Morgunblaðið - 08.02.1987, Page 11

Morgunblaðið - 08.02.1987, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987 I 11 Hrafn Gunnlaugsson: Nú gildir bara ýtrasta al vara „Ég er óskaplega feginn og ánægður með að hafa fengið þennan styrk úr sjóðnum því að það þýðir að myndin verður íslensk og mun koma fram fyrir íslands hönd allsstaðar, þrátt fyrir að vera fjármögnuð af Svíum að stórum hluta. Styrkveitingin þýðir líka að ég hef algerlega fijálsar hend- ur með val á leikurum og samstarfs- fólki,“ segir Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri og dagskrár- stjóri Ríkissjónvarpsins, sem nú er staddur í Svíþjóð við undirbúning á kvikmyndinni „Tristan og ísold", eins og hún er nefnd með vinnuheiti. Hrafn hlaut að þessu sinni hæstu styr- kveitingu Kvikmyndasjóðs íslands, eða 15 milljónir króna, sem er að hans sögn um 15%-20% af kostnaðaráætlun mynd- arinnar. Hún hljóðar upp á 14 milljónir sænskar krónur eða um 84 milljónir íslenskar og verður íjármögnuð af sænsku kvikmyndastofnuninni og öðrum sænskum aðilum. Og hvernig líður íslenskum leikstjóra á leið í svo um- fangsmikið verkefni? „Kannski er þetta tækifæri sem ég fæ einu sinni í lífinu,“ segir Hrafn. „Verkið er geysilega stórt og flókið og að vissu leyti finnst mér eins og allt annað sem ég hef gert til þessa hafi verið eins konar æfing fyrst og fremst. Nú dugir ekki minna til en ýtrasta al- vara. En ég er mikill lukkunnar pamfíll að fá þetta tækifæri og að útlendingar skuli reiðubúnir að leggja fjármagn í mynd sem er íslensk, með íslenskum leik- stjóra, íslensku leikurum og ekki síst íslenskri sögu sem gerist að stærstum hluta á íslandi." Verkefnið kallar Hrafn „Skandinaví- skan kokteil“ í ljósi þess að finninn Esa Vourinen er kvikmyndatökumaður myndarinnar, en hann á að baki m.a. myndina „Óþekkti hermaðurinn“, tón- smiðurinn verður væntanlega danskur Hans Erik Philip, sem samdi tónlistina við Hrafninn flýgur og Böðlin og skækj- una, leikstjórinn er jú íslenskur og fjármagnið sænskt, eins og aðstoðarleik- stjóri myndarinnar, Daniel Bergman að nafni, sonur hins eina og sanna Berg- mans þeirra Svíanna. „Aðrir í myndinni verða fyrst og fremst íslendingar, Gunnar Smári Helga- son sér um hljóðið og Karl Júlíusson hefur yfirumsjón með leikmynd. Leikar- amir verða íslenskir fyrir utan örfáa sem koma frá öðrum löndum, jafnvel nokkrar skærar stjömur sem skína úr óvæntri átt í himinhvolfínu, en fyrst og fremst eru þetta mínir uppáhalds íslensku leik- arar bæði úr Hrafninn flýgur og Skækjan og böðulinn.“ Endanlegt handrit myndarinnar hefur legið fyrir frá því í haust, þó undirbún- Hrafn Gunnlaugsson. ingur þess hafi tekið síðustu tvö árin, en tíminn sem Hrafn ráðgerir að fari í kvikmyndatökur er rúmir fjórir mánuðir sem hefjast á íslandi um mánaðarmótin júní/júlí. „Við byrjum heima, en förum svo í kvikmyndaaver í Stokkhólmi, myndum síðan á eyjunni Gotlandi, þá á Ítalíu og svo aftur í Stokkhólmi. Ráðger- um að þurfa í tökumar um fjóra og hálfan mánuð, sem þýðir að við þurfum að ná inn einni mínútu í myndina á dag.“ Af tökustöðum á íslandi nefnir hann Jökulsárlón, Námaskarð, Hjalteyri og kveðst hugsanlega fara á slóðir myndar- innar Hrafninn flýgur, á Suðurlandinu. Tristan og ísold er sem fyrr segir vinnuheiti myndarinnar, en að sögn höf- undarins gæti myndin allt eins heitið „I skugga Hrafnsins“, eins og hún nefnd manna á meðal í Svíþjóð. „Ég held tryggð við nafna minn,“ segir Hrafn sem ætlar að hefja þetta stærsta verkefni sitt í endanlegri útkomu á að láta sjómenn á hafi úti sleppa hröfn- um til að vísa sér veginn til Islands. Sem sé minnið um Hrafnaflóka sem byijar þetta allt, en í kvikmyndinni verður víða skírskotað til minna íslendingassagn- anna, þó að persónur af holdi og blóði séu upprunnar úr hugarheimi höfundar. „Umgjörð myndarinnar er stílfærð Sturl- ungaöld, en þetta er ástarsaga og ólíkt mínum fyrri verkum sem flest hafa en- dað á því að hver einasta ljóstýra er slokknuð, þá lifir ljósið áfrarn." En það ljós á væntanlega ekki eftir að lýsa kvikmyndahúsagestum fyr en seint á næsta ári eða jafnvel síðar. „Sviamir hafa hugmyndir um að frum- sýna myndina á Cannes hátíðinni í maí næstkomandi, en samkvæmt mínum samningi þá hef ég allt næsta ár og fram að áramótum 1988-89 til að ljúka verk- efninu og ætla að taka þann tíma sem ég þarf. Það fór mikill tími í undirbúning myndarinnar og við eftirvinnsluna verður ekkert til sparað, og örugglega ekki sá tími sem þarf ti! að fullvinna verkið." Kristín Jóhannesdóttir: Straumfj ar ðar-Halla og Dr. Charcot Það verða fleiri sem sleppa fuglum á hafi úti en Hrafn Gunnlaugsson, að lokinni þessari úthlutun Kvikmynda- sjóðs íslands. Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndagerðamaður hlaut þriggja milljón króna undirbúningsstyrk fyr- ir verkefni sitt sem hún kallar „Svo á jörðu sem á himni“ og er um að ræða ekki minna mál en Pourqua Pas slysið 1936 við Mýrar, en sem kunn- ugt er lét skipstjórinn Pourqua Pas Dr. Jean Babtiste Charcot það verða sitt síðasta verk að senda aftur upp í himinloftin máv sem hafði brotlent á skipi hans á Grænlandsmiðum. Um heimildarmynd segir hún þó ekki vera að ræða, kvikmyndin að öllu leyti leikin og skáldskapur byggður á slysinu og manninum Dr. Jean Babtiste Charcot. „Þetta verður einskonar sjónarhom íslendinga á þessum atburði, þó að myndin verði til helminga frönsk og íslensk. Franskættaði hluti hennar er sá sem viðkemur Charcot og áhöfn hans, ekki síst eina skipverjanum sem komst lífs af, Gonidec. íslenski hluti myndarinn- ar er um fólkið í Straumfirði. Það eru tilbúnar persónur sem þó byggja á því fólki sem þar bjó,“ segir Kristín, sem hefur á undanfömum þremur ámm unn- ið við undirbúning handrits, heimilda- söfnun og viðtöl við fólk sem á einn eða annan máta tengdist Charcot og slysinu. Þó er mikill undirbúningur eftir, eins og hún segir sjálf: „Þetta er óhemju viðamikið verkefni, dýrt og tímafrekt og því skiptir þessi undirbúningsstyrkur miklu máli. Þama em á ferðinni hlutir eins og það að nota heilt skip og sökkva því og það þarf að gera nákvæma úttekt á þeim viðamikla hlut sem strandið sjálft er, leita sérfræð- iráðgjafar um slíka framkvæmd og fleira sem verður gengið í nú. Eins hvað varð- ar fjármögnun sem er gríðarlega mikið dæmi og kostar bæði tíma og fyrirhöfn að leita eftir erlendis," segir Kristín, en hún kveður franska aðila hafa sýnt verk- efninu mikinn áhuga og því verði leitað eftir möguleikum á fjármögnun á verk- efninu þaðan sem og annars staðar. „Það er augljóslega mikill áhugi fyrir þessu verkefni á meðal Frakka og fyrir Dr. Jean Babtiste Charcot, enda er hann eins konar dýrlingur í þeirra huga. Hann var þeirra fremsti landkönnuður og af frægri fjölskyldu. Faðir hans var fyrsti sálkönnuður Frakka og lærimeistari Fre- uds og það er einhver samlíking með sálkönnun föðursins og lankönnun son- arins, sem verður kannski reynt að sýna fram á í myndinni," segir Kristín. „Það verður að vanda mjög til alls undirbúnings á svona stóru verki og ég geri ekki ráð fyrir að minna en tvö ár Kristín Jóhannesdóttir. fari í endanlegan undirbúning áður en kvikmyndatökur geta hafist. Eins og ég sagði fyrr þá er þetta mjög viðamikð verk og kannski flóknara en það lítur út fyrir að vera. Inn í at- burðina 1936 fléttast líka atburðir frá tímum Straumfjarðar-Höllu, en hún var systir Sæmundar fróða og ekki síður fjöl- kunnug en hann. Halla átti tvo syni sem fórust á sömu slóðum og skipveijar Pour- qua Pas og þannig að hún fléttast inn í söguna, þrátt fyrir margar aldir á milli atburða. Meginuppistaðan er þó atburð- imir 16. september 1936 og líf fólksins í Straumfírði." Sá tími sem handritið spannar er mánuðurinn fyrir slysið og slysið sjálft, en lokaþáttur myndarinnar verður jarð- arför skipveijanna í Reykjavík. Atburður sem stendur mörgum íslendingum lif- andi fyrir sjónum, eins og fram kom á liðnu ári þegar 50 ár voru liðin frá strandi Pourqua Pas. Sjálf segist Kristín hafa orðið undrandi á því hve mikill tilfinniga- hiti tengist þessum atburðum í hugum íslendinga og hversu þungt þeir vegi enn í hugum þeirra sem þá upplifðu. „Eg man eftir því að hafa sjálf sem bam heyrt talað um það og skoðað bækur með myndum sem tengdust þess- um atburðum og kannski urðu slík minningarbrot úr bemskunni kveikjan að þessu verkefni." Og fyrst bemsku ber á góma þá er tilhlýðilegt að nefna það að sá aðili sem höfundur lætur tengja þessa tvíþættu sögu í tíma talið og leiða hana, er lítið bam í Straumfirði, sem leggur út í einskonar landkönnun um önnur tilvistarsvið og er tengiliður at- burðanna á þessari öld við þá sem gerðust á tímum Straumfjarðar-Höllu. vel og auðvitað bar kvikmynda- gerðina oft á góma, eins og önnur sameiginleg hugðarefni. Þeir Jón, Karl og Ásgeir höfðu þá verið að vinna að handriti að annarri mynd og hugmyndin var sú að ég tæki það handrit með mér út og endur- skrifaði það. Einhvem tíma greindi ég þeim svo frá hugmynd sem ég hafði verið að velta fyrir mér og eftir að menn höfðu heyrt hana var ákveðið að geyma endur- skriftir á hinu handritinu um tíma og setjast niður við Foxtrot. Hins vegar verður að segjast eins og er að ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvenær eða hvers vegna hugmyndin að þessu handriti kviknaði upphaflega, ein- hvemtíma veturinn 1985/86.“ Sveinbjörn kveðst alla tíð hafa hugsað hugmyndina sem kvik- mynd, en þetta er hans fyrsta kvikmyndahandrit. „Ég varð ekki hissa á að frétta að Frostfilm Karl Óskarsson og Jón Tryggvason. Sveinbjörn Baldvinsson, höfundur handrits. hefði fengið þennan styrk, ég átti aldrei von á öðru en að umsóknin yrði þannig út garði gerð að mönnum yrði ljóst að hér væri á ferðinni mjög gott mál. Annars hefði ég kannski ekki trúað því hér áður að ég ætti eftir að eiga kost á að skrifa raunverulegt kvikmyndahandrit svo snemma." En það er sem sé afráðið hver framtíð handritsins verður og þessa dagana er verið að ganga frá undirbúningi, bæði hvað varð- ar ráðningu tæknifólks og val leikara, en kvikmyndatökur heQ- ast um 20. júní. „Ég á von á að undirbúningsmál verði öll komin á hreint um miðjan marsmánuð," segir Karl Óskarsson. „Og á næstu dögum verður gengið í að prófa fjölda manns sem mögulega leikara. í myndinni eru um fimm hlutverk, þó að meginþungi Fox- trotsins hvfli á herðum fjögurra leikara.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.