Morgunblaðið - 28.11.1986, Qupperneq 22
22-
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
.
Landssamband íslenskra
vélsleðamanna:
Opnar sýningn á bún-
aði til vetraríþrótta
LANSSAMBAND íslenskra vél-
sleðamanna opnaði í gærkvöldi
sýningu á búnaði til iðkunar vetr-
arfþrótta, að Fosshálsi 1. Að sögn
Sigurjóns Péturssonar, form-
anns, taka á þriðja tug fyrirtækja
þátt í sýningunni. Þar getur að
líta nýjustu gerðir vélsleða, „fjór-
hjól“, skíði, viðlegubúnað, fatn-
að, talstöðvar, farsíma,
loran-miðunartæki, áttavita og
kort svo fátt eitt sé nefnt. Sýn-
endur eru úr hópi innflytjenda
en einnig eru innlendir framleið-
endur hlífðarfatnaðar meðal
þeirra.
„Undirbúningur að sýningunni
heftir staðið undanfama þrjá mán-
uði,“ sagði Sigurjón. „Þetta er
fyrsta stóra „vetrarlífssýningin", og
við vonum að allir áhugamenn um
útiveru geti fundið eitthvað við sitt
hæfi." Sigiujón sagði að markmiðið
með sýningunni væri að kynna það
nýjasta í vetraríþróttum. Þær nytu
vaxandi vinsælda, og höfðuðu í
auknum mæli til flölskyldunnar,
sem vildi sameinast um að njóta
hollrar og skemmtilegrar útiveru.
í Landssambandi íslenskra vél-
sleðamanna eru um 500 meðlimir.
í kvöld verður haldin árshátíð sam-
bandsins, sem var stofnað fyrir
þremur árum. „Að Fosshálsi höfum
við einnig til sýnis brot úr sögu
vetraríþrótta á Islandi. Meðal þess
sem þar er að sjá eru leifamar af
fyrsta vélsleðanum á íslandi, sem
smíðaður var upp úr flaki flugvél-
ar,“ sagði Siguijón.
Sýningin verður opin í dag og
um helgina frá kl. 10.00-21.00.
Fundur um
nútíma-
bókmenntir
FUNDUR á vegum Félags áhug-
manna um bókmenntir verður
haldinn laugardaginn 29. nóv-
ember. Fundarefni er íslenskar
nútímabókmenntir, staða þeirra
og eðli. Þar munu fjórir fyrirles-
arar flytja erindi sem jafnt
tengjast íjóða- og skáldsagna-
gerð.
Fyrirlesaramir eru Eysteinn Þor-
valdsson, Elísabet Þorgeirsdóttir,
Guðmundur Andri Thorsson og Ein-
ar Már Guðmundsson. Fundarstjóri
verður Silja Aðalsteinsdóttir.
Fundurinn verður haldinn í Odda,
næsta húsi við Norræna húsið og
hefst kl. 14.00. Allir eru velkomnir.
Ný hljómplata Halldórs Haraldssonar með verkum Chopins og Liszts:
Þýðir ekki að ég sé hætt-
ur að spila nútímatónlist
HLJÓMPLÖTUR með einleik
íslenskra píanóleikara eru ekki
algengar en nú er komin út hjá
bókaútgáfunni Emi og Örlygi
hljómplata þar sem Halldór Har-
aldsson píanóleikari leikur verk
eftir Frédéric Chopin og Franz
Liszt. Þó Halldór hafi haldið
fjölda einleikstónleika hér og
erlendis í yfir 20 ár, auk tónleika
með öðmm, er þetta fyrsta ein-
leiksplata Halldórs en hann
hefur áður leikið inn á plötu með
Gísla Magnússyni, útsetningu á
Vorblóti eftir Stravinski fyrir tvö
pianó, og síðan inn á plötu með
Guðnýju Guðmundsóttur fiðlu-
leikara.
„Ég bytjaði að gera drög að plöt-
unni sumarið 1985,“ sagði Halldór
þegar Morgunblaðið hitti hann að
máli vegna útkomu hljómplötunn-
ar.„Þetta sumar var ég síðan
önnum kaflnn við önnur störf og
hafði engan tíma til æflnga. Ég tók
svo frá júlímánuð í sumar til að
ljúka þessu verkefni."
„Ég er að mörgu leyti ánægður
með eigin frammistöðu á þessari
plötu þó okkur hljóðfæraleikurum
fínnist við alltaf geta gert betur."
segir Halldór aðspurður. „Plötuupp-
taka er mikill brennipunktur og
brýnir okkur, auk þess sem við
lærum margt af þessu. Við heyrum
alltaf eitthvað sem betur má fara
þegar hlustað er á upptökur og
margt breytist frá fyrstu töku til
þeirrar seinustu. Ég reyndi þó að
hafa allt á plötunni í sem mestri
heild og hvergi voru settar inn nót-
ur eftir á eins og hægt er að gera.“
Á plötunni leikur Halldór verk
eftir Chopin og Liszt. Hversvegna
valdi hann þetta efni?
„Ég veit að það eru margir hissa
á þessu verkefnavali, þar sem ég
hef aðallega fengist við að spila
nútímatónlist. Þetta þýðir þó alls
ekki að ég sé hættur því. Én í ár
eru 100 ár liðin frá dauða Franz
Liszt og þess hefur víða verið
minnst í heiminum. Hann og Chop-
in voru persónulegir vinir og saman
lögðu þeir grunninn að píanótækni
síðari tíma. Þessi plata er mitt til-
legg til minningar þeirra. Auk þess
vildi ég vera með aðgengileg verk
á plötunni sem fólk hefur gaman
af að hlusta á en eru jafnframt
vönduð."
Halldór er yfírkennari píanó-
deildar Tónlistarskólans í Reykjavík
og hefur mikið að gera við kennsl-
una. Hafa tónlistarmenn næg
tækifæri til að sinna listssköpun við
slíkar aðstæður?
„íslenskir tónlistarmenn fylgjast
mjög vel með. Hingað koma heims-
þekktir listamenn og innlendir
listamenn reyna að komast til út-
landa reglulega. Það er mjög
blómlegt tónlistarlíf hér á landi og
hér virðist fólk vera mjög opið fyr-
ir nýjungum. Það mætti hinsvegar
vera betra skipulag á tónleikahaldi
og tónleikaferðum. Ég, Guðný Guð-
mundsdottir og Gunnar Kvaran
höfum leikið saman sem tríó í hálft
ár og haldið tónleika úti á landi.
Það eru yfír 60 tónlistarskólar í
landinu og því víða góð aðstaða úti
á landsbyggðinni en aðsóknin á
tónleika er ekki í samræmi við t.d.
aðsókn að tónlistarskólum. Fólk
hefur ekki enn lært að meðtaka
tónlistina. Menntamálaráðuneytið
hefur að vísu veitt okkur styrk til
þessarar starfsemi en það þyrfti að
gera meira átak í að skipuleggja
tónlistarferðir út á land.“
Halldór var loks spurður hvort
fleiri plötur væru væntanlegar frá
honum. Um það vildi hann engu spá
en þó kæmi hugsanlega plata með
tríóinu fyrmefnda. Það færi síðan
mikið eftir viðtökum nýju plötunnar
hvert framhaldið yrði. Sú plata var
tekin upp í Hlégarði og var Halldór
Víkingsson upptökustjóri. Verkin
sem Halldór leikur á plötunni eru
RÁÐGJAFARÞJÓNUSTA fyrir
námsmenn eftir stúdentspróf er
eitt helsta stefnumál nýkjörins
formanns Bandalags háskóla-
manna, en ársþing bandalagsins
var haldið um síðustu helgi.
„Það er ljóst að námsmenn dæma
sig oft sjálfkrafa í útlegð með náms-
Halldór Haraldsson við píanóið
Fantaisie-Impromptu, noktúma í
cís-moll og scherzi nr. 2 og 3 eftir
Chopin, og Funérailles, Konsert-
vali sínu,“ sagði Grétar Olafsson
yfírlæknir og nýkjörinn formaður
BHM í samtali við Morgunblaðið.
„Það má taka sem dæmi offjölgun
íækna. Nú eru um 300 íslenskir
læknar erlendis og óvíst hvort þeir
komast nokkum tímann heim, þar
sem hér er litla vinnu að hafa.
Vegna þessa er nauðsynlegt að
kanna möguleikana á að koma upp
ráðgjafarþjónustu á vegum BHM
þar sem námsmenn geti fengið
upplýsingar um tekju- og starfs-
möguleika einstakra námsgreina."
Grétar sagðist ekki eiga von á
því að starfsemi BHM tæki miklum
breytingum á næstu árum. Þó að
á þinginu hafi komið fram tillaga
frá Félagi viðskipta- og hagfræð-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
etýða nr. 2, Étude s’Exécution
Transcendante nr. 10 og Rigoletto-
Paraphrase eftir Liszt.
inga um að félagsgjöld til BHM
yrðu lækkuð og reksturinn dreginn
saman hefði nást gott samkomulag
að lokun sem fólst í því að félags-
gjöld þeirra aðildarfélaga sem reka
sjálf skrifstofur voru lækkuð og
önnur félagsgjöld hækkuðu lítið að
raungildi milli ára. 27 félög eiga
aðild að BHM.
Grétar sagði að á starfsáætlun
nýrrar stjómar BHM væri að efla
samstöðu og samvinnu milli há-
skólamanna; að gæta sameiging-
legra hagsmuna félagsmanna og
standa með Háskóla íslands því
hann þurfi á stuðningi að halda
eftir að framlög til hans voru stór-
lega skorin niður á síðustu fjárlög-
um.
Bandalag háskólamannna:
Stefnt að ráðgjafaþjón-
ustu fyrir nýstúdenta
- Grétar Ólafsson læknir kj örinn formaður BHM
Góð bók
Grænland
kristalsheimur
Franskur landkönnuð
ur, Louis Rey, fjallar
um sögu, náttúru og
íbúa Grænlands.
Lyftir hulunni af mörg
um leyndardómi, sem
hvílt hefur yfir þessu
Louís Rey
8* ^