Morgunblaðið - 07.01.1987, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987
Jón Þ. Árnason:
— Lífríki og lífshættir CXVI.
Spurningin er: Hver getur ekki gefið við-
unandi skýringti á þeirri staðreynd, að
„stjórnmálamenn“ hafa óbeit á forystu
hinna hæfustu?
Einkunnar- eða upphafsorð
fyrsta pistils þessa greinaflokks
voru tekin traustataki hjá þekkt-
um menntamanni, reyndar
umdeildum. Þau voru þessi: „Nú
á tímum verður sá einn réttur
skilningvr lagður í stjómmál, að
þau séu listin, sem í því felst að
tryggja tilveru manneskjunnar í
heimi á heljarþröm."
Ríkjandi heimsástand og ásýnd
framtíðar, að svo miklu leyti sem
röklægur grunur býður, bera
þeirri raunasögu átakanlegan
vitnisburð, að mikið vanti á sig-
urlíkur þessa skilnings. Sönnu er
næst, að nú á tímum eigi sá skiln-
ingur á stjómmálum einn rétt á
sér, að þau séu klækimir, sem
heppilegast sé að beita til að
tryggja sjálfum sér, vinum og
vandamönnum fjármuni og veg-
tyllur á kostnað ríkis og þjóðar.
Af sjálfu verður auðskilið, að
meðfædd siðblinda og dæmafá
ófyrirleitni hjóta að reynast helztu
skilyrði til að geta orðið 1. flokks
fyrirgreiðsluskrælingi.
Óþijótandi viðfangfsefni
Ekki tel ég að farið hafí á milli
mála, hvort viðhorfíð mér er kær-
ara, né heldur það, að ég hefí í
engu skeytt því boði tíðarandans
að temja mér fijálslyndi í hugsun
eða tæpitungu í orðavali. Mér
hefír verið og er fullkomlega ljóst,
að sannleikanum verður ekki sómi
sýndur án þess að særa, móðga
og löðmnga almenningsálitið. Af
þeirri ástæðu helzt, að sérhver sá,
sem leitast við að kanna upp-
sprettu, hlýtur að verða að bijót-
ast gegn straumnum. Með skýrari
orðum er mér ekki fært að tjá,
að ég á engin atkvæði og kæri
mig ekki um að eignast.
Þankagangur minn og hugleið-
ingar hafa af þessum sökum verið
fremur sjaldséðar á fjölmiðlaveg-
um, enda að mestu sóttar til
þeirra, sem sízt hafa haft orð á
sér fyrir að gera sér múgvammir
að auðlind. Eigi að síður hefí ég
orðið þess var, að fleiri lesendur
en ég hugði, hafa fengið stað-
festingu eigin hugsana, þeir hafa
orðið mér fyrri til að velta hinu
og þessu fyrir sér, fundið á sér
eða verið vissir um. Og þar sem
ég er hliðhollur þeirri skoðun
Goethes, að allt skynsamlegt á
jörð hafí verið hugsað einhvem
tíma áður og að mönnum beri að
reyna að hugsa það upp aftur og
aftur, hefí ég verið álíka ófeiminn
við að leita trausts og halds í til-
tækum vísdómi liðinna alda og
að vitna rausnarlega í nýjustu
heimildir eftir beztu getu.
Framanskráð er nóg um mig,
ritviðleitni mína og hugföng, sem
hér er einvörðungu velt upp af
þeirri ástæðu, að stöðugt fjölgar
í liði þess merka og rnæta fólks,
er gerir sér ljóst, að óbreyttum
lífsháttum verður ekki haldið til
streitu, ef mannkyni á að takast
að ná fótfestu í veruleikanum,
eftir alltof langan hrakfallaferil á
valdi vinstrimennsku. Af mörgu
hefír verið að taka og því víða
komið við. Tæmandi skil hafa
ekki komið til álita af augljósum
ástæðum. Því síður heimsbjörgun-
arlausnir.
Við þetta er loks ekki öðru að
bæta en því, að tilgangi mínum
væri náð, ef mér tækist að verða
að liði með því að varpa dálítilli
birtu á fáein sannindi og draga
mátt úr ýmsum skæðum lygum.
Brostnar forsendur
Fram að þessu hefir verið haft
að leiðarljósi að kvama þjóðlíf og
þjóðfélög niður í faggreina- eða
sérfræðabúta. Þessi regla var
óhjákvæmileg, aðkallandi og í
tímans rás í alla staði rökrétt.
Sérhver vísindamaður einbeitti
starfsorku sinpi að afmörkuðu
viðfangsefni. Á þann hátt varð
auðveldara að forðast utanaðkom-
andi truflanir, þannig komst hann
hjá óþörfum árekstrum og hvim-
leiðum tvfverkum. Allt virtist reist
á traustri undirstöðu og styrkum
stöplum.
Nú hefír reynslan hins vegar
dregið annars konar tvísýnu fram
í dagsljósið, sem öfugstreymi
vinstrisamtíðar, eða efnishyggju-
aldar, gerir sig líklegt til að
magna upp í stórslysafár: Rann-
sóknir, álit og úrræði hinna
færustu sérfræðinga veita ekki
lengur neitt í líkingu við heildar-
sýn yfír samverkandi, innbyrðis
orsakir og afleiðingar, og stang-
ast óþægilega oft á. Undrunarefni
er þetta ekki, einkum af þeim
sökum, að þeir, sem taka eiga
lokaákvarðanir, svokallaðir
stjómmálamenn, ráða yfírleitt
ekki við flókin verkefni. Þess
vegna valda úrlausnir vísinda-
manna alltof gjaman auknum
mglingi í kollum þeirra, sem sízt
mega við andlegu heilsutapi eða
þekkingarrýmun, enda enginn
leikur að lækka sjálfsdýrkunarr-
osta stéttakjörinna og því
hagsmunareyrðra míðlungs-
manna.
Á því getur þess vegna tæpast
leikið umtajsverður efí, að krafan
um samræmda stjórnun hæfí-
leikamanna yfir brýnustu úrlausn-
arefnum eigi góðan rétt á sér.
Fátt eitt getur að vísu orðið full-
komið, en hafa ber þó í huga, að
þótt draumurinn um perpetuum
mobile verði ávallt draumur, er
engin ástæða til að óttast að skað-
inn yrði meiri en af að láta
einstaka vélarhluta liggja gagns-
lausa sitt í hvom lagi, jafnvel þó
að hver út af fyrir sig væri í öllu
óaðfínnanlegur. Og með stuðningi
þeirrar staðreyndar, að veröldin
hefír þegar verið stykkjuð niður
í hinzta atóm og manneskjan skil-
greind til smávægilegustu geð-
hrifa og líkamsviðbragða, virðist
nánast ekkert vera nauðsynlegra
en markviss samhæfíng, óháð
duttlungum kjörklefataminna og
ofríki flokksmálamanna. Hér
skiptir öllu máli, en bara í æðra
veldi, sams konar sammögnun
hugsunar og athafna, sem sérhver
manneskja verður að leita og
fínna í hversdagslegu lífsamstri,
blátt áfram til þess að fá lifað.
Eitt er nauðsynlegast
Að þessu athuguðu ætti að
liggja þolanlega ljóst fyrir, að
hvorki má ofgera né vangera nein-
um þætti eða sérgrein, sem nú
skipta sköpum í lífí sérhvers þjóð-
félagsborgara. Stjómríki verður
vitanlega ekki vemleiki í skjótri
svipan og verður aldrei, ef mann-
dóm skortir til að gjörbreyta
viðteknum lífsháttum, sem leitt
hafa af manndýrkun og tækniv-
æddri peningahyggju, sprottnum
úr óráði frönsku lýðumbrotanna
fyrir um 200 ámm.
Þessi staðhæfíng helgast m. a.
af þeirri staðreynd, að múgháðir
stjómmálamenn hafa afar fátæk-
leg skilyrði til að öðlast undir-
stöðuþekkingu eða skilning í
flestum fræðigreinum, enda em
þekking og skilningur frá fomu.
fari ekki á meðal fengsælustu
veiðarfæra á atkvæðavertíð. Þeir
gera sér og sjaldnast það ómak
að hugsa lengra en fram að næsta
prófkjörsati. Annars er ósannað,
að af því hljótist mikill skaði.
Meðalheimska, sem liggur í leti,
hlýtur ævinlega að verða mein-
lausari en sú, sem slær um sig.
Hún hefír auk þess þann kost að
klæða geðslag alþýðu einkar vel.
Vanþekking og ráðaleysi er síðan
bætt upp með að vísa í sífellu til
sérfræðinga, sem vitanlega neyð-
ast til að styðja hina „ábyrgu“ í
sérhveiju fótmáli. Sú vinnuvizka
á að bera vott um sérlegan heiðar-
leika og vandvirkni, en hefir
óhjákvæmilega orðið til þess að
traust á sérfræðingum almennt,
eg efnahagssérfræðingum alveg
sér í lagi, hefír upp á síðkastið
nálgast frostmarkið örar en nota-
legt hlýtur að vera að hugsa til.
Hvorki undur né stórmerki get-
ur því talizt, hversu illfyglislegar
ormstur sífellt geisa í löndum lýð-
ræðisins um hégómamál ýmisleg,
sem að auki em fyrir löngu út-
kljáð og ættu því að vera úr
sögunni. Vissulega og vitanlega
er öld efnahyggjunnar hugmynd-
asnauð. Allrahelzt í stjómmálum.
Á þeim vettvangi ber hættu
sjaldnast að úr þeirri átt, sem
oftast er starað í. Víst er heilmik-
ið til í því að sagan endurtaki sig
gjaman, en það gerir hún hins
vegar aldrei í upptuggulíki. Fyrir
því getur hugmyndafræðileg
Maginot-lína úr seðlabúntum og
kaupsýslupappímm ekki dugað
betur á hættutímum en sú eina
sanna á sínum tíma úr steypu.
Fáir bera á móti því, að fram-
tíðin sé allt annað en sérstakt
tilhlökkunarefni. Margir hnykkja
á og segja hana glataða og
ástandið því geigvænlegt. Enginn
hörgull mun vera á áþreifanlegum
ástæðum, sem hreint ekki hefðu
átt að geta valdið furðu. Undmn
hefðu þær þegar af þeirri ástæðu
ekki þurft að valda, þegar haft er
í huga, að stjómskipun sú, er ríkir
í nálægt >A hluta heims og er
arfur eftir sigursæla baráttu fyrir
„frelsi, jafnræði og bræðralagi",
metur hvorki vitsmuni né þekk-
ingu, né reynslu, né drenglyndi,
né siðgæði að neinu, heldur notar
mælikvarða höfðatölureglunnar
við mat á hæfni forystuliðs síns.
Og nú síðustu ár hárgreiðslu og
förðun sjónvarpsandlita.
Ef slík og þvílík vinnubrögð
væm höfð í frammi við val á
stjómendum hers, lögreglu,
bmnaliðs, skipa, flugvéla, sjúkra-
húsa, skóla, kirkna, banka,
fangelsa, bamaheimila, verk-
smiðja, hvers kyns búskapar og
ræktunarmála o.s.frv., myndi
ekkert verkefni geta talizt brýnna
en að láta fara fram gagngera
rannsókn á geðheilsu hlutaðeig-
andi þjóðar í heild sinni.
Samt mun vinstriöld þoka
Hitt er aftur á móti enn hulin
ráðgáta, og verður ugglaust lengi,
hvers vegna reglan um yfírráð
hinna hæfustu er ekki álitin geta
komið til greina í stjómmálum.
Ekki hvarflar andartak að mér,
að hér á verði nein breyting til
batnaðar í fyrirsjáanlegri framtíð.
í þessum skrifum mínum mun ég
því ótrauður halda mig > við þá
sannfæringu mína, að mannkynið
muni halda uppteknum háttum,
nefnilega: (1) að með húsbónda-
vald í heimsbyggðinni muni í
bezta falli fara hugsunarleys-
ingjar og í versta falli brjálæð-
ingar, (2) að ófriður og iUindi
muni ríkja áfram í samskiptum
þjóða og rikja, (3) að kynþátta-
hatur og kynþáttaöfundsýki
vanþroskaðri þjóðanna muni
vaxa í svipuðu hlutfalli og
heimtufrekjan, (4) að múgvöld
margfaldist, (5) að jöfnunar-
árátta muni þyrma í auknum
mæli yfir mennta- og menning-
arlíf, (6) að löggjöf, dómsstólar
og réttarfar muni hrekjast enn
lengra en orðið er út á götuna,
og (7) að haldið verði áfram
að telja atkvæði i stað þess að
velja.
Summa summarum: Veröld
vinstrimennsku. Helför eða
hreinsunareldur.
Af óeðli tíðarandans leiðir að
sjálfsögðu, að sárafáir gera sér
grein fyrir háskanum. Ótalmargt
rennir stoðum undir þá niður-
stöðu, að núlifandi kynslóð muni
hverfa í geymd sögunnar með
þann vitnisburð í vegamesti, að
hafa verið kynslóðin, er hafði yfrið
næg skilyrði til að meta og skilja
aðvaranir og ógnanir tímans og
hafí að auki ráðið yfír nægilega
mikilli þekkingu og tækifærum til
að snúa blaðinu við þó að á síðustu
stundu hefði verið, en hafí skort
vit og vilja til að gera skyldu sína.
„Þess vegna munu böm okkar
verða samtíðarmenn tortímingar-
innar," segir Hoimar von Ditfurth,
„og niðjar okkar munu formæla
okkur — svo framarlega að þeir
nái aldri til.“
Auðvitað er von Ditfurth og
öllum öðrum raunsýnum framrýn-
um vel ljóst, að þeim mætir
sjaldnast annað en tortryggni og
brigsl um „svartagallsraus", þeg-
ar þeir vekja athygli á því, sem
við eigum í vændum, að örlaga-
bundnum líkum, sem stappa nærri
fullvissu. Það er og létt verk, en
ódrengilegt, að bera þeim á brýn,
að þeir rækti ótta í hvers manns
bijósti, og svipti ungdóminn sér
í lagi allri von um lífvænlega
framtíð. Með svipuðum „rökum“
mætti halda fram, að það sé afar
gáfulegt og beri vott um kær-
leiksríkt hjartalag, að velqa trú
og von um sælu, er aldrei og
hvergi getur átt sér stað. A.m.k.
ekki í þeirri mynd, sem almenn-
ingur gerir sér í hugarlund.
Nema náttúrlega í ræðum at-
vinnumanna á lýðræðislistum.
MEIRIHLUTI
„Hvað er meirihlutinn?" spurði Schiller — og svaraði: „Meirihluti er heimskan; dómgreind hefir
ávallt verið á valdi fárra.
Ríki hins öfuga úrvals
Gjörólík Án kunáttumanna, 200 ára
viðhorf engin sljórn vinstrivillur
■