Morgunblaðið - 19.09.1986, Page 6

Morgunblaðið - 19.09.1986, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986 A högg- stokkinn? Að undanfömu hafa nokkrir ein- staklingar skeiðað fram á ritvöll- inn hér í blaðinu og krafist þess að rás 2 verði seld einkaaðilum eða lögð niður. Þessi skoðun hefir verið studd þeim rökum að nú hafi tekið hér til starfa ný einkaútvarpsstöð er njóti mikilla vinsælda er aftur bendi til þess að einkaaðilar geti hæglega sinnt útvarpsrekstri á borð við þann sem rekinn er af rás 2. Rás 1 beri ríkinu hinsvegar að reka áfram því sú stöð sé einskonar útvörður þjóðlegrar menningar og einnig mikilsvert ör- yggistæki. Sá er hér ritar hefir um nokkurt skeið fylgst skipulega með dagskrá rásar 2 og finnst satt að segja ómaklega vegið að starfsfólki rásarinnar er hefir að mínu mati unn- ið mikilsvert brautryðjendastarf á sviði útvarpsrekstrar. Er sanngjamt að meta þetta starf til einskis og selja rás 2 hæstbjóðanda? Sumum fínnst full ríflega borgað fyrir ýmsa dagskrárgerð rásarinnar enda ekki til þess ætlast í dag að ríkis- starfsmenn njóti betri launakjara en þeir sem vinna á hinum svokallaða frjálsa markaði. Nú, en ekki má gleyma því að rás 2 hefir hingað til lifað á auglýsingum rétt eins og um einkastöð væri að ræða. Þannig verða stjómendur rásarinnar vart sakaðir um að sóa almannafé nema menn vilji fiokka auglýsingafé sem nokkurs- konar söluskatt er leggst á verð vöru. En þá benda aðrir á hið rándýra dreifikerfi rásar 2 er flytur efni rásar- innar nánast til allra landsmanna. Er réttlátt að skattgreiðendur fjármagni slíkt dreifikerfi þegar unnt er að hlýða frítt á svæðisútvarp á borð við Bylgj- una? En hér má líka spyrja hvort rétt sé að sá hópur landsmanna er nær ekki að hlýða á Bylgjuna borgi að hluta auglýsingakostnað þeirrar vöru sem þar er auglýst? Ég er eindregið þeirrar skoðunar að frelsi í útvarpsrekstri sé af hinu góða því það sæmir ekki fullorðnu fólki að búa við einokun upplýsinga. En mér fínnst ekki siðferðilega rétt að beita frelsishugsjóninni í þágu ákveðinna afla er vilja jafnvel sölsa undir sig stofnanir á borð við ríkisút- varpið sem hefir verið byggt upp með blóði, svita og támm. Maðurinn er ekki ftjáls nema hann geti valið á milli ólíkra hluta eða hvað segir ekki í Birtingi þá söguhetjan óhlýðnaðist Búlgarakóngi: Hann (Birtingur) var spurður af dómurunum hvort hann kysi heldur að láta alla hersveitina beija sig þijátíu og sex sinnum eða fá í einu tólf blýkúlur í hausinn. Ég ótt- ast það mjög að ef útvarps- og sjónvarpsstöðvum verði gert að lifa hér í fámenninu einvörðungu af aug- lýsingatekjum þá verði þar með tekið frá okkur valfrelsið. Kakan er smá og þegar menn bítast um bitana er hætta á að „Dallasfroðan" og poppið verði allsráðandi uns sú tíð rennur upp að tveir til þrír fjársterkir aðilar ráða markaðinum, Qölmiðlakóngar er sjá sér máski aðeins hag í að sinna Stór-Reykjavíkursvæðinu. Er nokkur trygging fyrir því að slikir kóngar bindist ekki samtökum líkt og kjúkl- ingabændur hafa nú gert? Verður varanlegt frelsi í útvarps- málum máski best tryggt með því að gera ríkisútvarpinu að lifa líkt og BBC af afnotagjöldunum einum saman og láta svo einkastöðvunum eftir að bítast um auglýsingamarkaðinn? Ég held að slíkt fýrirkomulag myndi tryggja að hér yrði á boðstólum hæfi- lega Qölbreytt útvarps- og sjónvarps- efni þar sem tækjust á öflugar svæðisbundnar einkastöðvar og svo „útvarp allra landsmanna". Hug- myndin er máski dálítið framandi en einsog hinn skarpgreindi hagfræðing- ur Vinnuveitendasambandsins, Vil- hjálmur Egilsson, segir í grein hér í blaðinu í gær: Aðalatriðið er að við leyfum sjálfum okkur að fá hugmynd- ir og kasta þeim fram, ræða þær og meta fordómalaust. Það er nóg ef ein hugmynd af hundrað er hugsanlega nothæf. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/ S JÓN VARP Ur framandi landi ■■■■ Þessi bresk/ít- 00 40 alska/pólska ^ “ kviktnynd fjallar um Karol Wojtyla, ævi hans og störf. Karol Woj- tyla, pólskur erkibiskup, varð þegar hann settist í páfastól sem Jóhannes Páll II fyrsti páfinn í rúmar fjór- ar aldir sem ekki var af ítölsku bergi brotinn. Atburðarásin snýst fyrst og fremst um nokkra vini og landa hins upprennandi páfa sem fylgjast með ferli hans. Myndin er um leið i Sam Neil og Jonathan Blake í hlutverkum sinum í myndinni, 9gJ „Ur framandi landi“. saga Póllands frá tímum heimsstyijaldar og baráttu hinnar kaþólsku trúar gegn kúgun yfirvaldsins. Aðal- hlutverk: Warren Clarke, Sam Neill, Christopher Cazenove, Lása Harrow, Mauriee Denham og Jona- than Blake. Leikstjóri er Krzysztof Zanuusi og þýð- andi Bogi Amar Finn- bogason. Bylgjan: Reykjavík síðdegis ■■iH Hallgrímur -j rj 00 Thorsteinsson sér um þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgj- unni í dag. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttimar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 6 1 Lausnir sendist til: Rfldsútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti 1 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan Rokkhátíð á Arnarhóli ■■■■ í kvöld verða OA40 sýndar svip- £á\j~m myndir frá fyrri hluta tónleikanna sem haldnir vom í tilefni af 200 ára afmælishátíð Reykjavíkurborgar. Hljóm- sveitimar Bylur, Rauðir fletir og Prófessor X leika. UTVARP FOSTUDAGUR 19. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Hús 60 feðra'' eftir Meindert Dejong. Guðrún Jónsdóttir les þýöingu sína (17). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Guömundur Sæ- mundsson flytur. 10.10 Veöurfregnir 10.30 Sögusteinn. Umsjón: Haraldur Ingi Haraldsson. (Frá Akureyri). 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Ma- hatma Gandhi og lærisvein- ar hans" eftir Ved Mehta. Haukur Sigurðsson les þýð- ingu sina (17). 14.30 Nýtt undir nálinni. Elín Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn — Frá Vesturlandi. Umsjón Ásþór Ragnarsson. (Áður útvarp- að 19. júní sl.) 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. a. „Skáld og bóndi", forleik- ur eftir Franz von Suppé. Fíladelfíuhljómsveitin leikur; Eugene Ormandy stjórnar. b. „Raddir vorsins" eftir Jo- hann Strauss og „Nætur- galinn og rósin" eftir Camille Saint-Saéns. Rita Streich syngur með Sinfóniuhljóm- sveit Berlínarútvarpsins; Kurt Gaebel stjórnar. c. „Á persnesku markaðs- torgi'' eftir Albert Ketélby. Nýja sinfóniuhljómsveitin í Lundúnum leikur; Robert Wagner stjórnar. d. „O, Sancta Justita” úr óperunni „Keisari og smið- ur“ eftir Albert Lortzing. Arnold van Mill syngur með hljómsveit; Robert Wagner stjórnar. 17.00 Fréttir. 17103 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristín Helgadóttir, Vernharður Linnet og Sigur- laug M. Jónasdóttir. 17.45 Torgiö — Skólabörnin og umferðin. Umsjón: Adolf H.E. Petersen. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Náttúruskoðun. ÞórJak- obsson veðurfræðingur flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Val- týr Björn Valtýsson kynnir. 20.40 Sumarvaka. a. Skessan og Skaftafells- feðgar. Þorsteinn frá Hamri tekur saman frásöguþátt og flytur. b. Kórsöngur. Karlakórinn Heimir syngur undir stjórn Jóns Björnssonar. c. Ljóðabréf úr Skagafiröi. Jóna I. Guðmundsdóttir les Ijóðabréf eftir Sölva Sveins- son á Syðri Löngumýri til Guðrúnar Þorleifsdóttur í Geldingaholti. d. Hófatak i Norðurbraut. Auður Halldóra Eiríksdóttir les frásögn eftir Björn Daní- elsson. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir sönglög Jóns Leifs. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Visnakvöld. Dögg Hringsdóttir sér um þáttinn. 23.00 Frjálsar hendur. Þáttur i umsjá llluga Jökulssonar. 24.00 Fréttir. SJÓNVARP 19.15 Á döfinni. Umsjónar- maður: Maríanna Friðjóns- dóttir. 19.25 Litlu Prúðuleikararnir. (Muppet Babies). Niundi þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnaö. Rokkhátið á Arnar- hóli. Svipmyndir frá fyrri hluta hljómleika á afmælis- hátíð Reykjavíkur. Hljóm- sveitirnar Bylur, Rauðir fletir og Prófessor X leika. Tækni- FÖSTUDAGUR 19. september stjóri: Vilmar H. Pedersen. Umsjón og stjórn: Maríanna Friöjónsdóttir. 21.10 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. 21.45 Bergerac. Niundi þátt- ur. Breskur sakamála- myndaflokkur í tiu þáttum. Aðalhlutverk: John Nettles. Þýðandi: Kristmann Eiðs- son. 22.35 Seinni fréttir. 22.40 Úr framandi landi — Jó- hannes Páll II. páfi (From a Far Country). Bresk/itölsk/ pólsk kvikmynd frá 1981. Leikstjóri: Krzysztof Zan- ussi. Aðalhlutverk: Warren Clarke, Sam Neill, Christop- her Cazenove, Lisa Harrow, Maurice Denham og Jonat- han Blake. Þegar Karl Wojtyla, pólskur erkibiskup, settist i páfastól sem Jó- hannes Páll II. varð hann fyrst páfi í fjórar aldir sem ekki var af itölsku bergi brot- inn. Atburöarásin snýst fyrst og fremst um nokkra vini og landa hins upprennandi páfa sem fylgjast með ferfi hans. Myndin er um leiö saga Póllands á tímum heimsstyrjaldar og stjórnar- farsbreytinga. Þýðandi: Bogi Arnar Finnbogason. 01.05 Dagskrárlok. 00.05 Lágnætti. Spilað og spjallaö um tónlist. Edda Þórarinsdóttir talar við Stef- án Edelstein skólastjóra FOSTUDAGUR 19. september 9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs Tómassonar, Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. 12.00 Hlé 14.00 Bót í máli Margrét Blöndal les bréf frá hlustendum og kynnir óskalög þeirra. 16.00 Frítíminn Tónlistarþáttur með ferðaívafi í umsjá Ásgeröar Flosadóttur. 17.00 Endasprettur Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað er á seyöi um helgina. 989 momm FÖSTUDAGUR 19. september 6.00—7.00 Tónlist í morg- unsárið Fréttir kl. 7.00. 7.00—9.00 Á fætur með Sig- urði Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurð- ur lítur yfir blöðin, spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 9.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræðir við hlustendur til há- degis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- Tónmenntaskólans i Reykjavik. 01.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á rás 2 til kl. 3.00. 18.00 Hlé. 20.00 Þræöir Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir. 21.00 Rokkrásin Umsjón: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 22.00 Kvöldsýn Valdís Gunnarsdóttir kynnir tónlist af rólegra taginu. 23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni og Þor geiri Ástvaldssyni. 3.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTYARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR FRÁ MÁNU- DEGI TIL FÖSTUDAGS. 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr- ir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyr ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. aði með Jóhönnu Haröar dóttur. Jóhanna leikur létta tónlist, spjallar um neyt- endamál og stýrir flóamark aði kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrimur Thorsteinsson í Reykjavík siðdegis. Hallgrimur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00—22.00 Þorsteinn Vil hjálmsson í kvöld. Þorsteinn leikur létta tónlist og kannar hvað næturlífið hefur upp á að bjóða 22.00-04.00 Jón Axel Ólafs son. Nátthrafn Bylgjunnar leikur létta tónlist úr ýmsum áttum og spjallar við hlust- endur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.