Morgunblaðið - 07.01.1987, Page 32

Morgunblaðið - 07.01.1987, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 Heather Gamble á Eskifirði í gær: Lauk lofsorði á bj örgiinar m enn Símamynd/Einar Falur Hjalti Sigurðsson sem stjómaði björgnnaraðgerðum og Heather Gamble í brúnni á Sæljóninu. Eskifirði, frá Benedikt Stefánssyni, blaða- manni Morgnnblaðsins HEATHER Gamble, systir Mark Books 2. stýrimanns á tankskipinu Synetu telur að óaðfinnanlega hafi verið stað- ið að björgunaraðgerðum þegar skipið fórst við eyna Skrúð I mynni Fáskrúðsfjarð- ar á jóladag. Hún sagði að afskiptaleysi breskra stjórn- valda og villandi fréttaflutn- ingur fjölmiðla hafi aukið mjög á vanlíðan ættingja skipverjanna. Hafa þeir ekki getað fengið upplýsingar um rannsókn slyssins hér á landi né hvar lík ástvina þeirra væru niður komin. Gamble vísar á bug öllum getgátum um að áhöfnin hafi gert sigl- ingafræðileg mistök né að bilun í tækjabúnaði sé skýr- ingin á því að Synata villtist af leið og strandaði. „Heimsóknin hefur sannfært mig um að allt var gert sem í mannlegu valdi stóð til að bjarga áhöfninni," sagði Gamble. „Eftir stendur að enginn getur útskýrt hvemig vanir sjómenn gátu silgt skipi í strand á þessum stað né hvers vegna áhöfnin yfírgaf skipið í slíkum flýti og stökk út í opinn dauðann. Viðbrögð tals- manna útgerðar Synetu í Liverpool og afskiptaleysi stjómvalda verður mér hvati til að krefjast opinberrar rann- sóknar á slysinu í Bretlandi." Gamble hitti í gær að máli stjómanda björgunaraðgerð- anna Hjalta Sigurðsson, sem rakti fyrir henni hvemig að henni var staðið. Einnig ræddi hún við íjölda björgunarmanna meðal annars Grétar Rögn- valdsson skipstjóra á Sæljóninu, sem náði Mark bróður hennar um borð röskum klukkutíma eftir að áhöfnin yfírgaf skipið. Mark var þá enn með lífsmarki, en allar lífgunartilraunir reynd- ust árangurslausar. „Heimsóknin er í mínum aug- um árangursrík. Við höfum ekki fram á þennan dag fengið hald- bæra vitneskju um það sem gerðist þessa nótt nema í gegn- um fjölmiðla f Bretlandi og það hefur allt verið fullt af missögn- um, mótsögnum og uppspuna. Það er vissulega hræðileg reynsla að koma á vettvang at- burða sem snerta mann á þennan hátt en ég varð að koma,“ sagði Gamble. „Af lýsingu sjónarvotta dreg ég þá ályktun að þama hafí verið mikil brotalöm í öryggis- málum áhafnarinnar. Af reynslu minni sem sjómaður veit ég að hafíð er hættulegasti vinnustað- ur sem til er og það má ekkert til spara að tryggja öryggi áhafnarinnar. Að mínu mati ættu allir sjómenn sem sigla um þetta hafsvæði að vera útbúnir björgunarsamfestingum sem hefðu sennilega getað bjargað mörgum mannslífum í þessu til- felli.“ Gamble hyggst með fulltingi John Prescott þingmanns breska Verkamannaflokksins knýja á um að fram fari í Bret- landi opinber rannsókn á slys- inu. Hún telur að rannsóknin þurfí að leiða í ljós hveijir séu hinir raunverulegu eigendur Synetu og hvort þeir hafí staðið við skyldur sínar í því að tryggja sjóhæfni skipssins og öryggi áhafnarinnar. „Ég tel mig vita af eigin reynslu að undir venjulegum kringumstæðum á slík ekki að geta komið fyrir sjómann. Jafn- vel þó bilun hafí verið um borð og skipveijar ókunnir á þessum slóðum getur það ekki útskýrt þennan atburð. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að aldrei verður hægt að komast endan- lega til botns í því hvað olli slysinu. Hins vegar er það þess virði að rannsaka slysið ofaní kjölinn til að girða megi fyrir að slíkur atburður endurtaki sig,“ sagði Heather Gamble. Beiðni komin um að flytja lík skipverja Synetu til Englands Breskur þingmaður hefur krafist opinberrar rannsóknar BEIÐNI barst til íslenskrar út- fararstofu í gærkvöldi um að flytja lik þeirra sjö skipverja, sem fundust af flutningaskipin Syneta, til Englands en líkin hafa verið í líkhúsi rannsóknarstofn- unar Háskólans i veirufræði frá því réttarkrufning fór fram fyrir áramótin. Beiðni þessi barst fyrir milligöngu útfararstofu í London frá því fyrirtæki í London sem sá um að manna Synetu fyrir hönd útgerðar skipsins sem skráð er í Gibraltar. Sýslumaðurinn á Eskifirði fór fram á réttarkrufningu á líkum skipveijanna sem fundust eftir að Syneta fórst við Skrúð, en alls fór- ust 12 menn með skipinu. Aður hafði John Taylor, forstjóri þess fyrirtækis í Bretlandi sem mannaði skipið, borið kennsl á líkin. Lik mannanna voru send til rannsókn- arstofnunar Háskólans til krufning- ar 27. desember. Að sögn Jóhannesar Bjamasonar yfírlæknis þar var réttarrannsókninni lokið um áramótin og dánarvottorðin undir- rituð og þá hefði mátt flytja líkin til Bretlands en enginn hafði í gær enn sem komið var haft samband við stofnunina þess efnis. Vaninn í svona tilvikum er að útgerðarfélög eða sendiráð sjái um að láta flytja lík til síns heimalands og hafí þá samband við útfararstof- ur í heimalandinu sem síðan hafí samband við útfararstofur í því landi sem líkin eru. Davíð Ósvalds- son hjá Líkkistuvinnustofu Eyvind- ar Ámasonar staðfesti við Morgunblaðið að í gærkvöldi hafí þeim borist beiðni um að sjá um flutning á skipveijunum á Syneta til Bretlands. Systir stýrimannsins á Syneta er nú stödd hér á landi eins og fram kemur á öðmm stað í Morgun- blaðinu, og í samtali við blaðið á þriðjudag sagði hún að ekkert sam- band hefði verið haft við fjölskyldu hennar af opinberri hálfu vegna slyssins utan að lögregla tilkynnti henni um strand Synetu og að bróð- ir hennar væri talinn af. Morgun- blaðinu tókst ekki í gær að ná í John Taylor, sem komið hefur fram sem fulltrúi útgerðarfélags Synetu, í gær en Steven Parrett, sá starfs- maður breska sendiráðsins í Reykjavík sem fylgst hefur með Synetamálinu, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa talað við John Taylor í gærmorgun sem hefði sagt sér að hans fyrsta verk, þegar hann kom aftur til Bretlands að loknum sjóprófum á Eskifírði vegna slyss- ins, hefði verið að hafa samband við ættingja SKÍpveijanna og til- kynna þeim hvaða lík hefðu fundist. Og í tilfelli stýrimannsins Mark Brooks, hefði verið haft samband við foreldra hans. Breski þingmaðurinn John Pres- cott, sem situr á þingi fyrir Verkamannaflokkinn í Hull, hefur krafíst opinberrar rannsóknar á strandi Synetu og að sú rannsókn fari fram í Bretlandi en ekki Gi- braltar þar sem skipið er skráð. Prescott þessi tók meðal annars þátt í viðræðum Breta og íslendinga fyrir 10 árum til lausnar þorska- stríðsins. í samtali við Morgunblaðið sagði Prescott að hann krefðist þessarar rannsóknar á þeirri forsendu að skipið væri breskt og þar um borð hefðu verið breskir þegnar. Hins- vegar væru lagalegar flækjur vegna tengsla Bretlands og Gibraltar því þó Gibraltar væri í orði kveðnu í sambandi við Bretland og að hluta undir lögum þess, væri þama grátt svæði að ræða og því lögfræðilegt álitamál hvort Gíbraltar eigi að stjóma rannsókninni eða Bretland. Prescott sagði að verið væri að undirbúa fyrir sig lögfræðilega álitsgerð um ábyrgð bresku stjóm- arinnar í þessu máli. Prescott sagði að þrátt fyrir sjó- prófíð á íslandi væri mörgum spumingum enn ósvarað, svo sem hversvegna slysið varð, hvort staða þess hafí verið rétt, hvort vaktmað- ur hafí verið á verði, hvort skipið hefði rétt mannað og rétt stjómað. En það væri í höndum yfírvalda í Gibraltar að ákveða hvort og þá hvar frekari rannsókn fer fram. Þegar Morgunblaðið spurði Prescott hvers vegna hann hefði farið fram á þessa rannsókn svar- aði hann: „Ég var sjómaður í 10 ár og hef alltaf barist fyrir hags- munum sjómanna. Breska ríkis- stjómin hefur verið að hvetja skipaeigendur til að færa skráningu skipa til staða eins og Gíbraltar og þetta atvik hefur varpað ljósi á veilumar í slíku. Breski kaupskipa- flotinn hefur minnkað á síðustu árum úr 1200 skipum í um það bil 600 og skipunum fækkar óðfluga. Við höfum sagt sjóminni að eyja eins og Bretland geti ekki lofað flota sínum að flytja úr landi ef svo má segja og það var raunar leiðari í dagblaðinu The Guardian um þetta í dag,“ sagði John Prescott. Varnarliðið fylgd- ist ekki með Syneta VARNARLIÐIÐ á Keflavíkur- flugvelli hefur borið til baka fréttir um að það hafi fylgst sérstaklega með flutningaskip- inu Syneta á ferð þess hingað til lands fyrir jólin, en getgátur um það hafa birst í breskum fjölmiðlum undanfarna daga. Friðþór Eydal blaðafulltrúi vamarliðsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að flugvélar varnarliðslins hefðu ekkert eftirlit haft með Syneta og vamarliðinu hafí ekki verið tilkynnt um eftirlit annara aðila með skipinu. Eina flug vamarliðsins 25.desember hafi verið við leit og björgun skip- veijanna af ms. Suðurlandi og eftirlitsflugvélar varnarliðsins hafi ekki verið að störfum fyrir austan land síðustu dagana fyrir slysið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.