Morgunblaðið - 07.01.1987, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1987
íris Grönfeldt íþrótta-
maður Borgarfjarðar 1986
„Allur undirbúningur minn miðastvið
heimsmeistaramótið í Róm“, segir íris
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
• íris Grönfeidt (þróttamaöur Borgarfjaröar 1986 og Jón Valur Jóns-
son sem varð f 2. sœti.
• Æglr Ágústsson til hœgri og Tómas Bartlett.
Opna breska meistaramótið í pílukasti:
ÆgirogTómas
slegnir út í 1. umferð
Alan Larkhan, en þeir höfnuðu í
9. sæti. „Strákarnir byrjuðu mjög
vel og náðu 180 stigum eftir fyrstu
3 pílurnar, en Bretarnir kunnu sitt
fag og sigruðu auðveldlega," sagði
Óðinn, en hann er að reyna að
koma á landskeppni við Hollend-
inga á Islandi á árinu.
Ji
w
.
1
ÆGIR Ágústsson, íslandsmeist-
ari í pílukasti, og Tómas Bartlett,
sem hafnaði f 2. sæti á fslands-
mótinu, tóku þátt f opna breska
meistaramótinu í pflukasti um
helgina, en fóllu úr keppni f 1.
umferð.
„Þetta er fjölmennasta alþjóð-
lega mótið í pílukasti og voru
keppendur rúmlega 2000. Bretar
einoka þessa íþrótt og komst eng-
inn útlendingur í úrslitakeppnina.
Bob Anderson vann Steve Cusick
2:1 í úrslitum, en Anderson er
stigahæsti pílukastari heims,"
sagði Óðinn Helgi Jónsson, form-
aður íslenska Pílukastsfélagsins
við Morgunblaðið eftir mótið.
Ægir Ágústsson lék gegn John
Dunn frá Bretlandi, var langt frá
sínu besta og tapaði 3:1. Það var
samt ekkert til að skammast sín
fyrir, því Dunn hafnaði í 33. sæti
í keppninni.
Tómas Bartlett tapaði fyrir Bret-
anum Jeff Foster. Tómas lék vel,
en átti ekkert í atvinnumanninn.
Þá léku þeir í parakeppni og
töpuðu 2:0 fyrir Bob Philipps og
ÍRIS Grönfeldt spjótkastari hefur
verið útnefnd íþróttamaður Borg-
■íirfjarðar 1986. Val íþróttamanns
ársins fór nýlega fram hjá Ung-
mennasambandi Borgarfjarðar
og voru úrslit tilkynnt á uppskeru-
hátíð UMSB sem haldin var
síðastliðinn föstudag. Við það
tækifæri var írisi afhentur farand-
bikar sem fylgir sæmdarheitinu.
íþróttamaður Borgarfjarðar er
valinn með atkvæðagreiðslu
stjórnar- og íþróttanefndarmanna
UMSB. íris fékk 40 atkvæði. Annar
varð Jón Valur Jónsson sundmaður
með 39 stig, þriðji Hafsteinn Þóris-
son (frjálsar íþróttir, körfuknatt-
leikur) með 26 stig, fjórði Einar
Freyr Jónsson (fjálsar íþróttir) með
25 stig og í fimmta sæti varð
Sigríður Geirsdóttir (badminton)
með 18 stig. Fjöldi annarra íþrótta-
manna fékk stig í atkvæðagreiðsl-
unni, reyndar fleiri en nokkru sinni
við þetta val.
Þegar vali íþróttamanns ársins
var lýst á uppskeruhátíðinni sagði
Ingimundur Ingimundarson fram-
kvæmdastjóri UMSB að íris hefði
bætt borgarfjarðarmetið í spjót-
kasti úr rúmum 32 metrum í tæpa
60 metra á þeim tíu árum sem hún
hefði fengist við þessa íþrótta-
grein. Hann sagði að hún hefði
fyrst íslenskra kvenna kastað
spjótinu yfir 40 metra markið og
einnig yfir 50 metra markið. Nú
væri hún komin að 60 metra múrn-
um og benti allt til þess að hún
yrði fyrst íslenskra kvenna til að
kasta spjótinu yfir 60 metra. „Við
Borgfirðingar eru stoltir af því að
eiga þessa afrekskonu og það er
gleðilegt hve mikla tryggð hún
heldur við sitt gamla samband,“
sagði Ingimundur.
Iris hefur verið við háskólanám,
æfingar og keppni í Bandaríkjunum
undanfarin ár en hefur nú útskrif-
ast sem íþróttafræðingur og kom
heim fyrir jólin. Á síðasta ári bætti
hún íslandsmetið í spjótkasti enn
einu sinni, kastaði 59,12 metra,
og vann ýmis afrek í Bandaríkjun-
um. Þá keppti hún á Evrópumeist-
aramótinu í Stuttgart. íris verður
i Borgarnesi fram á vor við þjálfum
frjálsíþróttafólks sem meðal ann-
ars stefnir að þátttöku í Landsmóti
UMF( á Húsavík næsta sumar.
íris sagði í samtali við Morgun-
blaðið hún hefði byrjað keppnis-
tímabilið í fyrravor vel en síðan
orðið fyrir meiðslum og hefði það
ásamt öðru orðið til að ekki kom
það út úr sumrinu sem stefnt hefði
verið að. Hún sagðist vera búin
að setja stefnuna á Olympíuleik-
ana í Suður-Kóreu á næsta ári en
Heimsmeistaramótið í Róm í sum-
ar væri næsta stórmót og miöaðist
allur undirbúningur í vetur við það.
Hún sagðist ætla að byrja seinna
að keppa í sumar en oftast áður
og hafa keppnistímabilið stutt og
reyna að ná sem bestum árangri
í Róm.
íþróttamaður Borgarfjarðar hef-
ur sjö sinnum verið valinn og hafa
eftirtaldir borið sæmdarheitið:
1980 Jón Diðriksson.
1981 Einar Vilhjálmsson.
1982 íris Grönfeldt.
1983 Einar Vilhjálmsson.
1984 Einar Vilhjálmsson.
1985 íris Grönfeldt.
1986 íris Grönfeldt.
Einar og íris hafa þannig unnið
titilinn þrisvar og Jón einu sinni á
þeim sjö árum sem útnefningin
hefur farið fram. Jón og Einar hafa
gengið til liðs við önnur félög.
- HBj
1X2 •ö (0 JO c 3 e o 5 > Q Tíminn C c ? s s* Dagur a tm (0 i (0 r* cc Bylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Aston Villa — Chelsea 2 1 1 1 1 1 1 X 1 X 2 X 7 3 2
C. Palace — Nott. Forest 1 2 X 2 X 2 2 - - - - - 1 2 4
Everton — Southampton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0
Grimsby — Stoke 2 1 1 X 1 1 X X 2 X X 2 4 5 3
Ipswich — Birminghám 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 X 0
Man United — Man. City X 1 2 1 X 1 1 1 1 1 1 1 9 2 1
Portsmouth — Blackburn 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 1 12 0 0
QPR — Leicester 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 1 0
Reading — Arsenai 2 2 2 X 2 2 2 2 2 2 2 2 0 1 11
Sheffield Wed. — Derby 2 1 1 2 1 1 1 1 - - - - 6 0 2
Shrewsbury — Hull 1 1 1 1 X 1 X - - - - - 5 2 0
Wimbledon — Sunderland X 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 1 0
• Á uppskeruhátíð UMSB voru afhent verðlaun til stigahæstu manna
á íþróttamótum sumarsins og ýmis önnur sérverðlaun, auk þess sem
árleg útnefning íþróttamanns Borgarfjarðar fór fram. Á myndinni eru
flestir verðlaunahafarnir.
Kjartan sigraði
KJARTAN Óskarsson (til vinstri) varð slgurvegari á tennismóti ÍK,
sem lauk á gamlársdag. Hann vann Arnar Arinbjarnar f úrslitum
6:2 og 6:4. I undanúrslitum vann Kjartan Reyni bróður sinn 6:1
og 6:2, en Arnar vann þriðja bróðurinn, Einar Óskarsson, 6:1 og
6:3 í hinum undanúrslitaleiknum. 15 keppendur tóku þátt í mót-
inu, en Úlfur Þorbjörnsson, íslandsmeistari, varð að hætta keppni
vegna veikinda.
Tennismót IK: