Morgunblaðið - 28.11.1986, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
Á efstu myndinni er útigangshross handsamað og endurskinsmerkin skulu á sinn stað. Á myndunum
hér fyrir ofan og til hliðar sést hvar merkin eru komin á sinn stað. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Lögreglan í Borgarnesi:
Endurskinsmerki
á útigangshross
Atta umferðaróhöpp rakin til lausagöngu hrossa
Borgarnesi.
LOGREGLUMENN úr Borgarnesi merktu 60 útigangshross með
endurskinsmerkjum um síðustu helgi. Hafði hrossunum verið
smalað saman i rétt við bæinn Höfn í Melasveit. Þetta er í annað
sinn sem lögreglan í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu stendur í að-
gerðum sem þessum, en byijað var á þessum merkingum í
september í fyrra.
í fyrra voru hrossin merkt með
tveim merkjum. Núna voru hnýtt
fjögur endurskinsmerki í hvert
hross, eitt í tagl, annað í fax og
hin tvö voru sett á fram og aftur-
fætur. Merkin sem sett voru á
fætur hestanna eru nýjung á mark-
aðnum og ætluð á reiðhesta. Er
þetta endurskinsborði sem smellt
er saman. Lögreglumennimir
smíðuðu bás úr niðursöguðum
símastaumm í eitt hom réttarinn-
ar. Var hann hafður vel traustur
því ekki hafði tekist að handsama
öll hrossin í fyrra. Reyndist básinn
vel og gekk greiðlega að merkja
stóðið.
Töluverð óhöpp hafa orðið vegna
lausagöngu hrossa meðfram veg-
um í Borgarfírði. Hættulegasti
kaflinn er frá Leirá í suðri að
Svignaskarði í norðri. Það sem af
er þessu ári hafa orðið átta um-
ferðaróhöpp á þessu svæði, sem
beint og óbeint má rekja til lausa-
göngu hrossa. Mikið eignatjón
hefur orðið í þessum óhöppum og
meðal annars hafa fimm bifreiðar
orðið óökufærar. Nú hefur sýslu-
maðurinn í Borgamesi sent oddvit-
um hreppsnefndanna í héraðinu
bréf þess efnis að embættið hvetji
eindregið til að lausaganga hrossa
verði bönnuð.
Eftirtalin fyrirtæki og stofnanir
í Borgamesi studdu lögregluna í
þessu verkeftii: Samvinnutrygg-
ingar, Póstur og sími og Raf-
magnsveitur ríkisins. Síðast en
ekki síst studdi fyrirtækið Gnýr sf.
í Reykjavík, framleiðandi endur-
skinsborðanna, verkefnið með því
að gefa helming merkjanna.
TKÞ.
Morgunblaðið/Amór
Svipmynd frá Portoroz-mótinu á Hótel Loftleiðum um sl. helgi.
Ragnar Magnússon og Valgarð Blöndal spila gegn Hauki Ingasyni
og Sigurði B. Þorsteinssyni.
Brids
Arnór Ragnarsson
Bridsdeild Barðstrend-
ingafélagsins
Mánudaginn 24. nóvember var
spiluð 3. umferð í hraðsveitakeppni
félagsins.
Staða efstu sveita er þessi:
Stig
Eggert Einarsson 1639
Vikar Davíðsson 1615
Þorleifur Þórarinsson 1555
JónCarlsson 1549
Þorsteinn Þorsteinsson 1540
Þórarinn Ámason 1539
Sigurður ísaksson 1539
4. umferð verður spiluð mánu-
daginn 1. desember. Spilað er í-
Ármúla 40 og hefst keppnin kl.
19.30 stundvíslega.
Bridsfélag Breiðholts
Að loknum níu umferðum af tólf
í Butler-tvímenningi félagsins er röð efstu para þessi:
A-riðill Anton R. Gunnarsson Stig
— Friðjón Þórhallsson Jón I. Bjömsson 143
— Kristján Lilliendahl Helgi Skúlason 135
— Kjartan Kristófersson Höskuldur Gunnarsson 100
— Lárus Pétursson 98
B-riðill Guðlaugur Sveinsson Stig
Magnús Sverrisson >Jón I. Ragnarsson 129
*— Burkni Dómaldsson ÍAxel Lárusson 122
— Bergur Ingimundarsson 105
Guðmundur Baldursson
— Jóhann Stefánsson 105
Næsta þriðjudag lýkur keppn-
inni. Þriðjudaginn 9. desember
verður spilað eins kvölds tvímenn-
ingur en þriðjudaginn 16. des.
verður spiluð létt jólarúberta. Spilað
er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvís-
lega.
Bridsfélag Akureyrar
Sex umferðir eru búnar í Akur-
eyrarmótinu í sveitakeppni og hefír
Sveit Grettis Frímannssonar nokkuð
afgerandi forystu í mótinu.
Staða efstu sveita:
Grettir Frímannsson 131
Stefán Vilhjálmsson 106
ÁmiBjarnason 105
Zarioh Hammadi 105
Gunnlaugur Guðmundsson 103
Haukur Harðarson 96
Símon I. Gunnarsson 96
Þorsteinn Thorlacius 95
Næstu tvær umferðir verða spil-
aðar í Félagsborg á þriðjudaginn
kemur kl. 19.30.
Um helgina verða spilaðir margir
leikir í bikarkeppni Norðurlanda en
fyrstu umferð á að Ijúka fyrir 6.
des. nk.
Bridsfélag
Hafnarfjarðar
Sl. mánudag 24.11. voru spilaðar
fimmta og sjötta umferðin í sveita-
keppni félagsins og er staðan eftir
sex umferðir þannig:
Sveit Ólafs Gíslasonar 142
S veit Kristófers Magnússonar 114
Sveit Sigurðar Lárussonar 112
Sveit Kristjáns Haukssonar 112
Hjartans mál
Hljómplötur
Egill Friðleifsson
Fyrir nokkru kom út hjá Emi
og Örlygi hljómplata er ber titilinn
„Hjartans mál“. Þar syngja þau
Sólrún Bragadóttir, sópran, og
Bergþór Pálsson, baryton, lög úr
ýmsum áttum við undirleik Jónas-
ar Ingimundarsonar. Að undan-
gengnu tónlistamámi hér heima
hafa þau Sólrún og Bergþór lagt
stund á listgrein sína við söng-
deild háskólans í Indiana í
Bandaríkjunum og stefna bæði
að masters-stigi. Það er rétt að
taka það fram strax að þessi plata
kom mér verulega á óvart. Bæði
hafa þau náð umtalsverðum
þroska í listinni og gera hér marga
góð hluti. Ekki man ég nákvæm-
lega hvenær það var sem ég
heyrði þau á tónleikum í Norræna
húsinu en framfarimar eru aug-
Ijósar. Sýnilega hafa þau notað
tímann vel vestanhafs og árang-
urinn lætur ekki á sér standa. Það
er ekki annað hægt en að spá vel
fyrir þessu unga fólki fái það
tækifæri við hæfi og full ástæða
að benda forráðamönnum óperu-
mála á þssa efnilegu söngvara.
Á plötunni er að finna fjórtán
lög, sem sjálfsagt flokkast undir
svokallaða léttklassísk og rista
etv. ekki ýkja djúpt sum hver.
Flest eru lögin gamlir kunningjar,
sem staðist hafa tímans tönn,
„everybodys favourite", sem al-
menningur hefur eignað sér
fremur en fagmenn. Þama er
mikið sungið um ástina, þetta
undarlega fyrirbæri sem virðist
ætla að halda velli þrátt fyrir
ýmsa óáran í órólegum samtíma
og er það vel. Varðandi lögin á
þessari plötu kemst Halldór Hans-
en ágætlega að orði á plötuum-
slagi er hann segir: „Það er
eitthvað undravert við þá tónlist,
sem hefur sungið sig inn í vitund
hvers mannsbams og haldið vin-
sældum sínum óskertum um allan
heim meðal almennings, jafnvel
þótt spekingar á sviði tónlistarinn-
ar velti vöngum og komi ekki
auga á mikilvægið. Því að eðli
sínu samkvæmt ættu þessi lög að
vera „dægurflugur". Sjálft „undr-
ið“ kemur einmitt fram í því, að
dægurflugan brýtur sín eigin lög-
mál og verður allt í einu „sígild".
Páll Bergþórsson þýðir margan
textann á þessari plötu af lipurð
og vel það, t.d. er textinn við
Melodiu Rubeinsteins í F hagan-'
lega gerður og fellur mætavel að
seið lagsins. Raunar víkur Berg-
þór orði við frá skrifuðum texta,
því hann syngur í næstsíðustu línu
„ ... og einn ég reika hér“ í stað
„ ... og einn ég eigra hér“, sem
óneitanlega fer betur. En þetta
er mál sem þeir feðgar verða að
útkljá sín á milli.
Sólrún Bragadóttir er glæsileg
söngkona. Rödd hennar er bæði
mikil og fögur, jöfn um allt tón-
sviðið, og með mikilli fyllingu.
Túlkun Sólrúnar er sannfærandi
og afgerandi og þó henni sé etv.
fullmikið niðri fyrir á stundum
hefur hún gott vald á röddinni.
Hins vegar er framburður ekki
nógu skýr og ætti hún að athuga
það atriði vandlega. Sömuleiðis
stendur Bergþór Pálsson sig með
prýði. Rödd hans er karlmannleg
Hjartans mál
«h. rMIm.
og þróttmikil og gæti ég trúað
að „Ol’Man River“ ætti eftir að
hljóma víða næstu vikumar í
ágætri meðferð Bergþórs. Saman
syngja þau hjónin nokkur lög
listavel. Um þátt píanóleikarans,
Jónasar Ingimundarsonar, þarf
varla að fjölyrða. Hann lætur ekk-
ert frá sér fara, sem ekki stenst
nákvæma hlustun. Halldór
Víkingsson sá um upptöku og
hefur vandað verk sitt eftir föng-
um. Plötuumslagið er smekklegt
að mínu mati og frágangur allur
vandaður.
Þegar haft er í hug að þau
Sólrún Bragadóttir og Bergþór
Pálsson eru enn við nám er ljóst
að af þeim má mikils vænta.
Söngunnendur eru ekki sviknir
af þessari plötu.
P.S.: Skömmu eftir að þessi
pistill var skrifaður bárust þær
fréttir að Sólrúnu Bragadóttur
hafi boðist staða við óperuna við
Kaiserslautem í Þýskalandi. Þess-
ar fréttir ættu raunar ekki að
koma svo mjög á óvart þeim, sem
hlustað hafa gaumgæfilega á
þessa plötu. Það er hins vegar
full ástæða að samgleðjast Sólr-
únu og óska henni innilega til
hamingju með glæsilegan árang-
ur.