Morgunblaðið - 28.11.1986, Page 30

Morgunblaðið - 28.11.1986, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 Kampútsea: Pol Pot með krabbamein Bangkok.Aranyaprathet, Tailandi, Reuter. POL Pot, leiðtogi Rauðu Khme- ranna, í Kampútseu, er sagður haldinn krabbameini og eiga skammt eftir ólifað. Hann er nú í Kína og er ekki búist við að Pol Pot hann snúi aftur heim. Er talið að það muni auðvelda friðarvið- ræður i Kampútseu, þar sem flestum er í fersku minni ógnar- stjórn Rauðu Khmeranna, undir hans forystu, á árunum 1975-78. Þá voru þeir sakaðir um að valda dauða mörg hundruð þúsunda Kampútseubúa og leppstjóm Víet- nama, er nú situr við völd, minnir landsmenn á ógnarstjómina með því að halda hátíðlegan „Dag hat- ursins", 20. maí ár hvert. Vietnam- ar hafa sett þau skilyrði fyrir friðarsamningum, að Pol Pot hverfí af sjónarsviðinu og samtök Rauðu Khmeranna verði leyst upp. Þau samtök er stærst þriggja samtaka er myndað hafa bandalag undir forystu Norodom Sihanouk, prins, til að beijast á móti núverandi vald- höfum í Kampútseu. Ástandið í landinu hefur verið óvenju friðsamlegt síðan þurrkatím- inn hófst nú í ár, en oft hefur sá tími verið notaður af Vietnömum til þess að heija á skæruliða. Heimskirkjuráðið gagnrýnir Reagan Larnaka, AP. KIRKJULEIÐTOGAR á ráð- stefnu Heimskirkjuráðsins gagnrýndu vopnasendingar til Iran og írak í sameiginlegri yfir- Iýsingu, sem þeir sendu frá sér í gær. Að sögn bandarískra presta og kirkjuleiðtoga á ráð- ERLENT stefnunni er yfirlýsingin fyrst og síðast gagnrýni á leynisamn- inga Reagans Bandarikjaforseta við írani. í yfírlýsingu kirkjuleiðtoganna var þess jafnframt krafízt að Pa- lestínumenn fengju að stofna sitt eigið ríki og hvatt til frekari refsiað- gerða gegn Suður-AfWku. Richard Butler, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Þjóðarkirlquráðsins í Bandaríkjunum, sagði yfírlýsing- una vera m.a. gefna út í nafni allra þeirra bandarísku kirlqudeilda, sem aðild ættu að ráðinu. „Það er ekk- ert nýtt að við gagnrýnum Banda- ríkjastjóm þegar við teljum að henni hafí orðið á mistök," sgaði Butler. Að blása íblöðrur Derek Santiago, 10 ára piltur frá Boston i Bandaríkjunum, æfir sig í að blása upp blöðrur. Er það liður í þjálfun sem ahnn verður að gangast undir í kjölfar nær þriggja mánaða lyfjameðferðar vegna krabbameins í heila. Zimbabwe: Töfralæknir segist geta læknað alnæmi Harare, Zimbabwe. Godwin Matatu, Observer. HEIMA í kofanum sínum í þéttbj Toto Tangwena á ljósbrúnt efni. hafa tjáð sér, að það megnaði að Tangwena er tiltölulega vel menntaður og félagi í Landssam- tökum þjóðlegra lækna í Zimbabwe. Hann segist hafa meðhöndlað 35 alnæmissjúklinga, aðallega frá Norður-Ameríku og Evrópu. Það er erfítt að festa hendur á sann- leiksgildi þessarar fullyrðingar hans, því að hann gat ekki tilgreint sjúklingana „vegnaþagnarskyldu". Hann segist hafa kynnst sjúk- dómnum í New York og þegar hann hafí komið heim til Zimbabwe aftur hafí andar forfeðra hans sýnt hon- um runna, sem unnt væri að nota til lyfjagerðarinnar. Hann getur ekki deilt vitneskjunni með öðrum, því að hún var honum einum ætl- uð. Hópur lyfjafræðinga frá Cambridge-háskóla sótti hann ný- du úthverfi Harare benti Sekuru Hann kvað anda forfeðra sinna lækna alnæmi að fullu. lega heim i Harare, en þeir höfðu ekki erindi sem erfíði. Tangwena hafði einnig önnur lyf í handraðanum. Hann kvað þau geta læknað sjúkdóma eins og asma, flogaveiki og húðkrabba- mein. Þá sagðist hann geta ráðið bót á getuleysi hjá karlmönnum. Þegar hann var spurður, hversu iangan tíma það tæki, svaraði hann glottandi: „Taki viðkomandi meða- lið síðdegis, mun sá hinn sami ólga af kynorku fyrir dagsetur." Tangwena lýsti því enn fremur yfír, að hann gæti fært sérhverri þeirri konu, sem væri í giftingar- hugleiðingum, „meydóm" sinn á nýjan leik. Samkvæmt afrískum hefðum á brúðurin að vera hrein mey. Það er mörgum vandkvæðum háð að leggja vísindalegt mat á yfírlýsingar Tangwenas eða ann- arra afrískra töfralækna. En því verður ekki neitað, að það var áhrifamikil sjón að sjá hann í skikkj- unni sinni og með kórónu úr strúts- fjöðrum á höfði. Hvað sem öllu líður þá er til fólk, sem trúir á lækningamátt Tang- wenas. Fyrir utan kofann hans stóðu um 30 manns í biðröð. Einn þeirra sagði fullur trúnaðartrausts: „Ég hef verið á sífelldum þeytingi á milli spítala, án árangurs, en hér fæ égþá meðhöndlun, sem dugir." Ef til vill er einhver hjálp í með- ferð Tangwenas, en hvort sem gagnsemin er mikil eða lítil, er hún áreiðanlega eins mikið næmum mannskilningi hans að þakka og hinum sérkennilega lækninga- mætti. A ystu nöf Átján ára sveitadrengur kemur til Los Angeles í fyrsta sinn. Á flugvellinum tekur bróðir hans á móti honum. Af misgáningi taka þeir ranga tösku. Afleiðingarnar verða hrikalegri en nokk- urn óraði fyrir. Hörkuspennandi, glæný bandarísk spennumynd í sérflokki. Anthony Michael Hall (The Breakfast Club), leikur Daryl, 18 ára sveitadreng frá lowa, sem kemst í kast við harðsvíruð- ustu glæpamenn stórborgarinnar. Jenny Wright (St. Elmos Fire) leikur Dizz, veraldarvana stór- borgarstúlku, sem kemur Daryl til hjálpar. Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Dolby stereo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.