Morgunblaðið - 18.02.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 18.02.1987, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 9 YAfmælisfagnaður HVATAR I tilefni af 50 ára afmæli Hvatar, félags sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, fimmtudaginn 19. febrúar nk., verður tekið á móti gestum í Valhöll við Háaleitis- braut milli kl. 17.00 og 19.00. Unnur Jensdóttir söngkona mun syngja nokkur lög við undirleik Vilhelmínu Olafs- dóttur. Veislustjóri verður Bessí Jóhanns- dóttir. Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að sam- gieðjast okkur á þessum tímamótum. Stjórnin. Fulltrúaráðið í Reykjavík Almennur fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík heldur almennan félags- fund í dag miðvikudaginn 18. febrúar í sjálfstæðishúsinu Valhöll kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðis- flokksins. 2. Geir H. Haarde aðstoðarmaður fjármála- ráðherra ræðir um skattamálin. 3. Önnur mál. Stjórn fulltrúaráðsins. * AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands uerður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, miðuikudaginn 25. mars 1987, og hefst kl. 14:00. -----------DAGSKRÁ--------------- 1. Aðalfundarstörf samkuœmt 14.gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. TiUögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu uera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Eldri væringar Sú var tíð að Karvel Pálmason fór fyrir fram- boði á Vestfjörðum, utan Alþýðuflokks. Jón Bald- vin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, kom við þá sögu, Kar- velsmegin en ekki Alþýðuflokks. Eftir að Karvel Pálma- son gengur til liðs við Alþýðuflokkinn hefur hann háð tvœr prófkjörs- styijaldir við Sighvat Björgvinsson, fyrrum þingmann Alþýðuflokks í kjördæminu, og haft sigur í bæði skiptin. Óstaðf estar sögur herma að Jón Baldvin, flokks- formaður, hafi lagt lóð sín á vogarskál Karvels í þessum átökum. Átökin í Alþýðuflokkn- um á Vestfjörðum vóru illskeytt og um tíma var talað um sérframboð Sig- hvatar Björgvinssonar. Nú hafa tekist „sættir", sem þó rista grunnt, að dómi kunnugra. Samskiptin hér eftir sem hingað til Stuðningsmenn Sig- hvatar Björgvinssonar létu að þvi liggja að Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins, hafi stutt við bakið á Karvel Pálmasyni í próf- kjörsslagnum. Sagt var að Jóni Baldvini væri ekki kappsmál að fá Sig- hvat aftur inn f þing- flokkinn, enda stæði pólitfskur metnaður Sig- hvatar til stærri hluta en þingmennskunnar einn- ar. Kring um hann er og sjaldnast koppalogn; raunar allra veðra von, eins og á Halamiðum. Af þessu tilefni var Jón Baldvin Sighvatur spurður að þvi í sjónvarpinu á dögunum, hvern veg samskiptum hans og flokksf ormanns- ins yrði háttað, ef hann slæddist inn á þing, t.d. sem varaþingmaður. Svarið var stutt en skýrt. Þau [samskiptin við flokksformanninn] verða ekki verri hér eftir en liingað tíl! Þetta var loðið svar með undirtóni, sem segir sht um standið á Goddastöðum Alþýðu- flokksins — og þann hug er Sighvatur ber tíl flokksformannsins. Það sem er þegar á yztu mörkum ósættis getur varia versnað. Hér hefur sum sé verið gert málamyndasam- komulag, sem skammt nær, og ending þess er í ætt við augnablikið. Karvel Grynningar Alþýðu- flokksins Alþýðuflokkurinn hef- ur undanfarið lagt meira kapp á áróðurstæknileg vinnubrögð en málefna- lega stefnumörkun. Flokknum hefur orðið töluvert ágengt með þessu vinnulagi, ef marka má skoðanakann- anir, þó slegið hafi I baksegl hans f seinni tíð. Fólk, sem horflr á yfir- borðið en kafar ekki ofan f málin, er ginnkeypt fyr- ir slfkum áróðurssýning- um. Einn þáttur þessara vinnubragða er að láta sem svo að altt sé f sátt og samlyndi f Alþýðu- flokknum. Þess vegna er Vestfjarðarimman falin f málamyndiiftátt Málamyndasættín á Sighvatur Vestfjörðum er dæmi- gerð fyrir sýndar- mennsku Alþýðuflokks- ins yflr höfuð. Hann ástundar pólitískar tízku- sýningar (með og ásamt Alþýðubandalaginu á Reykjanesi), en innra slær kerfishjartað — og dælir hugmyndum opin- bers stjómlyndis út um þjóðarlfkamann, saman- ber nýlega þingumræðu um Þjóðhagsstofnun. Og þar sem sagt er sátt og samlyndi krauma átökin undir — og oddhvassir eru þeir þymar krata- rósarinnar, hvort heldur er á Vestfjörðum eða f höfuðstaðnum. Vera má að sýndar- mennskan fljótí yfír ágreiningsskerin f AI- þýðuflokknum þessa stundina. Það er hinsveg- ar grunnt á þeim. Og það er mörg hættan á grynn- ingum. Málamyndasamkomulag Karvel Pálmason og Sighvatur Björgvinsson hafa háð harðvítugt og persónulegt innanflokksstríð á Vestfjörðum lengi undanfarið. Nú hafa tekizt málamyndasættir, sem rista grunnt. Þetta innan- flokksstríð tengist eldri átökum milli gamalgróinna Alþýðuflokks- manna vestra og framboðs Karvels Pálmasonar á vegum annars stjórnmálaafls. Jón Baldvin Hannibalsson kom við þá sögu, Karvels- megin. Staksteinar staldra við þetta mál í dag. IDNADARBANKANS HF að Ármúla 7 Aðgöngumiðar að fundinum uerða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjauík frá 17. mars n.k. Reykjauík, 14. febrúar 1987. STJÓRNIN EIMSKIP * Hiánkkur eru tferflhrÉfavíiiskintin einfðld nn ðruipif Verðbréfamarkaður Iðnaðar- bankans hf. að Ármúla 7 opnar fólki og fyrirtækjum greiða leið að viðskiptum á verðbréfa- markaði. Verðbréfakaup verða jafn auðveld og einföld og venjuleg bankaviðskipti. Við bjóðum eingöngu bankatryggð skuldabréf og verðtryggð skuldabréf traustra fyrirtækja. Ávöxtunin er 9 til 11 % umfram Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. Ármúla7 ® 68-10-40 verðbólgu. Höfuðstóll slíkra verðbréfa tvöfaldast að raunvirði á hverjum.7-8 árum. Kaupverð skuldabréfanna getur verið frá um 35 þúsund krónum. Njótið verðbréfaávöxtunar á áhyggju- lausan hátt. Síminn er 68-10-40

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.