Morgunblaðið - 19.09.1986, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1086
15
Hvað eru lögleg-
ir leigubílar?
eftir Ingólf
Ingólfsson
Löglegir leigubílar eru bílar sem
merktir eru sem slíkir (TAXA-
merki á þaki), því samkvæmt lögum
má enginn merkja bifreið sína þann-
ig nema uppfylla ákveðin skilyrði.
En þau eru t.d. opinbert leyfí frá
samgönguráðuneyti, sem fer með
öll samgöngumál (á landi, sjó og
loffci) um að manninum sé heimilt
að eiga og reka leigubifreið til
mannflutninga. Að bifreiðin sé með
löggiltan gjaldmæli (merki í fram-
rúðu). Að bifreiðin sé tryggð til
mannflutninga gegn gjaldi. Skoðun
og samþykkt af heilbrigðiseftirliti.
Furðufrétt
Því ráku menn upp stór augu
þegar birtist í Morgunblaðinu 14.
sept. 1986 frétt með fyrirsögn,
„Fólksflutningar leyfast með sendi-
ferðabifreiðum“. Menn sem til
þekktu voru þó ekki lengi undr-
andi, því í greininni var getið um
Sigurð Sigutjónsson stjórnarfor-
mann Sendibíla hf., sem heimildar-
mann að fréttinni.
Ég aftur á móti var undrandi á
því hvernig Sigurði hafði tekist að
koma þessari frétt athugasemdar-
laust í jafn virt dagblað og
Morgunblaðið án þess að leitað
væri umsagnar ábyrgra aðila. Stað-
reyndin er nefnilega sú að fréttin
er útúrsnúningur á bréfi frá sam-
gönguráðuneytinu til Ronalds
Kristjánssonar, sem svar við fyrir-
spurn frá honum. Þessum útúr-
snúningi er síðan komið sem frétt
í blað eingöngu til að blekkja fólk.
Við skulum nú aðeins skoða
þessa furðufrétt. Fyrirsögnin er:
„Fólksflutningar leyfast með sendi-
ferðabifreiðum". Hvernig hægt er
að lesa slíka fullyrðingu út úr bréfi
samgönguráðuneytisins er mér hul-
in ráðgáta. Forsaga þessa máls er
sú að maður nokkur, Ronald Krist-
jánsson, skrifar bréf til ráðuneytis-
ins og biður um svar við því hvort
honum sé fijálst að ferðast með
sendiferðabifreið eða vörubifreið
eða öðru farartæki sem ekur frá
viðurkenndri stöð gegn gjaldi og
hvort honum sé bannað að nota
leigubifreið sem ætluð er til fólks-
flutninga og ekur frá slíkri stöð til
þess að sendast með vörur.
Ráðuneytið svarar því til að það
líti svo á að manninum persónulega
sé frjálst og refsilaust að ferðast
með hvaða löglegu farartæki sem
honum þóknist og greiði gjald fyrir.
Lengra virðist Sigurður Sigur-
jónsson ekki hafa lesið í bréfinu frá
ráðuneytinu, enda er það alkunnur
siður manna sem vilja blekkja fólk
að sleppa úr því sem ekki passar
þeirra iðju.
Framhaldið á bréfinu er nefni-
lega þannig orðétt: „Ráðuneytið
vill aftur á móti benda yður á að í
gildi eru lög um leigubifreiðir nr.
36 frá 1970, sem fjalla um leigubif-
reiðir til fólksflutninga, sendibif-
reiðaakstur og vöruflutninga. Þá
hafa reglugerðir verið settar sam-
kvæmt þessum lögum.Þessar
réttarheimildir kveða á um rétt
og skyldur þeirra aðila sem und-
ir lögin falla án tillits til áður-
nefndra sjónarmiða er yðar varðar
í þessum efnum.“ (Leturbreyting
höf.)
Nú sjá náttúrlega allir að þetta
er kjarni málsins. Farþegi sem er
í bifreið, þar sem bílstjórinn brýtur
af sér, ekur til dæmis of hratt, er
ekki sóttur til saka, heldur bílstjór-
inn.
Alveg sama er með fólk sem
sendibílstjóri býðst til að aka og
ekur gegn gjaldi, það eru ekki far-
þegarnir sem sóttir eru til saka
heldur bílstjórinn, því hann er að
Ingólfur Ingólfsson
brjóta landslög, lög frá Alþingi nr.
36 frá 1970.
Bílstjórinn þarf nefnilega að hafa
opinbert leyfi yfirvalda til að aka
fólki gegn gjaldi. Hann þarf að
vera á löglega útbúnum bíl til slíkra
hluta, t.d. tryggður til mannflutn-
inga gegn gjaldi. Bílstjórinn þarf
að uppfylla ákveðin skilyrði sem
Sigurður Sigurjónsson hefur ekki
getað uppfyllt og vill þess vegna
fá að aka fólki í sendiferðabíl.
Hafa skal það sem
sannara reynist
Ég taldi mér ekki fært að fara
fram á birtingu bréfsins frá ráðu-
neytinu í heild, nema með leyfí
ráðuneytisins og skrifaði því ráð-
herra, Matthíasi Bjarnasyni, þar að
lútandi. Svar barst um hæl, þar sem
fram kemur að mér sé frjálst að
birta bréf ráðuneytisins, eins og
stendur í bréfinu, til „að eyða þeim
misskilningi sem umrædd frétt
kann að hafa skapað“.
Ekki tel ég ástæðu til að hafa
fleiri orð þar um. Með þessari grein
birti ég því bréfið sem olli öllum
þessum „misskilningi" hjá Sigurði
Sigurjónssyni.
Næst verður fyrir manni í um-
ræddri frétt Morgunblaðsins þessi
klausa: „Tilefni þessarar fyrir-
spurnar til ráðuneytisins var það
að deilur hafa staðið yfir um tals-
vert skeið milli leigubílstjóra og
sendibílstjóra um starfsvettvang
þessara aðila.“
Ég kannast ekki við deilu á milli
Bifreiðastjórafélagsins Frama og
Trausta, félags sendibílstjóra. Eins
og sjá má á meðfylgjandi yfirlýs-
ingu. Hið sanna er að lögreglan
hefur átt í brösum við nokkra
bílstjóra hjá Sendibílum hf., sem
ekki hafa viljað fara að lögum.
Þykir mér að heldur séu þeir farnir
að færa sig upp á skaftið þegar
þeir opinberlega eru farnir að snúa
út úr bréfum frá ráðuneytum. Hvað
kemur næst? Líkist það helst ör-
væntingu um málstaðinn. En hver
er þá málstaðurinn? Jú, hann er að
„í öllum löndum sem
vilja hafa samgöngu-
mál í sem bestu lagi,
eru strangar reglur um
leigubíla sem og aðra
þætti samgangna. A
Norðurlöndunum eru
mjög ströng lög um
leigubifreiðir og í stað-
inn fyrir að láta sér
detta í hug að slaka á
þeim kröfum sem gerð-
ar eru til leigubílsijóra
eru þær hertar.“
afnema skuli öll lög og reglur um
leigubílaakstur.
Þá mætti spyija í framhaldi af
því: Af hveiju bara leigubílaakstur?
Af hveiju ekki sérleyfislögin? Af
hveiju ekki einkarétt strætisvagna?
Til hvers er verið að veita flugfélög-
um ákveðin svæði til að fljúga á?
Svarið er mjög einfalt. Þetta er
gert til að veita og tryggja almenn-
ingi sem besta og öruggasta
þjónustu.
Aukið traust á
leigubílum
í Helgarpóstinum 14. ágúst sl.
er tekið til umfjöllunar innköllun á
atvinnuleyfi Sigurðar Siguijónsson-
ar sem ekki hafði farið eftir þeim
reglum scm í gildi eru um leigubif-
reiðaakstur. Og gat ekki sætt sig
við að þurfa að hlíta slíkum reglum
sem þar gilda, heldur virðist vilja
hafa sínar eigin reglur og þá helst
þannig að þær séu breytanlegar frá
degi til dags. Nú er það staðreynd
að í flestum stéttarfélögum eru til
menn sem ekki vilja eða telja sig
ekki þurfa að fara eftir lögum og
reglum sem aðrir félagsmenn. Sum-
ir þessara manna eru þeirrar gerðar
að þeir fara gjaman í blöð og gefa
sig út sem píslarvotta og reyna að
afla sér samúðar fólks. Þá er stund-
um undir hælinn lagt hvort hallað
er réttu máli eða hvort fjallað er
um staðreyndir. I fyrrnefndri grein
í Helgarpóstinum kemur það glöggt
fram að umræddur maður vill helst
bijóta niður öll þau lög sem ráða-
menn þjóðarinnar (Alþingi) hafa
sett um leigubifrciðir og síðari
reglugerðir sem settar hafa verið
til að tryggja réttlæti og almenn-
ingi öruggari þjónustu leigubíla. í
öllum löndum sem vilja hafa sam-
göngumál í sem bestu lagi, eru
strangar reglur um leigubíla sem
og aðra þætti samgangna. Á Norð-
urlöndunum eru mjög ströng lög
um leigubifreiðir og í staðinn fyrir
að láta sét detta í hug að slaka á
þeim kröfum sem gerðar eru til
leigubílstjóra eru þær hertar. T.d.
17. september, 1986
Tnqdr deiíiir eru uþpi milli Bifreiðdstjórdféldqsins
I rdmii oq.Trdustd féldqs sendib i f reiðdst jórd . Aftur «i
moti luirm.i b<rði félöqin frdmferði noKkurd mdnnd hjú
Sendibílum h/f Hdfruirstræti ?, sem skdpd leiðindi inndn
b e q q j «i féldqdnnd.
f.h. TrdusUÍ téldqs sendibi f rí»+I>pst jór.i
f.h. Bifreiðdstjórdféldqsins Frdmd
Yfirlýsing formanna Trausta, félags sendibifreiðastjóra og Bifreida-
stjórafélagsins Frama.
samcOncurAduneytid 2. S€pt fi66
Hr. Ronald Krlstjánsson
Hrlngbraut 46
107 Reyjavík S/223.0 29. ágúst 1986
VÍsað er tll erlndis yöar, dags. 19. þ.M.tþar se* þér
ósklð a.a. svara vlð þeln spurningun hvort það sé iúlkun
sangönguráðuneytislns að þér sé ekki frjálst að ferðast »eÖ sendi-
eða vörubifreið eða öðru fararteki wm ekur frá viðurkenndrl stöð
gegn gjaldi og hvort þér sé hannað að nota lelgublfreið se« ctluð
er til fólksflutnlnga og ekur frá slíkri stöð til þess að sendast
fyrir yður mco vörur.
Varöandi fyrri spurnlngu yðar tekur ráöuneytið fra* að þaö
lítur svo á að þér persónulega sé frjálst og refsilaust aö feröast
ncl hvaða löglegu farartcki sen yður þóknast og freiða gjald fyrir.
Varöandi seinni spurnlngunarer það að segja aö ráðuneytlð
hefur ekki bannað yðaoreða öðruoi að nota leigubifreiðir, se« ctiaðar
eru tll fólksflutninga og aka frá viðurkenndum stöðvuw, til að send-
ast roeö vörur.
Ráöuneytið vill aftur á wStl benda yður á að í gildi eru lög
um leigubifrelðar nr. 36/frá 1970 se« fjalla u* leigubifreiðar til
fólkáflutninga, sendlbifreiðaaksturs og vöruflutninga. Þá hafa og
reglugerðir verið settar samkvant þein lögun. Þessar réttarheimildir
kveða á um rétt og skyldur þeirra aölla sem undir lögin falla án
tllllts til áðurnefndra sjónanoiöa er yðoo varða í þcssum efnum.
Bréf samgönguráðuneytisins til Ronalds Kristjánssonar.
í Svíþjóð er verið að herða reglur
um þá menn sem fá leyfi til að aka
leigubílum í afleysingum og er ætl-
unin að menn verði að taka sérstök
námskeið til þess. Augljóst er að
ekki eru Svíar á þeim buxunum að
leyfa hveijum sem er að hlaupa til
og fara að aka leigubíl. Á nýaf-
stöðnu Taxaráðsþingi Norðurlanda,
sem haldið var í Helsinki dagana
18.—22. ágúst komu þessi mál mik-
ið til umræðu og voru menn mjög
á einu máli um það að á tímum
mjög vaxandi fíkniefnavandamála
og allra handa vandræða þeim
fylgjandi, ættu yfirvöld að stuðla
að því að vandað væri enn frekar
val á mönnum í þjónustugreinar
eins og leigubílaakstur. Samgöngu-
málaráðherra Finnlands sem flutti
ávarp á þinginu tók mjög undir
þetta og taldi nauðsynlegt að taka
þessi mál upp í viðeigandi ráðuneyt-
um Norðurlandanna. Fram kom að
menn hræðast að fíkniefnasalar
muni sækja fast að koma sölumönn-
um í raðir leigubílstjóra, því beri
að leita allra ráða til að láta ekki
ráðast af tilviljun hveijir veljast í
svo þýðingarmikið þjónustustarf.
Þetta ættu þeir menn, sem telja að
best sé að gefa sem flest ftjálst,
aðeins að íhuga.
Margir eru þeir sem telja að tak-
mörkunarlögin um leigubíla séu
sett eingöngu fyrir leigubílstjóra.
Þessir menn fara mjög villu vegar.
Staðreyndin nefnilega sú, að þau
eru engu síður fyrir neytendur því
þau tryggja að enginn fær að eiga
og reka leigubíl nema hann hafí
áður unnið sér inn tíma við akstur
sem launþegi hjá leyfishafa, oftast
í 4—5 ár, og svo lengi á enginn að
endast, nema hann hafi sýnt að
hann sé heiðarlegur og sé trausts
verður. Og þótt engin regla sé án
undantekninga, þá hefur þetta kerfi
gjörbreytt því ástandi sem var hér
áður fyrr, þegar einu kröfumar
voru, að maðurinn hefði meirapróf
og hefði bíl til umráða. Það fólk sem
komið er yfir miðjan aldur, man þá
tíð, þegar konur þorðu ekki einar
í leigubíl, hvað þá að fólk þyrði að
senda böm eða unglinga í leigubíl
að kvöldi eða nóttu. Þetta em stað-
reyndir sem menn ættu að íhuga.
Nú em komin 30 ár síðan takmörk-
unarlögin tóku gildi og nú er
viðhorfið gjörbreytt. Nú telja allir
sig ömgga þegar þeir em komnir
í leigubíl og svoleiðis á þetta að
vera. Menn gera sér oft ekki í fljótu
bragði ljóst hveð mikið öryggi það
er fyrir borgarana að vita fyrir víst,
að þegar þeir eða börn þeirra em
komin í merkta leigubifreið (Taxa-
merki á þaki) að þar eru atvinnu-
menn að starfí sem má fyllilega
treysta og em á löglega útbúnum
bifreiðum fyrir atvinnuakstur.
Ég skil það vel að ýmsir menn
skuli vilja komast fram hjá öllum
reglum og komast í þessa atvinnu-
grein hvað sem lögum líður. En ég
skil ekki að yfirvöld skuli láta það
líðast að brotin séu lög og allar
reglur um þessi mál eins og átt
hefur sér stað í litlum sendibílum
hér í borg, þar sem mönnum hefur
líðst að fylla litla sendibíla af sætum
og aka fólki eins og ekkert sé sjálf-
sagðara. Ovíst er hvort þessir bílar
em tryggðir fyrir gjaldtöku í fólks-
flutningum, óvíst hvort mennirnir
séu með meirapróf, hvað þá að þeir
uppfylli þau skilyrði að hafa þurft
að sanna með starfi að þeim sé
treystandi í leigubílaakstur. Ég tel
að yfírvöld ættu að hrista af sér
slenið og framfylgja lögum í þessu
máli áður en slys hljótast af. Það
væri stórt skref afturábak ef tilvilj-
un á að ráða hvaða menn ráðast í
þetta starf. Það er nefnilega svo,
að það reynir oft á heiðarleika og
alla framkomu þessara manna við
fólk í ýmiskonar ástandi, því er
nefnilega ekki að neita að oft er
fólk í því ástandi að það þarf frek-
ar að passa það en það geti gætt
sín sjálft. Afar sjaldgæft er að
leigubílstjóri sé kærður fyrir mis-
ferli í starfí enda slík mál tekin
föstum tökum.
Oft er talað um að Frami, stéttar-
félag leigubílstjóra, ráði hve margir
leigubílar séu í starfí. Þetta er mik-
ill misskilningur. í nýjustu reglu-
gerð um leigubifreiðir, sem sett var
af samgönguráðuneytinu 1985, er
umsjónamefnd leigubifreiða skipuð
fímm mönnum. Formaður nefndar-
innar er frá ráðuneytinu, annar er
frá Reykjavíkurborg, sá þriðji frá
Seltjarnarnesi, Kópavogi, Mosfells-
sveit og Hafnarfírði, sá fjórði frá
Frama og fímmti frá þeim mönnum
sem eru að vinna sér inn tíma til
atvinnuleyfis. Það sjá því allir að
hagsmunir borgaranna ættu að
vera í fyrirrúmi, en ekki einhveijir
annarlegir hagsmunir. Nú eru hér
samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu íslands 131.953 íbúar á stór
Reykjavíkursvæðinu, en 615 leigu-
bílar, eða 214 íbúar á bak við hvern
leigubíl. En hvernig er þessu varið
í næstu höfuðborgum. I Stokkhólmi
og Osló eru 1.000 íbúar á bak við
hvern leigubíl og í Kaupmannahöfn
cru 625 íbúar á bak við hvern
leigubíl.
Áf þessu má sjá að vel er séð
fyrir fjölda leigubíla hér á landi,
þrátt fyrir að einkabflaeign á Is-
fandi er með því hæsta sem þekkist.
Enda reka útlendingar upp stór
augu og undrast slíkan fjíilda leigu-
bíla sem hér er miðað við fólks-
Qölda.
Þegar menn skoða þessi mál öll
í réttu ljósi, þá ætti það því að vera
augljöst að hvergi má gefa eftir á
þeím lögum og reglum sem gilda
um þessa þjónustegrein, þannig er
best hægt að tryggja almenningi
örugga og trausta þjónustu.
Höfundur er formaður Bifreiða-
stjórafélagsins Frama.