Morgunblaðið - 28.11.1986, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.11.1986, Qupperneq 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 Vinstrisósíalist- ar ræða framboð UPPI eru hugmyndir innan Sam- taka vinstrisósíalista um að fara í framboð fyrir næstu Alþingis- Fimm fiski- skip seldu í Englandi FIMM íslensk fiskiskip seldu í Englandi á miðvikudag og i gær, fimmtudag. Úr einu þeirra þeirra, Kambaröst SU, var byij- að að íanda í Hull í gær og seldi þá 54,2 tonn fyrir 59,91 krónu á kílóið að meðalverði. t Á miðvikudag seldi Björgvin EA í Hull 134,1 tonn fyrir 52,69 krón- ur á kílóið að meðalverði. Sama dag seldi Gullver NS í Grimsby 163,7 tonn að meðalverði 56,49 krónur á kílóið. í gær, fimmtudag, seldi Steinunn SH 67,8 tonn í Hull fyrir 47,78 krónur á kílóið að meðalverði. Þá seldi Hafnarey SU 85,1 tonn í Grimsby fyrir 65,95 krónur á kílóið að meðalverði. kosningar. Ákveðið hefur verið að efna til ráðstefnu i byijun janúar þar sem hugsanlegt fram- boð verður rætt. „Ef menn ætla sér í framboð, eru menn að fara í framboð í alvöru. Við erum ekki að spá í framboð einungis til að komast í fjölmiðla og reka áróður heldur til þess að ná inn þingmanni," sagði Soffía Sigurðardóttir, stjórnarmaður í samtökunum. í samtökunum er fólk sem viðloð- andi hefur verið Alþýðubandalagið, æskulýðsfylkingu þess og aðrar vinstri hreyfíngar, en hefur aldrei verið flokksbundið í Alþýðubanda- laginu, að sögn Soffíu. Hún sagði að Samtök vinstrisó- síalista hefðu formlega verið stofn- uð í vor til þess að skipuleggja starfsemi þessa hóps, en hópurinn hefði hist af og til undanfarin ár og starfað að ýmsum málum. „Stundum höfum við verið kallaðir munaðarlausir vinstrimenn þar sem við tilheyrðum engum samtökum," sagði Soffía, að lokum. Kökubasar og kaffisala hjá Fíladelfíu SYSTRAFÉLAG Fíladelfíu held- ur sinn árlega kökubasar laugar- daginn 29. nóvember kl. 14.00 í neðri sal Fíladelfíukirkjunnar, Hátúni 2. Fólki gefst kostur á að setjast niður og spjalla saman yfír kaffibolla og ijómapönnuköku. Allur ágóði rennur til starfsemi Systrafélagsins. Forval hjá Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík FORVAL Alþýðubandalagsins í Reykjavík vegna Alþingiskosn- inganna 1987, fer fram á morgun, laugardag, og sunnu- dag. Kosið verður i Miðgarði, Hverfisgötu 105, frá kl. 10 til.18 á laugardag og frá kl. 10 til 19 á sunnudag. Rétt til þátttöku í forvalinu hafa allir flokksbundnir Alþýðubanda- lagsmenn í Reykjavík sem skuld- lausir eru við félagið. Þeir sem gefa kost á sér eru: Guðrún Helgadóttir, Haraldur Jóhannsson, Hörður J. Oddfríðarson, Jóhannes _ Gunnars- son, Olga Guðrún Ámadóttir, Pálmar Halldórsson, Steinar Harð- arson, Svavar Gestsson, Þröstur Ólafsson, Álfheiður Ingadóttir, Amór Pétursson, Ásmundur Stef- ánsson og Guðni Jóhannesson. Frönsk vika í Miklagarði FRÖNSK vika hefst í Miklagarði í Reykjavík í dag, föstudag, og stendur hún til 6. desember. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Miklagarðs sagði að markmiðið væri að kynna franskar vömr. Kynntar verða matvæli, glervörur, búsáhöld og fleiri franskar vörur. Þá hefur verið komið upp frönsku kaffihúsi og frönsk söngkona kem- ur fram. Kynningin var skipulögð í samvinnu við franska verslunar- fulltrúann hér á landi. Jólamarkaður Soroptimista LAUGARDAGINN 29. nóvember halda Soroptimistar á íslandi jólamarkað í Hlaðvarpanum við Vesturgötu og hefst hann kl. 14.00. Þar verður til sölu margskonar jólavamingur. Kaffi og vöfflur verða einnig á boðstólum. Allur ágóði af fjáröflun Soroptimista rennur til líknarmála. Mælsku- og rökræðukeppni hjá Málfreyjum LAUGARDAGINN 29. nóvember verður mælsku- og rökræðu- keppni að Hótel Esju kl. 13.30. Þar mætast í útsláttarkeppni Málfreyjudeildimar Björkin frá Reykjavík og Seljur frá Selfossi, en þessar deildir eru í 3. ráði innan Landssamtaka Málfreyja á íslandi. (FréttatUkynning:). HEILSAÐU UPPÁ HAMBORG 5 daga ferð 4.-8. desember Aðeins kr. 16.800.* |V.^ Wb- «\e<- VeSS qQ^ 06ts\o°°^f se^ c\'0°^. xjeÁv' QíO Ferðaskrifstofan SAGA hefur skipulagt 5 daga ferð til Hamborgar. Lagt verður af stað fimmtudaginn 4. desember og komið heim síðdegis mánudaginn 8. des. Farar- stjóri verður hinn kunni útvarpsmaður Arthúr Björgvin Bollason, sem þekkir hvern krók og kima í þessari gömlu og glaðværu Hansaborg. Hamborg er heimsþekkt fyrir sitt fjölbreytta og fjöruga skemmtanalíf. Þeir sem vilja fara „út á lífið" geta ekki valið sér betri borg. Menningar- og listalíf er afar fjölskrúð- ugt og úr ótal mörgu að velja. Fyrir þá, sem vilja verzla fyrir jólin, er ótrúlegt vöruval í glæsilegum verslunarhverfum eins og Pöseldorf. Á milli þess sem arkað er í búðirnar, er notalegt að setjast niður og teyga hinn heimsfræga þýzka bjór. Gist verður á Hotel Metro Merkur og kostar ferðin með gistingu þar í tvíbýli kr. 16.800, en á Hamburg Plaza í tvíbýli kr. 21.200. Innifalið í verði er flug, gisting í 4 nætur með morgunverði, fararstjórn, flutningur til og frá flugvelli og kynnisferð með siglingu á sunnudeginum. Skelltu þór með í skemmtllega ferð FERÐASKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10, gengið inn frá Vonarstræti. Símar 28633 og 12367.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.