyrlquna lærði hann hér og er- lendis. Við blómaræktina naut sín natni hans og nákvæmni og meðan heilsa hans entist hafði hann árang- ur sem erfíði. Fyrir tæpum áratug kenndi Sveinn sjúkdóms þess er varð hon- um að bana. Þegar sýnt þótti að fyrra starf hentaði honum ekki fékk hann vinnu á Reykjalundi. Þar starfaði hann síðustu æviárin og þrátt fyrir þverrandi mátt var hann í fullu starfi þar til aðeins tveir dagar lifðu ævinnar. Sveinn var kværttur Þuríði Sigur- jónsdóttur sem lengi hafði verið vistmaður á Reykjalundi. Þeim hjónum varð sex bama auðið. Þau eru nú öll uppkomin. Þótt ómar söngsins hljómi ekki lengur um Reylqabyggð á björtum vomóttum mun þó minningin um þær dýrðarstundir lifa enn um hríð. Reykjalundur, SÍBS og við hjón- um sendum Þuríði, bömunum og öðmm ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. 0ddur ó|afgson Þá er Svenni frændi farinn. Það lá svo sem að; hann hafði verið svo lítilfjörlegur síðustu misseri. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm hafði hann þó fótaferð allt til hinstu stundar. Það var vel því það hefði verið þung- bært fyrir hann, ofan á allt annað, að verða rúmfastur. Sveinn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 7. júní 1924, einn fimm sona þeirra Ingibjargar Pétursdótt- ur og Guðmundar Jónssonar, skipstjóra og bónda að Reykjum Mosfellssveit. Þar ólst hann upp í stómm og glaðværum hópi bræðra, uppeldis- og frændsystkina. Að skólagöngu lokinni, m.a. í garð- yrkju, settist hann að á þeim hluta föðurleifðarinnar, sem ylræktin var og stundaði garðyrkjuna lengstum starfsævinnar. Hann var jafnframt, ásamt mörgu öðm, fjármeistari Reykjabúsins, en þeir Jón bóndi þar, bróðir hans, áttu nokkurt sauð- fé í sameiningu sem Svenni hafði veg og vanda af. Það var margt sem maður í æsku dáði og undraðist í fari þessa- manns. Eitt fannst mér alveg yfir- skilvitlegt; hvemig hann fór að því að þekkja kindumar í sundur sem mér fannst allar hafa sama sauða- svipinn. Og þegar ég spurði hann út í þetta fullur aðdáunar, þá smá- hló hann og brosti með öllu andlit- inu eins og honum einum var lagið og ekki orð um það meir. Dæmi- gerður Svenni. Eyddi óðar öllum umræðum um eigið ágæti og vildi ekkert um það tala. Hann sóttist ekki eftir frama á opinberum vett- vangi, en náði honum í ríkum mæli í hugum samferðamanna sinna. Það líkaði honum betur. Menn vissu að þeim var ekki í kot vísað hjá Sveini Guðmundssyni. Hann var óðar til- búinn til aðstoðar í stóru sem smáu svo um munaði, án þess að hafa þyrfti orð um það. Svenni giftist Þuríði Siguijóns- dóttur hinn 4. desember 1948 og systkinin á Bjargi urðu sex: Jón Eiríkur, Sveinn, Sigríður, Vigdís, Guðmundur Ingi og Kristinn Már. Þannig háttaði til að við systkinin á Reykjum vorum á sama reki og fímm þau yngstu á Bjargi. Þar var maður á mann og þau sjálfkrafa leikfélagar og vinir hvert í sínum aldurshópi. Það fór því ekki hjá því, að maður ætti margar stundir að Bjargi og var ekki síst löngum að dingla með Svenna í hveiju því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði alltaf af nógu að miðla sem var ekki svo lítils virði fyrir ungan dreng sem þarfnaðist at- hygli og tíma hinna fullorðnu. Svenni hafði hljómmikla og afar fallega tenórrödd og var eftirsóttur til söngs í kórum. Alltaf fannst mér ég heyra hreina og tæra tóninn hans svífa yfir þegar ég hlustaði á kórana sem hann söng með. Hann hefði örugglega náð langt sem ein- söngvari, en sóttist ekki eftir því. Ekki hef ég tölu á öllum þeim kór- um sem hann söng með um ævina en þeir voru ærið margir, enda var söngurinn hans líf og yndi. í smala- mennskum kom röddin hans í góðar þarfir, þegar hafa þurfti stjóm á krakkakjánum, sem sífellt voru að hlaupa í vitlausar áttir. Þegar hann hóf upp raust sína hljómaði hún um allt Reykjaflallið og maður horfði ráðvilltur á hann í ljarska, baðandi út höndunum við að reyna að koma okkur á rétt spor, stundum allreiður áð mér fannst. Þegar niður var komið og maður beið kvíðafullur eftir skammagusunni, brosti Svenni bara og gerði góðlátlegt grín að öllu saman. Allt var samstundis gleymt. Þannig var hann; með ólg- andi skapið sitt en ailtaf svo hlýr og mannlegur. Síðustu árin hittumst við ekki oft. Allt of sjaldan finnst mér nú eftir að hann er farinn og kemur ekki aftur. En svona getur það ver- ið. Svenni var einn af þessum föstuv punktum I tilverunni og hafði verið frá því ég man eftir mér. Einhvem veginn datt mér ekki annað í hug en að hann yrði alltaf samferða, rétt eins og verið hafði alla tíð. En svo hverfur hann allt í einu. Maður hrekkur upp með andfælum og star- ir fullur trega og saknaðar í eyðuna. Með tímanum fyllir þó upp í hana með minningunni um elskulegan frænda og góðan dreng; minningu sem verður dýrmætur fömnautur og fyrirmynd í lífi og starfí. Ég bið góðan guð að blessa og geyma minningu okkar um Svein Guðmundsson og veita fjölskyld- unni á Bjargi styrk í söknuði þeirra og sorg á þessari stundu. Bjarai Snæbjöra Jónsson Inn í mildan síðsumardaginn berst mér ómur af frétt sem sögð er í nokkurri fjarlægð. Mér heyrist sagt mannslát, og um muni vera að ræða Svein Guðmundsson á Reykjum. Og þegar þetta er orðið að vissu er tiíveran orðin nokkuð svo öðruvisi en fyrir stundu. Æsku- vinur minn og jafnaldri horfinn úr þessari veröld. Eftir lifa minningar einar. Gott er nú hversu ljúfar þær eru allar. Mér er hugsað rúmlega fjörutíu ár aftur í tímann. í starfsmanna- húsi á garðyrkjustöð búa saman nokkrir ungir menn. Kynni við þá alla eiga enn þann dag í dag rúm í huga mínum og fymast ekki. Þeg- ar gleðskapur ríkti var einn í hópnum hrókur fagnaðarins. Það var Sveinn. Þegar sagðar voru sög- ur af skemmtilegum atvikum var hann sá sem mest kvað að. Væri á góðum stundum tekið lagið, sem oft bar við, komst enginn með tæm- ar þar sem hann hafði hælana. Hann hafði fagra og mikla tenór- rödd sem hann beitti ætíð af smekkvísi og meðfæddri músík- gáfu. Máske var þó mest um vert að þegar deilur risu — sem sjaldan var — reyndist hann ómetanlegur sáttasemjari. Hæst ber hann þó í huga mínum fyrir þann alltof sjald- gæfa eiginleika að vera ævinlega skeleggur málsvari þeirra sem minna máttu sín og undir urðu í orrahríðum hversdagsins. Fyrir þetta allt stend ég í óbættri þakkarskuld við Svein á Reykjum, og mun ekki einn um það. radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar | til sölu Gott innflutningsfyrirtæki til sölu. Fyrirtækið hentar mjög vel sam- hentri fjölskyldu, er með góð umboð fyrir vel seljanlegar vörur. Þeir sem áhuga hafa, leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Morgunblaðsins merkt: „I — 1930“. Hús til sölu á Egilsstöðum Kauptilboð óskast í húseignina Lagarás 4, Egilsstöðum sem er 2ja hæða, samtals 225 fermetrar að stærð. Brunabótamat kr. 6.875.000,-. Húsið verður til sýnis miðviku- daginn 10. og fimmtudaginn 11. sept. kl. 17.00-19.00 og eru tilboðseyðublöð afhent á staðnum. Kauptilboð þurfa að berast skrif- stofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h. föstudaginn 19. sept. nk. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgarluni 7. simi 26844 íbúð til sölu 2ja herb. 65 fm. íbúð í Orrahólum til sölu. Nafn og símanúmer leggist inn á augld. Mbl. merkt: „B — 1807“ fyrir kl. 17.00 þriðju- dag. Fulltrúaráð í Reykjavík Almennur fulltrúaráðs- fundur Almennur funclur í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verð- ur haldinn fimtudaginn 11. september kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dágskrá: 1. Ákvörðun tekin um hvort halda skuli prófkjör vegna komandi al- þingiskosninga. 2. Ræða Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. 3. Önnur mál. Fulltrúaráðsmeölimir eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. Aðalfundur Fylkir FUS á isafirði heldur aðalfund sinn sunnudaginn 7. september kl. 14.00. Fundurinn fer fram i húsnæði Sjálfstæöisflokksins að • Hafnarstræti 12, 2. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. Fylkir FUS. HEIMDALI.UR f • U S Sjálfstæðisfólk óskast Enn á ný eru auglýst laus til umsóknar hin margeftirspuröu emb- ætti innan skólanefndar Heimdallar. Þar er um að ræöa: 1. Ritstjóra Nýs skóla, framhaldsskólablaös Heimdallar. 2. 3 menn í ritnefnd N.S. 3. Formann skólanefndarinnar. 4. Forseta neðri deildar Valhallar (félagsheimili Heimdallar). Viö leitum enn sem fyrr aö ungu, áhugasömu, frjóu og framkvæmda- sömu skólafólki sem er tilbúið til átaka og fórna fyrir sjálfstæðisstefn- una. Umsóknum skal skilaö á skrifstofu Heimdallar i Valhöll, Háaleitis- braut 1, fyrir 13. september. Þar fást einnig nánari upplýsingar í síma 82900. Skólanefnd Heimdallar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.