Morgunblaðið - 19.09.1986, Side 1

Morgunblaðið - 19.09.1986, Side 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 210. tbl. 72. árg. FOSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jacques Chirac forsætisráðherra Frakklands: Semjum ekki við hryðjuverkamenn París, Beirút, AP. JACQUES CHIRAC, forsætisráðherra Frakka, var mjög harðorður í garð hryðjuverkamanna er hann kom fram í franska ríkissjón- varpinu í gær. Hann sagði að ríkisstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að stöðva þá hryðjuverkaöldu er gengið hefur yfir París undanfarin dægur. Gripið yrði til mjög harðra að- gerða og hefði Mitterrand Frakk- landsforseti lagt blessun sína yfir þær. Forsætisráðherrann sagði að nauðsynlegt væri að þjóðin sýndi samstöðu og hefði hann kallað á sinn fund leiðtoga allra stjórn- málaflokka í landinu, svo þeir gætu fylgst með framvindu mála og sett Sir Lanka: 47 tamílar myrtir í hefndarskyni Colombo, AP. HERMENN á Sri Lanka myrtu að minnsta kosti 47 tamíla til að hefna fyrir tíu manns, sem fór- ust i bilsprengju í gær, að því er haft er eftir talsmanni sam- taka tamíla. Bílsprengjan sprakk í hafnar- borginni Batticalcoa á austurströnd eyjarinnar og þar fóru hefndarað- gerðirnar einnig fram. Stjórnvöld standa nú fyrir miklum aðgerðum gegn skæruliðum þar í borg. Talsmaðurinn sagði að hermenn- irnir hefðu sturlast af bræði eftir sprenginguna, skotið í allar áttir og ekki hirt um hveijir urðu fyrir skotunum. fram sín sjónarmið. Chirac sagði að Frakkar hefðu þurft að þola margt í gegnum tíðina, þeir myndu ekki gefast upp nú og aldrei semja við ódæðismenn er dræpu saklaust fólk. Yfirvöld í París skýrðu frá því í gær að sjónarvottar að sprenging- unni í Tati-stórversluninni á mið- vikudag, þar sem 5 létu lífið og 52 særðust, hefðu borið kennsl á til- ræðismennina tvo er vörpuðu sprengjunni. Þeir væru arabar, Emile Ibrahim Abdallah, einn bræðra Georges Ibrahim Abdallah, er hryðjuverkamenn hafa krafist að látinn yrði laus úr fangelsi ef hryðjuverkum ætti að linna, og Salim El Khoury. Hryðjuverkin hafa verið for- dæmd af ráðamönnum -víða um heim og lét Jóhannes Páll páfi í ljós samúð sína með fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Von er á páfa í heimsókn til Frakklands í næsta mánuði og sögðu talsmenn páfagarðs að þær áætlanir hefðu ekki breyst. Snemma í gærmorgun var her- málafulltrúi við franska sendiráðið í Beirút, Christian Gouttierre, drep- inn er hann var að stíga út úr bifreið sinni rétt fyrir utan afmarkað ör- yggissvæði við sendiráðið. Er hann 123. franski hermaðurinn sem drep- inn er í Líbanon síðan árið 1978. Ríkisstjórn Sýrlands, er hefur íjöl- mennt herlið í Líbanon, fordæmdi Austur-Þýskaland: Gripið til aðgerða vegna flóttamanna Bcrlín, AP. STJÓRN Austur-Þýskalands skýrði í gær frá aðgerðum, sem ætlaðar eru til að takmarka straum flóttamanna frá ríkjum þriðja heimsins til Vestur-Þýska- lands og taka gildi 1. október. Stjórnin í Bonn hefur lofað þessa ákvörðun sem skref í átt að betri samskiptum. Mikil spenna hefur verið milli vestur- og austur-þýskra stjóm- valda undanfarið vegna flótta- manna, sem farið hafa um Austur-Berlín til Vestur-Berlínar og leitað þar hælis. í yfirlýsingu austur-þýska ut- anríkisráðuneytisins sagði að aðeins fólki með vegabréfsáritun frá því landi, sem för þess væri heitið til, yrði leyft að ferðast gegnum Aust- ur-Þýskaland. Eingöngu fólki, sem leitaði pólitísks hælis í Austur- Þýskalandi, yrði veitt undanþága. Johannes Rau, leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins (SPD), var fyrstur með fréttirnar. Flokksbróðir hans Egon Bahr ræddi við austur-þýska leiðtoga í Austur-Berlín í síðustu viku og frétti þá af ákvörðuninni. morðið harðlega, að því er hin opin- bera fréttastofa í Sýrlandi, Sana, sagði í gær. Hálfri klukkustund fyrir morðið á Gouttierre særðist franskur frið- argæsluhermaður er eldflaug var skotið að varðstöð hans. Gerðist það um svipað leyti og starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna tilkynntu að frönsku friðargæslusveitirnar yrðu færðar til og sveitir frá Finnlandi, Ghana og Nepal kæmu í þeirra stað. Sjá forystugrein á bls. 24. AP/Símamyndir L Öryggisráðstafanir hafa verið hertar mjög í Frakklandi vegna hryðjuverkanna undanfarna daga. Skoð- að er í töskur vegfarenda og á landamærunum eru vopnaðir hermenn landamæravörðunum til aðstoðar. Hefur ekki áhrif á leiðtog-afundinn — segir Shevardnadze um brottvísun Sovétmannanna Sameinuðu þjódunum og Moskvu, AP. EDUARD Shevardnadze ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, sem nú er staddur í Bandarikjun- um til undirbúningsviðræðna við George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi í gær brottrekstur 25 sovéskra starfs- manna við SÞ, en bætti við að hvorki brottreksturinn, né Dani- Gorbachev segir Daniloff njósnara Moskvu, AP. LEIÐTOGI Sovétríkjanna, Mikhail S. Gorbachev, fullyrti í gær að hondaríski blaðamaðurinn, Nicholas Daniloff, væri njósnari. Gorbachev hefur ekki áður rætt um Daniloff málið opinberlega. Sovéska útvarpið vitnaði til orða Gorbaehevs á fundi með almenningi í borginni Krasnodar. Gorbachev ræddi um málið eftir að hann var spurður um tengsl Sovétríkjanna við Vesturlönd og hvort sovésk stjórnvöld væru of lin í afstöðu sinni til Bandaríkjanna. Svar Gorbachevs var á þá leið að stefnan væri ákveð- in og miðaði að þvi að byggja upp en ekki rífa niður. Hann ásakaði ótilgreinda bandaríska embættis- menn fyrir að reyna að leggja stein í götu bættra samskipta stói-veld- anna og nefndi Daniloff málið sem dæmi um það. loff málið myndu hafa áhrif á það hvort haldinn yrði leiðtoga- fundur. Það væri undir Banda- rikjamönnum komið. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Peres de Cuellar, lítur svo á að ákvörðun Bandaríkjamanna um að reka 25 starfsmenn Sovét- manna í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna úr landi, sé ósamrýmanleg sáttmálanum, sem gerður var við Bandaríkjamenn um höfuðstöðv- arnar fyrir 39 árum, að því er haft var eftir Francois Giuliani, tals- manni SÞ, í gær. Giulani sagði að draga mætti réttmæti aðgerðar Bandaríkja- manna í efa vegna þess að hér væri um fjöldabrottrekstur að ræða. í sáttmálanum um höfuðstöðvarnar kvæði svo á að reka mætti einstaka starfsmenn við þær úr landi fyrir grunsamlega hegðun og agabrot. De Cuellar bauð fram aðstoð sína til að leysa úr þeim málum, sem nú væru í brennidepli milli stórveld- anna, eftir óformlegum leiðum. Sovésku starfsmennirnir eiga að vera farnir úr landi fýrir 1. október. Sovétríkin: Heræfingar við norsku landamærin Frá fréttaritara Morgunbladsins í Noregi, Jan Erik Laure, AP. SOVÉTMENN hafa hafið heræf- ingar í um 5 kílómetra fjarlægð frá landamærum Sovétríkjanna og Finnmerkur i Norður-Noregi. Talið er að þessar æfingar Sovét- manna séu „svar“ við heræfingum Atlantshafsbandalagsins í Noregi. Ekki hafa verið haldnar heræf- ingar svo nærri landamærunum síðan 1968. Þá ruddist mikill liðs- safnaður að landamærunum þegar ráðist var inn í Tékkóslóvakíu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.