Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
BLÓMASKEŒ) SAFNA
ÍHE3MJNUM
Áður komu gestir mest til að endurnýja kynni af listaverkum sem þeir þekktu fyrir, en nú ekki síður til
að uppdaga eitthvað nýtt. alltaf stendur þó hópur framan við Monu Lísu í Louvre-safninu.
Stórsöfn rísa
og þau gömlu
þenjast út
Tate Gallery hyggur á útibú í Li-
verpool, en stórsöfnin í London eru
með mikil stækkunaráform.
National Gallery í Washington hefur
síðan 1979 skartað nýjum Austur-
væng.
eftirElínu
Pálmadóttur
Miklar þjóðlífsbreytingar í ver-
öldinni og nýir lífshættir hafa
um þessar mundir gífurlega örv-
- andi áhrif á alla safnastarf semi.
Ofugt við það sem margir héldu
þegar örtölvubyltingin hélt inn-
reið sína með auðveldari heim-
ildasöfnun og sjónvarpið tók að
flytja myndaefni inn á hvert
heimili. I heiminum er risin ný-
bylgja, nokkurs konar renesansi
í safnamálum. Alls staðar er ver-
ið að byggja, gera upp og stækka
gömlu söfnin. Einkum er þetta
áberandi í gamalgrónum menn-
ingarlöndum með eitthvert
bolmagn til stórræða. Þetta kem-
ur i kjölfar aukinnar aðsóknar
að söfnunum, sem er að sprengja
utan af sér stóru söfnin sem fyr-
ir eru. Uppbyggingin er mest í
stórborgunum, allt frá New York
til Parísar með viðkomu í London
og Köln. Mest áberandi í lista-
söfnum, en einnig eru að risa ný
stór vísindasöfn með nýjustu
tækni í framsetningu.
egar komið er í
þessi stórsöfn nú
orðið, er áber-
andi hve mikið
er þar af kennur-
um með barna-
og unglingahópa
alla virka daga
og fjölskyldur á helgidögum, for-
eldrar með böm sín. Og þá verður
einum íslendingi hugsað til almenns
aðstöðumunar þessara bama og
bama í löndum þar sem nær engin
aðgengileg söfn eru til og fátækleg
það sem þau eru. Því oft kviknar
einmitt áhuginn á ákveðnum við-
fangsefnum og ævistarfíð ræðst af
einhveiju sem böm sjá eða kynnast
í æsku, svo sem dæmin af mörgum
stórmennum veraldarsögunnar
sanna. Svo við höldum okkur við
heimaslóðir segir Sigríður Hagalín
leikkona í viðtali hér í blaðinu ný-
lega að kveikjan að hennar leiklist-
-arferli hafi orðið vestur á Isafirði,
þegar hún sem bam sá ímyndunar-
veikina og svo kvikmyndina um
Rómeó og Júlíu. Haukur Gunnars-
son leikstjóri hefur oft sagt frá því
hvemig ævistarf hans réðist er for-
eldrar hans sóttu hann fimm ára
gamlan í hléi á japanska leiksýn-
ingu í Þjóðleikhúsinu og bamið
heillaðist svo að hann síðar lagði
stund á leiklist og hélt til Japans
til náms. íslenskir foreldrar sem
fara með böm sín í utanlandsreisur
virðast fæstir hafa áttað sig á því
að þar eru e.t.v. komin tækifæri til
að jafna þennan aðstöðumun, sem
verður sífellt meira áberandi milli
heimsins bama, og mætti bæta með
því að láta áhugaverðar safnferðir
fylgja í bland við strandferðir og
Lególand.
Á þessum áratug hefur orðið
næstum sprenging í uppbyggingu
listasafna í heiminum, ef borið er
saman við fyrri áratugi 20. aldar-
innar. Víða í Evrópu hafa verið
opnuð ný stórsöfn. Um Vesturlönd
er þegar í gangi uppbygging á söfn-
um, sem mun tvöfalda móttökugetu
stórsafnanna, þeirra er draga til sín
gesti á alþjóðamarkaði.
Louvre-safnið í París, sem er
þeirra elst frá 1793, er að færa út
kvíamar, bæði í gömlu húsnæði og
nýju. Metropolitan-safnið í New
York, frá 1870, með 1.400 starfs-
menn og 95 sérfræðinga, teygir
látlaust arma sína lengra út í Centr-
al Park og fékk 1984 rými með því
að byggja ofan á nýbygginguna
skýjakljúf úr gleri. Náði þannig að
sýna 25% af listaverkaeign sinni í
stað 15% áður. National Gallery í
Washington, eina bandaríska ríkis-
safnið, hefur síðan 1979 getað
skreytt sig með mjög fallegum
Austurvæng, framlengingu á rós-
rauðu þríhymings marmara- og
glerbyggingunni. Fyrir 10 árum
gerðu Florensbúar sér grein fyrir
nauðsyn þess að tengja safn sitt
við Pitti-höllina handan Amo-fljóts
með því að gera upp hinn fræga
Vasari-gang yfír Vecchio-brúna. í
Vínarborg er verið að undirbúa við-
gerð á hinum gömlu keisaralegu
herskálum til að hýsa þar nútíma-
listasafn. Prado-safnið í Madrid,
sem í fyrra íjárfesti í nágrannahöll-
inni Villamosa, heldur áfram að
leggja undir sig gamlar byggingar
í grenndinni og nýlega er búið að
opna þar stórt nútímasafn, Reina
Sofia-listamiðstöðina við Atocha-
torg, í geysistórum spítala frá 18.
öld. í London stóð til að stækkun
National Gallerys sæi dagsins Ijós
á árinu 1991, í umsjá páfa póstmod-
ernismans Roberts Venturi. Og
álman sem hýsir myndlistarsafnið
við Trafalgar Square hefur þar að
auki fengið heimild til að slá sér á
konunglegan tannlæknaspítala við
Leicester-Square. Þá er verið að
grafa undir British Museum, þar
sem Wolfsson Gallery með sínar
grísk-rómversku fornminjar opnaði
sl. vor. Bretar em jafnframt að
dreifa safnastarfseminni. Tate Gall-
ery, sem ekki sættir sig við að
flytja Turner-verk sín í Glore Gall-
ery í framtíðinni, er nú að búa sig
undir að opna „útibú“ í alhliða
menningarmiðstöð í uppgerðum
hafnarhverfum Liverpool-borgar.
Og þannig mætti lengi telja.
Aðsóknin eykst
hröðum skrefum
Þessi stækkun öll fylgir eftir
gífurlegri aðsókn að þessum söfn-
um. Ekki er lengur hægt að gera
sér vonir um að geta rölt um þau
í miðri viku og verið einn með sjálf-
um sér við að skoða listaverkin í
einhveijum salnum. Einn liðurinn í
þessu er að vísu hversu ferða-
mannastraumurinn hefur aukist
gífurlega og ferðafólk kemur til að
sjá fræg verk í þessum söfnum.
En það skýrir ekki alla þessa auknu
aðsókn heimafólks.
Þýskaland, sem fær t.d. miklu
minna af erlendum ferðamönnum
en Frakkland, skráði nálægt 50
milljón gesti í söfn sín á árinu 1984,
eða fjórum sinnum fleiri en fyrir
tíu árum. Og á árunum 1972 til
1977 óx aðsóknin að bandarísku
söfnunum úr 40 milljónum í 60
milljónir, og hefur vaxið mikið
síðan. í Louvre-safninu í París hef-
ur gestum fjölgað úr 500 þúsundum
fýrir stríð og upp í 3 milljónir núna.
Óg Pompidou-safnið, sem svo mjög
var deilt um í upphafi, er nú mest
sótta stofnunin í Frakklandi með
8,4 milljónir gesta á árinu 1985,
sem eru þá tvisvar sinnum fleiri en
heimsækja Effeltuminn, og 1,7
milljónir þeirra sækja þar í nútíma-
safnið. I Frakklandi koma söfnin
númer þijú á vinsældalistanum þeg-
ar heimafólk fer út, á eftir bíóferð-
um og skoðun sögulegra
minnismerkja, en vel á undan leik-
hús- eða tónleikaferðum.
Því hefur verið haldið fram að
skoðunarmynstrið í stóru söfnunum
hafi líka breyst. Áður hafí fjöldinn
komið þangað til að endurnýja
kynnin við listaverk sem menn
þekktu áður, gengu beint að þeim.
Nú komi sístækkandi hópur til að
svala þorsta sínum með því að upp-
götva eitthvað nýtt, engu síður en
endumýja kynnin við þessa lista-
fjársjóði. Þannig draga nýjar
sérsýningar í söfnunum mjög að.
Þá er bent á að gestahópurinn sé
nú orðinn miklu breiðari en áður
var, ekki síst fyrir það að menntun
hefur aukist svo mjög við að fleiri
ganga lengur í skóla og nær því til
sístækkandi hóps. En löngum hafa
betur upplýstir sótt söfn meira en
fólk almennt. Góðar kynningar-
myndir í sjónvarpi ná þá líka til að
vekja áhuga fólks, sem aldrei hefði
látið sér detta í hug að fara í safn
til að skoða betur, ef því hefði ekki
verið bent á það þar.
Nýju söfnin og
tískustefnur
Það voru eiginlega Hollendingar
sem fyrir stríð riðu á vaðið með að
fela frægustu fáanlegum arkitekt-
um byggingu nýrra listasafna. Og
bygging Moma í New York á árinu
1939 ruddi leiðina fyrir Bobourg-
safn framtíðarinnar. Á sjötta og
sjöunda áratugnum sýndu ítalir
fram á það með Paolo Scarpa að
gamlar hallir gætu verið dýrðlegur
rammi um listaverkin. Byggingam-
ar sjálfar drógu að gesti, sem vom
í sívaxandi mæli að læra að meta
umhverfi listaverkanna og hvernig
um þau væri búið til sýningar. Ein-
mitt þá fékk Tomtankhamon-sýn-
ingin í París meiri aðsókn en
nokkurn tíma hafði þekkst eða 1,2
milljónir gesta. Og í Metropolitan-
safninu í New York ríkti Thomas
Hoving í 10 ár með þá sannfæringu
sína að söfnin ættu að setja á svið
atburði. Þar fór fæðing sérhæfðu,
skammtíma safnasýninganna sam-
an við stóraukinn frítíma fólks og
byltingu í samgöngum. „Menn