Morgunblaðið - 28.11.1986, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
Fuglahótel-
ið fyrr og nú
Allt gneistar sem
frá þeim kemur
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Sjón:
Drengurinn með röntgenaugun.
Ljóð 1978-1986.
Myndir eftir Jean Benoit.
Mál og menning 1986.
Bækur eftir Sjón hafa hingað til
komið út á vegum Medúsu sem er
forlag ungra höfunda sem eiga það
sameiginlegt að vera ungir og hafa
áhuga á súrrealisma. En nú hefur
Mál og menning góðu heilli gefið
út safn ljóða eftir Sjón í einni bók
og er hún prýðilega myndskreytt
af kanadískum súrrealista, Jean
Benoit.
Hér er kominn Sjón mestallur.
Fyrsti hluti bókarinnar er með
ljóðum úr ýmsum áttum, ortum á
tímabilinu 1978—1986. í elstu ljóð-
unum eru greinileg áhrif frá verkum
súrrealískra skálda, inntak ljóðanna
er þegar orðið súrrealískt:
Upp af lófa töframannsins
spratt rós
svört rós sem drýpur blóði
blóði drifin rós
sem opnar krónublöð sín
í kulda næturinnar.
Hvert stefnir?
ég geng eftir glerbrúnni.
(Sýnir III)
Sama andrúmsloft er í Námi þar
sem stendur að „það sem ég nem“
hvísla ég „að fískunum í sjónum".
Og í Glasi af vatni lítur mannsauga
á botninum „ásakandi á mig“.
í þessum hluta eru líka prósaljóð
og er Fuglahótelið áberandi best
slíkra ljóða. Sumt í þessum kafla,
eins og reyndar heildarverki Sjón-
ar, er í anda leiksins og lífsgleðinn-
ar. Dæmi er Draumaráðningar, en
eftirfarandi línur eru þaðan: „Ef
þig dreymir að lásbogi segi/ nafn
sitt þá mun máltækið „Betri( eru
tvær konur að dansa en dreka-/
fluga í brúarsmíði" verða skrifað/
á bak þitt.“
Þessum hluta lýkur á nýlegu ljóði
sem nefnist Veður og er um neðan-
jarðarlestina sem staðnæmist ekki
milli stöðva. Að mínu viti er þetta
vel ort ljóð, en líka til marks um
hve súrrealisminn er orðinn hefð-
bundinn þrátt fyrir byltingarkennda
stefnu í upphafi.
Birgitta og Hvemig elskar maður
hendur? (síðamefnda bókin skrifuð
í samvinnu við Matthías Magnús-
son) em athyglisverðar æfingar í
ljóðrænni tjáningu, en Reiðhjól
blinda mannsins aftur á móti metn-
aðarfullt verk, bók sem veldur því
að ekki verður komist hjá því að
taka afstöðu til skáldskapar Sjónar.
í Reiðhjóli blinda mannsins em
ljóð sem njóta hins súrrealíska and-
rúmslofts sem Sjón er svo lagið að
laða fram og myndvísi sem minnir
á súrrealíska myndlist. Fæðing
máfsins er eitt þessara Ijóða:
Mig dreymdi konu í kjól úr vatni
með höfuð einsog sítrónur í gluggakistu
og vínglas í framréttri hendi.
Stigi var reistur upp að húshliðinni
Gluggatjöldin breyttust í máf
sem gargaði og breiddi út vængina
skildi hægri fót sinn frá búknum
og lagði i glasið.
Mig dreymdi gulan borða og ufsa
í matrósafötum teiknaðan á glugga.
Sjón (Siguijón B. Sigurðsson)
Reiðhjól blinda mannsins sýnir
að Sjón hefur náð góðum árangri
í súrrealískri ljóðagerð, en líka blas-
ir við sú hætta að skáldið endurtaki
sig, víkki ekki sjónhringinn.
Þessi hætta er enn greinilegri í
Sjónhverfingabókinni þótt þar séu
viðkunnanleg ljóð.
í prósaljóðunum í OH! (isn’t it
wild) fer Sjón að vissu leyti inn á
nýjar brautir. Framhaldið er Leik-
fangakastalar sagði hún það er
ekkert til sem heitir leikfangakast-
alar, bók sem kom út á þessu ári
og Drengnum með röntgenaugun
lýkur á. I þessari bók er Fuglahótel-
ið enn á dagskrá, lík stemmning og
í fyrmefndu prósaljóði frá 1982.
Fyrsta ljóðið í bókinni kallast Fugla-
hótelið fjórum árum síðar. Að veiða
„gömul ástarljóð/ úr órólegum veg-
inum“ og að skapa ný er tilvalið
verkefni fyrir skáld, enda eru ljóðin
í þessari bók flest um ástir, ekki
síst margbreytileika ástarinnar.
Ljóðin eru dálítið eins og minningar
úr ferðalagi, en það Fuglahótel sem
lesandinn kynnist er vitanlega mið-
svæðis í huga mannsins.
Drengurinn með röntgenaugun
er góð kynning ljóða Sjónar, for-
spil annarra verka hans giska ég á.
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
William Shakespeare: Leikrit IV.
Helgi Hálfdanarson þýddi
Útg. Almenna bókafélagið 1986
Almenna bókafélagið heldur
áfram með hina vönduðu útgáfu
sína á verkum William Shakespear-
es í þýðingu Helga Hálfdanarsonar.
I fyrstu þremur bindunum voru
prentaðir söguleikir Shakespeares
og nú er röðin komin að harmleikj-
unum og eru hér fjórir slíkir:
Kóríólanus, Júlíus Sesar, Anton og
Kleópatra og loks Óþelló. Hinn
fyrstnefndi hefur held ég, aldrei
birzt á íslenzku áður, en hinir þrír
voru í fyrra Shakespeare-safni
Helga, sem kom út hjá Máli og
menningu. Þýðingin á þeim hefur
verið endurskoðuð, að sögn, en við
lauslegan samanburð, gat ég ekki
séð, að sú endurskoðun hafí verið
stórvægileg. Enda naumast ástæða
til, svo vandaðar sem þýðingar
Helga hafa verið frá því hann tók
að glíma við þetta mikla verk.
Harmleikimir fjórir í þessu bindi
eru allir frá blómaskeiði Shakespe-
ares í upphafi 17.aldar. Júlíus Sesar
þó líklega frá því skömmu fyrir
aldamótin þau. Sesar er því einn
af fyrstu harmleikjum Shakespear-
es, áður hafði hann aðeins skrifað
hið litríka en gallaða verk um Títus
Andróníkus og svo Rómeó og Júlíu.
Söguleikimir voru hins vegar flestir
að baki og þar hafði Shakespeare
heldur betur æft sig í harmræn-
unni, svo að það eru engin viðvan-
ingstök á Sesari. Tii fróðleiks má
birta hér þýðingu Helga á upphafi
ræðu þeirrar, sem flestir þekkja,
en það er líkræða Antons yfir Ses-
ari myrtum:
Rómvetjar, vinir, landar, ljáið
eyra!
Eg bjóst til þess að búa Sesar gröf,
en ekki að hlaða hann lofí.Vond
verk lifa
sinn frömuð, en þau góðu tók oft
gröfín.
Látum svo fara um Sesar.
Hinir harmleikimir'þrír eru, að
fróðra manna dómi, allir skrifaðir
á fárra ára tímabili, rétt upp úr
1600, en á þeim ámm samdi Sha-
kespeare jafnframt Makbeð og Lé
konung og þar að auki tvo „minni
háttar" harmleiki, Tímon Aþening
og Períkles. Það má furðulegt heita,
að hann skuli á svo skömmum tíma
rita jafn mörg og jafn mögnuð verk.
Leikritin sem em birt í fjórða bind-
inu em hvert með sínum hætti; það
er vafasamt, að Shakespeare hafí
skapað persónu, sem er jafn auð-
velt að fá samúð með og Óþelló og
lýsingin á elskendum Anton og Kle-
opötm, meðan allt hrynur í kringum
þau, á sér varla hliðstæðu. Kóríól-
anus er erfíðara verk um að fjalla,
aðalpersónan er ekki til þess fallin
að vekja samúð, þrátt fyrir hug-
rekkið. En handbragð snillingsins
er greinilegt.
Það er lítill vegur að skrifa um
þýðingar Helga Hálfdanarsonar í
stuttri blaðagrein, ég hlýt einfald-
lega að ítreka og taka undir allt
það lof, sem Helgi hefur fengið
hvarvetna fyrir þýðingamar. Annar
eins texti er fáséður á íslenzku;
þennan texta les maður upphátt
ELDHÚSSÝNING
Á MORGUN SÝNUM VIÐ GLÆSILEGU
OG ZANUSSI HEIMILISTÆKIN.
EINNIG VÖNDUÐU
QDSSDEIEI
• E L D H 0 S
ELDHÚSINNRÉTTINGARNAR FRÁ
JL BYGGINGAVÖRUM. ÞAÐ FER VEL SAMAN.
ALLT AÐ 15% KYNNINGARAFSLÁTTUR
HEITTÁ KÖNNUNNI. GREIÐSLUKJÖR OG
UPPSETT SÝNINGARELDHÚS
VERIÐ VELKOMIN
LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SIMI 500 22