Morgunblaðið - 19.11.1986, Side 55

Morgunblaðið - 19.11.1986, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 55 Bayern tapaði Frá Sigurði Björnssyni, fréttarítara Morg- unblaðsins í V-Þýskalandi. TVEIR leikir fóru fram í 3. umferð bikarkeppninnar i knattspyrnu í Vestur-Þýskalandi í gærkvöldi. Deildar- og bikarmeistarar Bay- ern Miinchen fengu stóran skell í Diisseldorf, töpuðu fyrir Fortuna 3:0. Þá vann Eintracht Frankfurt Wattenscheid 3:1 á útivelli. Leikmenn Bayern voru heppnir að tapa ekki með meiri mun, því yfirburðir Diisseldorf voru miklir. Fyrsta markið kom samt ekki fyrr en á 70. mínútu, en þá skoraði Dusend. Preeps bætti öðru við tveimur mínútum fyrir leikslok og Bockenfeld innsiglaði góðan sigur á 90. mínútu. Jean-Marie Pfaff lék ekki í marki Bayern vegna leiks Belgíu og Búlgaríu í Evrópukeppni landsliða í kvöld, en Bobby De- keyser, sem lék sinn fyrsta leik í marki Bayern, verður ekki sakaður um mörkin. Porterfield til Aberdeen Frá Bob Hennessy, fróttarítara Morguit- blaðsins á Englandi. IAN Porterfield hefur verið boðin framkvæmdastjórastaðan hjá skoska knattspyrnuliðinu Aberdeen og er talið líklegt að hann taki boðinu í dag og að gengið verði frá ráðningunni á morgun. Sem kunnugt- er tók Alex Ferguson, fyrrum framkvæmda- stjóri Aberdeen, við stjórninni hjá Manchester United fyrir skömmu, en Porterfield var rekinn frá Sheffield United í mars eftir tæp- lega fimm ára dvöl hjá félaginu. Hann er 40 ára, en vakti mikla athygli árið 1973 í úrslitaleik Sund- erland og Leeds United í bikar- keppninni á Wembley, þegar hann skoraði eina mark leiksins og tryggði Sunderland sigur. John Blackley, framkvæmda- stjóri Hibernian undanfarin tvö ár, var rekinn í gær. Hibernian er í þriðja neðsta sæti í skosku úrvals- deildinni með 13 stig eftir 18 leiki, en leikur gegn efsta liðinu, Celtic, í kvöld og mun Tommy Craig, að- stoöarþjálfari stjórna liðinu. • Dæmigerð mynd frá leiknum í gærkvöldi: Jón Þórir Jónsson hefur stungið leikmenn Fram af f hraðaupphlaupi og skorar framhjá hinum ágæta markverði Fram, Óskari Friðbjörnssyni. ” Morgunblaðiö/Þorkell Breiðablik með fuílt hús eftir 4 leiki Vann Fram 21:19 í gær og hefur tveggja stiga forystu 11. deild „Þetta var alveg rosalega sætur sigur“, sagði Björn Jónsson, fyrir- liði Blikanna, kampakátur í búningsklefa þeirra í Laugardals- höllinni eftir leikinn við Fram í gærkvöldi. „Sérstaklega vegna þess að með þvf að vinna Fram þá sýndum við að við erum ekk- ert „bólu“ lið sem er í þann mund að springa. Það var mikill þrýst- ingur á okkur fyrir leikinn, vegna þess að margir virðast hafa beð- ið eftir því að við misstum flugið", sagði Björn. Það var gaman í Höllinni í gær- kvöldi. Þar voru fleiri áhorfendur en áður á leik í 1. deild í vetur, eða um 400, og mikil stemmning, enda leikurinn hörkuspennandi og skemmtilegur á að horfa. Fram og Breiðablik komu úr annarri deild í vor, en hafa sýnt í vetur að þar fara tvö af bestu liðum íslensks handbolta um þessar mundir. í gærkvöldi léku bæði liöin hratt og af miklum krafti í sókninni og í vörnum beggja liða var tekið hressilega á. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og munurinn yfir- leitt eitt eða tvö mörk. Bæði lið voru staðráðin í að sigra alveg þar til á síðustu mínútu. Og það var einmitt ekki fyrr en um 20 sekúnd- ur voru til leiksloka að úrslit réðust í leiknum. Þegar tvær mínútur voru eftir var jafnt, 19:19, og Fram með boltann. En þeir skutu yfir úr þokkalegu færi í horninu og næstu sókn Blikanna lauk með marki Sig- þórs Jóhannessonar af línunni þegar 1.20 mínúta var til leiksloka. Fram hóf sókn en komst ekkert í námunda við mark Blika og þegar 20 sekúndur voru eftir komst Jón Þórir inn í sendingu, brunaði upp og skoraði. Jón Þórir hlýtur að vera okkar skæðasti hraðaupphlaupsmaður í dag ásamt Guðmundi Guðmunds- syni. Hann skoraði átta mörk í þessum leik og að minnsta kosti fimm þeirra með því að bruna upp endilangan völlinn á eldingarhraða Norski handknattleikurinn: Stavanger að stinga af — Steinar skoraði 8 mörk Frá Bjama Jóhannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins f Noregi. STAVANGER er með fullt hús eftir átta umferðir í 1. deild norska handknattleiksins og er með fjögurra stiga forskot á Urædd, sem er f 2. sæti. Stavanger vann Bækkeslaget 27:25 í 8. umferð. Jakob Jónsson virðist vera búinn aö ná sér eftir meiðslin, en samt sem áður hefur hann Iftið fengið að leika. Steinar Birgisson var enn at- kvæðamestur hjá Kristiansand, þegar liöiö vann Herluf 26:22, en Steinar skoraði 8 mörk og er Krist- iansand nú í 6. sæti með 9 stig. FSB/SKI hefur ekki gengið of vel síðustu vikurnar og er greini- legt að liðiö má illa við að vera án landsliðsmannanna tveggja, sem eiga við meiðsli að stríða. Um helg- ina tapaði liðið 23:21 fyrir Kragero og er í 7. sæti með 8 stig. FSB/SKI er komið í undanúrslit í bikarkeppninni og að sögn Helga Ragnarssonar, þjálfara, hefur stefnan verið sett á að vinna bikar- inn. • Tony Cottee Tveirleikir íkvöld TVEIR leikir verða í 1. deild karla í handknattleik i kvöld og fara þeir báðir fram í Laugardalshöll- inni. Leikur Vfkings og Stjörnunn- ar hefst klukkan 20.15, en KR og Valur byrja klukkan 21.30. Víkingur og Stjarnan standa í ströngu þessa dagana. Evrópuleik- irnir um helgina sitja vafalaust í leikmönnunum og stutt er í seinni leikina. Stjarnan leikur gegn júgó- slavneska liðinu Dinos Slovan í Höllinni á föstudagskvöldið, en Víkingur gegn St. Otmar í St. Gal- len á sunnudeginn. Víkingur er með 6 stig eftir 4 leiki, en Stjarnan 4 stig eftir 3 leiki. Seinni leikurinn verður á milli KR og Vals. Valsmenn hafa 4 stig eftir 4 leiki, en KR-ingar 2 stig. Oxford úr leik Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgun- blaðsins á Englandi. MJÓLKURBIKARMEISTARAR Ox- ford töpuðu 1:0 fyrir West Ham f gærkvöldi í Littlewoods-bikarn- um, eins og keppnin nú heitir, og eru þar með úr leik. Tony Cottee skoraði eina mark leiksins úr víta- spyrnu sjö mfnútum fyrir leikslok. Þrír aðrir leikir voru í keppninni í gærkvöldi. Arsenal vann Charlton 2:0 og skoraði Niall Quinn bæði mörkin. Bernard McNally skoraði sigurmark Shrewsbury gegn Card- iff á 89. mínútu og Southampton vann Aston Villa 2:1 í hörkuleik. Jimmy Case og Colin Clarke skor- uðu fyrir heimamenn, en Allan Evans, fyrirliði Aston Villa, skoraði fyrir gestina úr vítaspyrnu. Fimm leikmenn voru bókaðir og þrír rekn- ir af velli í leiknum. og kasta sér langleiðina í netið með bolta og öl!u saman. En Breiðablik á fleiri góða leikmenn. Bræðurnir Björn og Aðalsteinn Jónssynir eru stórar og öflugar skyttur og ágætir spilarar, sérstak- lega Björn fyrirliði. Og í markinu er Guðmundur Hrafnkelsson í banastuði þessa dagana og eitt mesta efni okkar í handboltanum, aðeins tuttugu og eins árs gamall. Hann varði 17 skot gegn Fram í gærkvöldi. Leikmenn Fram eru að sjálf- sögðu óánægðir með tapið, en þeir geta varla verið óánægðir með leik sinn fyrstu 55 mínúturnar. Þá var feiknagóð barátta í liðinu og vörnin með Per Skaarup í miðjunni erekki árennileg. Framararnir voru hinsvegar óheppnir í skotum sínum, sérstaklega Birgir Sigurðs- son línumaður, sem fékk fjölda góðra færa en skoraði bara eitt mark. Markvarslan hjá Fram var ágæt - Óskar Friðbjörnsson varði mjög vel þar til hann var borinn útaf um miðjan síðari hálfieik eftir slæmt samstuð við samherja - og Guðmundur A. Jónsson stóð fyrir sínu á síðustu mínútunum. MÖRK UBKdón Þórir Jónsson 8/2, Aðal- steinn jónsson 4,Björn Jónsson 4, Sigþór Jóhannesson 2, Kristján Halldórsson 1, Elvar Erlingsson 1. MÖRK FRAM:Per Skaarup 6/1, Egill Jó- hannesson 4, Jón Árni Rúnarsson 3, Agnar Sigurðsson 2, Hermann Björnsson 2, Birgir Sigurðsson 1, óskar Þorstainsson 1/1. Texti: Guðjón Arngrímsson Staðan STAÐAN f 1. handknattleik Fram UBK Víkingur Valur FH Stjarnan KA KR Haukar Ármann deild er nú 3 3 3 2 2 2 2 1 1 0 karla í þessi: 101: 76 6 73: 61 6 90: 85 6 104:100 4 99: 95 84: 80 89: 97 73: 87 88:104 86:102

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.