Morgunblaðið - 28.11.1986, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
Franskur leikflokkur
flytur Beckett í Iðnó
Þann 1. og 2. desember næst-
komandi fær leikhúsáhugafólk á
Reykavíkursvæðinu góða gesti. Er
þar kominn ieikflokkur Dominique
Houdart frá borginni Epinal í
Frakklandi. Hann mun leika Beðið
eftir Godot eftir Samúel Beckett í
Iðnó bæði kvöldin. Leikflokkurinn
kemur hingað í boði Alliance
framjaise sem vill með þessum hætti
minnast áttræðisafmælis Becketts
fyrr á þessu ári. Það er mörgum
eflaust kærkomið tækifæri að fá
að sjá þetta kostulega verk á frum-
málinu, því að þótt fólk skilji
frönskuna ekki fullkomlega, þá
kannast margir við verkið og lát-
æði persónanna á sviðinu er jafn
merkingu hlaðið og orðin.
Leikflokkur Dominique Houdart
var stofnaður árið 1964. Lagði hann
fljótlega mesta áherslu á að nota
ýmsa aukahluti, hreyfanlega muni
eða leikbrúður til að framlengja
leikarann. Þannig hefur flokkurinn
notað allar mögulegar aðferðir við
að stjórna ieikbrúðum; fyrir opnum
tjöldum eða bak við þau, skugga-
leik o.s.frv. Flestar aðferðirnar eiga
sér fyrirmyndir í austrænu leik-
húsi, japönsku Bunraku-leikhúsi og
kínversku brúðuleikhúsi svo dæmi
séu tekin. Einnig er mikil áhersla
lögð á raddbeitingu og framsögn
og stjómar Jeanne Heuclin henni.
Leikmjmda- og leikmunahönnuðir
eru ekki síður lykilpersónur í leik-
flokknum. Það er Marcel Violette
sem hefur þá þætti á sinni könnu
í Beðið eftir Godot.
Viðfangsefni leikflokksins má
greina í §óra aðalflokka: 1) flutning
sígildra leikverka, 2) leikrit unnin
upp úr Frakklandssögu, 3) verk
ungra höfunda og 4) sýningar þar
sem tónlist er aðalatriðið. Auk þes
hefur flokkurinn verið með skóla-
vinnustofu í lelkbrúðugerð og
langtímanámskeið í raddbeitingu
og leikrænni tjáningu, einkum í
samvinnu við kennara í heimahér-
aði sínu í Vosgesfjöllunum. Síðan í
janúar 1983 hefur leikflokkurinn
haft fastan sal í Epinal, smáleikhús
sem tekur 70 manns í sæti, Lavoir-
Theeatre eða Þvottahús-leikhúsið.
Einnig hefur flokkurinn yfír sirkus-
sýningartjaldi að ráða og fer með
það um nágrennið. Sömuleiðis legg-
ur hann áherslu á leikferðir í önnur
lönd og hefur farið með sýningar
sínar til Suður-Afríku, Afríku, Jap-
an, Kóreu, Singapúr, Ástralíu,
Gíneu, Tahiti og auk þess §öl-
margra Evrópulanda. Þetta er í
fyrsta sinn sem flokkurinn kemur
til íslands.
Að vinna með núlifandi höfundi
er eitt aðalviðfangsefni hópsins. í
átta ár hefur hann unnið með Gér-
ard Lepinois að könnun á sambandi
texta og hreyfanlegra forma, texta
og rýmis, texta og raddar. Af því
samstarfi hafa sprottið allmargar
sýuningar og hefur Gérard Lepinois
fengið styrk frá franska menning-
armálaráðuneytinu fyrir vinnu sína
með leikflokknum.
Jeanne Heculin hefur um margra
ára skeið kannað samband forms
og raddar. Hún hefur verið aðaldrif-
ljöðrin í „tónlistarleikhúsi" flokks-
ins. Þar hefur hún meðal annars
sett upp sýningu byggða á þjóðlaga-
söngvum, þá söngleik eftir Offen-
bach og loks óperu eftir Monteverdi.
Næstu viðfangsefni verða svo á
sviði nútímatónlistar (Schönberg)
og elektrónískar tónlistar í samvinu
við ungt tónskáld, Véronique Wil-
mat.
Leikflokkurinn hefur unnið all-
margar sýningar upp úr nýlegri
Frakklandssögu. Sagan er óþrjót-
andi lind merkra viðburða, mynda,
söngva og texta. Fyrsta sýningin
sem flokkurinn vann úr þessu efni
var um Parísarkommúnuna, árið
1971, á aldarafmæli hennar. Síðan
hafa aðrar fylgt í kjölfarið. í öllum
þessum sýningum eru notaðar leik-
brúður sem gerðar eru eftir
skopmjmdum frá þeim tíma sem
fjallað er um. Textinn er oftast
unninn upp úr samtímaskjölum og
söngvum. Hér er það Dominique
Houdart sem sér um textann.
Sígild verk hafa verið sett upp
bæði til að verða við óskum frönsku-
kennara og einnig til að fá tækifæri
til að vinna með texta eins og
L’llusin comique (Leikblekkingin)
eftir Comeille og Dom Juan eftir
Moliére. Jeanne Heuclin segir þá
alltaf fram textann eins og gert er
í japanska Bunraku-leikhúsinu.
Leikbrúðum er stjómað fyrir opnum
tjöldum á taflborði eða í myrku
rými. Allt fær merkingu: röddin,
tónlistin, tækjabúnaðurinn og
stjómendur brúðanna, brúðumar
sjálfar og lýsingin.
Leikbrúður em einhver magnað-
asti tjáningarmiðill sem bömum er
fenginn enda hefur leikflokkurinn
nýlega sett upp bamasýningu sem
einnig er ætluð foreldmm og kenn-
umm. Leikbrúðumar eiga að hjálpa
okkur að líta ljóðrænum augum á
hlutina í kringum okkur, hefja þá
upp úr hversdagslegri notkun sinni
og gefa þeim nýja merkingu á leik-
sviðinu.
Dominique Houdart hefur ásamt
Marcel Violette haft umsjón með
gerð leikbrúðuþátta fyrir frönsku
sjónvarpsstöðina FR3 sem einnig
hefur tekið upp nokkur verka leik-
flokksins og sjónvarpað þeim. Frá
1972 til 1980 stóð flokkurínn fyrir
fyrstu árlegu leikbrúðuhátíðinni í
Frakklandi, í Villeneuve-les-Avign-
on. En síðan hann settist að í Epinal
hefur hann staðið þar fyrir hátíð
sem í júní ár hvert safnar saman
götuleikhópum, leikbrúðum, söngv-
umm og sagnaþulum. Annars
stendur flokkurinn allan ársins
hring fyrir margháttaðri menning-
arstarfsemi f leikhúsi sínu.
í sýningunni á Beðið eftir God-
ot sem okkur verður boðið upp á í
Iðnó em ekki notaðar leikbrúður.
Flækingunum tveim, Vladimir og
Estragon, hefur hins vegar brejdt
í trúða og þeim komið fyrir á hring-
sviðinu í sirkus. Þannig eykst á
þeim skoplega hliðin, um leið og
leikritið öðlast víðtækari merkingu.
Einnig er mikil áhersla lögð á fram-
sögnina svo að tærleiki táknanna
og kraftur málsins komi enn skýrar
í ljós. Sýningin hefur fengið mjög
góðar viðtökur í Frakklandi og
frammistaða leikaranna verið ákaft
lofuð, einkum leikur Jeanne Heuclin
í hlutverki Lucky.
Samúel Beckett
Beðið eftir Godot
— Um Samúel Beckett
og verk hans
Tveir flækingar með kúluhatta
standa í auðninni við vegkantinn
og bíða eftir einhveijum Godot sem
þeir vita ekkert um og aldrei kem-
ur. Til að drepa tímann þrasa þeir,
henda orðum og setningum á milli
sín eins og bolta. í fyrsta þætti líður
einn dagur, og ekki birtist Godot,
heldur furðufuglinn Pozzo með
Lucky í bandi. Allt byijar á nýjan
leik í öðrum þætti. Enn bíða þeir
eftir Godot og aftur koma Pozzo
og Lucky, en nú er Pozzo blindur
og Lucky leiðir hann. Nóttin skellur
á, og ekki kemur Godot, hver svo
annars sem hann nú er, guð, djöf-
ull eða einfaldlega tákn vonarinnar
sem alltaf bregst.
Leikritið Beðið eftir Godot var
frumsýnt í París árið 1953 og vakti
gífurlega athygli þó ekki væru allir
sammála um ágæti þess. En brátt
fór það sigurför um allan heiminn
og var sett á svið í hveiju landinu
á fætur öðru, þannig að meira en
milljón áhorfendur sáu það á fyrstu
fimm árunum eftir frumsýningu. Á
íslandi var það sýnt árið 1960, þá
í Iðnó. Nýr rithöfundur hafði stigið
fram á sjónarsviðið, höfundur sem
þó átti þegar mikið verk að baki.
Hver var hann, og hvað hafði hann
að segja?
Samúel Beckett, írskur eins og
Yeates og Joyce, fæddist í Dublin
árið 1906 og á því áttræðisafmæli
á þessu ári. Foreldrar hans voru
vel efnaðir mótmælendur og gekk
Samúel í skóla þeirrar trúar manna
og las Biblfuna. Hann fékk strax f
bemsku mikinn áhuga á franskri
tungu og lagði síðar stund á hana
í Trinity College í Dublin. Árið 1928
fékk hann stöðu sem erlendur lekt-
or við hinn merka skóla Ecole
Normale Supérieure í París og þá
kynntist hann meðal annars landa
sínum sem þar bjó, James Joyce.
Hann sneri aftur heim til Dublin
tveimur árum síðar og tók við lekt-
orsstöðu í sínum gamla skóla,
Trinity College. En líkt og Joyce
gekk Beckett illa að sætta sig við
púrítanskt andrúmsloftið f landi
sínu. Kennslustarfíð féll honum
heldur ekki alls kostar við, sagði
síðar að hann hefði ekki getað haft
það á samviskunni að kenna það
sem hann ekki skildi sjálfur. Því fór
svo að árið 1932 sagði Beckett
stöðu sinni lausri, kvaddi írland og
hélt á brott.
Enginn skyldi þó halda að Beck-
ett hafi verið haldinn ævintýraþrá
eða hafi ætlað sér að að beijast
fyrir ákveðnar hugsjónir í heimi þar
sem fasisminn vann stöðugt á. Fátt
var líkt með honum og rithöfundum
eins og Malraux og Hemingway.
Hann hélt fyrst til London þar sem
hann settist að um tíma og ferðað-
ist þaðan til meginlands Evrópu,
Þýskalands og Frakkalands, oftast
einn á ferð. Loks settist hann svo
að í París árið 1937 og þar býr
hann enn. Á stríðsárunum tók hann
þátt í frönsku andspymuhreyfing-
unni, en eftir að stríðinu lauk hefur
hann að mestu haldið sig frá sam-
félagi manna og „spjallað við sínar
eigin hugsanir" eins og hann kallar
það.
Beckett hefur skrifað verk sín
jöfnum höndum á ensku og á
frönsku ásamt því að þýða þau á
bæði málin, og mun það vera nán-
ast einsdæmi með rithöfund. Hann
hefur einnig verið mjög fjölhæfur
sem slíkur, fengist við ljóðagerð,
skrifað skáldsögur og leikrit. Fyrstu
verk Becketts eru að mestu skrifuð
á ensku. Þar má nefna bæði smá-
sagnasafnið More pricks than
kicks (1934), ljóðabókina Whoro-
scope (1930) og ritgerðir um Joyce
og Proust (1929—1931). Um svipað
leyti og Beckett flytur til Frakk-
lands fer hann að skrifa skáldsögur,
fyrst á ensku (Murphy, 1938) en
brátt einnig á frönsku. Af þeim
helstu má nefna Molloy (1951) og
Malone meurt (Malone deyr 1951).
í skáldsögunum fetar Beckett í fót-
spor rithöfunda eins og Joyce,
Proust og Virginia Woolf, varpar
hefðbundinni skáldsagnagerð fyrir
róða, frásögnin er sundurslitin og
persónumar oft ekki annað en radd-
ir. Ásamt Nathalie Sarraute er
Beckett án efa einn helsti frum-
kvöðull „nýju skáldsögunnar" í
Frakklandi á sjötta áratugnum.
Leikritatfmabil Becketts hófst
með Beðið eftir Godot, sem skrif-
að var uppmnalega á frönsku. Á
sjötta áratugnum skrifaði hann
mörg leikrit bæði fyrir leiksvið og
útvarp og em þau frægustu senni-
lega Fin de Partie (Endatafl, 1957,
þar var sviðsett í Reykjavík 1977,
í Þjóðleikhúsinu) og Happy days
(Ó, þeir dýrðardagarl), en það síðar-
nefnda var fyrst frumsýnt í London,
New York og Berlín og fékk fremur
dræmar viðtökur áður en það var
sett á svið í París árið 1962 með
hinni frábæm leikkonu Madeleine
Renaud í hlutverki Winnie. Hún
hefur nú leikið Winnie samflejitt í
nær 25 ár víðs vegar um heiminn
við frábærar undirtektir. Síðustu
verk Becketts em af ýmsu tagi,
einkum þó ljóð og leikrit. Hann fékk
bókmenntaverðlaun Nóbels árið
1969.
* * *
Verk Becketts gætu í fyrstu virst
vera afar sundurleit að gerð, bæði
vegna þess hversu mjög hann fer
úr einni bókmenntategund í aðra
og frá einu tungumáli til annars.
En undir sundurleitu jrfirborði er
ávallt um svipuð viðfangseftii að
ræða, sömu þemun ganga eins og
rauður þráður í gegnum flest hans
verk. Beckett býður áhorfanda eða
lesanda í eins konar ferð til vítis.
En víti þetta er ekki af öðmm heimi.
Það er heldur ekki „hinir", eins og
Sartre eitt sinn sagði, ekki heldur
þjóðfélagið sem Beckett þekkir,
þjóðfélag fasisma, útrýmingarbúða,
stríðs og gereyðingarhættu. Rejmd-
ar gæti sviðsetning leikritanna
minnt á heim að loknu kjamorku-
stríði, en á það minnist Beckett
aldrei. Vítið sem Beckett sýnir okk-
ur, það emm við sjálf. Persónur
hans em innilokaðar í sjálfum sér,
þjást án þess að vita hvers vegna,
úr öllum tengslum við umheiminn
og dæmdar til að tala endalaust án
þess nokkum tímann að ná hvor
til annarrar. Ég þjáist, þess vegna
er ég, gæti Beckett verið að segja.
Vladimir og Estragon í Beðið eftir
Godot gera ekki annað en rífast
og þrasa. Smám saman verða firr-
ingin og sambandsleysið við aðra æ
sterkari þáttur í verkum Becketts.
í Comment c’est (Hvemig þar er,
1961) er frásögnin ekki annað en
sundurlausar setningar, slitnar úr
öllu samhengi. Kröftug samtölin í
Beðið eftir Godot verða að sam-
hengislausu eintali í Happy days.
En það er ekki bara í textanum
sem hið vonlausa samband persón-
anna við hveija aðra og umheiminn
kemur í ljós. Svipuð þróun verður
í sviðsmynd leikritanna. í Beðið
eftir Godot em Vladimir og Estra-
gon undir bemm himni, gætu
hugsanlega ákveðið að fara. í leik-
ritinu Comédie (1966) em þær
lokaðar niðri í risastómm kmkkum.
Persónumar sjálfar taka breyt-
ingum ekki síður en umhverfið. Þær
verða æ aumari mannvemr, brejrt-
ast úr trúðum og rónum í lamaða
og geðveika menn og loks í gamalt
og dauðvona fólk, jafnvel blint.
Fáir hafa lýst eins og Beckett til-
finningum veiks og gamals fólks
sem lifir tilgangslausu lífí. Þannig
fellur allt saman í eina heild, eymd
persónanna speglast í formi skáld-
sagnanna og leikritanna. Verkið er
'rúið öllu nema því al-nauðsjmleg-
asta, það hefur engin félagsleg eða
söguleg tengsl, búið að rýja það
skrauti og aflima svo eftir er aðeins
kjaminn.
Þessi lq'ami, það er textinn, mál-
ið, orðin. Við emm ekki annað en
orð, segir Beckett. Maðurinn talar
til að láta sjálfan sig í ljósi, segja
að hann sé til, en ekki til að ná
sambandi við aðra. Töluð orðin bera
vitni um að maðurinn sé einstakl-
ingur, mannvera, hversu aumur
sem hann er orðinn. Og Beckett
leikur sér að málinu, hvort sem það
er enska eða franska, finnur réttu
orðin og setur þau á rétta staði.
Það hefur oft verið sagt að verk
Becketts fjalli um þann harmleik
lífsins að standa ffamrni fyrir dauð-
anum og gera sér grein fyrir því
hve hratt tíminn líður, og má það