Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.1986, Blaðsíða 18
MORGUN'BLÁblÐ, FÖSfUDAGÚtt 19. SEPTEMBÉR 1986 m 18* > AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JUDY DEMPSEY • • Omurlegt ástand heil- brigðismála í Póllandi Hópur pólskra vísindamanna og lækna hefur tekið saman skýrslu um stöðu heilbrigðismála í Póllandi sem vakið hefur bæði kvíða og ótta. I skýrslunni er ályktað að ef ekki „öllum til- tækum ráðum er beitt til að bæta úr ríkjandi ástandi" sé líkamlegt heilbrigði meirihluta þjóðarinnar í hættu. Skýrslan, sem nýlega komst í hendur neðanjarðarhreyfingar- innar i Póllandi, beinir athyglinni að sögu heilbrigðismála í Póllandi. Þar eru einnig ástæðurnar fyrir því hvers vegna heil- brigðisþjónustan i Póllandi hefur farið versnandi undanfarin 20 ár skoðaðar ofan í kjölinn. Meginatriði skýrslunnar eru þessi: Umönnun í sjúkrahúsum: 170 létust úr sjúkdómnum í Pól- r monnun 1 Mörg sjúkrahúsa Póllands eru frá því fyrir síðari heimsstyrj- öldina og það tekur að meðaltali um 15 ár að byggja nýjan spítala, sem tekur aðeins um þrjú ár í löndum á borð við Bretland. Árið 1981 hafði pólska heilbrigðis- þjónustan á sínum snærum 56 sjúkrarúm fyrir hveija 10.000 íbúa landsins, en samkvæmt regl- um Alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar, WHO, eiga sjúkrarúm að vera 100 fyrir sama flölda. I sjúkrahúsunum er mjög þrengt að sjúklingunum, sem hver hefur um 3,4 fermetra rými að jafnaði, en samkvæmt alþjóða stöðlun er hverjum sjúklingi ætlað 12 fermetra rými. Þessi miklu þrengsli, þar sem mörgum sjúkl- ingum er komið fyrir í göngum sjúkrahúsanna, segja höfundar skýrslunnar að Ieiði til lífsleiða og komi í veg fyrir að sjúklingar nái fullum bata. Hreinlætisdeildir, eldhús og þvottahús — ef spítalinn er svo heppinn að hafa upp á þetta að bjóða — eru fáliðuð, óheilsusam- leg og úrelt. + Búnaður sjúkrahúsanna: Innan sjúkrahúsanna ríkir mikill skortur á algengustu lækningatækjum. Arið 1985 gerðist það þegar inflú- enzufaraldur gekk yfir landið að fjölmiðlarnir, sem eru undir opin- beru eftirliti, sögðu vart frá faraldrinum „vegna þess að svo lítið var til af aspiríni í lyíjabúð- um.“ Víða ríkir skortur á sótt- hreinsivökva, gifsumbúðum, grisjum, glúkosa, saltlausn, dömubindum, vítamínum og kvalastillandi og róandi lyljum. „Daglega," segir í skýrslunni, „verður vart við skort á undir- stöðulyfjum og aldrei er unnt að vita hvað verður til í lyfjabúðunum á morgun því framleiðslan er ekki reglubundin. Þetta veldur truflun- um á áður ákveðnum læknisað- gerðum." Árið 1983 var svo komið að 22% þeirra lyfja sem skráð voru í lyfjahandbók ríkisins voru ófáan- leg. Árið 1984 var þetta hlutfall komið upp í 35%. Aðeins 25% pantana á erlendum lyfjum fást afgreidd hjá því opinbera. + Smitsjúkdómar: Óhjákvæmi- lega hefiir skortur á vel búnum lyfjabúðum samfara niðumíðslu sjúkrahúsanna aukið útbreiðslu smitsjúkdóma, sérstaklega hjá ungum bömum, og tölumar sem birtar em í skýrslunni em ógn- vekjandi. Sem dæmi má nefna að á sama tíma og berklatilfellum fer fækkandi í flestum vestrænum löndum, „látast um 3.000 manns árlega úr sjúkdómnum" í Pól- landi. Þótt nýfædd böm séu bólusett gegn berklum, em regl- umar um endurbólusetningu ungra bama og athugun á við- námi þeirra í ólestri. Enn uggvænlegri mynd er dregin upp varðandi utbreiðsiu pólsku bami gefin joðupplausn til að vinna gegn hugsanlegri . f11' l-i Aust-:Evr°Pu.cr geislun eftir Chernobyl-slysið. f skýrslu pólskra lækna og vísinda- floldi lifrarbolgusjuklinga miðað manna segir, að ástandið í heilbrigðismálunum einkennist af við hveija 100.000 íbua mein en skorti á öllum sviðum og að heilbrigðisþjónustan sé 20 eða jafn- í nokkm vestrænu landi. Rumlega vej 50 árum á eftir því, sem gerist á Vesturlöndum. landi árið 1983. Ein aðal ástæðan fyrir þessari þróun, segir í skýrsl- unni, er að holræsakerfum og sorphreinsun í Póllandi er „mjög ábótavant". Jafnvel bólusetning gegn lifrarbólgu er „ekki fyrir hendi í Póllandi“. I skýrslunni er komizt að ugg- vekjandi niðurstöðu: Ef ekki fást úrbætur í holræsa- og sorphreinsi- málum, og ef lyfjaframboð hjá heilbrigðisþjónustunni verður ekki aukið, mun sjúkdómurinn enn breiðast út. Höfundar skýrslunnar, sem ekki vilja láta nafngreina sig, hafa bersýnilega aðgang að gögn- um heilbrigðisyfírvalda, og upplýsingar þeirra virðast réttar. Þeir segja ennfremur að tilfellum matareitmnar fari ijölgandi aðal- lega vegna mengunar í mjólkur- vinnslustöðvum, mengaðs vatns, vansoðinna matvæla og slælegs eftirlits í sláturhúsum. Hreinlætisaðstæður í sjúkra- húsum em einnig slæmar, og mæður em almennt illa haldnar líkamlega auk þess sem fram hef- ur komið jámskortur hjá 90% bamshafandi kvenna í Póllandi. Nýfædd böm em þessvegna næm- ari fyrir smiti. Og, segja skýrslu- höfundar, mörg böm eiga á brattan að sækja frá fæðingu. Vinnuaðstaða mæðranna, sér- staklega þeirra sem starfa í vefnaðariðnaðinum, „þar sem konur em óvarðar fyrir hávaða, titringi og þröngri vinnuaðstöðu auk þess sem þær verða oft að reyna mikið á sig líkamlega“, leið- ir til þess að bömin hafa oft ekki náð eðlilegri þyngd við fæðingu — og em móttækilegri fyrir smiti. Pólland, land sem menningar- lega og sögulega á rætur í vestrænni siðmenningu, virðist nú þar á vegi statt, að því er heil- brigðisþjónustuna varðar, að um stöðuga afturför er að ræða. Og höfundar skýrslunnar skella allri skuldinni á pólsk yfirvöld. Á liðnum ámm, segja þeir, hafa yfírvöld skorið niður fjárframlög til heilsugæzlu og félagslegrar þjónustu. „Heilbrigðisþjónustan hefur dregizt 20 ár, eða jafnvel 50 ár aftur úr þjónustunni í vest- rænum ríkjum og útilokað er að brúa þetta bil. Kerfið gerir ekki ráð fyrir neinni upplýsingaskyldu er gerði læknastéttinni kleift að ræða opinskátt um heilsufar þjóð- arinnar." Jafnvel þótt læknastéttin gæti látið álit sitt í ljós, er vaxandi svartsýni á að unnt geti verið að blása nýju lífi í heilbrigðisþjón- ustuna. Állan áttunda áratuginn var lyfjaiðnaðurinn að ganga úr sér. Þetta var á árunum sem pólsk yfirvöld vom að taka stórlán hjá vestrænum bönkum og öðmm vestrænum peningastofnunum. Fyrir hluta þessara lána vom keypt lyf frá Vesturlöndum. Nú, þegar mun erfiðara er orð- ið að fá erlend lán, skortir fé til að byggja upp úr sér genginn og lamaðan lyfjaiðnað Póllands. Ekki er heldur nægu fé varið til þjálfun- araðstöðu né umönnunar í sjúkra- húsum. Jafnvel að því er varðar geislavarnir segir í skýrslunni að Pólland sé „eina ríkið, þar sem unnið er að virkjun kjamorkunn- ar, sem ekki rekur sérstaka stofnun til að þjálfa starfsfólk í geislavörnum og geislalíffræði". Það er ekki einu sinni nein lækna- miðstöð sem gæti gripið til aðgerða ef vart yrði við geislunar- veiki eða geislavirkni í landinu. Skýrslunni lýkur með þeim orð- um að á þessu væri unnt að ráða bót skjótlega „ef Pólland væri sjálfstætt lýðræðisríki". Lækn- amir og vísindamennimir sem sömdu skýrsluna vita að þetta er óskhyggja. En þeir segja í lokin: „Umheiminum ber engin skylda til að annast um Pólland. Það er skylda ríkisstjómar Pólska Al- þýðulýðveldisins." (Heimild: The Observer.) - Bókaklúbbur AB: Dætur frú Liang eftir Pearl S. Buck BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér skáldsöguna Dætur Frú Liang eftir Pearl S. Buck. Þýðandi er Arnheiður Sigurðardóttir. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir: Pearl S. Buck varð heimsfræg og hlaut nóbelsverðlaun fyrir sögur sínar í Kína m.a. Gott land og Austan vindar og vestan, sem báðar komu út á íslensku. Hún var á sínum tíma í hópi mest lesnu höf- unda heimsins, enda er haft fyrir satt að enginn einstaklingur hafi á borð við hana glætt skilning Vestur- landa á Kína og kínverskum hugsunarhætti. Pearl S. Buck var alin upp í Kína og var þar lengi háskólakennari. Hún lést 1972. Dætur frú Liang kom út 1969 og er síðasta bók skáldkonunnar. Hér er lýst Kína gærdagsins og dagsins í dag — höfundurinn nær með göldrum skáldskaparins að sýna þetta fjölmennasta ríki verald- ar betur en staðreyndarunur frétta- manna nútímans. Frú Liang er e.t.v. ekki mjög ólík Pearl S. Buck sjálfri, ákveðin, skilningsrík, menntuð. Hún hefur verið byltingarsinnuð í æsku og heldur enn góðu sambandi við suma af stjómendum kommúnista. Hún rekur virðulegt veitingahús í Shanghai-borg þar sem áhrifamenn stjórnarinnar em daglegir gestir. Þó að frú Liang sé mikil nútíma- kona stendur hún mjög föstum fótum í hinni rótföstu kínversku menningu og kínverskum viðhorf- um. En dætur hennar em nokkuð ólíkar henni að þessu leyti. Þær hafa gengið í skóla í Bandaríkjun- um og em skiptar milli Vestursins og Austursins — em börn eftir- stríðsáranna. Kemur ákaflega glöggt fram í bókinni mismunur þessara viðhorfa, og er ekki vafi á því að við skiljum Kína nútímans og viðbrögð Kínveija við málum miklu betur eftir lestur hennar en við áður gerðum. Atburðimir sem gerast eftir heimkomu dætranna magna spennu í bókinni. Önnur dóttirin eignast elskhuga sem er kommúnisti, eigin- maður hinnar er kjamorkuvísinda- maður. Önnur dóttirin uppgefst á landi sínu og þjóð, hin ekki, og frú Liang aldrei þrátt fyrir áskoranir um að flýja ti Vesturheims. Hún er of mikill Kínveiji til þess. Og þó að frú Liang fari illa út úr menning- arbyltingunni lifir vonin áfram um hið mikla Kína — elsta og mesta menningarríki heimsins. Bókin er í senn kynningarbók kínverskra viðhorfa og ástarsaga. Hún er 262 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda. Júní frá Syðri-Gróf íslenskir hestar í Bandaríkjunum: Koma fram á sýningu í Madison Square Garden í BYRJUN nóvember nk. munu íslenskir hestar koma fram á mikilli hestasýningu á Madison Square Garden í New York. Það er fyrirtækið íslandssport sem stendur fyrir þátttöku í þessari sýningu og munu kunnir reiðmenn fara héðan til að sýna hest- ana. Hafa þegar verið keyptir nokkrir kunnir gæðingar til þátttöku í þessari sýningu og má þar nefna Júní frá Syðri-Gróf sem stóð efstur gæðinga í A-flokki á Landsmótinu I sumar. Einn af aðstandendum íslands- sports er Ingvar Karlsson og sagði hann að búið væri að selja öll þau hross sem færu á sýninguna. Meg- intilgang með þátökunni sagði Ingvar þann að kynna íslenska hest- inn í Bandaríkjunum og í framhaldi að vinna varanlegan markað fyrir íslenska hestinn í Bandaríkjunum og jafnvel víðar. Sýningin sem hér um ræðir kall- ast „The National Horse Show“ og er að sögn Ingvars elsta hrossasýn- ing í heiminum og mun hún nú verða haldin í 104. sinn. Til að koma hrossum inn á sýninguna þurfa þau að taka þátt í minni sýn- ingum í nágrenni New York þannig að þarna koma eingöngu fram hross í háum gæðaflokki. íslenskir hestar hafa aldrei komið fram á þessari sýningu en tildrögin að því að þeir hjá Islandssporti koma þeim þarna inn nú sagði Ingvar vera þau að hann fór utan með myndbönd af íslenskum hestum á sýningum hér heima og sýnt þau aðstandendum sýningarinnar. Þeir hafi síðan fallist á að taka íslenska hestinn inn ef tryggt væri að toppreiðmenn myndu sitja hestana sem einnig þyrftu að vera í hæsta gæðaflokki. m lnrgMinl U 2 Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.