Morgunblaðið - 07.01.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.01.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 Minning: Bjami V. Björns- son bifreiðarsijóri Fæddur 14. nóvember 1925 Dáinn 27. desember 1986 Við fréttum það á laugardaginn þ. 27. desember sl. að vinur okkar og félagi Bjami Vestmar Bjömsson hefði látist þá um morguninn. Hann hafði ekki gengið heill til skógar nú um nokkurt skeið, en samt hef- ur hann verið á ferðinni um bæinn, eins og venjulega áður, allt fram undir það síðasta. í seinni tíð mátti oft hitta Bjama á bryggjunni, en í því umhverfi var hugur hans og starf hin síðari ár. Þar hitti hann sína vinnufélaga og vini. Og þar frétti hann hvemig gekk hjá þeim er sóttu sjóinn. Það eru ekki margir dagar síðan við hittum Bjama síðast, reyndar ekki við beztu heilsu, en þó þokkalega hressan. Bjami Vestmar var alinn upp í Hafriarfírði í stórum systkinahópi á því rausnar- og myndarheimili Sjón- arhóli, en hann var fóstursonur þeirra sæmdarhjóna Bjöms Eiríks- sonar er lézt fyrir nokkrum árum og Guðbjargar Jónsdóttur. Heimili bjama var nær alla tíð á Sjónar- hóli. Og þar bjó hann einn af fjölskyldunni nú síðustu árin, eða eftir að gömlu hjónin fluttu þaðan, en Guðbjörg dvelur nú í hárri elli vel em á Hrafnistu hér í Hafnar- fírði. Samband Bjama og Guðbjarg- ar- hefur alla tíð verið mjög náið. Það er athyglisvert að lesa um- mæli Bjöms Eiríkssonar í ævisögu sinni „Heill í höfn“ um son sinn Bjama, en þar segir; „Við gátum ekki eignast elskulegri né betri dreng en Bjama." Og þannig sáum við félagamir í FH Bjama og þekkt- um hann. Bjami var alla tíð einhleypur. Lengst af stundaði hann leigubíla- akstur á G-505, sem allir eldri „Gaflarar" þekktu svo vel, og þá ekki síst við í FH, því oft var hann fenginn til að skjótast með hóp ungmenna út fyrir bæinn í leik eða á æfíngu. Það var reyndar Iengst af hans mesta og bezta áhugamál, að fara að horfa á íþróttaleiki í handknattleik og knattspymu. Hann var í mörg ár fastagestur í Hálogalandi og á gamla góða Mela- vellinum, þar sem hann átti sinn fasta sess. Bjami fylgdi ákafur eft- ir „Gullaldarliði FH“ í handknatt- leiknum en í knattspymunni stóð Bjami með Skagamönnum eins og margur Hafnfírðingurinn gerði á þeim tíma. Enda vom einhveijir þræðir þama á milli og margir telja þetta vinsælustu og bestu lið íslenzkrar íþróttasögu. A þessum bestu árum Bjama var hann mjög virkur í starfí fyrir FH. Félagið og FH-ingar nutu rejmdar einstakrar velvildar hjá fjölskyld- unni á Sjónarhóli eins og Hafnfírð- ingar og íþróttaáhugafólk þar í bæ þekkir svo vei. Það verður seint þökkuð sú rausn og hvatning sem FH fékk þar á heimilinu, til efling- ar heilbrigðu og öflugu æskulýðs- starfi í Hafnarfírði. Eftir að Handknattleikssamband íslands var stofnað var Bjami full- trúi FH þar um nokkurra ára skeið og sat þá m.a. í landsliðsnefnd. Vom þetta honum minnisverð og góð ár. Bjami var sæmdur mörgum heið- urs- og starfsmerkjum fyrir störf sín að íþróttamálum, m.a. bar hann 25 ára starfsmerki FH. Þá fylgdi hann ávallt með í hópi vina sinna úr „Gullaldarliði FH“ í handknatt- leik, sem oft hefur verið svo hressilegur blær jrfír og lyfti FH upp í „æðra veldi“ eins og Gísli heitinn „Pól“ komst svo skemmti- lega að orði í 30 ára afmælisriti FH. Með þessum orðum kveðjum við vin okkar Bjama Vestmar hinztu kveðju og þökkum allt gamalt og gott. Við vottum aldraðri móður og allri fjölskyldunni dýpstu samúð. Fimleikafélag Hafnarfjarðar Sólbaðsstofan Ánanaustum Aerobic-leikfimi Sérsalur Námskeið hefjast laugardaginn 3. janúar Tækjasalur Eimgufa Góðir Ijósabekkir Leiðbeinendur í sal Heilsubar — kaffistofa Opnunartími: Mánud. — fimmtud. kl. 10—22 Föstud. kl. 10—20 Laugard. og sunnud. kl. 10—17 RŒKTIW Sólbaðsstofan, Ánanaustum 15, Reykjavík, sími 12815 í dag verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfírði Bjami Vestmar Bjömsson frá Sjónarhóli, en hann andaðist í Borgarspítalan- um aðfaranótt laugardags, þann 27. desember, eftir ekki Ianga, en stranga sjúkdómslegu. Hann hafði nokkuð langan tíma gengið með þann sjúkdóm sem læknavísindin ráða ekki ennþá við, og varð honum nú að aldurtila. Aðfangadagskvöld jóla var hjá okkur á Suðurgötu 36 nú með nokk- uð öðrum blæ en venja hefur verið, en af hveiju? Hann Bjami á Sjónar- hóli kom ekki í heimsókn nú þetta kvöld, en það hafði verið föst hefð hans að koma og dvelja hjá okkur nokkra stund, enda var hann sér- staklega kærkominn. Hann bar ávallt með sér þessa sérstöku gleði og græskulaust gaman sem ein- kenndi hann alltaf og smitaði út frá sér til þeirra er hann hafði kynni og samskipti við. Þegar Bjami kom í þessar jóla- heimsóknir til okkar og synir okkar voru á yngri árum þá brást það ekki að jólapakkar voru með í ferð- inni. Þannig var Bjami, sérstaklega bamgóður, enda nutu bömin þess að vera í návist hans. Veit ég að systkinabömin og svo þeirra böm áttu einlægan frænda og sannan vin þar sem Bjami var. Það fer ekki hjá því að ég minnist minna æskuára, þegar Sjónarhóls- systkinin voru ung og öll fjölskyldan til heimilis á Sjónarhóli og þá fyrst og fremst minnist ég þeirra í gamla timburhúsinu, húsrými var þar ekki mikið en hjartarýmið hjá húsráð- endum ærið nóg og þess vegna leið vart sá dagur hér áður fyrr að ég legði ekki leið mína á Sjónarhól og þá annaðhvort gangandi eða hjól- andi. Foreldrar Bjama vom þau sæmd- arhjón Guðbjörg Jónsdóttir frá Bárugerði og Bjöm Eiríksson skip- stjóri og síðar bifreiðarstjóri. Bjöm lést fyrir nokkrum árum, en Guð- björg dvelur á Hrafnistu hér í Hafnarfírði. Bjami var elstur sex barna þeirra Guðbjargar og Bjöms. Hann var kjörsonur þeirra og leit alltaf á sig sem son þeirra og böm þeirra sem systkini sín, þessi skiln- ingur mun hafa verið gagnkvæmur. Systkini hans em Bára, Guðlaug Berglind og Bragi, öll gift og bú- sett í Hafnarfírði, Jón Boði giftur og búsettur í Garðabæ og Birgir giftur og býr á Akureyri. Bjami ólst upp við mikið ástríki og umhyggju foreldra sinna og systkina, enda hefur hann vissulega endurgoldið þeim umhyggjuna með góðvild sinni og greiðvikni í hvívetna og þá ekki síst Guðbjörgu móður sinni og móðursystur minni, sem hann reyndist alla tíð á þann veg að til sérstakrar fyrirmyndar var. Bjami starfaði um árabil sem leigubifreiðarstjóri og mun hafa notið mikilla vinsælda í því starfí bæði hjá viðskiptavinum sínum og þá ekki síður hjá starfsfélögum, sem ég veit að mátu hann mikils. Bjami mun á sínum 40 ára ferli sem bifreiðarstjóri hafa verið sérstak- lega lánsamur í því starfí. Hin síðari ár starfaði hann hjá Bæjarútgerð Hafnaríjarðar við akstur og önnur störf. Hvarvetna þar sem Bjami starfaði naut hann óskoraðs trausts og virðingar starfsfélaga sinna og yfírmanna. Fimleikafélag Hafnarfjarðar naut í ríkum mæli starfskrafta Bjama, hann var sannur og traust- ur félagi í FH og starfaði mikið að félagsmálum þar við ýmis íþrótta- mót og kappleiki sem félagið tók þátt í. Hann starfaði þar af eldleg- um áhuga fyrir framgangi félagsins á hinum ýmsu sviðum íþrótta en handboltinn mun þó ávalt hafa ver- ið í fyrirrúmi. Bjami var alveg sérstaklega góð- um eiginleikum gæddur allt frá bamsaldri, hann hélt óvenju góðu sambandi við skyldfólk sitt og vini og fór margar ferðir suður með sjó og þá fyrst og fremst í Bárugerði og í nágrennið þar í kring, til að hitta þar frændfóik og vini. I slíkum ferðum fyrr á árum voru þá oft foreldrar hans með og jafnvel systk- ini. Þetta sýnir vissulega þá sér- stöku kosti sem hann var í svo ríkum mæli gæddur. Allt þetta vina- og skyldfólk kveður hann nú með þökk og fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hans og hressandi við- móts, sem mætti manni ávallt, þegar hann gekk í bæinn. Eg bið Guðbjörgu móðursystur minni blessunar Guðs og styrks nú þegar sár söknuður leitar á hug- ann, en ég veit jafnframt að hún á í svo ríkum mæli þann trúarstyrk sem græðir sárin og hún á svo hugljúfar minningar sem munu ylja henni um hjartarætur sem og ást- vinum hans öllum um ókomna framtíð. Eg og fjölskylda mín öll kveðjum nú þennan einlæga og trygglynda frænda okkar með mikilli eftirsjá og söknuði og biðjum honum farar- heilla á þeirri vegferð, sem hann hefur nú hafíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guðl. B. Þórðarson Vinur minn, Bjami Bjömsson, bifreiðastjóri á Sjónarhóli, er horf- inn. Af sjónarsviðinu hverfur þekktur hafnfírskur borgari, maður sem ekki mátti vamm sitt vita og var reiðubúinn að leysa hvers manns vanda, er til hans leitaði. Um áratuga skeið hefí ég átt Bjama að vini. Við vorum sam- heijar víða, á íþróttasviðinu, í stjómmálum. Bjami var FH-ingur og mikill og eindreginn sjálfstæðis- maður, sterkur málsvari einstakl- ingsfrelsis. Þar sem Bjami var vissi ég af góðum og eindregnum stuðnings- manni, sem ótrauður flutti sameig- inlegar skoðanir og lét aldrei deigan síga, hvort sem hann sat í bifreið sinni eða sýslaði við önnur störf. Tryggan vin og traustan kveð ég og bið honum Guðs blessunar á landi lifenda. Eg sendi systkinum hans og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur. Matthías A. Mathiesen SVAR MITT eftir Billy Graham Gildi upprisunnar Hvers vegna er upprisa Jesú Krists mikilvæg? Upprisa Jesú Krists er mikilvægasti atburður mannkynssögunnar. Þar skildi á milli vonar og örvæntingar. Fyrst og fremst skiptir upprisa Krists miklu máli vegna þess að hún sýnir að dauðinn hefur verið sigraður. Dauðinn réðst óboðinn inn í þennan heim, því að Guð skapaði heiminn fullkominn. Uppreisn mannsins gegn Guði olli því að dauðinn kom til sögunnar. En í upprisu sinni sýndi Jesús Kristur að hinsti óvinur mannsins, dauðinn, hefði verið borinn ofurliði. Og það felur í sér að við, þú og eg, eigum vonina um eilíft líf. Eina ástæðan til að trúa á líf eftir dauðann er upprisa Jesú Krists. Vegna upprisunnar hefur hann gef- ið okkur fullvissuna um líf handan grafar og dauða, líf á himnum, öllum sem trúa á Krist. „Vér vitum að hann sem vakti upp drottin Jesúm mun einnig uppvekja oss ásamt Jesú og leiða oss fram ásamt yður“ (2. Kor. 4,14). Upprisan sannar líka að Jesús Kristur er sá sem hann sagðist vera, sonur Guðs. Hún sýnir að við getum treyst honum, jafnvel fyrir eilífri sáluhjálp okkar. Hún sýnir að dauði Jesú var ekki hörmu- legt slys heldur ráð Guðs til þess að veita okkur frelsun frá syndinni. Upprisa Jesú Krists leiðir í ljós að Guð samþykkti fóm Krists fyrir synd heimsins. En meginspumingin er þó þessi: Skiptir upprisa Jesú þig máli persónulega? Hefur þú nokkum tíma helgað þig Kristi, beðið hann að verða drottinn lífs þíns og treyst því að hann einn veiti þér hjálp- ræði? Hafír þú ekki gert það ættir þú að láta þessa stund verða slíka helgunarstund svo að þú megir þekkja vonina um himininn fyrir trú á Jesúm Krist. Jesús sagði: „Eg er upprisan og lífíð. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi, og hver sá sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífú deyja. Trúir þú þessu?" (Jóh. 11,25—26). ☆ ☆☆

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.