Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.01.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 25 Uppreisn og átök í skosku fangelsi Glasgow, AP. * TUTTUGU og- fjórir fangar í Barlinnie-fangelsinu í Glasgow í Skotlandi komu sér í gær fyrir uppi á þaki byggingarinnar og grýttu þaðan fangaverði með flöskum og öðru lauslegu. 34 fangaverðir meiddust i átökun- um en enginn alvarlega. í tilkynningu frá Skotlandsmála- skrifstofunni, sem fer m.a. með stjóm fangelsismála í landinu, sagði, að óvopnaðir fangaverðir hefðu reynt að hjálpa um 40 félög- um sínum, sem fangamir höfðu lokað inni í einni fangelsisálmunni, en orðið frá að hverfa í fyrstu und- an flöskuhríðinni ofan af þakinu. Síðan hefði tekist að leysa alla verð- ina nema 14. í Barlinnie-fangelsinu em 1200 fangar, en eins og fyrr segir tóku aðeins 24 þátt í þessari uppreisn. Neituðu þeir að ræða við fangelsis- yfírvöld fyrr en þeim hefði verið heitið rannsókn á „ofbeldisfullri framkomu" sumra fangavarðanna og því til áréttingar settu þeir upp stóran borða, sem á stóð: „Gallag- her er ofbeldi". Heitir fangelsis- stjórinn Andrew Gallagher. Ekki hafði verið orðið við kröfum fanganna seint í gær og virtist sem fangelsisyfírvöldin ætluðu að bíða þess, að vetrarkuldinn og vosbúðin á þakinu kæmu fyrir þá vitinu. Öflug sprenging í slj órnar skrifstofu m Prag, AP. ÖFLUG sprenging varð snemma í gærmorgun í aðalstöðvum tékkneska áætlanaráðsins í Prag. Er það haft eftir vitnum, að einn maður a.m.k. hafi látið lífið og að annars sé saknað. Fréttaritari AP-fréttastofunnar hafði það eftir fólki, sem ekki vildi láta nafns getið, að einn maður hefði látist og sex slasast í spreng- ingunni. Tékkneska ríkisfréttastof- an CTK skýrði ekki frá sprenging- unni fyrr en fimm stundum eftir að hún varð og sagði þá, að gasleki hefði valdið henni. Afgreiðslukona í verslun skammt frá sagði hins vegar, að í byggingu áætlanaráðs- ins væri ekkert gas notað enda hefði gasið ekki verið tekið af hverf- inu eins og venja væri þegar gassprenging yrði. Ljóst er, að sprengingin varð í framhluta byggingarinnar, sem stendur á bakka Moldár, gegnt að- alstöðvum kommúnistaflokksins á hinum bakkanum. Seint í október varð mikil spreng- ing í bænum Ceske Budejovice í Bæheimi. Var sprengju komið fyrir í almenningsgarði, beint á móti safni um sögu tékkneska kommún- istaflokksins, og urðu á því miklar skemmdir. Reagan reiðist þing- nefnd fyrir að hafna bón sinni Washington, Reuter. RONALD Reagan Bandarikja- forseti lýsti í gær yfir reiði sinni yfir því að leyniþjónustunefnd öldungadeildar þingsins neitaði að verða við bón hans um að birta niðurstöður bráðabirgðarann- sóknar á vopnasölumálinu. „Við viljum að sannleikurinn og staðreyndir málsins komi í ljós,“ sagði Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta í gær. „Og í þess- ari skýrslu um niðurstöður bráða- birgðarannsóknarinnar er að fínna bestu greinargerð um málið til þessa. Þar eru staðreyndir um mál- ið, eiðsvarinn vitnirburður og svo framvegis." Nefndin samþykkti að birta ekki árangur rannsóknar sinnar, sem fram fór fyrir luktum dyrum, með sjö atkvæðum gegn sex. Speakes sagði að þessi ákvörðun nefndarinn- ar hefði reitt Reagan, sem nú er á Bethesda sjúkrahúsinu í Washing- ton eftir uppskurð á blöðruhál- skirili, til reiði. Rebúblikanar eru í meirihluta í nefndinni, en einn þeirra gekk til liðs við demókrata og greiddi at- kvæði gegn birtingu skýrslunnar. Þeir sögðu að hún gæfi ranga og ófullkomna mynd af hneykslinu, sem nú skekur Hvíta húsið. Robert Byrd, forseti öldunga- deildarinnar, sagði að nefndin hefði rasað um ráð fram hefði hún birt skýrsluna. „Það hefði ekki verið í þágu bandarísku þjóðarinnar vegna þess að hún hefði fengið ófullgerða mynd af málinu í hendur." Byrd sagði einnig að skýrslan myndi einnig hafa áhrif á þá sem eftir eiga að rannsaka malið. Nokk- ur lykilvitni í málinu neituðu að vitna fyrir nefndinni, þ. á m. Oliver FNorth, fyrrum starfsmaður þjóða- röryggisráðsins, og John Poindext- er, fyrrum öryggisráðgjafí. Líbýsk herfluff- vél skotin niður N’Djamena, Reuter, AP. YFIRVÖLD í Afríkuríkinu Chad tilkynntu í gær, að líbýsk her- þota hefði verið skotin niður á mánudag, er Líbýumenn gerðu loftárás á bæinn Fada í norð- austur Chad. Herinn í Chad náði bænum á sitt vald sl. föstudag úr höndum líbýskra hermanna. Efnt var til mikilla mótmælaað- gerða gegn Líbýumönnum í höfuð- borg Chad, N’Djamena í gær, tveimur dögum eftir að fjórar sov- étsmíðaðar MiG 23-herþotur gerðu loftárásir á svæði sunnan við línu þá er skipt hefur landinu milli stjómar Chad og Líbýumanna. Krafðist mannfjöldinn, er þátt tók í aðgerðunum, þess, að Frakkar, fyrrum nýlenduherrar í Chad, er lofað hafa að veija landið sunnan línunnar fyrrnefndu, berðust við hlið hermanna frá Chad, eins og íbúar Chad hefðu gert, er þeir börð- ust í liði Frakka í heimsstyijöldinni síðari. 22 Líbýumönnum, er handteknir voru í bardögunum í síðustu viku, var ekið um götur höfuðborgarinnar og lét reiður mannfjöldinn dynja á þeim svívirðingar, gijót og ýmislegt lauslegt. Stjórnvöld segja að tug- þúsundir manna hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðunum. Fangar á þaki Barlinnie-fangelsisins í Glasgow. Þaðan létu þeir flöskum og öðru lauslegu rigna yfir fangaverðina. Aðalumboðid hf. Eigum til fyrirliggjandi: Wagoneer LTD 1986 m/öllu: ss. 6 cyl. vökvastýri, litað gler, álfelgur, rafdrifnar rúð- ur, rafdrifin sæti, 5 dyra, 6 Jensen-hátalarar, útvarp og segulband, fjarstýrður hurðaopnari, veltistýri, sjálf- virkur hraðastillir, sentrallæsingar, leðurklædd sæti, loftkæling, toppgrind. Sýningarbíll á staðnum. Getum útvegað allar gerðir bíla eftir óskum hvers og eins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.