Morgunblaðið - 19.09.1986, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986
33
| atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna |
MÝVATN
Tónlistarskóli
Mývatns
óskar að ráða skólastjóra. í boði er starf við
skóla er starfað hefur 14 ár í samfélagi þar
sem tónlistaráhugi er mikill. Starfinu fylgir
nýtt einbýlishús í Reykjahlíðarhverfi. Maki
væntanlegs skólastjóra, hafi hann tónlistar-
kennaramenntun, getur einnig fengið starf
við skólann. Auk starfs við skólann kemur
til greina starfsemi utan hans svo sem kór-
stjórn.
Uppl. um störfin veitir undirritaður í símum
96-44263 og heima í síma 96-44158.
Sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Sérverslun
í Hafnarfirði óskar eftir starfst. til framtíðar-
starfa. Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Vinnutími frá kl. 13-18.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist
augldeild Mbl. fyrir 30. september 1986
merkt: „H - 6627“.
Leitið upplýsinga
Óskum að ráða nú þegar starfsfólk í áfylling-
ardeild.
málning
Marbakkabraut 21
200 Kópavogi, sími 40460.
Fulltrúi —
Lögmannsstofa
Löglærður fulltrúi óskast á lögmannsstofu í
Reykjavík í fullt starf. Æskilegt er að viðkom-
andi geti hafið störf í október nk., annars
eftir samkomulagi. Góð vinnuaðstaða á góð-
um stað í bænum.
Umsóknir er greini atriði sem að gagni mega
koma við mat á umsækjanda, leggist inn á
augld. Mbl. fyrir 25. september nk. merkt:
„LF - 1234“.
Vantar smiði
og verkamenn til vinnu í Kópavogi. Upplýs-
ingar í síma 641113 og 641588.
íslensk matvæli hf.
Hafnarfirði
Óskum eftir starfsstúlkum í framleiðslustörf.
Framtíðarvinna.
Upplýsingar hjá verkstjóra á staðnum á milli
kl. 14.00 og 16.00.
íslensk matvæli hf.
Hvaleyrarbraut 4-6.
Ólafsfjörður
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Ólafsfirði.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 62437
og hjá afgreiðslu Mbl. í Reykjavík í síma
91-83033.
Seyðisfjörður
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Seyðisfirði.
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 2129 og hjá
afgreiðslunni í Reykjavík í síma 91-83033.
Auglýsingateiknarar
og sendill
Viljum ráða auglýsingateiknara í fullt starf.
Hlutastarf gæti verið um að ræða til að byrja
með.
Einnig sendil 4-6 tíma á dag eftir samkomu-
lagi.
Tilboð sendist augldeild Mbl. merkt: A-500“.
Hafnarfjörður
Tölvur
Starfskraftur óskast til skráningarstarfa á
IBM tölvu. Um er að ræða 50% vinnu.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist
augldeild Mbl. fyrir þriðjudaginn 23. sept.
1986 merkt: „H - 5556“.
Starfsfólk óskast
Okkur vantar starfsfólk til þjónustustarfa,
heilsdagsstarf (vaktavinna) og matreiðslu-
menn. Upplýsingar á staðnum milli kl. 16.00
og 20.00 í dag og á morgun.
QJPP*
nmm
Aðstoðarfólk
Brauðgerð Mjólkursamsölunnar vantar
aðstoðarfólk.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 17485 eða
á staðnum.
Mjólkursamsalan — brauðgerð
Brautarholti 10, Reykjavík.
Skólafólk ath.
Óskum eftir að ráða tvo ábyggilega karlmenn
eða konur til starfa við eftirlit og uppfyllingu
á „mini“-börum hótelsins (ekki yngri en 20
ára).
Áætlaður vinnutími er frá kl. 10.00-14.00,
1-3 klst. í senn.
Lysthafendur hafi samband við Steinunni
Eggertsd. eða Ármann Guðmundss. á skrif-
stofu Gildis hf. milli kl. 9.00 og 16.00 í dag
og eftir helgi.
Gildihf.
Hjúkrunarfræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við
heilsugæslustöðvar eru lausar til umsóknar
nú þegar:
1. Heilsugæslustöðin á Patreksfirði. Staða
hjúkrunarforstjóra.
2. Heilsugæslustöðin á Þórshöfn. Staða
hjúkrunarfræðings eða Ijósmóður.
3. Heilsugæslustöðin í Reykjahlíð, Mý-
vatnssveit. Staða hjúkrunarfræðings.
4. Heilsugæslustöðin á Ólafsfirði. Hálf
staða hjúkrunarfræðings.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf við hjúkrun sendist Heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 1. október
1986.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
15. september 1986.
Starfsfólk óskast
í mötuneyti Reykjalundar, Mosfellssveit.
Húsnæði getur fylgt á staðnum.
Upplýsingar gefur Geir Þorsteinsson í síma
666200.
REYKIALUNDUR
Vélstjóra
vantar á landróðrabáta. Upplýsingar í síma
93-6128.
Stakkholt hf.,
Ólafsvik.
Útflutningsráð
íslands
óskar að ráða markaðsstjóra
Verksvið: Aðstoð við fyrirtæki, sem eru í
útflutningi eða vilja hefja útflutning, skipulag
samstarfs fyrirtækja og útflutningsátak,
markaðsathuganir erlendis, hagkvæmnisat-
huganir og fyrirlestrahald.
Starfssvið: Tæki og tækni tengd fiskveiðum
og framleiðslu sjávarafurða, rafmagns- og
rafeindatæki, tölvuhugbúnaður, verkefnaút-
flutningur, útflutningur tækniþekkingar.
Kröfur: Frumkvæði, samstarfshæfileikar og
reynsla í atvinnulífinu, málakunnátta og hafa
verið búsettur erlendis um tíma. Tækni-
menntun með viðskiptalegri reynslu eða
viðbótarnámi í markaðsmálum.
Skriflegar umsóknir sendist til:
Útflutningsráð íslands,
Lágmúla 5,
P.O. Box 8796,
108 Reykjavík,
merktar: „markaðsstjóri", fyrir 3. okt. nk.
Útflutningsráð íslands.
PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
aðstoðarmenn við
tengingar
jarðsíma á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Nánari upplýsingar verða veittar í síma
26000.