Morgunblaðið - 28.11.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
47
Jóna G. Jóhanns-
dóttir - Minning
Fædd 8. desember 1901
Dáin 23. nóvember 1986
Fyrir um það bil 85 árum, eða
8. desember 1901, fæddist lítil
stúlka austur á Eyrarbakka, dóttir
hjónanna Þuríðar Amadóttur og
Jóhanns Gíslasonar, henni var gefið
nafnið Jóna Guðlaug, var hún fyrsta
bam þeirra hjóna, síðan fæddist
önnur lítil stúlka að nafni Petrea
og síðastur í röð þeirra alsystkina
kom í heiminn sonurinn Gísli. Petr-
ea og Gísli em enn á lífi, vel em
og ganga til verka sinna dag hvern,
þótt bæði hafi þau nú fyllt 8. ára-
tuginn.
Jónu auðnaðist að lifa langan
ævidag, en nú hefur hún kvatt
þessa veröld og gengið á vit feðra
sinna, hún andaðist 23. dag nóv-
embermánaðar í Landspítalanum í
Reykjavík, eftir 2ja mánaða legu
þar.
Ég kynntist þessari litlu stúlku
þegar hún var orðin þroskuð og
reynd kona, komin yfir miðjan ald-
ur, því örlögin ófu þræði okkar
saman, þegar ég giftist syni henn-
ar, Ragnari, fyrir um það bil þijátíu
ámm.
Þegar ég læt hugann nú reika
yfir lífshlaup þessarar konu er sem
ég fletti í litríkri bók, ég sé hana
leika sér litla telpu austur á Eyrar-
bakka, hlaupa berleggjaða í Qör-
unni, hlusta og horfa á brimið og
sýsla með leggi og skeljar að þeirra
tíma hætti, ég sé hana einnig fyrir
mér vaxa og þroskast, flytja með
foreldrum sínum og systkinum til
höfuðborgarinnar, sé hana virða
fyrir sér borgina og allt það sem
fyrir augu ber, margt hefur verið
að sjá, skoða og læra í framandi
umhverfi. Ég fletti bókinni áfram
og enn birtast myndir, alvara lífsins
kemur til skjalanna og nú em fram-
undan ár lífsbaráttunnar og að baki
áhyggjulausir dagar bemsku og
æskuáranna, því móður sína missir
hún Qórtán ára gömul og þá á hún
allt undir sér sjálfri komið, hvemig
til tekst í baráttunni um að hafa í
og á og bjarga sér án þess að biðja
ölmusu eða hjálpar. I þá tíð var
ekki um margt að velja, en gott
þótti að komast í „vist", eins og
kallað var, hjá góðu fólki. Og unga
stúlkan „vistaðist" víða, en ekki
vom allir staðimir góðir og ekki
allir notalegir við umkomulausan
ungling. En einn var sá staður sem
hún ávallt minntist með ánægju,
það var hjá hinni kunnu sæmdar-
konu Bríeti Héðinsdóttur, þar lærði
hún margt sem kom henni að góðu
gagni síðar á lífsleiðinni. Þar fékk
hún frítt fæði og húsnæði, og að
auki nokkrar krónur í laun, ef til
vill hafa þetta verið hennar fyrstu
laun, en þessum krónum varði hún
ekki í föt eða annað veraldlegt
glingur, þótt ég viti, að hún eins
og allar ungar stúlkur hefði gjaman
viljað fallega flík til að klæðast í
eða bara einhveija skemmtan til
að breyta til frá tilbreytingarlausu
brauðstriti. Nei, hún varði hveijum
eyri af þessum krónum til að læra
að spila á orgel, en ekki leist hús-
móður hennar á þetta, því þegar
hún komst að því harðbannaði hún
henni að sóa peningunum í slíkt,
því auðvitað hefur hún séð að stúlk-
una vanhagaði um margt annað
gagnlegra. Þessi litla saga segir
mér margt, hún lýsir þVí, hversu
þrá hennar eftir þekkingu á sviði
tónlistar hefur verið sterk. Þetta
stutta nám entist henni ævina alla,
því til síðasta dags las hún nótur
og spilaði á orgel og fleiri hljóð-
færi. En þessari litlu stúlku voru
gefnir fleiri góðir eðliskostir, hún
sagði einstaklega skemmtilega frá,
hafði gott skopskyn og var einnig
prýðilega hagmælt og setti fram í
bundnu máli margan góðan braginn
og stökuna, bæði glettna og líka
alvarlega. Marga tel ég muna brag-
inn „Allir með strætó, allir með
strætó/enginn með Steindóri", að
minnsta kosti þeir sem komnir eru
yfir miðjan aldur og sjálf raulaði
ég oft þennan brag löngu áður en
ég kynntist þessari konu. Og enn
ber fyrir augu mér myndir, ég sé
hana verða gjafvaxta meyju með
glampa í augum, kynnast ungum
manni, verða ástfangna og ganga
síðan í hjónaband. Ungi maðurinn
sem hún giftist og gaf ást sína og
tryggð var Jóhannes Jóhannesson
bakari, ættaður frá Hábæ í Hafnar-
firði, og þá voru árin hennar orðin
22 og hann nokkru eldri. Þá byija
þau búskap með tvær hendur tómar
og lítið annað en ástina hvort til
annars og trúna á lífið, en þeim
tekst með ráðdeild og sparsemi að
setja saman heimili. Og þá hefst
nýr þáttur í lífí stúlkunar frá Eyrar-
bakka.
Margt hafði hún lært í lífsins
skóla á þessum tíma. Lært að fara
vel með fjármuni, gæta hvers eyris
og gera mikið úr litlu, en umfram
allt bjarga sér, hvað sem á gekk.
Þetta fylgdi henni allt lífið, hún
vissi alltaf nákvæmlega hvemig
hún vildi hafa hlutina og enginn
fékk breytt ákvörðunum hennar.
Nú koma bömin eitt af öðra, fyrst
fæðist Hulda, þá Ingvi og síðan
Þuríður og Ragnar. Þá era þau
búin að byggja sér hús á Suðurgötu
55 í Hafnarfirði og þar alast bömin
upp og stúlkan sem sjálf hafði misst
móður sína á viðkvæmum aldri,
gefur bömum sínum allt það besta
sem hún getur og kann, umfram
allt öryggi og umönnun til fyrir-
myndar, til fæðis og klæðis, og hún
horfir björtum augum fram á veg-
inn, stolt og sterk, ásamt manni
sínum. En ekki gengur allt eins og
í sögu, ýmis ljón verða á veginum,
veikindi, atvinnuleysi o.fl. o.fl. Sjálf
veikist hún af berklum og verður
að dvelja á Vífilsstöðum nokkum
tíma og fela bömin ókunnu fólki,
því langur var vinnudagur Jóhann-
esar, þótt hann hefði hönd í bagga
með heimilinu. Síðan verður Jó-
hannes veikur og er lengi frá vinnu,
en aldrei er gefist upp. En ekki
vora allt slæmir tímar, Jóna átti
líka góðar stundir og glaðar, því
alltaf sinnti hún sjálfri sér vel,
áhugamál átti hún mörg, söng í
kór, starfaði með Slysavamafélag-
inu, sat um tfma í stjóm SÍBS, kom
fram á skemmtifundum o.fl., o.fl.
Og nú hverf ég að síðustu blað-
síðum bókarinnar sem ég nú hefi
blaðað í. Bömin era flogin úr hreiðr-
inu og þau hjónin sjá fram á góða
daga saman, þau byggja sér nú
aftur hús, nú í Melholti 6 í sama
bæ, þá er Jóhannes farinn að starfa
á Keflavíkurflugvelli sem mat-
sveinn, eftir að hafa stundað hin
ýmsu störf, þ.á m. bakarastörf,
lengst af við Alþýðubrauðgerð
Hafnarfjarðar, verið matsveinn á
toguram m.a. á árum síðari heims-
styijaldarinnar og verið með sjálf-
stæðan atvinnurekstur og nú eiga
þau saman sautján góð ár, en allt
tekur enda, Jóhannes andast í des-
ember 1974 og þá er ævikvöldið
hafið hjá Jónu, hún kaupir sér nú
lita íbúð á Selvogsgötu 21, í sama
húsi og dóttir hennar Hulda, og býr
sig undir síðasta áfangann, þar á
hún rólegt ævikvöld og böm hennar
veita henni umhyggju sína og ann-
ast hana af alúð, sérstaklega dætur
hennar, Hulda og Þuríður. Því mið-
ur verður hún fyrir þeirri þungu
raun að lifa það, að missa elsta son
sinn, Ingva, en hún ber þá raun
með þeirri reisn sem henni einni
var lagið, enda átti hún innra með
sér sterka trú á Guð og almættið.
Ég hefi nú skyggnst ofurlítið inn
í tilvera tengdamóður minnar og
gert mér far um að skilja hana, við
dekraðum aldrei hvor við aðra, en
við áttum oft saman góðar stundir
og ég bar allt frá fyrstu kynnum
okkar virðingu fyrir þessari konu,
sem bar reisn sína til æviloka.
Stykkishólmur:
Atak í eldvörnum á Vest-
urlandi og Vestfjörðum
Stykkishólmi.
UNDANFARIÐ hefir verið unnið
markvisst að því á vegum Eldvarna
og Rafmagns, sem eru umboðsaðili
á Vesturlandi fyrir Eldvamir sf. í
Hafnarfirði, að láta setja upp í báta
að 100 tonnum viðvöranarbúnað
vegna éldviðvöranar. Auk þess hef-
ir verið sett á þá viðvöranarljós,
blátt að lit, sem gefur merki t.d.
þegar bátur liggur mannlaus við
bryggju, og eldur kemur upp og
gerir umferðinni viðvart og er mik-
ið öryggi í því, þar sem kerfin hafa
enn ekki möguleika á að tengjast
slökkviliði.
Samkvæmt því sem S. Stefán
Ólafsson, rafvirkjameistari í Stykk-
ishólmi, sem annast um að koma
þessum búnaði í bátana á Vestur-
landi og VestQörðum, hefir tjáð
mér þá hafa verið mjög jákvæð við-
brögð eigenda bátanna sem og
sjómanna sem skilja öryggið sem
felst i þessum búnaði.
Þá sagði Stefán mér að þeir
hefðu annast reglulegt eftirlit með
slökkvitælqum, bæði fyrir fyrirtæki
og báta, og séð um að þau væru í
sem bestu lagi.
Þess skal líka getið að S. Stefán
hefir hlotið sérstaka viðurkenningu
Branamálastofnunar ríkisins og
Siglingamálastofnunar fyrir að
hafa með höndum umsjón þessa
búnaðar og slökkvitækja.
Einnig hefir hann veitt ráðgjöf í
þessum efnum sem hefur komið að
gagni og eykst, og sagði hann mér
að sín reynsla væri sú að sist hefði
verið vanþörf á þessari þjónustu,
þar sem komið hefir fram að
slökkvitæki í fyrirtækjum hafi á
mörgum stöðum alls ekki verið virk.
S. Stefán hefir verið mjög áhuga-
samur í þessum efnum enda vann
hann um langt skeið að þessu sem
sjálfboðaliði og áhugamaður.
S. Stefán sagði loks að það
mætti koma fram að hann væri
ekki einn í starfí heldur hefði kona
sín, Jóhanna Guðbrandsdóttir, veitt
sér ómetanlega aðstoð.
Árni
Fari hún í friði. Friður guðs hana
blessi.
Mjöll Sigurðardóttir
í dag verður elskuleg amma mín,
Jóna Guðlaug Jóhannsdóttir, borin
til hinstu hvíldar á 85. aldursári
sínu. Hún fæddist að Görðum, Eyr-
arbakka, þann 8. desember 1901.
Foreldrar hennar voru þau Þuríður
Árnadóttir og Jóhann Gíslason.
Árið 1922 giftist hún Jóhannesi
Jóhannessyni og settust þau að hér
í Hafnarfirði. Þau eignuðust fjögur
böm en þau era: Hulda, fædd 12.
ágúst 1923, húsfreyja, Ingvi, er
fæddist 19. maí 1925, fv. bifreiða-
stjóri en er nú látinn, Þuríður, fædd
13. ágúst 1928, húsfreyja og Ragn-
ar, fæddur 10. október 1930,
slökkviliðsstjóri.
Ekki hefði mig granað að hún
amma ætti ekki afturkvæmt af
spítalanum þó öldruð væri. Hún var
send þangað eftir að hafa haft hita-
sótt í nokkra daga og var búin að
liggja í svolítinn tíma þegar henni
hrakaði mjög og lést hún þar að-
faranótt sunnudagsins 23. nóvem-
ber.
Ég var aðeins lítill gutti þegar
ég fór með pabba til hennar Jónu
ömmu í Melholtinu. Þangað fóram
við til að rabba samán og gera að
gamni okkar yfir heitum kökum og
kaldri mjólk. Þessum stundum
gleymi ég aldrei.
Mér þótti mjög vænt um ömmu,
hún var alltaf tilbúin að hjálpa ef
hún mögulega gat, það stóð aldrei
á því hjá henni, blessaðri. Við amma
voram einnig mjög góðir vinir og
nú í seinni tíð fóram við oft í bíltúr
og fræddi hún mig mikið um hvem-
ig bærinn okkar hér í Hafnarfirði
leit út hér áður fyrr.
Amma var sterk og ákveðin kona
og sjaldan vora vettlingatök höfð í
frammi þegar taka þurfti á hinum
ýmsu vandamálum sem upp komu.
Það var svo í desember 1974 að
Jói afi deyr, þá 74 ára að aldri.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá
ömmu niðurbrotna og sorgbitna,
enda var þama lífsföranautur henn-
ar farinn yfir móðuna miklu. Þetta
vora erfiðir tímar fyrir ömmu, en
með hjálp bama sinna komst hún
yfír erfiðasta hjallann, en eins og
oft er sagt læknar tíminn flest sár
og gerði hann það einnig að ein-
hveiju leyti þá.
Amma var dugleg kona og vildi
helst aldrei fara á sjúkrahús nema
í algerri neyð. Hún bjó alla tíð eft-
ir að hún missti mann sinn, ein í
íbúð sinni á Selvogsgötunni, en þó
hin síðari ár með dyggri aðstoð
bama sinna, þó sérstaklega Huldu.
Þau vildu móður sinni allt það besta
sem hugsast gat. Amma var ánægð
heima og sagði mér reyndar eitt
sinn þegar ég var í heimsókn hjá
henni að hún fengi mikið meira út
úr því að dunda heima meðan hún
gæti en að vera lokuð inni á ein-
hverri stofnun. Þetta lýsir henni
mjög vel.
Það var svo í fyrra á jóladag að
henni barst sú harmafregn að sonur
hennar, Ingvi, hefði látist þá um
kvöldið. Þetta var mikill áfall fyrir
hana að sjá á eftir bami sínu. En
hún var hörð af sér sem fyrr, því
enginn getur breytt lögmáli lífsins.
Ég var mikið hissa að sjá hversu
sterk hún var, þegar hann lést, og
var hún þó orðin 84 ára gömul.
Sennilega mun ég aldrei gleyma
þeim stundum þegar við pabbi fór-
um í okkar hefðbundnu sunnudags-
bíltúra og litum ávallt inn hjá ömmu
og fengum kfeinur og kökur. Þessar
heimsóknir heyra nú fortíðinni til,
amma er dáin, því breytir enginn,
þó hún sé mér sem lifandi.
Ég man ömmu ávallt góða og
þannig vil ég muna hana. Nú hafa
leiðir okkar skilið, hún er horfin á
vit feðra okkar, til síns heittelskaða
eiginmanns, sonar og allra þeirra
sem henni þótti vænt um þar.
Pabbi, Hulda og Lilla, ég sendi
ykkur mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur, megi guð styrkja ykkur í
sorginni. Guð geymi ykkur öll.
Sigurður Ragnarsson
Kahrs
Hreint
EGILLARNASONHF.
PARKETVAL
SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111
Ef þú velur Káhrs-parket á gólfið verð-
ur loftið í íbúðinni hreint og tært.
Ekkert þungt loft ...
Káhrs-parket er náttúrulegt
gólfefni sem er sérstaklega
auðvelt að þrífa, níðsterkt og
endist heilan mannsaldur.
Líttu við hjá okkur.
Parket er
50 ára
parketþjónusta.
r faa.