Morgunblaðið - 07.01.1987, Side 36

Morgunblaðið - 07.01.1987, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 (Jr mynd Bíóhússins, Strákurinn sem gat flogið. Fljúgandi furðukrakkar Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Strákurinn sem gat flogið (The Boy Who Could Fly). Sýnd í Bíóhúsinu. Stjörnugjöf: ☆ ☆'/2. Bandarisk. Leikstjóri og handritshöfundur: Nick Castle. Framleiðandi: Gary Adelson. Tónlist: Barbara Miller. Kvik- myndataka: Steven Poster og Adam Holender. Helstu hlut- verk: Lucy Deakins, Jay Underwood, Fred Savage og Colleen Dewhurst. Strákurinn sem gat flogið er ekki súperensk unglingamynd þótt nafnið gæti bent til þess, heldur þvert á móti hugljúf og elskuleg og stundum hæfilega væmin dæmisaga um ástina, fjöl- skylduna, drauma og þrár og hvers maður getur verið megnug- ur ef maður aðeins elskar nógu heitt og þráir nógu sterkt að gera hlutina. Maður getur jafnvel flog- ið þótt það sé yfirleitt aðeins bundið við draumaverksmiðjuna Hollywood. Með sinn mjög svo uppbyggj- andi boðskap að leiðarljósi dregur handritshöfundurinn og leikstjór- inn, Nick Castle, uppúr pússi sínu dæmigerða ameríska millistéttar- Qölskyldu í kröggum. Að vísu nýtur hún ekki heimilisföðurins því hann er iátinn úr krabba- meini, mömmunni gengur ekki vel að fóta sig á vinnumarkaðinum eftir margra ára húsmóðurstörf, dóttirin passar ekki í nýja skólann og litli sonurinn á við erfíð tilvist- arvandamál að stríða. Og ná- granni þeirra er einrænn strákur sem er haldinn þeirri dellu að hann geti flogið. Og það er ekki bara della. Castle lætur sig ekki muna um að stíga skrefíð til fulls og láta hann fljúga mitt í raunsæi fjöl- skylduerfíðleikanna. Castle tekst einmitt að setja saman á skemmti- legan hátt raunsæið og draumór- ana svo úr verður dramatísk ævintýramynd fyrir alla fjölskyld- una, sem lætur sig varða um viðfangsefni sitt en fer ekki með það eins og fímmaurabrándara. Og ekki má gieyma ástarsögunni á milli dótturinnar Milly og flug- drengsins Eric, sem rís bókstaf- lega í hæstu hæðir. Síðasta mynd Castle, The Last Starfígther, var ágæt gaman- mynd um strák sem átti vingott við geimverur og í henni blandaði Castle líka skemmtilega saman ævintýrinu og hversdagleikanum. Hann vinnur vel með krökkunum í þessari mynd, þeim Lucy Deak- ins og Jay Underwood, sem leika dótturina og flugstrákinn, Colleen Dewhurst túlkar vel skilningsríka og hjartagóða kennslukonu og Louise Fletcher bregður fyrir í örlitlu hlutverki indæls sálfræð- ings. Strákurinn sem gat flogið gæti vel snert hjörtu manna á góðum degi ef þeir trúa á ævintýrið og drauma sem kannski rætast. Andartak Lúkasar Hetjan Hávarður og Lea Thompson í myndinnl um Hávarð önd. Hetjan Hávarður (Howard the Hero). Sýnd i Laugarásbíó. Stjömugjöf: ☆ Bandarísk. Leikstjóri: Will- ard Huyck. Handrit: Willard Huyck og Gloria Katz, byggt á vinsælum teiknimyndasögum eftir Steve Gerber. Framleið- andi: Gloria Katz. Fram- kvæmdastjóri: George Lucas. Kvikmyndataka: Richard M. Kline. Helstu hlutverk: Lea Thompson, Jeffrey Jones, Tim Robbins og Ed Gale, sem leikur Hávarð önd. Það þarf hugmyndaflug til að setja eitthvað eins og vindilreykj- andi og síblaðrandi önd í aðal- hlutverk, jafnvel þótt menn eigi ýmsu að venjast frá Hollwyood. Eftir það hefur hugmyndaflugið þrotið hjá þeim sem gerðu brellu- myndina Hetjan Hávarður, sem hét Hávarður önd áður en fór að halla undan fæti hjá henni úti í Ameríku. Það er ósköp lítið vit í þessu nýjasta afsprengi tengdu George Lucas. Vinur hans Willard Huyck Ieikstýrir og skrifar handritið að myndinni ásamt framleiðandan- um Gloriu Katz en eins og við var að búast taka persónur hennar að drukkna í sérstökum tækni- brellum Lucas-fyrirtækisins Industrial Light and Magic um hléleytið og söguþráðurinn, sem var heldur kindarlegur fram að þvf, verður bókstaflega ókindar- legur þegar geimskrýmsli hyggst hrifsa til sín völdin á Jörðinni. Ekki þannig að mikil eftirsjá sé að persónunum. Titilpersónan, öndin Hávarður, er að vísu engin venjuleg brabra en í höndunum á Huyck og Katz er hún nánast eins athyglisverð og hver önnur önd á Tjöminni í Reykjavík. Þessi ameríska teiknimyndahetja er svona Jón Jónsson á sinni egglaga plánetu en fyrir tæknileg mistök er henni skotið á Jörðina úr And- arheimi og hún tekur að sér að bjarga Jarðarbúum frá tortímingu þegar við blasir að sömu tækni- legu mistökin muni draga til sín margfalda vítisdjöfla af himnum ofan, sem hafa á stefnuskránni að þurrka út lífíð á Jörðinni. Minna má það ekki vera. En Hetjan Hávarður verður aldrei neitt meira en einskonar leikin teiknimynd. Tæknibrellumar eru að vísu vel gerðar en hver hefur ekki fengið nóg af þeim. Persón- umar eru hverri annarri ómerki- legri og einhliða en öndin dregur auðvitað mesta athyglina að sér áður en ILM stelur senunni, ekki bara af því hún þykist vera fynd- in og skemmtileg og nöldrar og þvargar yfír að vera lent á Jörð- inni, heldur vegna þess að hún er það sem hún er, ÖND. Tilraun- ir til að skapa einmana- og samkennd með henni líkt og E.T. forðum mistakast eða það vinnst ekki tími til þess vegna tækni- brellanna. Hún býr ekki yfír nokkrum töfrum eða Ieyndardóm- um en er eitthvað furðufrík, sem maður vonar bara að komist sem fyrst heim til sín aftur. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Framhaldsaðalfundur Sjálfstæðisfélagsins í Keflavík verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar kl. 20.30 í Glaumbergi, efri sal, að Vesturbraut, Keflavík. Dagskrá: f. Aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Önnur mál. Mætum öll. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélag Borgarfjarðar minnist 20 ára afmælisins nk. laugardag þann 10. janúar 1987 í Sjálfstæðishúsinu Borgarnesi. Opið hús verður frá kl. 15.00-19.00. Allt sjáifstæðisfólk hjartanlega velkomiö. Aðalfundur sjálfstæðis- félags Skagafjarðar verður haldinn í Höfðaborg, Hofsósi föstudaginn 9. jan. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. Kosning fulltrúa á landsfund. Önnur mál. Pálmi Jónsson, Vil- hjálmur Egilsson og Karl Sigurgeirsson mæta á fundinn. Stjórnin. Framtíðarsýn Hádegisverðarfundur Stefnis FUS verður haldinn á veitingahúsinu A. Hansen í Hafn- arfirði laugardaginn 10. janúar kl. 12.00. Efni fundarins er framtíðarsýn Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæöisflokksins. Allir velkomnir ungir sem aldnir. Stefnir. Vestlendingar Aðalfundur kjördæmisráös sjálfstæðis- félaganna i Vesturlandskjördæmi verður haldinn í Hótel Stykkishólmi föstudaginn 16. janúar kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjörnefnd og stjórn leggja fram tillögu að framboðslista fyrir komandi alþingis- kosningar. 3. Friðrik Sófusson alþingismaður, vara- lormaöur Sjálfstæöisflokksins mætir á fundinn og ræðir um stjórnmálaviðhorf- in. 4. Önnur mál. Atlantshafsbandalagið ídag Fimmtudaginn 8. janúar heldur Samband ungra sjálfstæðismanna umræðufund um Atlantshafsbandalagiö, stöðu þess I dag o.fl. Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður gestur fundarins dr. Gunnar Pálsson er starfar hjá alþjóöastjórnmáladeild Nato í Brussel. Allir velkomnir. Stjórnin. Stjórnin. Stjórn SUS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.