Morgunblaðið - 28.11.1986, Síða 42

Morgunblaðið - 28.11.1986, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 Blaðafulltrúi á villigötum Enn um okur í afborgunarviðskiptum eftirSverri Albertsson Enn standa óhaggaðar þær nið- urstöður tímaritsins Vinnunnar, að í afborgunarviðskiptum með raf- tæki séu teknir okurvextir, eða allt að 85% af eftirstöðvum kaupverðs- ins. Enn hafa engar viðhlýtandi skýringar fengist frá versluninni eða samtökum verslunareigenda á þessum vöxtum. í grein er ég reit í Morgunblaðið og birtist þann 18. nóvember sl. gerði ég grein fyrir upphafi þessar- ar umræðu. Þar kom fram að upphafið var að Vinnan, tímarit Alþýðusambands íslands, birti frétt og umfjöllun þar sem greint var frá því að vextir af eftirstöðvum ýmissa raftækja gætu numið allt að 85% og gerði ég, bæði í nóvemberhefti Vinnunnar svo og í umræddri Morg- unblaðsgrein, grein fyrir hvemig sú niðurstaða var fengin. Ég mun ekki að þessu sinni endurtaka það allt, en bið Morgunblaðið góðfús- lega að endurbirta töflu sem birtist í síðustu grein og sýnir hvert verð- ur endanlegt verð sjónvarpstækis sem kostar, staðgreitt, 46.900 krónur. (Sjá töflu) Þá hlýt ég að endurtaka það sem þar sagði, að okurvextimir væm fólgnir í margfaldri verðlagningu tækjanna, eitt verð ef tækið væri staðgreitt og annað ef það væri keypt með afborgunum. Ég mun ekki að þessu sinni end- urtaka það sem áður hefur komið fram frá minni hendi um einstaka liði þessa máls heldur snúa mér að viðbrögðum við grein minni í Vinn- unni og Morgunblaðinu. Fyrstu viðbrögð var umfjöllun í fréttatíma sjónvarps þar sem rætt var við Jóhannes Gunnarsson, for- mann Neytendasamtakanna, þar sem hann tók að fullu undir það sem fram kom í Vinnunni. Því næst kom framkvæmdastjóri Versl- unarráðs, Ámi Ámason, fram í fréttatíma sjónvarps og sagði um- fjöllun Vinnunnar ranga en rök- studdi það ekkert frekar. Því var það að ég skrifaði grein til birting- ar í Morgunblaðinu og óskaði frekari svara frá Áma. Þau viðbrögð komu síðan föstu- daginn 21. nóvember sl. og er blaðafulltrúi Verslunarráðs skrifað- ur fyrir svarinu. Sú grein er með öllu dæmalaus. Fagleg viðbrögö!! Eins og ég sagði í síðustu grein minni hér í Morgunblaðinu hef ég, og sjálfsagt margir aðrir meðal launamanna, leitast við að virða Verslunarráð sem fagleg samtök manna í viðskiptaheiminum og sem samtök sem vilja beijast fyrir og auka fagleg vinnubrögð í verslun íslensku heimili. BÓKAÚTGÁFAIM UÓÐHÚS, PÓSTHÓLF1506,101 REYKJAVÍK. SÍMAR17095 OG18103. Nýkomið gott úrval af ódýrum vestur-þýskum leðursófas Leðursófasett Verð frá kr. 82.875 st.gr. Vönduð vara vic vægu verði ____________BÚSTOFN Smiðjuvogi 6. Kópavogi símar 4S670 — 44544. Sverrir Albertsson „Nú hefur Verslunar- ráð tvisvar lýst því yf ir að umfjöllun Vinnunn- ar sé röng, en ekki hefur verið bent á eitt einasta efnislegt atriði sem er rangft.“ og viðskiptum. Þess vegna hélt ég að ummæli Áma Ámasonar í sjón- varpi stöfuðu kannski mest af misskilningi og þekkingarskorti á málefninu og bjóst við að áfram- haldandi þátttaka hans í málinu yrði málefnaleg og upplýsandi, hvort svo sem hann væri sammáia mér eða ekki. Ég varð fyrir vonbrigðum. Grein blaðafulltrúans er svo langt frá því að vera málefnaleg sem hugsast getur. í raun má skipta efni hennar í þrennt: bein ósannindi, það sem er óviðkomandi umræðuefninu og misskilning. Ég mun nú færa rök fyrir þessari fullyrðingu. Bein ósannindi í grein blaðafulltrúans segir m.a.: „ ... er birt staðlaus frétt um okur og svindl". I grein Vinnunnar er hvergi minnst á svindl. Ekki eitt orð. Og þetta virðist manni vera tilgangslaust skrök hjá blaðafull- trúanum en sýnir kannski meira en annað af hvílíkum gæðaflokki vinnubrögðin eru. Og annað, „stað- laus“ þýðir samkvæmt orðabók Menningarsjóðs eitthvað sem á sér engar stoðir í raunveruleikanum, úr lausu lofti gripið. Því fer blaða- fulltrúinn hér aftur með fleipur, því greinin í Vinnunni var grundvölluð á auglýstu verði raftækja, vöxtum banka og síðan stuðst við viður- kenndar aðferðir í prósentureikn- ingi. Þó menn séu kannski ekki sammála greininni er ekki stætt á því að segja hana staðlausa. Þá er rétt að benda á að þrátt fyrir að blaðafulltrúinn bendi ekki á neitt efnislegt atriði í umfjöllun Vinnunnar sem rangt, telur hann sig þess umkominn að kalla hana staðlausa. Og enn á öðrum stað fann ég- bein ósannindi. Blaðafúlltrúinn seg- ir: „ ... og sverta með því einstakl- inga og fyrirtæki með ásökunum um svindl og okur“. Ég vek at- hygli á því að hér er blaðafulltrúan- um enn hugleikið hvemig svindlað er á neytendum, en ég endurtek að í Vinnunni var ekki vikið einu orði að svindli og hlýt ég því að biðja umræddan skríbent að lesa betur það sem hann ætlar að gagnrýna næst. Og annað kom fram á þessum stað, „einstaklingar og fyrirtæki". í fyrsta lagi var ekki einn einstakl- ingur nefndur á nafn í umfjöllun Vinnunnar og í öðru lagi var ekki vikið öðruvísi að fyrirtækjum en hvaða tæki þau selja og á hvaða verði, ekki ósvipað og gert er í auglýsingum. Ef það svertir fyrir- tæki að gera grein fyrir vöru þeirra og viðskipakjörum þá er eitthvað athugavert við fyrirtækin, ekki tímaritið Vinnuna. Óviðkomandi umræðu- efninu Almennt snakk um vaxtastefnu Verslunarráðs er að sönnu fróðleg lesning en takmarkað innlegg í þessa umræðu. Og þar sem nánast einn þriðji greinar blaðafulltrúans snýst um þetta atriði fer maður að velta fyrir sér hvort hann ætlaði yfirleitt að svara efnislega þeim atriðum sem fram komu í Vinn- unni. Þessi umfjöllun hans er ívafín nokkuð skondnum „selvfolgelig- heder" eins og t.d.: „Þar sem lán eru hins vegar verðtiyggð núorðið og bera þar að auki misháa vexti þarf að leggja dæmið vel niður fyr- ir sér áður en tekið er lán ...“ Jahá, það er mikið að Verslunarráð réð sér blaðafulltrúa til að sinna upplýs- ingaþjónustu við íslenskan almúga. Undir flokkinn „óviðkomandi umræðuefninu" vill ég einnig flokka upplýsingar blaðafulltrúans um bandaríska bflasala. En þar sem siðferði bandarískra bflasala er vel þekkt langt út fyrir Bandaríkin vona ég að Verslunarráð ætli ekki að fara að sælq'a siðferðisþrek þangað. Misskilingnr Misskilnings gætir víða í grein blaðafulltrúans og styrkist maður í þeirri trú, við að lesa grein hans aftur og aftur, að hann hafí aldrei lesið grein Vinnunnar, aldrei kynnt sér afborgunarkjör og skilji lítið í almennum prósentureikningi. Hann segir: „Sá sveigjanleiki og frelsi sem komið hefur verið á í vaxtamálum er til hagsbóta fyrir alla aðila. Hvetja þarf hinsvegar kaupendur til að kynna sér vel að hveiju er verið að ganga áður en þeir skrifa undir og seljendur skýri vel og leggi fram ljósa greiðsluskil- mála afborgana." Ég nenni ekki að elta ólar við málvillur hér en spyr hvemig getur blaðafulltrúinn fullyrt að vaxta- frelsið sé þegar orðið til hagsbóta fyrir alla aðila, þegar hann segir á öðrum stað í sömu grein: „Með vaxtafíjálsræðinu sem varð 1. nóv- ember má ætla að afborgunarkjör verði einfaldari og aðgengi- legri...“ Sem sagt það sem mátti „ætla“ fyrst í greininni er orðið að staðreynd síðast í henni. Er nema von að manni fallist hendur? Það verður þó að virða það blaða- fulltrúanum til vorkunnar að hann leitaðist, á einum stað í grein sinni, við að svara því hvemig okurvext- imir verða til. Hann. segir það ósanngjamt af Vinnunni að nota staðgreiðsluverð sem gmnnverð því þar sé í raun um aflsáttaverð versl- unarinnar að ræða. Þetta er fullgild röksemd en ég hlýt að endurtaka það sem segir í nóvemberhefti Vinn- unnar: „Vinnan er málgagn Al- þýðusambands íslands og þannig launafólks í landinu. Því skoðum við þetta mál frá sjónarhomi neyt- andans og látum okkur ekki frekar varða hvemig þeir okurvextir sem kaupandinn greiðir, skiptast." Og rökstuðningur Vinnunnar fyrir því að miða við staðgreiðslu- verðið er ósköp einfaldur; neytand- inn getur fengið tækið á þessu verði og eigi hann 10.000 kr. þá vantar t.d. í dæminu hér að ofan 36.900 kr. af kaupverðinu. Ef kaupandinn fær þessa upphæð að láni í verslun- inni þá greiðir hann 85% vexti. Ef hann fær sjálfur lán í banka þá greiðir hann aðeins almenna skuldabréfavexti og ef hann sparar upphæðina saman þá nýtur hann vaxtatekna. Annað tíundar blaðafulltrúinn sem ástæður þessa mikla mismunar á annars vegar staðgreiðsluverði og hins vegar afborgunarverði. T.d. talar hann um fjármagnskostnað. Það er rétt og sjálfsagt, en ég vek athygli á tveimur atriðum í því sam- bandi. í fyrsta lagi reikna ég í töflunni hér að ofan með fjármagns- kostnaði, en það eru þau afföll sem bankinn fær. Hvað vill Verslunar- ráð reikna oft með fjármagnskostn- aði, sérstaklega í Ijósi þess að verslunin lánar ekkert sjálf heldur selur skuldabréfið samdægurs til síns viðskiptabanka?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.