Morgunblaðið - 07.01.1987, Page 27

Morgunblaðið - 07.01.1987, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 27 pT* f Harmleikur í Baltimore í gfær var vitað um 15 manns, sem farizt höfðu í lestarslys- inu við Baltimore í Banda- ríkjunum um helgina. Að auki slösuðust þar um 170 manns, þar af sumir mjög alvarlega. Slysið varð með þeim hætti, að farþegalest, sem ekið var með 160 km hraða, rakst á tvær eimreiðar nærri Baltimore. Mynd þessi sýnir, hvernig umhorfs var eftir áreksturinn. Hitler sveik undan skatti Frankfurt, AP. ADOLF Hitler, sem alla tíð sagð- ist ekki vera efnishyggjumaður, varð rikasti maðurinn í Þýska- landi þegar hann var við völd og komst hjá öllum skattgreiðslum, að þvf er segir í nýjasta hefti þýska vikuritsins Quick. Hitler skipaði embættismönnum að strika álagða skatta hans út af opin- berum skrám árið 1934 og mælti svo fyrir um að honum bæri aldrei að greiða skatta af tekjum eða eignum sínum. Hann þáði hins vegar stórfé frá þýskum iðnfyrirtækjum auk þess sem hann fékk svimandi háar höfund- argreiðslur fyrir sölu á bók hans „Mein Kampf". Landsmönnum öllum bar skylda til að lesa þá bók og brúð- hjón fengu hana í gjöf frá ríkinu á brúðkaupsdaginn. Hitler eignaðist einnig gríðarlega verðmætt safn listaverka og listmuna og voru fyrri eigendur þeirra neyddir til að selja þá fyrir lítið fé. Listaverk þessi komu flest frá Frakklandi, Hol- landi og Belgíu. Bandaríkin: Tólf katólskir prestar með alnæmi San Francisco, AP. Í DAGBLAÐINU San Franc- isco Examiner var á sunnudag greint frá því að a.m.k. tólf katólskir prestar í Banda- ríkjunum væru með sjúkdóm- inn alnæmi. í fréttinni var vitnað í krikjuleið- toga og fólk sem aðstoðar alnæmis- sjúklinga. Þar kom fram að prestar og munkar á Hawaii, í Massachu- setts, Missouri, New York, Kali- fomíu og Washington hefðu fengið sjúkdóminn og hann hefði dregið þá til bana. „Ótrúlega margir hafa reynst hafa mótefni gegn alnæmisveirunni í blóði," er haft eftir David McEwan lækni, sem stofnaði sérstaka al- næmishjálparsveit á Hawaii. Ýmsir hafa haldið fram að kirkj- an reyni að hylma yfir þetta vegna afstöðu hennar til homma og banns við kynmökum presta. Meirihluti alnæmissjúklinga í Bandaríkjunum eru hommar, en sjúkdómurinn smit- ast við kynmök og blóðgjöf og við notkun sprauta. Munkurinn Mario Riveccio er einn af fáum kirkjunnar mönnum, sem hefur viðurkennt opinberlega að vera með alnæmi. „Ég vil að þetta mál komi fyrir almennings sjónir vegna þess að ég hygg að kirkjan taki ekki á raunveruleikan- um. Kirkjan verður að gera sér grein fyrir því að trúað fólk er ekki ónæmt fyrir alnæmi. Einn katól- ikki, sem hefur verið prestur í tfu ár, hefur verið einn á báti síðan læknar greindu að hann væri með alnæmi. Þeir borga reikningana har.s en að öðru leyti vilja þeir ekk- ert með hann hafa.“ Ellemann-Jensen í Saudi-Arabíu: Fordæmir vopna- flutninga með dönskum skipum Riyadh, Reuter. UFFE Ellemann-Jensen, utanrík- isráðherra Danmerkur, for- dæmdi á sunnudag að vopn skyldu flutt til írans með dönsk- um skipum meðan á leynilegum vopnaviðskjptum Bandaríkja- manna og írana stóð. Ellemann-Jensen er nú staddur í Saudi-Arabíu og ræddi á sunnudag við Fahd konung. Ráðherrann sagði á blaðamannafundi að danska stjórnin væri ekki flækt í málið en bætti við: „Það er rétt að svo virð- ist sem vopn hafi verið flutt um borð í skipum í eigu Dana, sem sum hver eru skráð í öðrum ríkjum. Við getum ekki komið í veg fyrir að þessi skip sigli með vopn, en við fordæmum slíka flutninga," sagði Ellemann-Jensen. Hann kvaðst eftir viðræðurnar við Fahd konung vera vonbetri um frið fyrir Persaflóa. UTSALA Karlmannaföt kr. 4.495,- Stakirjakkar kr. 3.995,- Terelynebuxur kr. 850,-995,- Gallabuxur 1.095,- og 1.395 kr. 750,- og 795,- Flannelsbuxur kr. 695,- o.m.fl. ódýrt Andrés Skólavörðustíg 22, sími 18250. Aramot á skrífstofunni "s&ýito. Brefabmdi Bréfabakkar Timaritabox Pappabox Spjaldskrárkassar Skrifundirlegg Reikniritarúllur Gatapokar Umslög — allar stæróir Stafróf Dagbækur, dagatöl, dagamióar Geymslukassar Ártalsmióar Kjölmióar Dálkadagbækur Sjóósbækur Disklingakassar T ölvubréfabindi Geymslukassar Heftarar Gatarar Byrjadu áríð á réttum stað! —M— Bókabúð LMÁLS & MENNING AR J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.