Morgunblaðið - 07.01.1987, Page 26

Morgunblaðið - 07.01.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 Leitað að nýjum yfir- manni CIA? Washington, Reuter. BANDARÍSKA sjónvarpsstöð- in ABC greindi frá því á mánudagskvöld að embættis- menn í Hvita húsinu hefðu nú hafið leit að nýjum yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Núverandi formaður CIA, Will- iam Casey, gekkst undir upp- skurð vegna heilaæxlis fýrir tveimur vikum og er ólíklegt að hann geti snúið aftur til starfa. í frétt ABC-sjónvarpsstöðvar- innar sagði að Casey væri með meðvitund og gæti hugsað skýrt. Aftur á móti gæti hann hvorki talað, gengið, né stjómað hægra hluta líkamans. Haft var eftir embættismönn- um að í Hvíta húsinu væri vonast til þess að Ronald Reagan Bandarílcjaforseti gæti lagt til- lögu um eftirmann Caseys fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings áður en hann heldur stefnuræðu sína í lok mánaðarins. í frétt sjónvarpsstöðvarinnar kom ennfremur fram að Vemon Walters, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um, Howard Baker, fyrrnrn leiðtogi repúblikana í öldunga- deildinni, og John Tower, fyrmrn öldungadeildarþingmaður og samningamaður í afvopnunar- málum, komi helst til greina í embættið. í Hvíta húsinu fengust ekki svör við því hvað hæft væri í fréttinni utan hvað Larry Speak- es, talsmaður Bandaríkjaforseta, hefði þráfaldlega sagt að það væri ekki á dagskrá að finna FORELDRAR eru bestu lestrar- MacMillan borinn til grafar Útför Harolds MacMilian, fymun forsætisráðherra Bretlands, fór fram á mánudag i St. Giles kirkj- unni i Horsted Keynes á Englandi. Um 200 manns voru viðstaddir útförina, þeirra á meðal ýmsir helztu stjórnmálamenn Breta fyrr og nú eins og Margaret Thatcher núverandi forsætisráðherra og tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, þeir Douglas Home lávarður og Edward Heath. Bresk rannsóknarskýrsla um lestrarkennslu: Langheilladrýgst að kenna börnunum heima eftirmann Caseys. kennarar, aem völ er á, ef marka Vanunu með lófann á gluggarúðu lögreglubílsins. Þar stendur, að honum hafi verið rænt í Róm 30. september '86. Vanunu farinn í hungurverkfall Tel Aviv, AP, Reuter. MORDECHAI Vanunu, tækni- fræðingurinn, sem sakaður er um að hafa Ijóstrað upp kjarn- orkuvopnaleyndarmálum ísra- ela, hefur byrjað hungurverk- fall til að mótmæla illri meðferð í fangelsinu. Sagði ísraelska dagblaðið Haaretz frá þessu í gær. „Það er komið fram við mig eins og hund, ég er í algerri ein- angrun í 23 stundir á sólarhring og allt gert til að brjóta mig á bak aftur," sagði Vanunu við for- eldra sína og bróður, Asher Vanunu, sem komu til hans í fang- elsið sl. sunnudag. í viðtali við Haaretz sagði Asher, að bróðir sinn væri enginn njósnari, „aðeins dálítið bamalegur maður, sem vildi vinna þjóð sinni vel. Honum fínnast leiðtogar þjóðarinnar óheiðarlegir og var að reyna að vekja athygli á því“. Vanunu vann í tíu ár yið Dim- ona-kjamorkustöðina í ísrael en var sagt upp fyrir tveimur ámm þegar starfsmönnum þar var fækkað. í október birti breska blaðið The Sunday Times þá frétt og hafði eftir Vanunu, að í stöð- inni hefðu verið smíðaðar á laun alls um 200 kjamorkusprengjur. Það gerir málið gegn honum dálí- tið vandræðalegt fyrir stjómvöld, að hann hafði alla tíð mikla sam- úð með Palestínumönnum og fór ekki í launkofa með það þann tíma, sem hann starfaði í Dim- ona. Finnst sumum, sem réttast væri að lögsækja leyniþjónustuna fyrir að hafa ekki staðið í stykk- inu. ísraelska leyniþjónustan hafði hendur í hári Vanunus og var fyrst talið, að honum hefði verið rænt í London en sjálfum tókst honum að upplýsa, að það hefði gerst í Róm. Skrifaði hann þær upplýsingar í lófa sér og sýndi fréttamönnum þegar verið var að flytja hann til réttarsalarins í Tel Aviv. má niðurstöður rannsóknar, sem kynnt var á ráðstefnu í Bretlandi nýlega. Fyrirlesarinn, dr. Jenny Hewison, sálfræðikennari við Leeds-háskóla, sagði m.a., að for- eldrar, sem tækju með skipuleg- um hætti þátt í lestrarnámi bama sinna, gætu bókstaflega gjör- breytt stöðu þeirra til hins betra, ef við erfiðleika væri að etja. Þá sagði hún, að engin áþreifan- leg rök hefðu komið fram um, að hjálparkennsla í skólum hefði nein langtíma áhrif. Samkvæmt fyrmefndri rann- sókn, sem sagt er frá í breska blaðinu The Independent fyrir skömmu, er tvisvar sinnum líklegra, að námsárangur bama, sem reglu- lega njóta aðstoðar foreldra sinna við lestramámið, verði fyrir ofan meðallag á seinni helmingi grunn- skólastigsins. Það hefur verið háttur margra kennara að hvetja foreldra til að láta við það sitja að lesa fyrir böm sín. Þar hefur valdið það viðhorf kennaranna, að foreldrar, sem hlýddu á bömin lesa og reyndu að hjálpa þeim yfir erfiða hjalla, kynnu að koma bömunum úr jafnvægi eða rugla þau. Þar að auki mætti búast við því, að foreldrar væru annað- hvort of önnum kafnir við önnur verkefni eða of sinnulausir til að árapgurs væri að vænta. Á áratugnum frá 1970-1980 gerðu þau dr. Hewison og Jack Tizard, prófessor við háskólann í London, tilraun í tveimur skólum í Haringey-skólahverfinu í London, en þar býr efnalítið fólk af mörgum kynþáttum. Sumir átta ára bekkjanna vom látnir taka lestrarbækumar með sér heim eftir skólatíma annan hvem dag og foreldramir hvattir til að hlusta á bömin lesa - og hjálpa þeim með erfið orð, ef þurfa þætti. Þegar bömin voru prófuð í lestri, reyndist meira en helmingur þeirra ná einkunnum fyrir ofan meðallag í þessum aldursflokki. í bekkjunum, sem ekki voru látn- ir taka bækumar með sér heim, var ástandið hins vegar óbreytt: tveir þriðju nemendanna reyndust undir meðallagi. En það, sem vakti ef til vill enn meiri athygli, var útkoman hjá þriðja hópnum, sem naut hjálpar- kennslu reynds kennara í skólanum, og aðeins fáum kennt í senn. Eink- unnir þeirra hækkuðu ekki miðað við meðaltal skólahverfisins. Að sögn dr. Hewison höfðu fleiri kann- anir leitt til sömu niðurstöðu. „En enn ríkir andstaða gegn heimakennslu í lestri," sagði hún. „Það er algengt, að bekkir séu ekki látnir taka bækumar með sér heim, af því að skólastjórar og kennarar telja, að lestrarkennsla sé aðeins á færi atvinnumanna; foreldrar muni ætla bömunum um of og ýta þeim út í ófæmr. Dr. Hewison hefur rannsakað lestrareinkunnir, sem Haringey- bömin fengu á prófi, þegar þau vom 11 ára gömul. í ljós kom, að 63,4% þeirra, sem tekið höfðu lestr- arbækumar með sér heim þremur ámm fyrr,- fengu einkunnir fyrir ofan landsmeðaltal, en aðeins 36,2% bamanna í hinum bekkjunum. Evrópubandalagið: Framlag til endumýj- unar fiskveiðiflotans BrUssel. Reuter. FRAMKVÆMDANEFND Evr- ópubandalagsins tilkynnti í gær um 83 miRjóna dollara (rúmlega 3,3 milljarða ísl. kr.) framlag tii endumýjunar á fiskveiðiflota bandalagsins. Nærri þriðjungi upphæðarinnar var úthlutað til 137 verkefna á Spáni, sem hefur á að skipa stærsta en jafnframt aldurhnignasta físk- veiðiflotanum af bandalagsríkjun- um tólf. Vemlegar upphæðir gengu enn fremur til 136 verkefna á Ítalíu og 121 í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.