Morgunblaðið - 07.01.1987, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987
Staldrað við um áramót
Stykkishólmi.
Á NÝJU ári grennsLiðist ég nokk-
uð fyrir um einstaka þætti í hinu
almenna lífi hér í bæ og ræddi
við ýmsa á þessum áfanga. Bar
öllum saman um að árið 1986
hefði verið farsælt.
Verslunin hefír verið góð, þótt í
ríkara mæli hafi verið leitað á vit
stórmarkaða höfuðborgarinnar,
enda segir það sig sjálft, að það er
erfitt fyrir landsbyggðarverslanir
að keppa þar við, því verða lands-
byggðarmenn að skilja, að þeir efla
innviði byggðar með því að standa
vörð um innanbyggðarverslun.
Áramótin voru friðsæl og ekki
vitað um nein slys. Lögreglumönn-
um bar saman um að meira hefði
verið um óhöpp og slys og árekstra
á árinu 1986 en 1985. Mætti líka
geta þess að bifreiðaeign væri meiri
á sl. ári en áður. Þeir hefðu gert
sitt besta til leiðbeiningar í umferð
og með því átaki sem boðað væri
nú mætti búast við batnandi um-
ferð. Mikið vantaði á að vegakerfið
væri komið í gott horf, vegir sums
staðar mjög varasamir og hefðu þar
orðið alvarleg slys og dauðsföll. Um
ölvun við akstur hefðu kærðir orðið
eins margir og 1985, og væri nú
hert á eftirliti. Það skemmtilegasta
í starfínu hafí verið að geta aðstoð-
að fólk við ýmsar aðstæður.
Það erfiðasta og um leið sorgleg-
asta, sem þeir hefðu orðið þátttak-
endur í, væri ekki efamál að það
var hið hörmulega slys í mars í
Ljósufjöllum þegar flugvélin frá
ísafírði fórst í fárviðri. Viðureignin
við að koma mönnunum til hjálpar
hefði verið mjög erfíð. Við þær að-
stæður sem þeir hefðu barist mætti
segja að sá sigur sem vannst hefði
verið ánægjulegur. En þetta atvik
gleymist ekki, sagði lögregluþjónn-
inn.
Sjómennimir sem ég ræddi við
voru ánægðir með síðasta ár og
horfa vongúðir til næstu ára. Iðnað-
ur er í sókn og framtíð hans er
framtíð þjóðar, nátengt. Þetta voru
orð eins iðnaðarmanns í viðtali við
mig. En allar greinar atvinnulífs
byggjast hver á annarri. Og vissu-
lega er margt til í því. í Stykkishólmi
er ekki landbúnaður lengur og á
síðustu 40 árum hefír þeim farið
fækkandi ár frá ári sem gerðu hann
sér að atvinnu. Þó mun eitthvað
smávegis vera eftir hér í hreppnum.
Prentsmiðja þeirra St. Fransisk-
ussystra hefir haft næg verkefni á
sl. ári og vinnur mikið fyrir atvinnu-
reksturinn og hið opinbera og öll
vinna þeirra til fyrirmyndar.
— Arni
JASSUALIJHT
Þið sem strengduð heit um þessi áramót
á þann veg að hreyfing og hollir
iifnaðarhættir sætu í fyrirrúmi
ættuð að athuga það að jassballett
er skemmtileg og fa/leg íþrótt
sem allir geta lært og haft gaman af.
Nu hafa allar stelpur
og strákar 5 ara og
eldrl kost a þvi að
faraj jassballett.
) fyrlr Þ*
u komnir■
■erkennir.i
Innritun er hafin í símum: 68-77-01 og 68-78-01 frá kl. 13-17
Kennslahefst 12. janúar og afhending skirteina er laugard. 10. janúar.
I/ISA - EUROCARD.
r;.:Í 1
SÓLEYJAR
Engjateigi I . simar 687701 og 687801.
Jón Leifs, tónskáld.
Elzbieta Zajac-Wiedner, píanó-
leikari.
Páll P. Pálsson, hijómsveitar-
stjóri.
Sinfóníuhlj óms veitin
af stað eftir jólaleyfi
SJÖUNDU áskriftartónleikar
Sinfóniuhljómsveitar íslands í
vetur og hinir næst síðustu á
fyrra misseri starfsársins verða
í Háskólabíói fimmtudagskvöldið
8. janúar. Flutt verða þijú verk,
eftir Jón Leifs, Karol Szymanowski
og Alexander Borodin. Einleikari
verður pólski píanóleikarinn Elz-
bieta Zajac-Wiedner og sljórn-
andi Páll P. Pálsson.
Fyrst á efnisskránni verða Þijú
óhlutræn málverk, eftir Jón Leifs.
Verk þetta samdi tónskáldið á árun-
um 1955 til 1960.
Annað verkið er Symphonie
Concertante fyrir píanó og hljóm-
sveit, op. 60 eftir Karol Szymanowski,
en þetta verk tileinkaði tónskáldið
vini sínum, píanósnillingnum Arth-
ur Rubinstein. Einleikari í þessu
verki verður pólski píanóleikarinn
Elzbieta Zajac-Wiedner. Hún er nú
kennari við Tónlistarháskólann í
Vínarborg og hefur hlotið margvís-
lega viðurkenningu fyrir píanóleik
sinn.
Síðasta verkið á efnisskrá Sin-
fóníunnar að þessu sinni er Sinfónía
nr. 2 í h-moll eftir rússneska tón-
skáldið Alexander Borodin. Þessi
sinfónía er meðal þekktustu verka
tónskáldsins og það verka hans sem
oftast er flutt á Vesturlöndum.
Stjómandi Sinfóníuhljómsveitar-
innar að þessu sinni verður Páll P.
Pálsson. Páll er fæddur í Aust-
urríki, en hefur fyrir löngu öðlast
islenskan ríkisborgararétt og er
íslenskt tónskáld og hljómsveitar-
stjóri. Hann lauk komungur námi
við Tónlistarskólann í Graz og flutt-
ist hingað til lands rúmlega tvítug-
ur. Frá 1971 hefur hann verið
fastráðinn stjómandi Sinfóníunnar
og hefur stjómað að jafnaði tvenn-
um eða þrennum áskriftartónleik-
um í Reykjavík á hveiju starfsári,
auk margra skólatónleika. Hann
hefur ennfremur stjómað sveitinni
á tónleikaferðum innan lands og
utan.
Forskólanemendur spiluðu á blokkflautur og ásláttarhyóðfæri.
Horgunblaðið/Kr.Ben.
Lúðrasveit Tónlistarskólans í Grindavfk leikur á jólatónleikunum undir stjórn Jóns Hjaltasonar skóla-
stjóra skólans.