Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 Spá um útbreiðslu alnæmis: Áttatíu með sjúkdóm- inn á lokastigi 1990 Haraldur Briem, læknir SAMKVÆMT spá sem Haraldur Briem hefur gert um þróun al- næmis hér á landi á næstu árum, er búist við að um 80 manns verði með sjúkdóminn á lokastigi 1990. Átak er nú gert til að reyna að draga úr útbreiðslu sjúkdómsins, og segir Haraldur að menn þyrftu að taka upp nýja lifnaðar- hætti til að sporna við áfram- haldandi þrótm. Spá Haraldar er byggð á fjölda þeirra sjúklinga sem þegar eru sýktir. Hann gerir ráð fýrir að um næstu áramót verði 5-6 manns með sjúkdóminn á lokastigi. í ok árs 1987 verði þeir orðnir 10- 24, í árslok ’88 20-80, og í árslok ’89 40-160. „Meðalspáin myndi þá vera sú að 6 sjúklingar væru sýktir um næstu áramót, 20 fyrir árélok ’87, 40 fyrir árslok ’88 og 80 fyrir árs- lok ’89.“ Nú er í undirbúningi fræðsluher- ferð og sagði Haraldur að verið væri að útbúa fræðslubæklinga fyr- ir ungt fólk á aldrinum 18-24 ára, þar sem sagt er frá sjúkdómnum og hvemig best sé að veijast hon- um. Þá ætla nokkrir iæknar að hafa samband við fræðslustjóra í öllum landsfjórðungum og kynna fræðsluefni sem kennt verður í skól- unum. Annar bæklingur verður gefínn út og verður honum dreift til allra heimila á landinu um ára- mótin, og að öllum líkindum verða haldin námskeið fyrir líffræðikenn- ara skólanna. Haraldur sagði að engin lyf væm í sjónmáli sem gætu læknað al- næmi. Á markaðinn er þó komið lyf sem getur lengt líf sjúklinganna og dregið úr sjúkdómseinkennum, en það hefur talsverðar aukaverkanir, dregur m.a. úr blóðmergsmyndun. „Lyfíð AZT og skyld lyf hamla ákveðnu ensými sem gerir veimnni kleift að fjölga sér. Þegar sjúkling- amir fá lyfíð er veimnni haldið niðri, hún liggur þá í dvala og verð- ur ekki starfhæf. Svo virðist sem ónæmiskerfíð rétti við sér og menn fá ekki fylgisýkingar sem fer verst með þá. En gallinn við þessi lyf er að þeim fylgja talsverðar aukaverk- anir, hafa slæm áhrif á beinmerg og valda blóðmissi. Menn hafa þó verið að koma fram með hugmynd- ir um svipuð lyf með minni auka- verkunum," sagði Haraldur. Hann sagði að franskir vísinda- menn hefðu uppgötvað nýjan veimstofn í Portúgal, og mætti rekja stofninn til vesturstranda Afríku, þetta afbrigði sagði hann skyldara apaveimnni en alnæmis- veimnni, en er þó samskonar veira og veldur líka alnæmi í mönnum, og hefur breiðst út til Evrópu. Bandarílqamenn hafa einnig fundið veimstofn í fólki á vesturströnd Bandaríkjanna, en hann virðist ekki valda einkennum. „Við verðum að bíða og sjá hvað úr þessum stofni verður, en hinn stofninn sem Frakk- amir fíindu veldur alnæmi og þau próf sem við emm með nú í sam- bandi við alnæmi em ekki áreiðan- leg gagnvart þessum stofni." Haraldur sagði að það þyrfti að kenna fólki að lifa öðmvísi en það hefur gert „eina sem við getum gert er að reka áróður fyrir öryggi í kynferðismálum og fólk misnoti ekki sprautu eða stungulyf." Vitid þid að í gaml 7 útvarps- og hljómtækjaverslanir 5 raftækjaverslanir 15 vefnaðar- og hannyrðaverslanir 4 apótek 7 blómaverslanir 5 bakarí 7 hljómplötuverslanir 38 veitinga- og kaffihús og margt, margt fleira. miðbænum eru: 93 fata- og tískuverslanir 14 barnafataverslanir 31 bóka- og ritfangaverslanir 15 gjafavöruverslanir 10 gleraugnaverslanir 11 matvöruverslanir 20 skóverslanir 27 úra- og skartgripaverslanir 25 snyrtivöruverslanir velkomin Nú verður flör í Gamla miðbænum — miðbæ allra landsmanna GAMLIMIÐBÆRINN SKÓLAHUÓMSVEIT KÓPAVOGS leikur á HLEMMI KL 14, NÝJA LAUGAVEGINUM KL 15 OG í AUSTURSTRÆTI KL 16 Stjómandi morgun Björn Guðjónsson laugardag----------------------------- Verslanir í Gamla miðbænum verða almennt opnar til kl. 16.00 e.h á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.