Morgunblaðið - 28.11.1986, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
37
Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra:
Úttekt verði gerð á Akureyr-
arflugvelli sem varaflugvelli
ALLIR þingmenn Norðurlands-
kjördæmis eystra hafa lagt fram
þingsályktunartillögu þess efnis
að rækileg úttekt verði gerð á
möguleikunum á þvi að Akur-
eyrarflugvöllur þjóni sem vara-
flugvöliur fyrir millilandaflug.
Steingrímur J. Sigfússon (Abl.
Ne) mælti fyrir tillögunni og sagð-
ist hann telja það vera bestu og
hagkvæmastu lausnina að nýta
Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll
ef það reyndist mögulegt.
Akureyrarflugvöll þyrfti aðeins
lítillega að stækka, þama væri þeg-
ar til staðar velþjálfað starfsfólk
og rekstrarkostnaður flugvallarins
myndi ekki aukast mikið ef að þessu
yrði. Einnig væri á Akureyri full-
komnasta sjúkrahúsið utan
Reykjavíkursvaeðisins, góð aðstaða
fyrir ferðamenn og staðurinn lægi
auk þess vel við ýmsum af vinsæl-
ustu ferðamannastöðum íslands.
Pálmi Jónsson (S Nv) sagði að
af fjórum stöðum sem hefðu verið
nefndir í sambandi við varaflugvöll
af flugmálayfírvöldum hefði Sauð-
árkrókur verið talinn henta best.
Aðflugs- og veðurskilyrði væru best
á Sauðárkróki en lökust á Akur-
eyri. Pálmi sagðist líta svo á að
rannsóknir flugmálayfírvalda væru
ekki út í bláinn. Hann taldi þing-
mennina vera að drepa þessu máli
á dreif með tillöguflutningnum og
skapa kjördæmaríg. Norðlendingar
ættu að hans mati að sameinast
um Sauðárkrók.
Jón Kristjánsson (F Au) sagðist
undra það, að hve miklu leyti flug-
málaumræða síðustu vikna hefði
snúist um varaflugvöll fyrir milli-
landaflug. Ástandið í innanlands-
fluginu væri mjög bágborið. Benti
hann á að t.d. Egilsstaðaflugvöllur
væri iðulega ófær vegna aurbleytu.
Uppbygging varaflugvallar þyrfti
að nýtast innanlandsfluginu.
Hjörleifur Guttormsson (Abl. Au)
spurði hvort ekki væri eitthvað
nærtækara verkefni í flugmálum
til að ræða á Alþingi en varaflug-
völlur fyrir millilandaflug. Fé til
flugframkvæmda hefði rýmað frá
ári til árs og spurði þingmaðurinn
hvar ijármagnið sem ætti að veija
til uppbygginga varaflugvallar
væri. Þingmaðurinn lýsti sig and-
snúinn þeirri hugmynd að fá
fjármagn ffá Atlantshafsbandalag-
inu til þessara framkvæmda.
Halldór Blöndal (S Ne) sagði að
Gunnar G. Schram (S Rn) mælti
í sameinuðu Alþingi í gær fyrir
þingsályktunartillögu um um-
hverfismál sem hann ásamt sex
öðrum þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins flytja.
Gunnar sagði ástæðu þess að til-
tagan væri lögð fram núna vera að
umhverfismál og umhverfisvandi
væru að verða sífellt stærri þáttur
í lífi þjóða. Menn hefðu öðlast meiri
skilning á mikilvægi þessara mála.
Chemobylslysið og sovéski kjam-
orkukafbáturinn sem sökk fyrr á
þessu ári í Norður-Atlantshafí
sýndu að þessi vandi væri ekki
bundin við einstaka lönd eða ríki.
Það mætti því spyrja hvemig
þessum málum væri háttað hér á
landi. Við byggjum ekki við heildar-
löggjöf í þessum efnum þar sem
ekki hefði tekist að semja slíka,
þrátt fyrir tilraunir. Síðast hefði
þingmannafrumvarp um þetta efni
verið lagt fram 1983-84, sagði
Gunnar, og hefði Alexander Stef-
ánsson, félagsmálaráðherra, þá
gefíð út yfirlýsingu um að ríkis-
stjómarfrumvarp væri væntanlegt.
í tillögunni væri hvergi að fínna
andstöðu við að byggður yrði vara-
flugvöllur annarsstaðar en á
Akureyri ef það væri talið æski-
legt. Þingmenn Norðurlands Eystra
vildu einungis fá úr þvf skorið hvort
Akureyrarflugvöllur myndi henta
sem slíkur með minniháttar breyt-
ingum.
Garðar Sigurðsson (Abl. Su)
sagði margt vera brýnna í flugmál-
um en bygging varaflugvallar og
ætti hann ekki að koma á dagskrá
fyrr en eftir eitt til tvö ár. íslending-
Það hefði hinsvegar ekki sést enn-
þá.
Gunnar sagði Islendinga búa all-
vel hvað lagasetningu á þessu sviði
varðaði en potturinn væri brotinn
hvað varðaði samræmda yfirstjóm
á þessum málum. Þau heyíðu undir
8-9 ráðuneyti. Taldi hann mikla
þörf vera á því að koma á fót sam-
starfí þeirra aðila sem að þessu
starfa. Ekki væri útilokað að stofna
sérstakt ráðuneyti en fyrsta skrefíð
ætti að vera skipulagsbundið sam-
starf t.d. með sérstakri samstarfs-
nefnd.
Hjörleifur Guttormsson (Abl. Au)
sagði þetta frumvarp ganga skemur
en annað frumvarp sem lagt hefði
verið fram fyrr á þessu þingi. Ekki
væri fyrst og fremst verið að tala
um sérstakt ráðuneyti heldur sam-
starf milli ráðuneyta.
AIMftCI
ar hefðu verið án varaflugvallar
lengi og það hefði gengið vel. í 98%
tilvika væri hægt að lenda á
Keflavíkurflugvelli með þeim
tækjabúnaði sem þar er til staðar.
Varaflugvöllinn þyrfti þar með að
nota einu sinni til tvisvar á ári og
yrði því líklega rólegt á Sauðár-
króki.
Hvað staðsetningu varaflugvall-
arins varðaði sagði Garðar að
aðflug að Akureyrarflugvelli gæti
verið óömggt í vissum tilfellum.
Kristín Halldórsdóttir (Kvl. Rvk)
sagði kvennalistakonum hafa orðið
það ljóst, þegar þær kynntu sér
þessi mál, að “glundroði" ríkti í
þessum efnum og því tímabært að
setja um þessi mál heildarlöggjöf,
hvort sem það yrði gert með sér-
stöku ráðuneyti eða deild innan eins
ráðuneytis. Kristín sagði Kvennalis-
tann því styðja eindregið efni þeirra
tillagna er fram hefðu komið.
Davíð Aðalsteinsson (F Ve) sagði
þennan tillöguflutning hafa komið
sér nokkuð á óvart og taldi að flutn-
ingsmenn hefðu átt að stofna til
breiðari samstöðu um mál sem
þetta. Hann lýsti sig þó jákvæðan
gagnvart þeim tillögum sem fyrir
lægju.
Eiður Guðnason (A Ve.) sagði
alla alþingismenn líklega geta tekið
undir og stutt efni þessarar tillögu.
Það væri ekki ágreiningur um efnis-
hliðina heldur vinnubrögðin sem
hefðu verið höfð í frammi og væru
„ekki líkleg til að afla málinu braut-
argengi". Það væri athyglisvert að
sjö þingmenn annars stjómar-
209 tannlæknar:
Heildarskatt-
ar 88 m.kr.
Heildarálagningarstofn starfandi
tannlækna til útvars var 217 m.kr.
1986, tekjuskattsstofn 193 m.kr.
og eingarskattsstofn 510 m.kr.
Skattskyidar heildartekjur tann-
lækna (einstaklinga) samkvæmt
skattframtölum voru tæpar 222
m.kr. Skipting þeirra var með
þessum hætti: launatekjur 31
m.kr., reiknuð laun við eigin at-
vinnurekstur 127 m.kr., hreinar
tekjur af atvinnurekstri 41 m.kr.,
eignatekjur 546 þúsund krónur
og aðrar skattskyldar tekjur 21
m.kr.
Heildarrekstrartelq'ur af atvinnu-
rekstri tannlækna, einstaklinga dg
félaga voru 530 m.kr. Hlutfall rekstr-
arkostnaðar tannlæknastofa af
framtöldum heildartekjum gjaldárið
1986, vegna tekna ársins, voru
59,37%.
Heildareignir tannlækna og maka
þeirra, samkvæmt skattframtölum
1986, voru 1155 m.kr. Skuldir á sama
tíma voru 202 m.kr. Neittoeign tæp
975 m.kr.
Heildarálagning opinberra gjalda á
alla tannlækna í landinu gjaldárið
1986 var sem hér segir: a) útsvar
kr. 21.266.75, tekjuskattur
52.886.946, eignarskattur
3.287.498, aðstöðugjöld 3.851.190,
önnur gjöld 6.714.817, eða samtals
kr. 88.007.021.
Starfandi tannlæknar voru 209
talsins.
Framangreint er úr skriflegu svari
^ármálaráðherra við formlegri fyrir-
spum Jóhönnu Sigurðardóttur
flokksins þyrftu að skora á sína
eigin ríkisstjóm að gera það sem
hún hefði lofað að gera í upphafi
kjörtímabils.
Eiður taldi að þingmenn þyrftu
að viðurkenna hvers eðlis þessi mál
væru og fela þau nýju ráðuneyti.
„Þingið verður að taka þessi mál
af ríkisstjóminni og móta einarða
stefnu".
Skúli Alexanderson (Abl. Ve)
sagðist vilja minna sérstaklega á
þann þátt mála er snéri að íslend-
ingum ef kjamorkuslys yrði í
grennd við landið, t.d. ef kafbátur
sykki. Hann taldi íslendinga ekki
vera nógu vel í stakk búna til að
til að bregðast við slíku slysi. Koma
þyrfti upp mælingarkerfí í kringum
landið svo hægt væri að fylgjast
með ástandinu.
Halldór Blöndal (S Ne) sagðist
ekki geta tekið undir það, að það
væru „undarleg vinnubrögð" að sjö
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
flyttu þessa tillögu. Það væri við-
tekin venja að þingmenn undirstrik-
uðu áhersluatriði sín í ýmsum
efnum með þessum hætti.
V erðlagsgrundvöllur búvöru:
Þróunaraðstoð:
(A.-Rvk.).
Heildarlöggjöf um umhverfismál
Engin eftirgjöf
árin 1978-1986
Bændur hafa ekki gefið eftir
af sinum hlut á verðlagsgrund-
velli frá 1978 fram á haust 1986.
í september sl. varð sú breyting
á uppbyggingu verðlagsgrund-
vallarins að grundvellimir verða
tveir, annar fyrir sauðfjárbú en
hinn fyrir kúabúa. Samkomulag
varð í verðlagsnefndinni um
verðútreikning, m.a. um 8,8%
hækkun sauðfjárafurða umfram
áður ákveðið bráðabirgðaverð.
Bændur í verðlagsnefnd töldu
hagkvæmara að fresta þeirri
hækkun um eitt ár til þess að
styrkja kindakjötsmarkaðinn.
Þessi ákvörðun var forsenda
þess að að samningar náðust
milli ríkisvalds og bænda um
sama magn kindakjöts innan
fullrar verðábyrgðar verðiagsár-
in 1986-1988.
Framangreint kom fram í svari
landbúnaðarráðherra við fyrirspum
Hjörleifs Guttormssonar (Abl.-Al.)
um þróun kaupmáttar launaliðar
bóndans. í svari ráðherra kom og
fram að launaliður bóndans hefur
hækkað minni en kauptaxtavísitala
allar götur síðan 1980, samanber
meðfylgjandi skýringarmynd, sem
fylgdi svari ráðherrans.
KAUPTAXTAVISITALA OG
LAUNAUÐUR BÓNDANS
860
700
600
500
vísitala 400
360
Z00
100
0
9/80 9/81 9/82 9/83 9/84 9/85 9/86
tím i
0,054% af
þjóðar-
framleiðslu
Framlög ríkissjóðs til þróun-
arsamvinnu og alþjóðlegrar
hjálparstarfsemi verða 0,054%
af þjóðarframleiðslu 1987, sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi. Þetta
hlutfall var 0,073% 1985. Ályktun
Alþingis frá 1985 stendur til þess
að þetta hlutfall verði 0,7% af
þjóðarframleiðslu 1992.
Framangreint kemur fram í svari
utanríkisráðherra við fyrirspum
Steingríms J. Sigfússonar (Abl.-
Ne.). Hlutfall þróunaraðstoðar af
þjóðarframleiðslu 1985 var 0,39%
í Finnlandi, 0,47% í V-Þýzkalandi,
0.80 í Danmörku og 1% í Noregi.