Morgunblaðið - 07.01.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987
31
Morgunblaðifl/Skapti Hallgrfmaaon
Rauðhærði riddarinn að verða tilbúinn
HVENÆR kemurðu aftur rauðhærði riddari? verð-
ur frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á föstudags-
kvöldið, eins og fram kom i blaðinu í gær. Æft er
af krafti nú siðustu daga fyrir frumsýningu, allt
á fullu í leikhúsinu með tilheyrandi frumsýning-
arskrekk og látum. Þessar myndir voru teknar á
æfingu í Samkomuhúsinu í fyrrakvöld og sýna
Ingu Hildi Haraldsdóttur og Guðjón Pedersen í
hlutverkum sínum. Inga fer með hlutverk af-
greiðslustúlkunnar á veitingastaðnum þar sem
leikritið gerist en Guðón einn viðskiptavinanna.
Inga er þarna að brjóta egg af mikilli snilld en
Guðjón situr á „glymskrattanum" sem var ómiss-
andi á stöðum sem þessum á sjöunda áratugnum.
Innheimta bæj-
argjalda 90,73%
INNHEIMTA bæjargjalda á ár-
inu 1986 að meðtöldum dráttar-
vöxtum nam 522.887.963 kr., sem
Öllu starfsfólki hjá
er 90,73%, en samtals voru til
innheimtu kr. 576.323.577.
Af útsvörum og aðstöðugjöldum
álögðum á árinu voru innheimt
91,59%, af fasteignagjöldum ársins
97,93%, af gjöldum fyrri ára 67,75%
og af dráttarvöxtum reiknuðum á
árinu 53,95%.
Ofangreindar upplýsingar lagði
bæjarritari Akreyrar fram á fundi
bæjarráðs sl. mánudag, 5. janúar.
Bæjarráð:
Launanefnd sveitar-
félaga fái samn-
ingsumboð bæjarins
BÆJARRÁÐ lagði til á fundi sinum sl. mánudag, að launanefnd
sveitarfélaga verði að þessu sinni falið umboð til gerðar kjarasamn-
ings við Starfsmannafélag Akureyrar. Þá var og lagt til, að bæjar-
stjórn kjósi þrjá menn í launanefnd sveitarfélaga og þijá til vara.
Kjarasamninganefnd kom saman
til fundar með bæjarráði sl. mánu-
dag vegna beiðnar launanefndar
sveitarfélaga um að fá umboð tii
kjarasamninga við Starfsmannafé-
lag Akureyrar (STAK). Kjarasamn-
inganefndin lagði til við bæjarráð,
að launanefndin fengi slíkt umboð
og er eftirfarandi skráð í fundar-
gerð kjarasamninganefndar:
„Framkvæmdin verði eins og launa-
nefnd sveitarfélaga hefur ákveðið,
nema verði samningi hafnað af
Akureyrarbæ eða STAK gengur
samningsumboðið aftur til kjara-
samninganefndar Akureyrarbæjar.
Launanefnd sveitarfélaga á rétt á
áheymarfulltrúa í þeim samninga-
viðræðum."
Norðurverk sagt upp
ÖLLU starfsfólki Norðurverks hf. hefur verið sagt upp störf-
um. 15 manns fengu uppsagnarbréf í byijun desember og
80 síðan um áramót.
„Við gerum þetta vegna verk-
efnaleysis. Uppsagnarfrestur þeirra
sem lengst hafa verið hjá okkur er
þrír mánuðir og við höfum vinnu
fyrir þá þann tíma. Að þeim tíma
liðnum kemur í ljós hvort við fáum
fleiri verkefni og fólk verði þá end-
urráðið en í dag er ekkert í
sjónmáli," sagði Franz Ámason
framkvæmdastjóri Norðurverks í
samtali við Morgunblaðið. Franz
var fyrir áramót ráðinn hitaveitu-
stjóri Hitaveitu Akureyrar og lætur
af störfum hjá Norðurverki um
miðjan þennan mánuð. Ekki er
ákveðið hver tekur við starfi hans
eða hvort fyrirtækið verður rekið
áfram í núverandi mynd. Hann
sagði þó mestan áhuga á að rekst-
urinn yrði óbreyttur, unnið yrði að
því að afla frekari verkefna til að
halda fólkinu í vinnu.
Eins og fram kom í blaðinu í gær
hafa bæjaryfirvöld ákveðið að skrif-
stofuhúsnæði Akureyrarbæjar verði
áfram í Geislagötunni, þar sem
skrifstofumar em til húsa nú — en
til umræðu var einnig að kaupa
húsnæði sem Norðurverk á við Gler-
árgötu. Þar hefur fyrirtækið reist
þriggja hæða hús og á tvær efri
hæðimar fokheldar. Franz sagði
forráðamenn Norðurverks hafa gert
sér vonir um að Akureyrarbær
mjmdi kaupa húsnæðið við Glerár-
götu „vegna þess að bæinn vantar
húsnæði af þessari stærð. Við feng-
um svo að vita af þessari ákvörðun
bæjaryfirvalda og þá sögðum við
fólkinu upp,“ sagði Franz.
Sjónvarp
Akureyri
Dagskrá Sjónvarps Akureyrar
verður sem hér segir í kvöld,
miðvikudagskvöld:
Kl. 20.30 Matreiðslumeistarinn -
Ari G. Garðarsson.
Kl. 21.00 Myndrokk - Vinsældar-
listinn Top 40.
Kl. 22.00 Handbolti.
Kl. 23.00 Gjöf ástarinnar (The Gift
Of Love), seinni hluti.
Kl. 23.45 Dagskrárlok.
Samstarfsnefnd námsmannahreyf-
inganna:
Lýsir yfir undr-
unáummæl-
um ráðherra
Laun sjómanna árið
1986 ekki kynnt
á samningafundum
Morgunblaðinu barst í gær
eftirfarandi yfirlýsing Sam-
starfsnefndar námsmannahreyf-
inganna:
Samstarfsnefnd námsmanna-
hreyfínganna lýsir yfir undrun á
þeim ummælum Sverris Hermanns-
sonar menntamálaráðherra að hann
íhugi nú að leggja fyrir Alþingi
upphafleg drög sín að frumvarpi
um námslán, með smávægilegum
breytingum.
Það var fullljóst í upphafi við-
ræðna námsmanna og fulltrúa
ríkisstjómarinnar að eina markmið-
ið með breytingum á lögum um
Lánasjóð íslenskra námsmanna
væri að ná endurgreiðsluhlutfalli
námslána í svipað horf og gert var
ráð fyrir við setningu laga um
námslán 1982. Þetta hafa mennta-
málaráðherra og fulltrúar hans
margítrekað. Einnig var það sam-
þykkt að leggja drög menntamála-
ráðherra til hliðar og leita nýrra
leiða að þessu markmiði.
Námsmenn hafa af ábyrgð rætt
við stjómvöld í 3 mánuði og með
loka „sáttatilboði" sínu 19. des.
síðastliðinn, gengu námsmenn að
fullu til móts við markmið fulltrúa
ríkisstjómarinnar.
Tillögur þær sem námsmenn
settu fram 19. desember sl. ná því
markmiði að hækka endurgreiðslu-
hlutfall námslána upp í svipað horf
og gert var ráð fyrir þegar núver-
andi lög um LÍN voru samþykkt
1982.
Því lýsa námsmenn yfir furðu á
þeim ummælum ráðherra að ekki
geti náðst samkomulag við náms-
menn. Viðræðumar eru á lokastigi
og hafa fulltrúar menntamálaráð-
herra staðfest að þessum viðræðum
sé ekki lokið.
Það væru því um alger svik á
fyrri loforðum að ræða ef ráðherra
hygðist slíta þessum viðræðum nú
og leggja fram á Alþingi upphafleg
drög sín, með smávægilegum breyt-
ingum.
Námsmenn neita algerlega að
dragast á þennan hátt inn f eijur
stjómmálaflokkanna og benda
Sverri Hermannssyni menntamála-
ráðherra á að leita annarra leiða
til að ná fram hefndum á Framsókn-
arflokknum og Finni Ingólfssyni
aðstoðarmanni sjávarútvegsráð-
herra.
Samstarfsnefnd námsmanna-
hreyfinganna (BÍSN, SHÍ,
INSÍ, SINE).
í FRÉTT Morgunblaðsins á
þriðjudag var sagt að upplýsing-
ar um áætluð laun sjómanna á
siðasta ári hefðu verið kynntar
af Bolla Þór Bollasyni, aðstoðar-
forstjóra Þjóðhagsstofnunar, á
fundi með deiluaðilum í kjara-
deilu útvegsmanna og sjómanna.
Það er ekki rétt. Þessa upplýs-
ingar liggja fyrir í vinnuskjölum
hjá stofnuninni, en voru ekki
kynntar á þessum fundi.
Bolli Þór Bollason sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að hann hefði
í stórum dráttum farið yfír breyt-
ingar á skiptahlutfalli milli útgerðar
og sjómanna frá árinu 1983 og
komið inn á afkomu útgerðar. Töl-
umar um laun sjómanna á síðasta
ári væru aðeins til sem áætlaðar í
vinnuskjölum og hefðu ekki verið
ætlaðar til almennrar dreifingar.
Þórður Sveinbjömsson, fram-
kvæmdastjóri Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Öldunnar, sem sæti
á í samninganefnd yfírmanna, sagði
f samtali við Morgunblaðið, að ekk-
ert hefði verið rætt um laun
sjómanna á umræddum fundi. Rétt
væri að geta þess, að á þessum
fundi hefði komið fram, að miðað
við núverandi forsendur og verðlag
á olíu og eftir síðustu fiskverðs-
hækkun, væri gert ráð fyrir 9%
hagnaði útgerðar af tekjum. Þegar
olíuverð hefði verið hvað hæst hefði
olíukostnaður verið um 20% af
kostnaði en væri nú 8 til 8,5%.
Nauðsynlegt væri að þessa upplýs-
ingar kæmu einnig fram svo ekki
yrði hallað á annan deiluaðila í
fréttaflutningi.