Morgunblaðið - 07.01.1987, Page 33

Morgunblaðið - 07.01.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 33 Ríkisspítalar 1985: Nýtt sljórnkerfi tekið í notkun Framkvæmdir hófust við K-byggingn í ársskýrslu Ríkisspitala fyrir árið 1985, sem er nýkomin út, segir, að nýtt stjórnkerfi hafi verið tekið upp á því ári. Sam- kvæmt hinu nýja stjórnskipulagi er starfseminni skipt i 14 svið eftir sérgreinum og eðli starf- seminnar. Sviðum er skipt i blokkir (skorir) sem siðan skipt- ast í deildir. Hveiju sviði er stjórnað af framkvæmdastjóra, sem ber ábyrgð gagnvart for- stjóra og stjórnarnefnd. For- stöðulæknar eru yfirmenn blokka. Aðalmarkmið stjórnkerf- isbreytingar er sögð að flytja ákvarðanatöku eins nálægt meinslækningadeild flytji í hið nýja húsnæði í árslok 1988. Af nýjum verkefnum nefnir skýrslan undirbúning að aðgerðum vegna áunninnar ónæmisbæklunar, eyðni, mótefnamælingar og rann- sóknir. Keypt var hús Vörumarkað- arins við Armúla og er ætlunin að rannsóknarstofa í veirufræði flytji starfsemi sína þangað. Legudagar á legudeildum vóru 370,485 1985 eða 3,45% færri en 1984. Tvær ástæður valda: styttri meðallegutími og lengri lokanir nokkurra deilda vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Á dagdeildir komu 3,840 sjúklingar, fjölgaði um starfsvettvangi og frekast er unnt, auka skilning á verðmæt- um og aðgæzlu í meðferð fjármuna. Fjárhagsleg ábyrgð yfirmanna sviða, skora og blokka var aukin. Á árinu var hafist handa við K-byggingu, sem ætlað er að hýsa stoðdeildir Ladspítala, svo sem krabbameinslækningadeild, rönt- gen- og myndgreiningardeild, skurðdeild, dauðhreinsun áhalda og búningsherbergi starfsfólk. Ákveð- ið er að K-bygging verði reist í tveimur áföngum. í framkvæmdaá- ætlun er gert ráð fyrir að krabba- 5,5%. Á almennri göngudeild Landspítla vóru skráðar rúmlega 25 þúsund komur, á göngudeild krabbameinslækninga 10.673 kom- ur og á göngudeild húðlækninga- deildar 4.160. Fjöldi röntgenrann- sóknar var 40,230 1985. Heildarfjöldi rannsókna á rann- sóknarstofum var 847,738. Fjöldi sónarskoðana á Kvennadeild jókst úr 6,500 í 7,000. Bókfærður rekstrarkostnaður Ríkisspítala 1985 var 1,959 milljón- ir króna. Þar af var launakostnaður 1,228 m.kr. eða tæp 63%. Bók- færðar sértekjur vóru 202 m.kr. HLUTFALLSLEG SKIPTING SJÚKLINGA 1985 EFTIR KJÖRDÆMUM LANDSINS Morgunblaðið/pþ Þorvaldur Jónsson formaður Björgunarsveitarinnar Oks fyrir fram- an hinn nýja sjúkra- og leitarbíl. Björgunarsveitin Ok Borgarfirði: Nýr sjúkra- Borgarfirði. í desember sl. fékk Björgunar- sveitin Ok nýjan sjúkrabíl, sem jafnframt er unnt að breyta með stuttum fyrirvara í leitarbíl fyrir 12 manns. Bfllinn er af Chervolet-tegund, árgerð 1981. Áður átti Björgunar- sveitin Ok annan bíl, sem var seldur, þegar þessi var keyptur. Sá bíll var eingöngu sjúkrabíll og kemur þessi nýi því í góðar þarfir, þegar skipu- leggja þarf leit og flytja leitarflokka á milli staða. Um 13-20 útköll eru á ári hjá Björgunarsveitinni. Sagði Þorvald- ur Jónsson í Reykholti, formaður og leitarbíll sveitarinnar, að það væru sjúkraút- köll, leitarbeiðnir og margs konar aðstoð önnur, sem sveitin veitti. Björgunarsveitin hefur aflað fjár undanfarið til kaupa á bifreiðinni með þvi að selja jólatré og með gæslu á útihátíðinni í Geirsárbökk- um í Reykholtsdal. Þá eru og árgjöld félaga, sem eru á milli 80-90, auk stuðnings frá hreppun- um. Björgunarsveitin Ok var stofnuð 18. febrúar 1967 og verður því 20 ára í febrúar nk. Starfsvettvangur sveitarinnar er norðan Skarðheiðar og að Hvítá. - pþ Borgarspítalinn: Morgunoiaoio/PorKeu Frá fundi starfsfólks Borgarspítalans. Sigrún Knútsdóttir formaður starfsmannaráðs Borgarspítalans er í ræðustól. Starfsfólk mótmælir sölu spítalans og skipan nefndar Starfsfólk Borgarspítalans hélt fund i gær vegna fyrirhugaðrar sölu spítalans. Rætt var hvernig réttindi starfsfólks yrðu best tryggð og sjálfstæði spítalans varðveitt. Á fundinum voru sam- þykktar ályktanir þar sem sölu spítalans og skipanar nefndar á vegum heilbrigðisráðherra er mótmælt. Rætt var um möguleg rekstrar- form spítalans, þar á meðal að spítalinn yrði gerður að sjálfseign- arstofnun, og lýsti Logi Guðbrands- son frarnkvæmdastjóri Landakots- spítala því fyrirkomulagi, en Landakotsspítali var gerður að sjálfseignarstofnun 1976 er ríkið keypti spítalann. Þá var rætt um réttindi starfsfólks, svo sem lífeyris- sjóð, orlofshús og fleira og hvernig þau réttindi yrðu best tryggð. í lok fundarins voru þessar ályktanir samþykktar samhljóða: „Starfsmenn ítreka enn mótmæli sín gegn sölu Borgarspítalans til ríkisins enda er ekkert sem bendir til að nein hagkvæmni fengist í rekstri spítalans né að þjónusta við Leiðrétting í frétt í blaðinu í gær var mis- hermt að myndir væru teknar á jólatrésskemmtun hjá Sláturfélagi Suðurlands. Hið rétta er að mynd- imar voru teknar á jólatrésskemmt- un hjá Plastprenti. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. sjúklinga yrði betri þótt ríkið yfir- tæki reksturinn. Starfsmenn telja að ef Reykjavík- urborg heldur eftir 15% eignarhluta í Borgarspítalanum við hugsanlega „sölu“ á spítalanum til ríkisins sé spítalinn lögum samkvæmt sjúkra- hús í eigu sveitarfélags og ætti því að vera áfram undir stjóm sjúkra- stofnana Reykjavíkurborgar. Núverandi stjómskipulag sjúkra- hússins er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 30.2. frá 1983 og gildir einnig, þótt ríkið yfirtaki eignarhluta í sjúkrahúsinu að 85%. Sjálfstæði spítalans yrði áfram tryggt og starfsmenn spítal- ans yrðu áfram starfsmenn Reykjavíkurborgar eins og þeir óska. Verði hins vegar af sölu leggja starfsmenn áherslu á að tryggja verði sjálfstæði spítalans með öllum ráðum, þannig að stjómun hans fari á engan hátt undir stjómar- nefnd ríkisspítalanna. Slíkt sjálf- stæði yrði væntanlega best tryggt með myndun sjálfseignarstofnunar um rekstur Borgarspítalans. Starfsmenn leggja einnig áherslu á, ef af sölu verður, að öll réttindi starfsmanna verði tryggð, bæði hvað varðar launakjör, starfsaldur, lífeyrissjóðsréttindi og önnur rétt- indi, auk þess sem eignarhluti félaga, í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, bæði í sjóðum og öðrum eignum félagsins, verði tryggður þeim.“ „Almennur fundur starfsmanna Borgarspítalans haldinn 6.1. 1987 lýsir furðu sinni á, og mótmælir, skipan nefndar á vegum heilbrigðis- ráðherra, sem ætlað er að fjalla um rekstrarfyrirkomulag Borgarspítal- ans í framtíðinni. Vakin er athygli á því að starfsmanna- og læknaráð hafa með bréfi dagsettu 31.12. 1986 leitað eftir viðræðum við full- trúa ríkisvalds og borgarstjómar varðandi framtíðarrekstur og rekstrarform Borgarspftalans. I þessu sambandi var tilnefnd sérstök fímm manna viðræðunefnd en eng- ar formlegar viðræður hafa enn átt sér stað. I ijósi þessa telur fundur- inn óeðlilegt að einstakir starfs- menn Borgarspítalans taki þátt í störfum framangreindrar nefndar heilbrigðisráðherra." Barna jazzballettskóli í Suðurveri Nýtt hjá JSB Opnum 5 og 6 ára deildir einu sinni í viku, 6 vikna annir. Gjald kr. 1.500,- Kennari: Bára Magnúsdóttir. Innritun í síma 83730.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.