Morgunblaðið - 07.01.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987
3
Valgarð og Benta Bríem, Vala Thoroddsen, Jóhann Pétur Sveinsson, Davíð Oddsson og Ástríður Thorar-
ensen við afhendingu fyrsta styrksins úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen.
Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen:
Jóhann Pétur Sveinsson
hlaut fyrsta styrkinn
FYRSTA styrkveiting úr Minn-
ingarsjóði Gunnars Thoroddsen
fór fram sunnudaginn 3. janúar
sl. Sjóðurínn var stofnaður af
hjónunum Bentu og Valgarði
Bríem 29. desember 1985, þegar
liðin voru 75 ár frá fæðingu
Gunnars. Sjóðurinn er í vörslu
borgarstjórans í Reykjavík, sem
ákveður úthlutun úr honum að
höfðu samráði við frú Völu
Thoroddsen.
Tilgangur sjóðsins er að veita
styrki til einstaklinga eða hópa,
stofnana eða félaga, eða veita verð-
laun eða lán í sambandi við rann-
sóknir, tilraunir eða skylda
starfsemi á sviði mannúðarmála,
heilbrigðismála eða menningar-
mála, sem Gunnar Thoroddsen lét
sérstaklega til sín taka sem borgar-
stjóri.
Fyrsti styrkþegi sjóðsins er
Jóhann Pétur Sveinsson, lögfræð-
ingur, Hátúni 12, Reykjavík. I bréfi
borgarstjóra til Jóhanns segir: „Með
þrotlausu starfi og óbilandi kjarki
hafið þér lokið embættisprófi í lög-
fræði frá Háskóla íslands og hafið
störf í starfsgrein yðar, m.a. í þágu
öryrkja. Sem viðurkenningu fyrir
þetta afrek er yður hér með veittur
styrkur úr Minningarsjóði Gunnars
Thoroddsen. Fjárhæðin nemur kr.
100.000. Er þetta jafnframt í fyrsta
sinn, sem úthlutað er úr sjóðnum."
Frú Vala Thoroddsen afhenti
styrkinn, en athöfnin fór fram á
heimili hennar.
Vestmannaeyjar:
Ihuga kaup á
loftpúðaskipi
- rúmar 100 farþega og kostar 100 milljónir
Vestmannaeyjum.
í VESTMANNAEYJUM eru
uppi áform um stofnun hlutafé-
lags um rekstur loftpúðaskips
sem annist áætlunarferðir með
farþega stystu leið milli lands
og Eyja. Síðastliðinn laugardag
boðuðu nokkrír áhugamenn um
bættar samgöngur tíl undirbún-
ingsfundar að stofnun félags um
rekstur svifnökkva. Um 40
manns mættu á fundinn og kos-
in var sérstök nefnd til að kanna
málið ítarlega frá öllum hliðum.
Pálmi Lórensson, einn af forvíg-
ismönnum áhugahópsins, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að
nokkrir aðilar hefðu undanfama
mánuði verið að kanna möguleik-
ana á því að kaupa loftpúðaskip
og hefðu þeir tekið sig saman og
boðað til fundarins þar sem allar
fyrirliggjandi upplýsingar voru
kynntar fyrir fundargestum. Sagði
Pálmi að menn væru með í huga
að kaupa loftpúðaskip sem rúmaði
um 100 farþega en slíkt skip væri
hægt að fá núna fyrir um 100
milljónir króna. Með slíku skipi
tæki ferðin milli lands og Eyja
15-20 mínútur, eftir því hvaða
lendingarstaður á ströndinni yrði
fyrir valinu.
„Það er mikill og vaxandi áhugi
fyrir þessu hér í Eyjum og nái
þessi hugmynd fram að ganga mun
það hafa í för með sér algjöra
byltingu í samgöngumálum Vest-
mannaeyinga og þeirra sem sækja
Eyjamar heim,“ sagði Pálmi Lór-
ensson. Hann sagði ennfremur að
vart hefði orðið við mikinn áhuga
fyrir þessu máli uppi á fastalandinu
og fólk þar teldi það skipta miklu
máli hvaða lendingarstaður yrði
valinn fyrir skipið. Ljóst væri að
miklir atvinnumöguleikar fælust í
móttöku og þjónustu við farþega.
Á fundinum sl. laugardag var
kosin undirbúningsnefnd sem er
ætlað að kanna allt þetta mál
gaumgæfílega frá öllum hliðum og
undirbúa stofnun hlutafélags um
kaup og rekstur loftpúðaskips
reynist þetta hagkvæmur rekstur.
Nefndina skipa: Amaldur Bjama-
son bæjarstjóri, Páll Zophóníasson
tæknifræðingur, Gunnlaugur Ax-
elsson framkvæmdastjóri, Páll
Helgason ferðamálafrömuður,
Pálmi Lórensson veitingamaður og
Friðrik Már Sigurðsson bifreiða-
stjóri. Fundurinn óskaði einnig
eftir því við stjóm Herjólfs hf. að
hún tilnefndi mann í nefndina.
- hkj.
Við erum rétt að Ijúka við að bóna gólfin
og setja upp gardínurnar í nýja húsnæð
inu okkar og bjóðum upp á eldhressa
vetrardagskrá í 2 sölum. Þarerað finna
jazzdans, jazzballet, leikfimi og
sérstaka barnatíma fyrirþau litlu, allt frá
2ja ára. Nýjasta nýtt er svo SA-þolþjálfunarkerfið
okkar, sérhannað fyrir hresst fólk á öllum aldri.
f ofanálag bjóðum við upp á frískandi gufu og
nuddpott.
Láttu ekki vetrardrungann ná tökum á þér.
Stigðu rétta sporið!
HVERFISGOTU 105
SIMI 13880
r~n