Morgunblaðið - 07.01.1987, Side 21

Morgunblaðið - 07.01.1987, Side 21
sæmdi. Hann gerði orðin „fegurð og góðvild" að eins konar stefnu- skrá skáldskapar síns og þótti annt um allt sem lifði, ekki síst hið smæsta og veikburðasta. En hann gerði miklar kröfur til skáldskapar og gat verið strangur í mati sínu á skáldskap. Það skýrir hvers vegna ekki komu frá honum fleiri bækur. Hann vissi að aðalat- riðið var ekki að yrkja mikið, heldur yrkja vel, vanda sig. Eg gæti trúað því að honum hafi þótt sum ung skáld flýta sér um of. Þegar honum sýndist svo átti hann til að áminna. Það gerði hann í nafni skáldskaparins og vegna skáldanna sjálfra. Hann gladdist einlæglega yfír því sem vel var gert, frumortu ljóði sem honum þótti vel ort, þýðingu sem höfðaði til hans. Og nú er þessi íslenski Orfevs ekki lengur á meðal okkar, við sjáum hann ekki framar á göngu í reykvísku umhverfí. Dýrið er á sínum stað í myrkrinu án þess að vera sefað með söngvum. Jafnvel honum tókst það ekki. En hver lék betur á lýruna? Jóhann Hjálmarsson En handan við fjöllin og handan við áttimar og nóttina ris tum ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. Þannig iýkur kvæði Snorra Hjartarsonar Ferð. Nú er ferð hans lokið. Hann er kominn á leiðarenda. En hann skildi eftir við vegarbrún- ina gullvægar myndir í ljóðformi handa þeim sem enn eru á leiðinni; vegvísa handa okkur sem enn erum á ferð. í dag kveðjum við Snorra Hjart- arson með söknuði og djúpri þökk fyrir það sem hann hefur gefið íslenskri ljóðlist, íslenskri menn- ingu, íslenskri þjóð. í lifanda lífí var hann löngu orðinn einn þeirra nútímahöfunda sem mest von er að eigi sér sígildi. Sígildur höfundur er stórt hugtak og kemur vitanlega ekki í ljós fyrr en einhveijum kyn- slóðum eftir dauða hvers og eins. Ég efast ekki um að sígildi verði hlutskipti Snorra. Margt bendir til þess: sameining hefðar og nýjunga á umbrotaskeiði íslenskrar ljóðlist- ar, sjaldgæf hreinsun ljóðmálsins, sígild viðfangsefni og allt þetta með undarlega hugþekkum blæ, einlæg- um, döprum, þjáningarfullum og jafnframt glöðum, vonglöðum. En hver er þessi blær? Eða stíll? „Stíllinn, það er maðurinn" segja fransmenn og stíll Snorra var þess eðlis að engu var líkara en maður þekkti manneskjuna bak við Ijóðin. Mér kemur það allt í einu mjög á óvart að ég hitti Snorra aldrei en svona hefur umgengnin við ljóð hans og stíll þeirra töfrað. Þannig hygg ég að ljóðaunnendum þyki sem fjölskylduvinur sé horfínn á braut. En áfram eigum við ljóð hans og áfram standa ljóðmyndir hans gulli betri við þjóðveginn, standa við þann veg sem þjóðin mun vonandi áfram rata, en fyrstu ljóðabók hans fékk lýðveldið ein- mitt í vöggugjöf. Fyrir hönd Rithöfundasambands- Saorriá heimilisínu í Reykjavík. ins votta ég aðstandendum samúð við fráfall heiðursfélaga okkar. Sigurður Pálsson, formaður Rithöfunda- sambands íslands. Því hefur oft verið haldið fram, ýg líklega ekki út í bláinn, að á íslandi búi fleiri skáld og rithöfund- ar en annars staðar á jarðaikringl- unni, ef miðað er við höfðatölu. Ekki þarf mikinn stærðfræðing til að draga þá ályktun af þessum upplýsingum, að meðalmenn í skáldastétt séu fleiri hér á landi en annars staðar. Hins vegar brestur okkur tölfræði, þegar í ljós kemur, að við Islendingar höfum verið svo lánsamir að eiga fleira en eitt stór- menni meðal rithöfunda síðastliðna áratugi, þvert á öll lögmál stærð- fræðinnar. Snorri Hjartarson, sem við kveðj- um með söknuði og þökk í dag, var einn þessara snillinga. Ég var barn að aldri, þegar ég man fyrst eftir Snorra vini mínum, enda þótt ég hafí að öllum líkindum kynnst honum nokkru fyrir mitt minni. Samgangur var mikill milli heimilis foreldra minna og Eiríks- götu 27, þar sem Snorri bjó ásamt Margréti ráðskonu sinni. Ég hef það fyrir satt, að ófáum sinnum hafí ég komist upp með gauragang og læti á Eiríksgötunni, þegar ég var þar gestkomandi með föður mínum. Slíkur ólátabelgur, sem vafalaust átti flengingu skilið, fékk að launum fyrir ærsli sín sætindi frá Margréti og bros og klapp á kollinn frá Snorra. Og þó er þetta heimili það hljóðlátasta, sem ég hef þekkt á ævi minni. Það var því ekki að undra, að ég hændist snemma að þeim Snorra og Margréti. Og Snorra kynntist ég síðar best alla þeirra, sem ég hitti á heimili foreldra minna ungur. Snorri flytur ræðu sína við af- hendingu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. KaiLaitinen, annar fulltrúiFinna í úthlutunamefnd bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs, óskar Snorra tii hamingju eftir að nefndin veittihonum verðlaunin 1981. - % í gönguferð á yngri árum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.