Morgunblaðið - 07.01.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.01.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987 45 Sigurði Jónssyni og elsta syni þeirra hjóna, Bjama, sem þá var 5 ára. Þetta sumar var einstaklega hlýtt og sólríkt í Svíþjóð og hvergi bar skugga á himininn né þá vináttu sem til var stofnað í hópnum sem þama var. Saman stigum við fyrstu erfiðu sporin sem útlendingar í framandi landi. í slíku umhverfi skapast mjög náin kynni og sam- hugur þar sem fólk verður að geta reitt sig hvert á annað og finnur jafnframt mikla þörf fyrir það að umgangast og standa saman sem íslendingar erlendis. Fjölskyldurnar aðstoðuðu hvetjar aðra við að koma sér fyrir og frístundunum var eytt í könnunarleiðangara, ferðir á bað- strandir, skógarferðir eða sam- verustundir á einhveiju heimili nýlendubúa, þar sem íslenskir siðir vom í heiðri hafðir. í þessum hópi var Fríða einstaklega trygglynd vinum sínum og hjálpsöm og ávallt tilbúin að deila kjörum sínum með öðrum. Hún var mjög dagfarsprúð kona að eðlisfari og skipti sjaldan skapi, hafði yfir sér ákveðið yfir- bragð og var ekki að eyða mörgum orðum í hlutina að óþörfu. Á sama tíma var hún glaðvær og sá jafnan erfíðleikana í nýju landi í skoplegu ljósi og miðlaði því til okkar með fáum vel völdum orðum. Fríða var jafnframt búkona hin mesta, enda af góðum bændaættum komin. Síðan eru nú liðin tíu ár. Tíu ár eru ekki langur tími í eilífðinni, en í lífí ungrar konu í blóma lífsins eru þau viðburðarík. Á þessum árum sem liðin eru urðu Fríða og Siggi þeirrar hamingju aðnjótandi að eignast 3 hrausta glókolla til við- bótar Bjama, sem áður var nefndur, þá Baldur sem fæddist 1977, Bárð fæddan 1979 ogBörk fæddan 1981. Smátt og smátt fluttist þessi ís- lendingahópur heim aftur, en Fríða og Siggi urðu eftir í Vánersborg, þar sem þau hjónin bjuggu strákun- um sínum fagurt og hlýlegt heimili. Nýir íslendingar hafa síðan flutzt á þessar slóðir og þá notið þeirrar þekkingar, reynslu og vinsemdar sem alla tíð hefur einkennt þessa fjölskyldu. Gamli hópurinn hefur alltaf hizt öðru hvoru þegar við höfum átt leið til Svíþjóðar og þá notið einstakrar gestrisni þeirra Sigga og Fríðu. í þessum heimsókn- um var margt spjallað, sagðar sögur frá íslandi, og minningar riíjaðar upp frá Svíþjóðartímanum. Fyrir tveimur árum fréttum við að mikill vágestur hefði barið að dyrum þessarar góðu fjölskyldu, þar sem Fríða hefði fengið þann sjúk- dóm, er síðar dró hana til bana. Fríða háði þetta stríð með ró og hugrekki og gaf aldrei upp þá von að þetta hlyti allt að bjargast. Vegna menntunar sinnar vissi hún þó vel gang illkynja sjúkdóms sem þessa og líkumar á lækningu. Við sem þekktum Fríðu vissum vel að hún óttaðist ekki endalokin sjálfrar sín vegna, en að hún átti afar erf- itt með að sætta sig við að hverfa svo snemma á braut frá eigimanni og drengjunum sínum §órum. Fríða kom til Islands í stutta heimsókn í nóvember sl. og áttum við þá ánægjulegar samverustundir. Víst vissum við að hún gekk ekki heil til skógar, en hún hafði enn yfír sér sitt rólynda og yfírvegaða fas eins og endranær. Ekki grunaði okkur þá að svo skammt væri eftir sem raun bar vitni. Nú er þessari baráttu lokið og Fríða horfín úr okkar röðum svo allt of snemma. Við kynntumst um sumar þegar sól stóð hæst á lofti og skiljumst nú þegar sólargangur er hvað skemmstur, en hátíð ljóss- ins, vonarinnar og trúarinnar gengur í garð. Um minningu Fríðu um því alltaf leika ljós hlýju og vonar um bjartari tíma, sem mun lýsa upp myrkur sorgarinnar. í bijóstum okkar er hlýja og þakk- læti vegna þeirra stunda, sem við áttum saman, fyrir hönd vinahóps- ins sendum við hugheilar samúðar- kveðjur til Sigga, strákanna svo og íjölskyldna þeirra allra. Jóhann Ág. Sigurðsson, Edda Benediktsdóttir. Útför Friðgerðar Frfmannsdóttir, hjúkrunarfræðings, fer fram á Ak- ureyri í dag. Með því að hrifsa Friðgerði Kveðjuorð: 00 Sigurður Olvir Bragason háseti frænku mína frá eiginmanni og ungum bömum í blóma lífsins, löngu áður en hún hefur lokið því lífstakmarki, sem flestum okkar er öllu æðra, að koma bömum okkar til manns, hefur almættið ennþá einu sinni sýnt okkur, hve örlögin geta verið grimm. Þó að okkur væri kunnugt um, að hún gengi með banvænan sjúkdóm, var ég alls ekki tilbúinn, að taka andláts- fregninni þegar hún barst okkur á aðfangadag jóla, en hún bjó í Van- ersborg í Svíþjóð, ásamt eiginmanni og fjórum sonum. Friðgerður fæddist 4. maí 1943, í Garðshomi á Þelamörk í Eyja- ^arðarsýslu, elst bama hjónanna Guðfinnu G. Bjamadóttur, sem fædd var á Hóli í Bolungavík í Norður-ísaijarðarsýslu, og Frímanns Pálmasonar bónda í Garðshomi, hann var Eyfirðingur að ætt og uppmna og átti heima í Garðshomi lengst af ævi sinnar. Þau Guðfínna og Frímann em bæði látin, en þau bjuggu í Garðs- homi hátt á þriðja tug ára. Eignuð- ust átta böm, sem þau komu öllum til manns og mennta. Sex þeirra lifa systur sína. Þar sem Friðgerður var elst í þessum stóra systkinahópi, kom það í henn- ar hlut að annast þau yngri og hafa forystu fyrir þeim, en það gerði hún á þann kyrrláta og hóg- væra hátt, sem henni einni var svo lagið. Þessi systurdóttir mín var mér alla tíð einkar kær, þó að lítt nyti hún þess frá minni hendi. Ég dvaldi á heimili foreldra hennar, þegar þessi fmmburður þeirra fæddist. Friðgerður var fyrsta og eina bamabamið, sem foreldrar okkar eignuðust á meðan bæði lifðu, en móðir okkar lést rétt tveimur mán- uðum eftir að þessi dóturdóttir hennar fæddist, hún var því látin bera hennar nafn. Eftir að hafa lokið venjuiegri skólagöngu og námi í hússtjómar- skóla fór Friðgerður til náms í Hjúkmnarskóla íslands og útskrif- aðist þaðann í október 1966. Eftir að hún lauk námi settist hún að á Akureyri og stundaði þar hjúkmna- rstörf og seinna í Reykjavík. Þann 18. október 1970 gengu þau í hjónaband, Friðgerður og eft- irlifandi eiginmaður hennar, Sig- urður Heiðar Jónsson, hjúkmnar- fræðingur. Þau byijuðu búskapinn á Akureyri, seinna fluttu þau til Reykjavíkur og stunduðu þar sína sérgrein. Til Svíþjóðar fluttu þau árið 1976 og hafa búið þar síðan. Synir þeirra heita: Bjami Heiðar 15 ára, Baldur Heiðar 9 ára, Bárður Heiðar 7 ára og yngstur er Börkur Heiðar 5 ára. Samband var alltaf milli æskuheim- ilis Friðgerðar og heimilis okkar hjóna, dóttir okkar fór ámm saman til sumardvalar í Garðshom og undi þar vel hag sínum, hjá bamgóðum hjónum og stómm hópi frændsystk- ina. Einhveija daga dvaldi Frið- gerður á heimili okkar, þegar hún hóf hjúkrunamámið. Á haustmánuðum 1975 gekkst ég undir skurðaðgerð á Landspítal- anum, en Friðgerður frænka mín vann þá þar. Þó ekki á þeirri deild, sem ég var á. Þannig kynntist ég þessari nærgætnu og umhyggju- sömu frænku minni best. Flesta daga þær vikur sem ég lá þama, kom hún til mín, þegar hún hafði lokið störfum, tók um hönd mína og settist við rúm mitt, oftast þögul, en ég fann umhyggjuna og kærleikann streyma frá henni til mín. Þessa ræktarsemi gat ég aldr- ei goldið Friðgerði frænku minni á meðan hún lifði og verð að láta nægja að gera það nú, við leiðarlok. Við öll, kona mín, dætur mínar og annað venslafólk þökkum henni alla tryggð, vináttu og kærleika á alltof stuttri vegferð og biðjum um blessun hins hæsta henni til handa, hinumegin við móðuna miklu. Við vottum sonum, eiginmanni, systkin- um, svo og öðrum vandamönnum samúð okkar og biðjum þann sem öllu ræður, að veita ykkur styrk í* sorginni. Hinn hæsta höfuðsmiður varðveiti Friðgerði frænku. Jón Ó). Bjarnason Fæddur 7. janúar 1965 Dáinn 25. desember 1986 Mig langar til að hafa örfá orð um frænda minn, Sigurð Ölvi Bragason, sem lést af slysförum á jóladag. Við vorum systkinasyn- ir og ólumst upp svo gott sem í næsta húsi hvor við annan, á Sauð- árkróki. Um árabil vorum við leikfélagar og fundum upp á ýmsu í sameiningu. Að vísu setti nokkur aldursmunur okkur skorður og leiddi smám saman til þess að hvor leitaði félaga á sínu reki. Þegar farmennska Ölvis síðan hófst stijáluðust fundir okkar enn. Engu að síður fann ég sífellt gleggra, í þau fáu skipti sm við hittumst á síðastliðnum árum, að aftur var tekið að draga saman með okkur, ennfremur að frænd- semi er taug sem ekki slitnar svo auðveldlega. Ég hugsaði mér alltaf að hlúa betur að þessum tengslum þegar tækifæri gæfíst til. Nú verð- ur ekki af því. Eftir stendur, að þær stundir í lífí okkar sem lágu samhliða voru ánægjulegar. Ölvir var hlýlegur ungur maður og okk- ur féll vel saman. Hann hefði orðið 22 ára í dag, 7. janúar, hefði hann lifað. Það er dapurlegt tilhugsunar. En ein- hvers staðar segir að æviskeið verði ekki einungis mælt í árum. Ég er þess fullviss, að siglingar Ölvis milli landa hafi áður en yfir lauk skilað honum fyllra lífshlaupi en margur eldri maður má búa Vilborg Auðunsdóttir, kennari, var fædd 11. júní 1905 að Eyvindarmúla í Fljótshlíð, yngst af 6 börnum hjón- anna Sigríðar Jónsdóttur og Auðuns Jónssonar, en heimili þeirra hjóna var annálað menningar- og myndar- heimili. Eftirlifandi eru 2 systur Vilborgar, Steinunn og Þuríður, bú- settar í Reykjavík. Vilborg hafði snemma sýnt mikla námshæfíleika og lauk kennaraprófí 1926, auk þess stundaði hún framhaldsnám í Þýska- landi 1929. Hún var kennari í Borgarfirði 1926—28, skólastjóri og kennari í Fljótshlíð 1929—34, í Reykjavík við smábamakennslu 1934—1944, en fluttist til Keflavíkur 1944 og stund- aði hér kennslu til 1958. Heimili sitt átti Vilborg hér í Keflavík lengst af á Kirkjuvegi 11, í litlu einbýlishúsi sem fyiT á þessu ári vék fyrir skipu- lagi. Við, sem nutum þess að vera nem- endur hennar allan okkar bamaskól- atíma, eigum margs að minnast og mikið að þakka. Hún var kröfuhörð sem kennari og vildi nota tímann vel, hún fór ekki alltaf hefðbundnar leiðir við kennslu, en árangur skyldi nást. Hún kunni sitt fag og árangur náðist. Vilborg hafði sérstaklega fagra rithönd og íslenska tungu og réttrit- un lagði hún mikla áherslu á, hún dáði söng og ljóð voru henni hugleik- in mjög. Eftir að Vilborg hafði eitt sinn sett okkur markmið í ljóðalær- dómi og áfanganum hafði verið náð var farið I ferðalag austur í sveitir, m.a. í Fljótshlið á æskustöðvar henn- ar, og er okkur þessi ferð ákaflega minnisstæð. í Múlakoti og Hlíða- rendakoti rifjaði hún upp og sagði frá þessum slóðum. Þorsteinn Erl- ingsson var eitt af hennar uppáhalds- skáldum og afí hennar hafði búið í við. Sjómennska var hans keppi- kefli snemma og ekki hlotnast öllum eins og honum, að sinna af fullum heilindum því sem hugurinn stendur til, meðan tími endist. Ef til vill mega huggunarorð sín lítils þegar sorgaratburð sem þennan ber að höndum. En ég vildi þó votta einlæga samúð mína for- eldrum Ölvis, þeim Braga Sigurðs- syni og Sigurlaugu Sveinsdóttur, svo og systkinum hans; Styrmi, Margréti og Biynju. Ég vona að þau fínni einhvem þann styrk sem geti orðið vegvísir. Gyrðir Elíasson Síðla jóladags 1986 barst mér sú hörmulega frétt að fyrrverandi leikfélagi minn og frændi, Sigurður Ölvir Bragason, væri látinn. Þó svo að samband okkar Ölvis hafi ekki verið ýkja náið hin síðustu ár, þá fylgdist maður alltaf ósjálf- rátt með hans högum og hvar hann hélt sig hveiju sinni. Maður komst heldur ekki hjá því að rekast á hann öðru hvoru og spjalla lítillega við hann, bæði þá á Sauðárkróki, þar sem hann átti heima svo til í næsta húsi við mig og hjá þeim ömmu og afa á Borgarfirði eystra þar sem við dvöldum löngum á sumrin. Þar áttum við oft skemmti- lega daga saman á okkar yngri árum. Börðumst með fúnum tré- sverðum og hræddum líftóruna úr feitum letilegum silungum sem kúrðu undir bökkum Hrafnár, auk Hlíðarendakoti. Það átti að heita svo að við fjármögnuðum þessa ferð með hlutaveltu, en mikill hluti kostnaðar var greiddur af henni sjálfri. í þá daga var ekki algengt að böm á þessum aldri ferðuðust og var þetta fyrsta ferð margra okkar lengra en til Reykjavíkur. Litlu jólin voru með sérstöku sniði hjá Vilborgu, þá las hún oft frumsamdar sögur eða þýð- ingar, sem hún hafði gert, en nokkuð af sögum hefur verið birt eftir hana í blöðum og tímaritum. Þá þýddi hún baraabókina „Blávæng" 1931. Við nemendur hennar fórum ekki varhluta af félagsmálaáhuga Vil- borgar, en hún hafði þegar sem unglingur verið formaður unglinga- félags í sinni sveit og síðar formaður UMF Þórsmerkur í Fljótshlíð. Hún stofnaði Verkakvennafélag Keflavfk- ur og Njarðvíkur 1953 og var formaður þess 1953—66. Hún var kjörin í bæjarstjóm Keflavíkur 1954 og sat í bæjarstjóm fyrir Alþýðuflokkinn 1954—58. Flokkslínur voru henni ekki heilagar, hún dáði það sem henni féll vel, en fyrirleit hitt. Vilborg giftist aldrei, en hlutverk þessarar ágætiskonu var að miðla öðrum af þekkingu sinni og beijast í félagsmálum, ýmist í harðri sókn eða hnitmiðaðri vöm, enda ein af þeim fáu konum á þeim tíma sem stunduðu taflmennsku og náðu góð- um árangri á þeim vettvangi. Vilborg var trúuð kona, í byijun hvers kennsludags var farið með bæn. Blíð var hún líka og mátti aldr- ei neitt aumt sjá. Ég minnist þess að enskur drengur var með okkur einn vetur. Þegar hún frétti að hann byggi við bág kjör færði hún honum matarpakka í skólann um hríð. Við höfðum í byijun verið í gamla bamaskólanum í sinni upprunalegu mynd með gömlu borðunum og áföst- um bekkjum. Hún sat við sitt háa Minnins: Vilborg A uðuns- dóttir, Keflavík Fædd ll.júní 1905 Dáin 6. nóvember 1986 margra spennandi og ógleyman- legra leiðangra um fyöll og fímindi. Við strákamir sem áttum heima í næsta nágrenni við Ölvi, slóg- umst gjaman um að fá að njóta hans félagsskapar og urðu oft margir undir í þeim bardaga. Hann reyndi þó eftir bestu getu að sinna þessum áhangendahópi sínum sem best og sást þá gjaman í fylgd með tveimur eða fleiri félögum. Þá var oft mikið brallað og væri það of langt mál að ætla að fjalla frekar um það hér. Er skólaaldurinn færðist yfír af alvöni, slitnuðu þessi tengsl mín við Ölvi og hann réri á önnur mið í leit að nýjum vinum, enda áhuga- málin ólík og aldursmunur áþreif- anlegur. En vináttu- og frænd- tengslin slitnuðu þó aldrei alveg og innst inni átti maður alltaf þann draum að endumýja samband sitt við hann, en úr því verður ekki úr þessu. Áð lokum vil ég votta foreldrum hans og systkinum, mína dýpstu samúð. Nökkvi Elíasson púlt á stól, sem hægt var að hækka og lækka, og ennþá stóðu gömlu kamramir utan dyra þótt hætt væri að nota þá. Lengstan hluta skólagöngu okkar vorum við þó í Verkó (nú Félags- bíó), sem þá var lágreist, hlýlegt hús með hliðarsal, sem skipt var í 2 kennslustofur. Síðast vorum við í barnaskólanum við Sólvallagötu þeg- ar hann var tekinn í notkun, þannig að breytingar voru örar á þessum tíma. í kveðjuhófi sem Vilborg hélt okk- ur að afloknu bamaprófí 1962 rifjaði hún einmitt þessar framfarir upp, en flest okkar höfðu verið nemendur hennar fyrst í stafaskóla, eins og það nefndist þá, og síðan í 6 vetur í bamaskóla. Hún lagði okkur ýmsar lifsreglur, sem enn koma að gagni, en þessi harðgera kona felldi tár á þessari skilnaðarstundu. í yfir 20 ár hefur Vilborg sökum heilsubrests dvalið á Reykjalundi í Mosfellssveit og minnist ég þess hve þakklát hún var Oddi Ólafssyni yfír- lækni fyrir hans skilning og góðu umönnun. Síðustu mánuðina dvaldi Vilborg á Vífílsstöðum oig hlaut þar kær- komna hvíld 6. nóvember sl. Blessuð sé minning mikilhæfrar konu. Birgir Guðnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.