Morgunblaðið - 19.09.1986, Qupperneq 25
24
25
Kamrana þurfti að færa. Fyrst þurfti að grafa djúpa holu, svo lyftu allir kamrinum og færðu hann yfir holuna.
Unglingar í sjálfboðavinnu við
hreinsun í Landmannalaugum
Áður en skáli Ferðafélagsins var kvaddur þurfti að semja texta
fyrir gestabókina. í nemendahópnum má sjá Kristján Sigfússon og
Þóru Þórarinsdóttur, kennara í Hlíðaskóla.
Varla var búið að losa kamarinn
frá jörðu er óhemju óp og skrækir
heyrðust frá krökkunum og vildu
þeir helst losa tak sitt og hlaupast
á brott. Bergþór leyfði þeim ekki
að komast upp með neinn tepruskap
og sagði: „Já, krakkar mínir, þetta
er eitt af því sem verður að gera
á Qöllurn." Það tók því varla að
vera með þessi óhljóð, því þegar
svona margir hjálpast að er flutn-
ingur eins kamars ekkert mál.
Nemendur fengu líka að spreyta
sig á girðingavinnu. Fyrirhugað er
að reyna að tyrfa tjaldstæðin í
Landmannalaugum á næstu árum
og hafa því verið gerðir litlir til-
raunareitir til að sjá hvernig grasið
kemur undan vetri. Þessa reiti varð
að girða. Auk þess fengust krakk-
arnir við það, sem virðist ætla að
verða eilífðarverkefni hér á landi,
en það er að tína rusl. Mikið skelfi-
lega er leiðinlegt og ljótt að sjá
hymur í öllum regnbogans litum
Unglingarnir okkar búa yfir ótrúlegri orku. í landi okk.tr bíða
ótal verk þess að verða unnin. Fátt er betra til að kynnast fólki en
að fara til fjalla. Má ekki sameina þetta allt á einhvern hátt?
Síðastliðið vor fórum við kennar-
ar í Hlíðaskóla að velta því fyrir
okkur hvort við gætum ekki sam-
einað þetta á einhvem hátt. Við
töldum að það myndi reynast vel í
byijun vetrarstarfs að fara með
nemendahópinn í ferðalag. Á ferða-
lögum kynnast menn oft á annan
hátt en í daglegu starfi. Þeir sýna
jafnvel á sér nýjar óþekktar hliðar
og þar geta mörg ljós skinið, sem
sjaldan fá tækifæri tl að skína í
daglegu skólastarfi. Krakkamir
koma flestir glaðir heim úr slíkum
ferðum, þeim fínnst erfitt að kveðj-
ast, og þegar árin færast yfir er
minningin um skemmtilegt skóla-
ferðalag ein af þeim minningum,
sem seint gleymist.
Við vorum ákveðin í að hafa
þessa ferð öðruvísi en þær hefð-
bundnu vorferðir sem flestir
kannast við: Við ætluðum ekki bara
að ferðast, fræðast um landið og
njóta útiveru, heldur var eitt aðal-
markmiðið, að í þessari ferð skyld-
um við gera landinu okkar gagn.
Við vissum að verkefnin, sem ungl-
ingar geta leyst af hendi em
óþijótandi fái þeir örlita leiðsögn
og verkstjóm. Því meira sem við
ræddum málin því hrifnari urðum
við af hugmyndinni um sjálfboða-
liðaferð. Staðráðin í að láta
drauminn rætast skrifuðum við í
minnisbækur undir 1. september —
„fara í sjálfboðaliðaferð".
Þegar skólastarf hófst á ný fór-
um við að ræða draumaferðina.
Okkur fannst liggja beinast við að
hafa samband við landvernd, minn-
ug þess að þegar sum okkar vom
yngri vomm við send til að skera
mel við Þorlákshöfn og tína lúpínu-
fræ í Heiðmörk.
Við höfðum samband við þá hjá
Landvemd og fengum að vita, að
nokkur ár em síðan tekið var að
nota vélar við melskurð, en tínsla
lúpínufræja væri enn viðhöfð undir
umsjón Andrésar Arnalds. Andrés
tók málaleitan okkar einstaklega
vel og var hrifinn af framtaki okk-
ar, en þar sem tíðarfar í sumar var
mjög gott vom fræhylki flest
spmngin, og því lítið sem ekkert
eftir af fræjum til að tína. Hann
bauðst hins vegar til að koma til
okkar í heimsókn með skyggnu-
myndir og fræða nemendur um
uppblástur, orsakir hans og afleið-
ingar, hvemig mætti reyna að hefta
hann og ýmislegt fleira, sem að
Nemendur í Hlíðaskóla tína grjót af tjaldstæðinu i Landmannalaugum. Ferðamenn bera gjarnan steina
inn á stæðin til að halda tjaldhælunum niðri.
Með það í huga, að tjaldstæðin í Landmannalaugum verði tyrft, hafa verið gerðir tilraunareitir til að
sjá, hvernig grasið kemur undan vetri. Þessa reiti varð að girða.
4-
landvemd sneri. Það boð munum
við ömgglega þiggja þegar líður
nær vetri, og kunnum við Andrési
kærar þakkir fyrir hjálpsemi og
velvild.
Því næst höfðum við samband
við Náttúmvemdarráð og náðum
þar tali af Helgu Edwald. Við sögð-
um henni frá hreinsunarferð sem
hópur ungmenna úr Hlíðaskóla fór
fyrir 5 ámm í Landmannalaugar
og spurðum hana hvort nokkur
1 möguleiki væri á að endurtaka slíka
og öðmm vemduðum svæðum og
talaði um nauðsyn þess að allir
gengju vel um landið.
Þegar inn í Landmannalaugar
var komið tóku á móti okkur tveir
landverðir Náttúmvemdarráðs, þeir
Hlynur Óskarsson og Ólafur Ein-
arsson, og tveir skálaverðir Ferða-
félags Islands, þau Guðríður
Jónsdóttir og Bergþór Njáll Kára-
son. Nemendumir drifu allir í að
koma farangrinum sínum fyrir og
fá sér hádegissnarl. Að því loknu
var þeim skipt í hópa og fór hver
hópur með yfirmönnum til að vinna
sitt verk. Meðal þess sem nemend-
umir gerðu var að tína steina af
tjaldstæðunum þremur, en ferða-
menn bera gjarnan steina inn á
tjaldstæðin til að halda tjaldhælun-
um niðri. Allt gijót þarf að setja í
vörður fýrir veturinn svo að tjalda
megi næsta sumar. Kamrana þurfti
að færa. Fyrst var grafin stór djúp
hola, svo röðuðu allir sér við brúnir
kamarsins: „Einn, tveir og lyfta!"
liggjandi eins og hráviði út um allt,
hvert á land sem farið er. Okkur
kennumnum fannst ánægjulegt að
sjá og heyra hversu hressilega bæði
landverðir og skálaverðir lögðu sig
fram við að útskýra allt fýrir hópn-
um, hvers vegna verið væri að vinna
hvert verk, fýrir utan að segja þeim
og sýna hvemig best væri að verk-
unum staðið. Áuk þess vom þeir
mjög viljugir að benda nemendum
á og útskýra mörg þau náttúrufyrir-
brigði, sem þama er að finna.
Enginn má halda að ferð þessi
hafi verið stanslaust púl og vinna.
Hópurinn var leystur frá störfum
um kl. 17.00 fyrri daginn og hafði
þá hver frelsi til hvers sem vildi.
Krakkarnir nýttu sér tímann vcl,
fóm í fjallgöngur, tíndu ber, gengu
inn Grænagil, ærsluðust í lauginni
og nutu lífsins. Bergþór gaf skýr
fyrirmæli um að ró skyldi komin í
skálann á miðnætti. Þó enginn þyrði
að óhlýðnast honum áttum við
kennararnir von á að það gæti
gengið brösuglega, samkvæmt fyrri
reynslu. Öllum til mikillar undmnar
vom allir sofnaðir um miðnætti,
alsælir og þreyttir eftir yndislegan
ðag.
Á sunnudeginum fengum við
svipuð störf. Þegar kom að því að
kveðja þennan dásamlega stað og
þetta þrælhressa fólk, vom margir
sem mölduðu í móinn. „Getum við
ekki verið einn dag enn?“ Nei, þvi
miður, ekki núna. Nú var bara að
drífa sig að þrífa skálann og halda
til byggða. Þá kom dálítið annað
hljóð í hópinn. Okkur fannst kostu
legt og leiðinlegt að verða enn einu
sinni vitni að því, að það er sama
hversu fúsir unglingarnir er til
ýmissa starfa, þá em þeir oftast
tregir til að taka til eftir sjálfa sig.
Eftir nokkrar fortölur fóm karl-
mennimir í hópnum upp að skúra,
þótt þeim fyndist það engan veginn
„karlmannsverk".
Á leiðinni til baka notuðum við
tækifærið og skoðuðum ýmsa
markverða staði, svo sem Ljótapoll,
sem enginn skildi af hvem bæri það
nafn, og Hekluhraunið frá 1980.
Við komum heim á sunnudags-
kvöldi alsæl og ánægð eftir vel
heppnaða ferð. Þegar við vomm að
kveðjast í rigningunni, spurði einn
nemendanna: „Heldurðu að það sé
ekki ömgglega sól ennþá í Land-
mannalaugum?" Öll vom þau
sammála um að þetta hefði verið
„æðislega gaman".
Þegar við kennararnir hugsum
til baka til þessarar ferðar emm
við ekki einungis sammála um að
þessi ferð sé ein sú skemmtilegasta
sem við höfum farið, hún var líka
mjög gagnleg. Nemendur kynntust
þama landinu sínu á nýjan hátt,
fæstir höfðu gert sér grein fyrir
hve mörg verk væri að vinna til
fjalla og hve mörg þeirra væm til-
komin vegna slæmrar umgengni
okkar sjálfra. Þeir lærðu ýmis
vinnubrögð og fengu heilmikla
fræðslu í náttúru- og landafræði.
Þess fyrir utan gafst nýjum nem-
endum gott tækifæri til að kynnast
hópnum og allir nutu útivemnnar
í glampandi sól. Verðirnir þökkuðu
okkur kærlega fyrir komuna og
sögðu að með vinnu okkar hefðum
við sparað þeim allt að fimmtán
daga verk. Nú stendur til að at-
huga, hvort ekki megi gera ferðir
sjálfboðaliða frá skólum til ýmissa
starfa að árlegum viðburði. Við er-
um því mjög hlynnt, og nú sem
fyrr tölum við af reynslu.
Texti: Þóra Þórarinsdóttir
Myndir: Kristján Sigfússon
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986
MORGUNBLAÐIÐ/FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986
ferð. Henni leist strax mjög vel á
hugmyndina og eftir nokkrar hring-
ingar hingað og þangað var ákveðið
að bjóða hópnum í helgarferð í
Landmannalaugar.
Mikil var gleði og þakklæti nem-
enda okkar þegar við sögðum þeim
frá fyrirhugaðri ferð. Við tókum
það skýrt fram, að þetta væri sjálf-
boðaliðaferð og því skyldu þeir
aðeins fara sem væm boðnir og
búnir að vinna fyrir ferðinni. Nátt-
úruverndarráð ætlaði að borga fyrir
þá rútugjöld og Ferðafélag Islands
að gefa þeim eftir skálagjöld, ef
þeir væm fúsir til að vinna fyrir þá
í staðinn. Nemendur vom ekki lengi
að gangast undir þessi skilyrði,
enda vita þeir að útivistin og sam-
veran veita mikla gleði og ekki
minnkar ánægjan ef þeir gera gagn.
Við lögðum af stað með 31 nem-
anda ki. 8.30 á laugardagsmorgni,
eftir að Helga Edwald hafði komið
og gert nemendum grein fyrir hvert
þeir væm að fara og til hvers. Hún
færði þeim öllum bækling með korti
af friðlandinu að fjallabaki og sagði
þeim frá starfi Náttúmverndarráðs, Þrátt fyrir að hart væri lagt að sér við vinnuna, var ferðin einnig notuð til að kynnast náttúru landsins.
muninum á friðlöndum, þjóðgörðum Hér sést hluti hópsins í nýja Hekluhrauninu.
Hryðjuverk í París
Hundruð saklausra vegfar-
enda, einkum konur og
böm, hafa að undanfömu verið
fórnarlömb hryðjuverkamanna í
París, sem em að reyna að knýja
stjórnvöld til að láta nokkra fé-
laga sína lausa úr fangelsi.
Skoðanakannanir benda til þess,
að sjö af hveijum tíu Frökkum
séu sammála yfirvöldum um það,
að láta ekki undan þessum kröf-
um. En hryðjuverkamennirnir
halda uppteknum hætti og gera
hveija níðingsatlöguna á fætur
annarri að óbreyttum borgumm.
í París, sem haft hefur á sér
ímynd borgar hins áhyggjulausa
götulífs, standa nú lögreglu-
menn, gráir fyrir jámum nánast
á hveiju götuhomi, að sögn
fréttaritara Morgunblaðsins.
Þetta ástand er vissulega óvið-
unandi. Það er hins vegar fljót-
fæmisleg og röng ályktun, að
allt falli í ljúfa löð ef franska
ríkisstjórnin sýnir það „raunsæi"
að fallast á kröfur hryðjuverka-
mannanna. Reynslan sýnir, að
undanlátssemi eflir hryðjuverka-
menn frekar en hitt, og öll rök
hníga að því, þegar málið er skoð-
að í heild, að það sé aðeins öflugt
viðnám, sem megni að halda
þessum glæpamönnum í skefjum.
Því miður er óraunsætt að
ímynda sér, að unnt sé að losna
við hryðjuverk í eitt skipti fyrir
öll. I veröld nútímans em sam-
göngur, tækni og fjölmiðlun með
þeim hætti, að hryðjuverkamenn
eiga auðveldari leik en nokkm
sinni fyrr. Það þarf litla fjármuni
til að komast. yfir skotvopn og
öflugar sprengjur, ferðalög
heimsálfa á milli taka stutta
stund og með vel skipulögðum
hætti er hægt að ná athygli allr-
ar heimsbyggðarinnar, eins og
dæmin sanna. Lýðræðisskipulag-
ið er líka sérlega veikt fyrir
árásum hryðjuverkamanna og
vert er að minnast þess, að í ein-
ræðis- og alræðisríkjum (þar sem
ekki ríkir beinlínis stríðsástand)
em hryðjuverk að heita má
óþekkt.
Gegn hryðjuverkum dugir ekk-
ert annað en ákveðni og festa.
Hryðjuverkamenn eiga hvergi að
eiga griðastað og þau ríki, sem
hýsa þá, eiga að fá að fínna fyr-
ir því. Efla þarf alþjóðlega
lögreglusamvinnu og landa-
mæraeftirlit. Gera þarf sérstakar
ráðstafanir á flugvöllum og í
flughöfnum. Ihuga þarf vand-
lega, hvort breyta beri eða jafnvel
afnema ýmsar undanþágur
stjómarerindreka, en dæmi em
til þess að þær hafí verið misnot-
aðar herfílega. Auðvitað bitnar
slíkt einnig á almennum borgur-
um, svo sem t.a.m. hin nýja krafa
Frakka um vegabréfsáritun er-
lendra ferðamanna, en þessi
óþægindi em lítilræði í saman-
burði við þá skelfíngu, sem
úthýsa mætti. Ekkert eftirlit og
engar varúðarráðstafanir megna
að útiloka hryðjuverk, en án
þeirra er hryðjuverkamönnunum
beinlínis boðið heim. Þetta em
lærdómar, sem ódæðin í París
ættu að vekja okkur til vitundar
um, hafi önnur hryðjuverk að
undanförnu ekki þegar gert það.
Enginn veit, hvar þessar haturs-
fullu bleyður ber næst niður. Það
gæti þess vegna orðið hér á landi,
enda skammt síðan Norðurlöndin
vom vettvangur hryðjuverka-
manna. Á slíkum tímum, sem við
nú lifum, er árvekni höfuðdyggð.
Óbilgirni
Sovét-
manna
Ovissa ríkir enn um það, hvort
Sovétmenn muni standa við
fyrirheit sín og kaupa saltsfld af
íslendingum, eins og viðskipta-
samningur Islands og Sovétríkj-
anna gerir ráð fyrir. Á aðalfundi
félaga síldarsaltenda á Norður-,
Austur- og Suðurlandi í
Reykjavík á miðvikudaginn
greindi Gunnar Flóvenz, fram-
kvæmdastjóri Sfldarútvegsnefnd-
ar, frá því, að Sovétmenn hefðu
sett fráleit skilyrði fyrir því að
standa við samninginn. Meðal
annars hefði Prodintorg, hinn
sovéski viðsemjandi, krafist þess
nýlega, að engir hringormar
væm í saltsíldinni. Þetta skilyrði
kvað Gunnar óhugsandi að upp-
fylla, þar sem síldin fyrir sovéska
markaðinn væri heilsöltuð. Al-
mennt væri líka út í hött, að reyna
að ábyrgjast hríngormaleysi, þar
sem það þýddi að gegnumlýsa
þyrfti hveija sfld!
Morgunblaðið hefur áður
greint frá áþekkum kröfum Sov-
étmanna vegna síldarsölunnar,
m.a. kröfu um umbúðir, sem
hvergi er hægt að fá í heiminum!
Gunnar Flóvenz nefndi fleiri nýj-
ar kröfur Sovétmanna á fyrr-
nefndum fundi, þ. á m. um
einhliða úrskurðarrétt þeirra ef
deilur kæmu upp um gæði vör-
unnar. Þessi óbilgimi Sovét-
manna bendir til þess eins, að
þeir séu að reyna að komast und-
an því að standa við viðskipta-
samninginn. Aðferðirnar, sem
þeir nota, eru ekki geðfelldar. Á
hinn bóginn koma þær ekki á
óvart og fyrirvaramir geta horfið
eins og dögg fyrir sólu verði kippt
í spottana í Kreml, þar sem
pólitísk sjónarmið ráða meiru en
viðskiptaleg. Það er kannski
vegna þess, að Islendingar átta
sig á hinu óskoraða valdi flokks-
ins í Moskvu að þeir em ekki
eins reiðir í garð þeirra, sem þar
ráða, og hinna, sem fara með
völdin í Washington og bera hagi
hvala fyrir bijósti?
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulitrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavik
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
^orbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö.