Morgunblaðið - 07.01.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987
29
Sjálfvirkt þjóðfélag
og vaxandi óyndi
eftir C. Northcote
Parkinson prófessor
Þekkingarleysi mitt á Noregi
stafar af því að ég hef verið of oft
í Danmörku. Samt sem áður hef
ég haft tengsl frá unga aldri með
þeim hætti, að ég ólst upp í Jórvík
eða York, sem ber að minnsta
kosti norrænt nafn. Engu að síður
var ég fræddur meira um Róm-
veija (sem bjuggu þar áður) og
hvattur til að læra tungumál
þeirra. Kannski lá sú hugmynd
að baki að þeir kæmu aftur. Það
gerðu þeir ekki og tiltölulega fáir
eru þeir, mér vitanlega, sem tala
latínu. Leyfist mér að bæta við í
skyndi, að ég heimsótti Noreg og
ísland árið 1961. Nokkru áður var
ég farþegi á norsku skipi á Kína-
hafi. Það var aðfangadagskvöld,
man ég eftir, og samkvæmi um
borð (að sjálfsögðu), að hluta til
norskt og að hluta kínverskt bæði
í skreytingum og mat. Þegar sam-
kvæmið stóð sem hæst tók ég
eftir þvi að allir yfirmenn ofan
þilja voru viðstaddir. „Hver er í
brúnni," spurði ég. „A þessum
eina degi ársins," svaraði skip-
stjórinn „er bátsmaðurinn á vakt.“
Seinna sagði ég norskum skip-
seigendum þessa sögu. Þeim var,
að ég tel, ekki skemmt. Þeim
líkaði greinilega ekki að bátsmað-
ur stæði vakt þennan dag eða
nokkum annan dag, en ég sagði
þeim aldrei á hvaða skipi ég hefði
siglt. Löngu seinna vildi' svo til
að ég var sessunautur norsks skip-
stjóra um borð í flugvél. Eg
opinberaði fyrir honum það sem
mér fannst vera nýtt lögmál sjó-
mennskunnar: „Því stærra skip,
því verri stjóm.“ Hann lét sér
fátt um finnast, og sagði: „En
þetta vitum við allir. “ „Hvemig
stendur á því?“ spurði ég. „Skip-
stjóri risatankskips situr í loft-
kældri rannsóknarstofu,
umkringdur rafeindabúnaði,
fremur sem vísindamaður en sjó-
maður. A hinn bóginn: Skipstjóri
gamals ryðgaðs, veltandi og
höggvandi strandferðaskips, með
salt sjávarlöðrið í andlitinu, er nær
raunveruleikanum. Skip hans
steytir ekki á skeri.“
Þið hafið tekið eftir að ég nálg-
ast Noreg frá hafínu. Það er rétta
leiðin, er ekki svo? Ég kem úr
grannlandi sem er umsetið vanda-
málum og hættum, hættum sem
þið standið einnig frammi fyrir
nú eða máske síðar. Helzti vand-
inn er vandi alls mannkyns.
□
Vandinn og hættan liggja í
andstæðu leikni og þekkingar
vísindamanna annars vegar og
þekkingarleysi, mglingi og
klaufalegum flýti stjómmála-
manna hins vegar. Vísindum
hefur fleygt fram á óvæntan hátt.
Margar breytingar af þeirra völd-
um hafa orðið á minni ævi. í
stjómmálum, menningu og listum
hefur engin frámþróun orðið. Þar
miðar öllu aftur á bak. Vísinda-
menn hafa lagt stjómmálamönn-
um til aðferðir við að eyðileggja
hnöttinn sem við byggjum. Við
getum vel trúað því, að stjómvöld
Bandaríkjanna og Sovétrílqanna
geri aldrei nokkuð svo heimsku-
legt. En hugsanlega gætu t.d.
Indónesía, Norður-Kórea og íran
eignast sams konar búnað, og
hvað þá? Þegar vel liggur á okkur
gerum við ráð fyrir að þessi þróun-
arríki verði orðin siðmenntaðri
áður en þau eignast slík tól. En
getum við verið viss um það? Með
hjálp Þjóðverja og Breta fram-
leiddu bandarískir stjómmála-
menn atómsprengjuna. Aðrir
bandarískir stjórnmálamenn or-
sökuðu Watergate-hneykslið. Þar
höfum við dæmið um andstæðuna
milli tæknilegra ávinninga sem
em afar áhrifamiklir og hins veg-
ar afglöp skólastráka sem em
einungis kjánaleg. Mér fínnst
þessi andstæða ekki róandi. Það
var Þýskaland sem „framleiddi"
Einstein. Það var Þýskaland sem
„framleiddi" Adolf Hitler. Á sínum
hinsta degi hefði Hitler glaður
viljað eyða jörðinni sem atriði í
bálför sinni. Hann bjó ekki yfír
tækjum til þess, en þau vom þeg-
ar til, að hluta vegna þýsks
framtaks. Sameiningu mikillar
yfírborðsfágunar og algerrar
heimsku var naumlega afstýrt.
Hvað, ef íran byggi yfir leyndar-
dómi kjamaklofnings? Það yrði
ferleg uppákoma. En em vestræn-
ir stjómmálamenn mikið gáfaðri?
Bandarísk viðbrögð við Water-
gatemálinu urðu að lokum þau,
að frómur hnetubóndi var kjörinn
forseti. Getum við ekki gert bet-
ur? Okkar brýnasta þörf er að
endurbæta stjómmálakerfi okkar
þannig, að snilldin fái tækifæri.
Til lausnar stjórnmálavanda ætt-
um við að beita einhveijum hluta
þess hugarafls sem við notum til
vísinda. Að svo er ekki er helzti
vandi okkar tíma. Ekkert mælir
þó gegn því að hann verði leystur
í Noregi. Oft er það minnsta skip-
ið sem hefur hæfasta skipstjór-
ann.
Áður en ég leiði hugann að
brýnum erfiðleikum við að leysa
(eða jafnvel gera sér grein fyrir)
meginvanda okkar daga, skal ég
viðurkenna að mörg þessara
vandamála era líklega enn óþekt
í Noregi. Þetta er að öllu saman-
lögðu farsælt land á margan hátt.
Það er ekki of fjölmennt en land-
rými tröllslegt. Landið er fagurt
og býður upp á margt til íþrótta.
Sú mynd sem daglega er dregin
upp af Bretlandi í sjónvarpi er
ekki eins ánægjuleg. Aftur er um .
að ræða andstæðuna milli tækni-
legrar fullkomnunar þessarar
myndar og þeirra máttvana skila-
boða, sem hún flytur. Hugleiðið
hvert myndefnið er að líkindum:
Enn annað uppþot hefur orðið
á knattspymuleikvangi (er
verra í Hollandi). Skólar lokaðir
vegna verkfalla kennara. Jap-
anir hafa yfirtekið eina verk-
smiðju enn, og Egyptar enn
eina verslun. Vopnað rán hefur
verið framið, og ræningjamir
komizt undan. Ringulreið ríkir
í iðnaðarborg í höndum komm-
únista. Nýr sjúkdómur hefur
orðið farsótt og ástandið á ír-
landi versnað. Þota brotlenti.
Fjöldi glæpa eykst en uppljóstr-
un þeirra ekki. Milljónir em
atvinnulausar og gengi punds
gagnvart dollar lækkar.
Þannig gengur þetta og blöðin
endurtaka sömu söguna um
dmnga og hörmungar.
□
Áður en ég lýsi einhverri einni
hörmung verð ég að leggja áherslu
á að þær eiga sér allar eða flestar
sömu rætur. Upphaf erfíðleika
okkar er að fínna í þeirri stað-
reynd að við höfum skapað
vélvæddan og sjálfvirkan heim,
heim sem er stjómað af LÖG-
MÁLI SJÁLFVIRKNINNAR.
Þetta lögmál hljóðar svo:
Helzta afurð sjálfvirks
. Northcote Parkinson
þjóðfélags er almennt
og vaxandi óyndi
Óeirðir, glæpir og vinnudeilur
stafa af leiðindum. Fólk hefur lítið
annað að gera eða hugsa um.
Vélar hafa leyst menn af hólmi,
við umgöngumst menn eins og
vélar og það endar með því að við
umgöngumst vélar eins og menn.
Þegar við reynum að fást við
vandamál, sem Qölmiðlar og skól-
ar vekja athygli á vegna óeirða-
seggja og þjófa eða verkalýðs-
félaga og fíkniefnaneytenda,
verður okkur ekkert ágengt fyrr
en við komumst að kjama máls-
ins. Það sem við verðum að fást
við em fyrst og fremst leiðindi:
örvænting fólks sem hvorki hefur
áhuga á vinnu sinni né lífi.
Sönnun þess að leiðindi séu
helzta hættan er vaxandi neysla
fíknilyQa. Hafa skyldi í huga, að
fíknilyf em fyrst og fremst leið
til að flýja raunvemleikann. Fíkni-
lyf sem lengi hafa verið notuð em
áfengi, fjárhættuspil, tóbak og
kynlífsþráhyggja. Fínkilyf sem
hafa komið fram á síðustu ámm
em hávaði, hraði, hass og kókaín.
Hávaða sem nautnaljrf má rekja
til hljóðfalls svörtustu Afríku, sem
getur skemmt hljóðhimnuna.
Hraði og hávaði em framleidd af
vélhjólamanninum, hinum
óþekkta manni á urrandi óskapn-
aði. Hliðarverkanir fíkniefna-
neyzlu fela í sér sljóleika, vitstol
og dauða.
Ég geri mér grein fyrir, eins
og ég sagði, að Noregur er frá
náttúmnnar hendi allt annað en
leiðinlegt land. Þið hafíð sigling-
ar, klifur og skíðaíþróttina; þið
funduð hana upp, en létuð Bretum
eftir að kynna hana Svisslending-
um. Þetta þýðir ekki að sjálfvirkni
og leiðindi séu alls ijarlæg. Tíminn
til að stöðva slíkt er áður en þau
byija. Og við skulum muna að
ekki er hægt að ráðast beint að
vandamálum eins og atvinnuleysi
og glæpum. Hamingjuna fínna
þeir sem hafa leitað einhvers ann-
ars. Flugvél er sjaldan stýrt
beinustu leið á áfangastað.
□
Leiðindi em óvinurinn og það
em þijú tiltæk ráð, að ég held,
sem myndu fara langt með að
útrýma þeim. í fyrsta lagi, þeir
sem hafa lokið námi ættu að
gegna þegnskylduvinnu í tvö ár,
áður en þeir fengju að ráða sig í
aðra vinnu. Herþjónusta myndi
taka við hluta hópsins, aðrir gætu
farið í lögregluna, á sjúkrahús, í
landbúnað, skógrækt eða garð-
yrkju. Þeir myndu sæta aga,
aðeins fá vasapeninga og ekkert
tækifæri til fjárhættuspila eða
fíknilyjaneyzlu. Þegar vinnu
þeirra í þágu þjóðfélagsins lyki
hefði hver þeirra sérþekkingu,
sem þeir myndu ef til vill halda
sambandi við og gætut síðan horf-
ið til eftir starfslok. í öðru lagi,
enginn ætti að vinna sjálfvirk
störf lengur en þijá daga í viku.
Hvert fyrirtæki með sjálfvirka
verksmiðju ætti að bjóða launþeg-
um tilbreytingaríkt og viðhlítandi
starf tvo daga vikunnar. Verk-
smiðjan ætti að hafa nálæg
verkstæði, þar sem skapandi
vinna veitti sérhveijum þriðju sér-
hæfnina eða a.m.k. þeim sem kysu
að þiggja hana. Vitað er, að fólk
vill með glöðu geði vinna 56
stunda vinnuviku, ef séð er til
þess að vinnan sé nægilega frjöl-
breytt. í þriðja lagi, fólk sem er
að fara á eftirlaun myndi hætta
aðalstarfi en helga krafta sína
opinberri þjónustu í hálfu starfí í
tvö ár, e.t.v. í ábyrgðarmeiri stöðu
í þjónustunni, sem það gegndi
fyrst. Með einhveiju slíku kerfí
gætum við haldið unga fólkinu
okkar frá ýmiss konar misindi,
ekki með boðum og bönnum held-
ur með því að fá því viðfangsefni
til að vinna að og hugsa um. Við
ættum einnig að draga úr leiðind-
um, sem hijáð geta þá eldri.
□
Ég hef gerzt svo djarfur að
draga upp í grófum dráttum her-
ferð gegn leiðindum, sem líka
dragi úr atvinnuleysi og kjaradeil-
um. Fólk sem fer í verkfall
úthrópar umkvörtunarefni sín og
krefst meiri peninga fyrir minni
vinnu. Leiðindi em oft eina raun-
vemlega umkvörtunarefnið.
Verkfall býður upp á æsing, leik-
ræn tilþrif, átök eins og í fót-
boltakeppni. Þeir sem rannsaka
vinnudeilur safna raundæmum og
reyna að komast að því hvað fór
úrskeiðis í samskiptum við laun-
þega. Ég fyrir mitt leyti skoðaði
einu sinni verksmiðju þar sem
deilur vom óþekktar. Ég reyndi
að komast að því hvað hafði tekizt
svo vel. Og svarið varð fljótlega
augljóst. Fólk fer ekki í verkfall
í öflugu fyrirtæki, þar sem vinnan
sjálf býður upp á spennu. Þeir em
að framleiða byltingarkenndan
bíi, sem á að verða sá bezti í
heimi. Nýi tennisspaðinn þeirra
er smá undur, og vinna þeirra
áríðandi og hulin leynd. Slíkt fyr-
irtæki hefur aðdráttarafl vegna
eigin uppgangs. Vinnuaflið dregst
með í kjölfarið. En skoðum and-
stætt dæmi: gömlu, dimmu og
sóðalegu verksmiðjuna, þar sem
úreltum aðferðum er beitt við að
framleiða dýra vöm, sem enginn
vill kaupa. Búast hefði mátt við
að hið leiða starfsfólk dirfðist ekki
að hnerra, hvað þá fara í verkfall
vegna ótta við að verksmiðjunni
yrði lokað og það missti vinnuna.
En starfsfólkið á sér dulda dauða-
ósk. Það fer í verkfall og fyrirtæk-
inu er lokað. Það vom leiðindi sem
drápu fyrirtækið og munu drepa
mörg önnur. í fleiri en einu tilviki
em leiðindi drápsaðili.
Myndi það reynast erfítt að
skipuleggja og fjármagna opin-
bera þjónustu? Það er reyndar
ekkert erfítt. I mörgum löndum
er eða hefur verið þegnskyldu-
vinna. Við getum gert það sem
við höfum gert áður. Samt sem
áður er eitt svið þar sem við þurf-
um að gera betur. í Bretlandi
stóðu herkvaddir menn sig vel,
sumir jafnvel í virkri þjónustu, en
ímyndunarafl hersins var of lítið.
Herþjálfun getur verið leikur,
ævintýri, áskomn. En of oft er
efst í minni ungu hermannanna,
að þeir þurftu að skræla kartöfl-
ur, standa leiðigjamar vaktir og
stunda vopnaþjálfun. Þegnskyldu-
vinna er ekki eitthvað sem við
getum látið æfíngaliðþjálfann um,
þótt hann geti verið gagnlegur.
En hvað um aga? Mín tillaga er
sú að sérhver ungur þegnskyldur
maður ætti að fá skírteini, þegar
hann er leystur frá herþjónustu,
og án slíks skírteinis myndi enginn
atvinnurekandi ráða hann í vinnu.
Skírteinin yrðu aðgreind í I, II,
III með sérþekkingu í tiigreindu
starfí svo og hæfni. Beztu at-
vinnurekendumir myndu trúlega
aðeins taka til greina umsælgend-
ur sem hefðu skírteini I. Brota-
menn yrðu að gegna þegnskyldu
þriðja árið. Virðist öll þessi flokk-
un ómannleg? Þetta er það sem
gerist í háskólum og þeir sem
ljúka prófí virðast ekki verri fyrir
vikið.
Allar áætlanir eins og þær sem
ég hef nú mælt með, myndu krefj-
ast mikillar vinnu, svo að þær
yrðu fullkomnar, og jafnframt
heilmikilla tilrauna. Kerfí til að
draga úr miðstryingu væri nauð-
synlegt til að einhvers árangurs
mætti vænta af slíkum áformum,
nokkurt sjálfsforræði hvers hér-
aðs. I Bretlandi a.m.k. hafa mistök
okkar verið þau að skipuleggja
heilbrigðiskerfi fyrir landið í heild
og þjóðnýta allar jámbrautir
samtímis. Mun vísindalegri aðferð
væri sú að meðhöndla hvert hérað
fyrir sig og bera saman
árangurinn. Auðvitað verða mis-
tök, en við skulum gera þau í
smáum stíl. í byijun hefði verið
nóg að þjóðnýta eina jámbraut.
Við hefðum lært eitthvað af því
eina tilviki.
□
Ég hef nú gerzt afar langorður
um leiðindi. Það er samt sem
áður ekki eina hættan, og á það
vil ég minna ykkur. Ég hefí áður
fyrr vakið athygli á öðmm hætt-
um. Ein þeirra er hættan á
yfírmönnun. Dæmigert tilfelli af
þessu tagi rakst ég á í Noregs-
heimsókn minni árið 1961. Mér
var boðið til málsverðar í breska
sendiráðinu og sat þar við hliðina
á þýzka sendiherranum. Hann
sagðist vera ákaflega ánægður
með að dveljast á ný í Noregi.
Hann hafði verið þar á sínum
yngri ámm, fyrir meira en tfu
áram, og hann var glaður að vera
kominn aftur. Ég spurði hann um
starfsliðið á þeim tíma. „Hvað
vom margir starfsmenn?" „Sjö,“
svaraði hann. „Og hvað margir,
yðar ágæti, starfa þar nú?“ „Sjötíu
og þrír,“ var svarið. „Og hversu
margir af þeim fjölda,“ hélt ég
ótrauður áfram, „gegna störfum
sem einhveiju máli skipta?" „Sjö,“
sagði hann og svarið er umhugs-
unarvert. En hún er það einnig
sagan af sendiherranum í Bmssel
sem fékk að vita það með fárra
daga fyrirvara að hann ætti að
halda ræðu. Eins og sérhver mik-
ilsháttar maður hefði gert, sendi
hann eftir ungum manni í starfs-
liði sínu og bauð honum að skrifa
ræðuna. „Hve löng á ræðan að
vera,“ var hann spurður. ,,Ein
klukkustund," svaraði hann. Á til-
skildum degi kom starfsmaðurinn
til hans með vélritað handrit.
„Hér er ræðan þín, herra.“ Sendi-
herrann stakk handritinu í vasann
og hélt á fundinn. Ræðan stóð í
tvær klukkstundir, og bæði ræðu-
maður og áheyrendur vom orðnir
dauðuppgefnir. Sendiherrann
snéri aftur í sendiráðið í vondu
skapi. „Og hvers vegna léztu mig
hafa tveggja tíma ræðu,“ spurði
hann sökudólginn? „Hún átti að
standa í eina klukkustund eins og
ég tók greinilega fram.“ Sá ungi
andmælti, fölur og skjálfandi:
„Herra, ræðan er einnar stundar
löng... Ég lét þig hafa tvö ein-
tök.“ Og lýk ég hér ræðu minni.
Höfundur er heimskunnur fyrir
„lögmál“ sín. Grein sú, sem hér
er birt, erað stofni til erindi böf-
und&rá ársfundi fskannlnmininm
í Osló 25. nóvember 1986.