Morgunblaðið - 19.11.1986, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 19.11.1986, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 fclk í fréttum Fulltrúi þeirra frá Yzta- kletti, Halldór Þórðar, sporðrennir fimmta lund- anum! Bjarg’veiði- menn á lundaballi V estmannaeyj um. Bjargveiðimenn í Vestmanna- eyjum héldu um síðustu helgi sinn árlega fagnað, sem almennt gengur undir nafninu lundaballið. Þessi fagnaður veiðimanna í vertí- ðarlok lundatímans hefur fyrir margt löngu fengið á sig orð fyrir að vera ein flnasta veislan í bænum í vetrarbytjun og hefur þótt eftir- sótt að komast á þetta viðfræga ball. Og vissulega var kátt í Höllini hjá veiðigörpunum og aðstandend- um þeirra um helgina. Mikið sungið og gantast og ófáar misáreiðanlega veiðisögumar sagðar. Sú regla gildir hjá bjargveiði- mönnum að félagar úr hinum ýmsu úteyjum skipast á um að annast um allan undirbúning og fram- kvæmd lundaballsins. Að þessi sinni féll það í hlut Elliðaeyinga að sjá um herlegheitin og sem vænta mátti fórst þeim það vel úr hendi. Veglega hlaðið veisluborð beið gesta og þar var að sjálfsögðu í öndvegi lundi, bæði reyktur og steiktur, með öllu tilheyrandi með- læti. Þá var á borðum hangikjöt og ýmsir aðrir þjóðlegir réttir. Hafði Hjörleifur Guðnason, Elliðaeyingur, umsjón með matardeildinni og hlaut lof fyrir. Jafnan er mikill rígur (í bróðemi þó) milli úteyjamanna og þar þykir hveijum jafnan allt mest og best hjá sér. Þama á lundaballið voru mættir Elliðaeyingar og Bjamarey- ingar, Alseyingar og Suðureyingar, Brandarar og Helliseyingar, veiði- menn úr Stórhöfða og úr Yzta- Kletti. Og líka allir hinir. I úteyjunum og lundaveiðinni al- mennt er karlasamfélagið ríkjandi en á lundaballi er eiginkonum og unnustum að nokkm endurgreitt Söngelskir Elliðaeyingar, engum öðrum líkir. Ljósin.: Sigurg. Jónasson. Bentina sýnir nýjustu tískuna Síðasta laugardag hélt tísku- verslunin Bentina tískusýningu á Hótel Borg. Þar var sýndur margs konar tískufatnaður frá Lundúnum og víðar. Það sem helst einkennir tískuna í ár er að kynin skuli klæða sig í samræmi við kynferðið, konumar kvenlega og karlmennimir af karl- mennsku. Aberandi em „draktir", ýmist með pilsi eða buxum. Jakk- amir em bæði síðir, sem og stuttir og aðsniðnir. Buxumar em með sígildu sniði og piisin bæði með Yfirkokkur þeirra Elliðaeyinga leggur siðustu hönd á meistaraverk- ið; Fullt skip lunda, reyktum og steiktum. Álseyingar í léttu skapi. fyrir fjarvistirnar. Ekki er óalgengt að alíra hörðustu úteyjakarlamir fómi nær öllu sumarfríinu í úteyja- lífíð. Skemmtidagskrá lundaballsins ber gjaman þessa góðlátlega rígs nokkur merki því skotin fljúga ótæpilega milli eyja. Á lundaböllum er alltaf mikið sungið, sem raunar er nú einkennandi fyrir Vestmanna- eyinga þegar þeir koma saman til skemmtunar, og á lundaballinu á dögunum var vissulega mikið sung- ið. Ámi Johnsen alþingismaður og Bjamareyingur stjórnaði fagnaðin- um af sínum alkunna skörungskap og var ekki að n.erkja á framgöngu hans í því ati að hann hafði skömmu áður orðið að lúta í lægra haldi fyrir Eggert Haukdal í pólitísku ati. Raunar fékk Ámi mörg skotin að gefnu þessu tilefni, en því tók hann létt og svaraði fyrir sig að sið bjargveiðimanna. Eftir að gestir höfðu snætt og Tóti í Geisla var búinn að vaska upp var drifinn upp dúndrandi dans og dansað lengur en lög leyfa. Hvað um það, lundaball er ekki nema einu sinni á ári rétt eins og jólin. hkj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.