Morgunblaðið - 07.01.1987, Side 4

Morgunblaðið - 07.01.1987, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 Grænlenski vigfslubiskupinn Chrístian Mörk ásamt samferðamanni sínum Maríus Olsen. Grænlenski vígslubiskupinn á íslandi GRÆNLENSKI vígslubiskupinn, Chrístian Mörk, kom til íslands síðastliðinn mánudag, en hann var á leið frá Scoresbysundi á Norðaustur-Grænlandi til Nuuk á suðvesturströnd Grænlands. Mörk biskup fór til Scoresby- sunds skömmu fyrir jól til að þjóna þar yfir hátíðimar þar sem prest- laust er þar nú. Til að komast aftur til heimkynna sinna í Nuuk varð hann að taka vél með millilendingu í Reykjavík. Við komuna til íslands hafði Mörk biskup samband við herra Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands, og ræddust þeir við. Herra Pétur Sigurgeirsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði áður boðið Mörk biskup að vera við vígslu Hallgrímskirkju en græn- lenski víglsubiskupinn hefði þá ekki átt heimangengt. Hann hefði því notað tækifærið nú og skoðað kirkj- una. Biskup íslands sagði að þeir hefðu átt saman ánægjulega sam- verustund og meðal annars rætt um þann merka atburð þegar græn- lenski presturinn Sejer Abelsen var vígður á Isafirði árið 1925, en vígsluna framkvæmdi faðir Péturs, séra Sigurgeir Sigurðsson, sem þá var prófastur á Isafirði en síðar biskup íslands. Pétur var þá sex ára og kvaðst hann muna eftir þess- um atburði. Fyrirhugað var að Mörk biskup héldi áfram ferð sinni til Grænlands í dag, miðvikudag. I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Um 400 km suður af Hvarfi er 980 milli- bara djúp og víðáttumikii lægð sem hreyfist norönorðaustur. SPÁ: Suðaustan gola eða kaldi (3-5 vindstig) á landinu. Dálítil súld verður á suður- og vesturlandi en þurrt um norðan- og austan- vert landið. Hiti á bilinu 2 til 6 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Sunnanátt og hlýtt í veðri. Rigning eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu en að mestu þurrt norðaustan- lands. FÖSTUDAGUR: Útlit er fyrir suðvestlæga átt með slydduéljum suðvestanlands en björtu veöri um norðaustan- og austanvert landið. Heldur kólnandi veður. TAKN: Heiðskírt OH,l! Léttskýjað 4 Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað / Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celslus ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CO Mistur - ■ j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veSur Akurayrí Reykjavlk Bergen Helsinkl Jan Mayen Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn Algarve Amsterdam Aþena Barcelona Beriln Chicago Glasgow Feneyjar Frankfurt Hamborg Las Palmas London LosAngeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Mlaml Montreal NewYork París Róm Vfn Washington Wlnnlpeg -2 hálfslcýjað 0 skýjað -3 skýjað -27 helðsklrt -1 skýjað -6 rennlngur 6 rígnlng vantar -11 skýjað -14 hálfskýjað 2 skýjað 14 hálfskýjað S skýjað 12 léttskýjað 11 láttskýjað 0 snjókoma 2 skýjað 4 láttskýjað 3 þokumóða S skýjað vantar 19 skýjað 6 Mttskýjað 8 heiðsklrt 2 skúr 8 helðsklrt 13 léttskýjað 1S skýjað 16 alskýjað -2 alskýjað -2 léttskýjað 7 skýjað 18 léttskýjað 6 skýjað -2 mlstur -7 alskýjað Innheimta afnotagjalda RÚV kærð KONA í Reykjavík hefur kært innheimtu á afnotagjöldum Ríkisútvarpsins til rannsóknar- lögreglu rikisins og óskað eftir opinberri rannsókn á málinu. í bréfi sem lögmaður konunnar, Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður, sendi rannsóknarlögreglu ríkisins á mánudag kemur fram, að konan telur skuldir sínar vegna afnota- gjalda til Ríkisútvarpsins sendar andstætt skýrum lagaákvæðum til inriheimtu hjá lögmanni í Reykjavík. Nefnt er dæmi um skuld vegna afnotagjalda að fjárhæð kr. 2.928. Konan greiddi skuldina sam- kvæmt kröfu lögmannsins í júlílok 1983 og var fjárhæðin þá 8.658 krónur. Var þó höfuðstóll skuldar- innar, þ.e. 2.928 krónur með 10% innheimtuálagi eftir gjalddaga. Álagið sem lagt er á hjá umræddum lögmanni er kr. 5.730 eða 196% álag. Þar af er vaxtataka kr. 2.090 eða yfir 71% vextir, sem Jón Odds- son segir í bréfi sínu að sé fjarri að standist. Jón segir að samkvæmt 20. grein útvarpslaga nr. 19/1971 orki tvímælis hvort Ríkisútvarpið hafi heimild til að taka dráttarvexti. Um sé að ræða kröfur er hafa lögveðs- og lögtaksrétt og því aðfararhæfar kröfur og í því sambandi óheirnilt að taka innheimtuþóknanir sam- kvæmt gjaldskrá Lögmannafélags íslands eða annan kostnað á þann hátt. Konan telur sig ekki hafa fengið tilkynningu eða vitneskju um lögtak eða aðrar opinberar aðgerð- ir, enda komi fram á kvittun að endurrit lögtaks liggi ekki fyrir og sé sú gjaldtaka öll óréttmæt og hreint lögbrot. Jón Oddsson segir að þegar hann hafi verið ráðgjafi f.h. Ríkisútvarps- ins við samningu lagafrumvarps til útvarpslaga hafi verið litið til þess að innheimtan yrði hvorki Ríkisút- varpinu né skuldurum þess kostnað- arsöm, enda eigi skuldarar rétt á því, að ódýrasta leiðin sé valin til innheimtu vanskila og því óheimilt að hrúga upp óþarfa kostnaði til óþurftar. Allur óþarfa kostnaður stangist á við réttarvemd hins al- menna borgara og eigi það ekki síst við þegar um er að ræða al- menna innheimtu opinberrar stofn- unar. Kröfur konunnar eru að opinber rannsókn fari fram á máli hennar og kærir hún jafnframt til refsing- ar. Hún gerir þær fjárkröfur, að Ríkisútvarpinu og lögmanninum verði gert að endurgreiða sér hinar ólögmætu álögur og kröfur ásamt dráttarvöxtum frá því hún þurfti að greiða þær til greiðsludags, ásamt innheimtukostnaði sam- kvæmt gjaldskrá Lögmannafélags íslands. Hastingsmótið: Margeir á jafnteflislega- biðskák við Mestel SKÁK Margeirs Péturssonar og Englendingsins Mestel í 8. um- ferð skákmótsins í Hastings fór í bið gær eftir 42 leiki og þykir jafnteflisleg. Mikið var um bið- skákir í gær og er staðan óljós á mótinu af þeim sökum. Það bar helst til tíðinda í um- ferðinni í gær að efsti maður mótsins Lpjutan frá Sovétríkjunum tapaði fyrir Large frá Bretlandi, sem var í neðsta sætinu. Skákir Chandlers og Adoijan og Larsens og Kudrins fóru í bið og hefur Lars- en unna stöðu, en fyrri skákin er jafnteflisleg. Margeir tapaði á mánudag fyrir Speelman frá Englandi Mótið er nú rúmlega hálfnað og í efstá sæti er Lputjan frá Sovétríkjunum með 5 vinninga. Næstir koma Chandler frá Englandi með fjóra og hálfan vinning og tvær biðskákir og Bent Larsen með 4 vinninga og einnig með tvær biðskákir, þar af jafnte- flislega biðskák við Chandlér. Frídagur verður á mótinu í dag og 9. umferð verður tefld á fímmtudag. Braust inn á barnaheimili UNG kona var handtekin að- faranótt sunnudagsins við barnaheimilið á Mánagötu, en þar reyndi hún að komast inn til að ná í dóttur sfna. Konan var fyrir nokkru svipt yfírráðum yfir dóttur sinni, sem var komið fyrir á vistheimilinu. Um kl. 4.30 aðfaranótt sunnudags var lög- reglan kvödd á staðinn. Þá hafði konan barið þar drukkin að dyrum og sagst vera að ná í dóttur sína. Þegar henni var synjað inngöngu braut hún rúðu í útidyrum og skarst við það á hendi. Lögreglan tók kon- una í sína vörslu og var hún þá alblóðug. Konan hefur verið nokkuð í fréttum að undanfömu vegna þess að hún er haldin sjúkdómnum eyðni. Keflavík: Samkomulag við sjúkraliða Keflavík. SAMKOMULAG náðist í launa- deilu sjúkraliða við sjúkrahúsið í Keflavík aðeins einum degi áð- ur en uppsagnir þeirra fyrr- nefndu áttu að taka gildi. Sjúkraliðar höfðu sagt upp störf- um og voru tilbúnir að ganga út 1. janúar ef ekki næðist samkomu- lag um bætt launakjör. Menn voru því að búa sig undir fækkun í starfs- liði þegar skyndilega rofaði til hjá deiluaðilum og nýr samningur var gerður. Samkvæmt nýja samkomulaginu fá sjúkraliðar hækkun um einn launaflokk frá 1. febrúar 1986 og aftur um annan flokk frá 1. sept- ember 1986 og verða þá í 64. launaflokki. Helstu rök sjúkralið- anna fyrir launahækkuninni voru mikið álag í starfí og nefndu þeir í því sambandi hjúkrun aldraða sem í dag væri orðin að mestu þeirra starf. Enn fremur eru ákvæði í samn- ingnum um að sjúkraliðar dragist ekki aftur úr í launakjörum og hafí sambæriieg kjör og sjúkraliðar er starfa í sjúkrahúsunum á Akranesi, á Akureyri og á Neskaupstað. - BB V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.