Morgunblaðið - 07.01.1987, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 07.01.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 17 Andvari kominn út Ný námskeið Ætt- fræðiþj ónustunnar ÚT ER komið nýtt hefti af And- vara, riti Hins íslenska þjóðvina- félags. Þetta er 111. ár ritsins, sem stofnað var árið 1874, en 28. árgangur þess í núverandi formi, sem upp var tekið árið 1959. Andvari mun vera næst- elsta rit í landinu sem enn kemur út og er Skírnir einn eldri. Nú- verandi ritstjóri er Gunnar Stefánsson. Meginefni Andvara hefur um langt skeið verið æviágrip einhvers forustumanna í íslensku þjóðlífí, stjómmálaleiðtoga eða menningar- frömuðar. Að þessu sinni ritar Gunnar G. Schram prófessor og alþingismaður um Gunnar Thor- oddsen, alþingismann, borgarstjóra og loks forsætisráðherra. Aðrar greinar í ritinu em þessar: Andrés Bjömsson fjallar um skáldskap Jóns Helgasonar. Jónas Kristjánsson og Hjálmar Sveinsson rita um Sigurð Nordal. Gunnar Kristjánsson birtir grein um trúarleg minni í ljóðum Snorra Hjartarsonar. Þá er grein eftir Áma Siguijónsson sem nefnist Bjartur og sveitasælan. Gunnar Stefánsson birtir grein um sögur Indriða G. Þorsteinssonar. Þá er ritgerð eftir Aðalgeir Kristjánsson um Gísla Brynjúlfsson skáld og tímarit hans Norðurfara. Hannes Jónsson á ritgerð um utanríkis- stefnu íslands og mótun hennar og loks ritar Gils Guðmundsson um ritsafn Vilmundar Jónssonar land- læknis. Skáldskapur er einnig í Andvara: Ljóð eftir Jón úr Vör, Smásaga 1931 eftir Kristján Karlsson og smásaga íþætt ljóðum eftir Matt- hías Johannessen. Andvari er rúmlega 170 síður. Ritið er prentað hjá Leiftri, en út- gáfu og dreifingu annast Bókaút- gáfa Menningarsjóðs. (Fréttatilkynning) BRÁ'TT hefjast ný ættfræðinám- skeið í Reykjavík á vegum Ættfræðiþjónustunnar. Markmið námskeiðanna er að gera menn færa um að rekja ættir sínar og annarra af öryggi og kunnáttu- semi, með notkun aðgengilegra heimilda. Boðið verður upp á 8 vikna grunnnámskeið, eins og þau sem haldin vom fyrir sjö námshópa á fyrri hluta vetrar, og einnig 4-5 vikna framhaldsnámskeið. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður í hverjum hóp. Gera má ráð fyrir, að fyrstu námskeiðin hefjist í næstu viku. Skráning fer fram hjá for- stöðumanni. Kennslan fer að hluta fram í fyr- irlestrum, en umfram allt í rann- sóknum frumheimilda um ættir þátttakenda sjálfra. Leiðbeint verð- ur um ættfræðileg vinnubrögð, heimildimar, gildi þeirra og með- ferð, hjálpargreinar ættfræðinnar, aðferðir við samantekt ættartölu og niðjatals, uppsetningu osfrv. Eru þátttakendum útveguð þau frum- gögn, sem til þarf, s.s. ættartré, margvíslegar heimildaskrár og aðr- ar leiðbeiningar. Gagnasafn og tækjabúnaður Ættfræðiþjón- ustunnar hefur verið stóraukinn síðan í haust, og í ráði er að hefja útgáfu ættfræðiverka á þessu ári. (Fréttatilkynning) Fasteigna- gjöld hækka um 35 prósent ^ Blönduósi. Á FUNDI hreppsnefndar Blönduóss 30. desember var sam- þykkt af meirihluta hrepps- nefndar að hækka fasteignagjöld um tæp 35%. Tillaga sjálfstæðis- manna um 26% hækkun þeirra var felld. Tillaga vinstri manna gengur út að hækka álagningarprósentu fas- teignaskattsins um 16% hjá ein- staklingum og 4% á atvinnuhús- næði. Meðalhækkun á fasteignamati íbúðarhúsnæðis er 22%, en á atvinnuhúsnæði 33%. Tillaga sjálfstæðismanna gekk út á óbreytta álagningarprósentu en verulega hækkun á gjaldi fyrir sorpeyðingu þannig að hún stæði undir sér. Með þessari hækkun fast- eignagjalda hefur hreppsnefndin nýtt til fulls heimild í lögum til fast- eignaskatts á atvinnuhúsnæði. Jón Sig. Landfræðing- ar stofna félag STOFNFUNDUR Félags land- fræðinga var haldinn 5. nóvemb- er sl. í menningarmiðstöðinni við Gerðuberg. Alls mættu 19 manns á stofnfundinn en rétt til inn- göngu í félagið hafa allir útskrif- aðir landfræðingar með BS-próf eða sambærilega menntun. Markmið félagsins eru: 1. Að starfa sameiginlega að eflingu fræðigreinarinnar landfræði, meðal annars með stuðningi við Land- fræðifélagið. 2. Að efla samvinnu félagsmanna. 3. Að standa vörð um hagsmunamál og réttindi land- fræðinga, meðal annars varðandi kaup og kjör. Ifyrsta stjóm félagsins var kosin á fundinum og skipa hana Þorvald- ur Bragason formaður, Elín Erl- ingsdóttir ritari og Ásta Urbancic gjaldkeri. Fyrsti fundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar kl. 19.30 í veitingasalnum Litlu- Brekku í Bankastræti. Fyrirlestur hjá Geðhjálp GEÐHJÁLP heldur fyrirlestur fimmtudaginn 8. janúar kl. 20.30. Ævar Kvaran flytur erindi um Andlegan stuðning. Fyrirlesturinn hefst eins og áður segir kl. 20.30 á geðdeild Landspítalans, í kennslu- stofu á 3. hæð. Fyrirspumir, umræður og kaffi verða eftir fyrir- lesturinn. Allir em velkomnir. Aðgangur er ókeypis. . (Fr éttatilky nning) . OG MALIÐ ER LEYST! IKennt fyrir útlendinga Siðdegistímar kl 13_1 c- ' 22.35. enska þyska FRANSKA SPÆNSKA ITALSKA ISLENSKA fyrir ENSKUSKOLI n .St*röiræö> , Enska • 00_1S.'20 - .; “ með roMa reynslu Rituð ENSKA/ÞYSKA Átt þú erfitt með að sKrifa ensku eða þýslcu? 26. janúar hefst 10 vikna námskeið. Kennt verður einu sinni 1 vikú, tvo klukkutíma í senn. Z/ l Upplýsingar 12 V I K N N Á M S K E I H E F J A S 19. JANÚA Enskuskóli æskunnar er fyrir bðrn á aldrinum 8-13 ára og þeim er skip í hópa eftir kunnáttu. Skólinn er starfræktur í BREIÐHOLTI, VESTURBÆ OG Já HAFNARFIRÐI ÆSKUNNAR MÁLASKÓIJ RÍTÁRASKÓLl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.