Morgunblaðið - 07.01.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 07.01.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 Morgu nblaðið/Rax Alfar og aðrar verur á þrettándagleði ÁLFAR og undarlegar verur sáust á ferli í Vesturbænum í gærkveldi. Stigu þeir dans við brennu eina á horni Sólvallagötu og Framnesvegar og tóku margir sporið með þeim. Astæður þess að til álfanna og félaga þeirra sást var sú, að í gær var haldin þrettándagleði Ibúasamtaka Vesturbæjar. Söfnuðust Vesturbæ- ingar og gestir þeirra saman við brennuna, sungu, dönsuðu, hlýddu á ýmsan fróðleik og sáu skemmtiatriði. Davíð Oddsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að nýjum Vesturbæjarskóla við brennuna, Ámi Bjömsson þjóðháttafræðingur talaði og Ragnhildur Gísladóttir söng. Fóm síðan álfar og aðrir til síns heima, ánægðir eftir kvöldið. Lítið miðar í kjara- samningrim sjómanna HLÉ var gert á samningaviðræð- um í kjaradeilum fiskimanna og farmanna um kvöldmatarleytið í gær. Fundir með fiskimönnum hefjast að nýju nú árdegis og með farmönnum klukkan 14.00. Forystumenn yfirmanna, Skip- stjóra- og stýrmannafélagsins Bylgjunnar og Alþýðusambands Vestfjarða voru þó hjá sáttasemj- ara í gærkvöldi til að reyna að finna lausn á máli rækjuskipsins Hafþórs. Sjómenn telja að skipið hafi haldið til veiða í blóra við verkfall og krefjast þess að það komi þegar í land, en skipstjór- inn hefur komið þeim skilaboð- um frá sér, að hann sé ekki á landleið. Talið er að náist ekki lausn á þessu máli, standi það verulega í vegi fyrir áframhaldandi samninga- viðræðum. Á hinn bóginn er lausn málsins • talin greiða mjög fyrir samningum og fínnist hún, mun sáttasemjari líklega ræða við Óskar Vigfússon, formann Sjómannasam- bands íslands, og æskja þess að Sjómannasambandið taki á ný þátt í viðræðunum. Á samningafundinum með fiski- mönnum í gær var meðal annars rætt nokkuð um tillögu útvegs- manna um breytt fyrirkomulag á skiptingu aflaverðmæta við sölu erlendis úr gámum. Niðurstaða í því máli fékkst ekki og niðurstaða liggur heldur ekki fyrir hvað varðar breytingu á skiptingu afla milli sjó- manna og útgerðarmanna. Sjó- mannasambandið hefur ákveðið að senda fulltrúa sinn utan á fimmtu- dag eða föstudag til viðræðna við fulltrúa Alþjóðasambands flutn- ingaverkamanna. Ákvörðun um löndunarbann hefur enn ékki verið tekin. Lítið sem ekkert miðaði í gær í samkomulagsátt í deilu farmanna og útgerða kaupskipa og hafa fyrstu skipin þegar stöðvazt af völd- um verkfallsins. Strandferðaskip Skipaútgerðar ríkisins stöðvuðust öll þijú í gær og Ljósafoss mun koma til Hafnar- ijarðar í dag og stöðvast þar. Sex skip Eimskipafélagsins til viðbótar munu stöðvast í næstu viku, verði verkfallið ekki leyst þá. Þau eru: Eyrarfoss, Laxfoss, Skeiðsfoss, Skógarfoss, Urriðafoss og Detti- foss. Hvassafell, skip skipadeildar Sambandsins, mun stöðvast í byijun næstu viku og síðan eitt af öðru. Ummæli Steingríms Hermannssonar í Keflavík: Hlýt að lýsa undrun minni á að Finnur skuli leggja fram sjálfstætt frumvarp í FRÉTTATÍMA á Stöð 2 í gærkvöldi sagði Finnur Ing- ólfsson að Steingrímur Her- mannsson hefði tjáð sér að Morgunblaðið hefði rangt eftir sér í baksíðufrétt í gær, þar sem vitnað er til ummæla hans á fundi í Keflavík á mánudag. Fyrirsögn fréttarinnar var „Forsætisráðherra: Lýsir yfir furðu sinni á vinnubrögðum Finns“. Af því tilefni snéri Morgun- blaðið sér til Steingríms Her- mannssonar og spurði hann hvort rangt væri eftir honum haft. „Ég sagði suðurfrá að ég hefði orðið undrandi á að heyra að Finnur hefði komið þarna með sérstaka tillögu. Og við það stend ég og ég hef sagt það við Finn. Það var ekki gert í samráði við mig og kom mér algerlega á óvart. í frétt- inni var hins vegar sagt að ég hefði lýst yfir furðu minni. Það er kannski ekki munur á.“ Finnur Ingólfsson kvaðst í sam- tali við Morgunblaðið telja að forsætisráðherra hefði lýst undr- un sinni yfír að ekki var haft samband við hann en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Hann hafði samband við Morgunblaðið skömmu síðar og sagði: „Steingrímur sagði orðrétt á fund- inum, „Ég vissi ekki um þessar tillögur og því varð ég undrandi á að heyra þær“, en ekki að hann hafí orðið undrandi á vinnubrögð- unum.“ Haft var samband við forsætis- ráðherra á ný og hann samsinnti þá ummælum Finns um það sem fram fór á fundinum. Þegar hann var spurður um hvort hann hefði furðað sig á vinnubrögðum Finns sagði hann: „Ég tók nú ekki eftir þessu orði í fréttinni enda nær það yfir svo margt.“ Fundurinn í Keflavík var hljóð- ritaður og fer hér á eftir sá hluti hans sem um er rætt. í svari við fyrirspum sagði Steingrímur: „Þú spyrð að því hvort Finnur sé studdur. Það er rétt hjá þér að Finnur er fulltrúi kannski mín fyrst ojg fremst persónulega í þessu. Eg bað hann að fara f þetta fyrir mig. Ég verð hins vegar að segja alveg eins og er að ég sá það eins og menntamálaráðherra fyrst í fréttum um helgina að hann hefði lagt fram aðrar tillög- ur hjá lánasjóðnum. Og ég hef kvatt hann á minn fund í fyrra- málið. Hann var að hringja í mig áðan og var að panta tíma og ég vil fá að vita hvað hefur gerst. Vitanlega er þetta mál ákaflega viðkvæmt." Síðar segir: „Ég hlýt að lýsa undrun minni á því að Finnur skuli leggja þama fram sjálfstætt frumvarp án þess að hafa rætt um það við nokkum mann.“ Sameiginleg skoðun samvinnunefndar: „Komið mjög til móts við sjónarmið námsmanna“ „ÞAÐ er sameiginleg skoðun samvinnunefndarinnar að í þessum viðræðum við náms- menn hafi verulegur árangur náðst og hafi nefndin komið mjög til móts við sjónarmið námsmanna þó að ekki hafi nást endanlegt samkomulag. Nefndin telur að ef ganga eigi lengra í viðræðum við námsmenn þá sé það hér á eftir á valdi ráðherra.“ Þetta segir orðrétt í bréfi samvinnunefndar stjórnarflokk- anna um málefni lánasjóðs námsmanna til Sverris Her- mannssonar menntamálaráð- herra hinn 4. desember sl. Bréfið er undirritað af öllum íjórum nefndarmönnum, þar á meðal af Finni Ingólfssyni. í bréfinu segir ennfremur: „Nefndin telur að æskilegt sé að ráðherra taki tillit til þeirra breytingatillagna sem sam- vinnunefndin varð sammála um að gerðar yrðu á frumvarps- drögunum (sjá drög 1). Þá er nauðsynlegt að gerðir verði nýir útreikningar sem byggja á breyttum forsendum og nýjum tölum ... Nefndin telur nú framlengdu hlutverki hennar lokið og er framvinda málsins hér eftir í höndum ráðherra." Fr i ð r J.L ~ Æ—. Haraldur Olatsson alþm. Sophusson a1þm. L«mfki Tryggvi Agnafs V[UU( son nd1. Finnur lngólfsson aðstm. rh. Undirskriftir nefndarmanna í bréfinu til ráðherra 4. des- ember. Lánasjóður íslenskra námsmanna: Eng’in niður- staða á rík- isstjórn- arfundi „NIÐURSTAÐAN er ekki kom- in,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra þegar hann var spurður hvort tekin hefði verið afstaða til greinargerðar Finns Ingólfsson- ar um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem lögð var fram á ríkissljórnarfundi í gær. „Það er með þetta eins og önnur mál, það verður að reyna að ná sáttum og samkomulagi," sagði Steingrímur. Hann sagðist ekkert vilja segja til um hvort Framsóknar- flokkurinn mundi styðja frumvarp Finns, eða frumvarp það sem samið var af fulltrúum stjórnarflokkanna ásamt Finni. „Finnur var að vinna fyrir menntamálaráðherra," sagði Steingrímur. „Ég tek enga mál- efnalega afstöðu." „Hann sagði að hún hefði varpað nýju ljósi á málið,“ sagði Finnur Ingólfsson þegar hann var spurður um viðbrögð forsætisráðherra við greinargerð hans um Lánasjóð íslenskra námsmanna eftir fund þeirra í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.