Morgunblaðið - 19.11.1986, Page 52

Morgunblaðið - 19.11.1986, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 Um tíu þúsund hafa æft karate hér á landi KARATE er ein yngsta íþróttin, sem hefur haslað sér völl á ís- landi undanfarin ár. Þrátt fyrir það er mikil gróska f karatelffinu og iðkendum sem félögum fer ört fjölgandi. Nú eru starfandi 12—14 karatefélög með um 1.000 iðk- endum vfðs vegar um landið, þrátt fyrir að Karatesambandið sé yngsta sérsambandið innan ÍSÍ, stofnað 28. febrúar 1985. Til þess að hægt sé að iðka íþrótt þarf að vera fyrir hendi áhugi, aðstaða, þjálfari og fólk sem vill sjá um stjórnun í félaginu þ.e. halda því gangandi. Ef við förum í gegnum þessa fjóra þætti og höfum karate í huga sérstaklega, þá kemur í Ijós að áhugi fyrir karate er alls staðar fyrir hendi nær sama hvar fæti er drepið niður. Það hefur komið í Ijós, þar sem stofnuð hafa verið ný karatefélög að áhuginn er ekk- ert vandamál. Á stöðum eins og Hvolsvelli, Höfn, Þorlákshöfn, Sel- fossi og í Vogum á Vatnsleysu- strönd, þar sem starfa nú tiltölu- lega ung karatefélög, er mikill fjöldi unglinga á staðnum í karate, t.d. oft 3—8% af íbúatölu staðarins. All sérstæður áhugi er fyrir hendi í Vogum, eh þar iðka nú 12% af íbúunum karate og 60 af 155 krökkum í grunnskólanum eða lið- lega þriðjungur. Útbreiðsla karate stoppar því ekki á áhugaleysi. En hvers vegna er svo mikill áhugi á karate? í fyrsta lagi hefur karate skapað sér gott orð á stutt- um tíma hérlendis. Karate-iðkun er orðin vel þekkt sem afburða líkamsrækt, um það eru flestir sammála sem til þekkja. Sumir fara í karate til þess að læra að verja sig, aðrir til þess að keppa í greininni, en karate býður upp á tvö ólík keppnisform og yfirleitt geta menn fundið sig í öðru hvoru, kata og kumite. Karate-myndir valda því að alltaf koma nokkrir „dellu-gæjar" á æfingar en oft hafa þeir ekki nauðsynlega þolin- mæði til að bera, svo þeir endast oft stutt. Besta auglýsingin fyrir karate er tvímælalaust þeir fjölmörgu sem einhvern tíma hafa iðkað kar- ate og á 13 ára tímabili má áætla að um 10.000 einstaklingar hafi iðkað þessa íþrótt og bera þeir íþróttinni flestir góða sögu og eru miklir stuðningsmenn í orði. Marg- ir þeirra eru alltaf „á leiðinni" aftur í karate og sumir láta verða af því að koma. Aðstaða til karate-iðkana er fyr- ir hendi víðast hvar, því ekki þarf neina stóra íþróttasali undir kar- ate-iðkun, heldur nægja litlir salir, oft ca. 40—50 fm. Karate-iðkun þarfnast engra áhaida, t.d. er ekki þörf á að æfa á dýnum eins og í júdó. Það ætti því ekki að koma i / r > i : '' ■L • pp • Karate-iðkun hefur aukist mjög hér é landi á síðustu árum. Þessi skemmtilega íþrótt er jafnt fyrir konur sem karla. Hér eigast þær við Sylvía Gústafsdóttir, UBK og Kristfn Einarsdóttir, Gerplunni. Kristín vann þessa viðureign. • Helgi Jóhannsson úr Gerplunni og Einar Karl Karlsson úr UBK eigast hér við í keppni á dögunum. Helgi er til vinstri. veg fyrir karate-iðkun í litlum pláss- um úti á landi, þó það vanti glæsileg íþróttahús. Til að hægt sé að iðka íþrótt svo vel eigi að vera þarf til þess hæfan þjálfara og þetta á ekki síst við um karate. Vegna þess hve íþróttin er ung er fátt um þjálfara í karate, en þeir fáu sem leggja fyrir sig karate-þjálfun hafa í mörg horn að líta og kenna jafnvel á mörgum stöðum sama kvöldið. Það verður því að mennta upp nýja karate- þjálfara og það mun verða eitt helsta verkefni okkar á næstunni. Það er mikilvægt í því sambandi að þeir sem annast þjálfun séu til þess hæfir, en það hefur viljað brenna við að vanhæfir menn hafa efnt til námskeiða í karate og öðr- um sjálfsvarnaríþróttum. Fjórða og síöasta atriðið er mjög mikilvægt, því enda þótt öll hin atriðin séu til staðar, þá ganga félög aðeins ef þeim sé stjórnað af dugandi mönnum, sem sjá um allar aðrar hliðar nema þjálfunina. Það hefur viljað brenna við að félög leggist niður einmitt vegna þess. Oft liggur allur þunginn af starf- semi félags á herðum fárra eða jafnvel eins manns, og ef þeir standa sig í stykkinu þá er yfirleitt engu að kvíða. Staða karate á íslandi í dag byggist á fáum, sterkum félögum sem bera höfuð og herðar yfir yngri félögin, sem þó eru í mikilli framför. Stærstu félögin eru Kar- atefélag Reykjavíkur, sem er 13 ára um þessar mundir, og Karate- félagið Þórshamar, einnig í Reykjavík sem hefur starfað allt frá árinu 1975. Nokkur önnur félög eru orðin mjög sterk og standa hinum ekki langt að baki og má þar nefna Karatedeild Gerplu í Kópavogi, Karatedeild Stjörnunnar í Garðabæ og Karatedeild Breiða- bliks í Kópavogi sem öll hafa á að skipa sívaxandi hópi góðra karate- manna og -kvenna. Önnur félög eru afturá móti mun minni eins og t.d. Karatedeild Baldurs á Hvolsvelli, Karatedeild UMF Selfossi, Karatedeild Þórs á Þorlákshöfn, Karateskólann í Reykjavík, Karatedeild Sindra á Hornafiröi, Karatedeild UMF Bessastaðahrepps og Karate- deildin f Vogum á Vatnsleysu- strönd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.