Morgunblaðið - 28.11.1986, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
I
daga veisla
Frá föstudeginum 28* nóv. — mánudagsins 1* des.
★ Píta með buffi, frönskum kartöflum og pepsí á aðeins kr. 199.-
★ Píta með grænmeti, frönskum kartöflum pepsí á aðeins kr. 169.-
★ Allir krakkar fá bland í poka og blöðrur.
★ Jólasveinn skemmtir frá kl. 14.00—16.00 á sunnudag.
★ Pepsí í nýju dósaumbúðunum fylgir heimsendum pöntunum.
— Ath.: Pítunni á Bergþórugötu hefur verið lokað til frambúðar.
Góðan daginnl
BotUC $císl>eitt
Ást viö
fyrstu sýn
„Ást við
fyrstu sýn“
ástarsaga eftir
Bodil Forsberg
HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi
hefur sent frá sér nýja ástarsögu
eftir Bodii Forsberg. Þetta er 18.
bókin sem út kemur hjá Hörpu-
útgáfunni eftir þennan höfund.
A bókarkápu segir m.a.:
„Pia Skov fletti dagblaðinu. Á
þriðju síðu blasti við henni mynd og
fyrirsögn: „Þekktur Dani ferst í bíl
sínum í Frakklandi." Hún stirðnaði
upp er hún las fréttina. Tom Törring
dáinn? Það gat ekki verið satt. Hvað
yrði nú með brúðkaupið þeirra og
bamið sem hún bar undir belti?
Hún hafði hitt hann á Mallorca.
Hann var auðugur listaverkasali, 17
árum eldri en Pia. Þau urðu ást-
fangin. Nú var hann dáinn. Ýmsir
atburðir gerðust næstu vikumar,
sem bentu til þess að einhveijir vildu
koma í veg fyrir að erfingi Toms
fæddist. x
... Byssuskot kvað við og á eftir
kom hvínandi hljóð frá byssukúlu,
sem þaut framhjá höfði Piu. Hún
fleygði sér til jarðar. Nýtt skot kvað
við og þaut rétt við eyra hennar ...
„Ast við fyrstu sýn" er 182 bls.
Prentun og bókband annaðist Prent-
verk Akraness hf. Þýðandi er Skúli
Jensson.
„Björg hleyp-
ur að heiman“
Skáldsaga Margit
Ravn í endurútgáfu
BÓKAÚTGÁFAN Hildur hefir á
undanförnum árum endurútgefið
hinar kunnu unglingasögur
norsku skáldkonunnar Margit
Ravn, sem nutu mjög mikilla vin-
sælda fyrir 30—40 árum og eiga
enn marga aðdáendur, eldri og
yngri.
Nú kemur 22. bókin af endurút-
gáfunni. Er það sagan „Björg
hleypur að heiman".
Þessi saga gerist að nokkru leyti
á íslandi, því að aðalpersóna sögunn-
ar fer með hálfíslenskri fjölskyldu
til íslands í frí. Þar lendir hún í ástar-
ævintýri, en staðfestist þó ekki hér.