Morgunblaðið - 18.02.1987, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987
Hernaðar stefna
Sovétríkjanna
BÆKUR
Guðmundur Magnússon
Þórður Ægir Óskarsson:
Hernaðarstefna Sovétríkjanna
Öryggismálanefnd - Rit 5
[Reykjavík] 1986
Þetta rit, sem kom út nokkru fyrir
jól, er hið fimmta í röð fræðirita
Öryggismálanefndar; hin Qölluðu
um svonefnt GIUK-hlið, vígbúnað
og friðunarviðleitni á Indlandshafi,
kjamorkuvopnalaus svæði og kjarn-
orkuvopn og samskipti risaveld-
anna. Hér er reynt að miðla
upplýsingum um gmndvallaratriði
sovéskrar hemaðarstefnu; „hvemig
hún hefur þróast, hverjir móta hana
og framkvæma og hver aðalvið-
fangsefni hennar eru“ eins og
komist er að orði í formála. Höfund-
ur, sem er stjómmálafræðingur að
mennt, tekur fram, að þetta verk-
efni sé meiri vandkvæðum bundið
en þegar önnur ríki eigi í hlut, eins
og reyndar öll umfjöllun um Sov-
étríkin. „Meginorsök þessa,“ segir
hann, „er skortur á áreiðanlegum
upplýsingum, því að Sovétríkin em
lokað land hvað upplýsingar varð-
ar. Þetta á af eðlilegum ástæðum
enn frekar við um hernaðarmál en
allt annað."
Þórður Ægir Óskarsson telur,
að þegar best láti vinni sá, er ranns-
aki sovésk hemaðarmálefni, „með
aragrúa af líkindum og hálfkveðn-
um vísum sem ákaflega erfitt er
að sannreyna.“ Hann telur, að verk-
efnið sé þó sumpart auðveldað
vegna þeirrar staðreyndar að opin-
ber hernaðarkenning Sovétríkjanna
sé venjulega sett skýrt fram. Skort-
ur á upplýsingum geri hins vegar
mjög erfitt fyrir að rannsaka „innri
starfsemi stjómkerfisins sovéska
og samspil valdaþrýstings og
ákveðinna persónuleika" eins og
hann kemst að orði. Það verði því
að treysta mjög á upplýsingar frá
vestrænum leymþjónustum, sem
sjaldnast sé hægt að ganga úr
skugga um hvort séu sannar, svo
og þýðingar á opinbemm sovéskum
skrifum um hemaðarmál, sem oft-
ast séu einhæf, valbundin og
gagnrýnislaus, a.m.k. ef miðað sé
við vestræn rit af sama tagi.
Þórður Ægir segir, að þessi
vandkvæði hafí leitt til mjög fjöl-
breytilegra túlkana á hemaðar-
stefnu Sovétríkjanna. Til einföldun-
ar, og hann tekur skýrt fram að
um mikla einföldun er að ræða,
talar hann um tvö meginsjónarmið.
Annars vegar em þeir sem álíta,
að utanríkis- og hemaðarstefna
Sovétríkjanna sé í gmndvallaratrið-
um fjandsamleg Vesturlöndum. Því
muni þau leggja allt kapp á að
auka skipulega áhrif sín um allan
heim og útbreiða kommúníska hug-
myndafræði í því eina augnamiði
að bijóta niður og eyða hinu kapít-
alíska hagkerfi Vesturlanda. Öll
hemaðamppbygging Sovétmanna
sé til þess ætluð að vinna að fram-
gangi þessa markmiðs og allar
samningaviðræður um takmörkun
vígbúnaðar hafí lítið gildi og þá
tíðast til hagsbóta fyrir Sovetríkin.
Hins vegar em svo þeir, sem
túlka hemaðarstefnu Sovétríkjanna
sem varkára stefnu, þar sem
áhersla sé lögð á vamir ríkisins.
Því sé viðgangur Sovétríkjanna og
fylgiríkja þeirra í raun aðalmarkmið
valdamanna þar í landi, en ekki
einhver endanlegur sigur yfír kapít-
alíska kerfinu. Enn fremur telji
þessir túlkendur að reynsla Sov-
étríkjanna sé allnokkur trygging
fyrir því að Sovétríkin forðist stór-
styijöld. Auk þess eigi Sovétmenn
nóg með sín vandamá!, efnahagsleg
og landfræðileg, án þess að þeir
fari í að standa í því að sigra allan
heiminn í framtíðinni. Þeir sjái því
tækifærissinnaða hemaðar- og ut-
anríkisstefnu, sem einu leiðina til
að auka áhrif sín á alþjóðavett-
vangi. „Hvomg túlkunin er hin eina
rétta þótt túlkun í anda seinni hóps-
ins virðist nær raunvemleikanum,"
segir Þórður Ægir.
Ritinu Hernaðarstefna Sovétríkj-
anna er skipt í sex kafla. í hinum
fyrsta er fjallað um megindrætti
sovéskrar utanríkis- og hemaðar-
stefnu frá 1945 til samtímans. í
öðmm kafla er rætt um nokkur
sérkenni sovéskrar hemaðarstefnu,
einkum er lúta að styijöldum og
kjarnorkuvopnum. Einnig er farið
orðum um mismunandi túlkanir
fræðimanna á sovéskri hemaðar-
stefnu. I þriðja kafla er rakið með
hvaða hætti ákvarðanir em teknar
í hernaðarkerfínu. í fjórða kafla er
reynt að leggja mat á hemaðar-
styrk Sovétríkjanna. I fímmta
kaflanum er síðan fjallað um nokk-
ur mikilvæg viðfangsefni sovéskrar
hernaðarstefnu og sérstaklega
staldrað við Varsjárbandalagið,
Kína og hemaðaraðstoð við önnur
ríki. í sjötta kafla er að fínna niður-
stöður höfundar og samantekt um
efnið. Ritinu fylgir síðan skrá um
heimildir og úrdráttur á ensku.
Almenningur og
sérfræðingar
í fæstum orðum sagt er hér á
ferðinni vandað rit og fróðlegt, sem
íslenskum áhugamönnum um ör-
yggis- og alþjóðamál er mikill
fengur að. Opinberar umræður á
Vesturlöndum um stríð og frið hafa
á síðustu ámm einkum snúist um
kjamorkuvopn og því miður ein-
kennst af sorglegri vanþekkingu,
draumórum og óskhyggju. Svo virð-
ist sem nokkur breyting sé að verða
á í þessu efni og umræðumar að
verða málefnalegri, en jafnframt
tæknilegri og sérfræðilegri. Mál-
efnalegum umræðum ber að fagna
svo og allri upplýsingamiðlun er
miðar í þá átt, s.s. þessu riti, sem
samið er að fmmkvæði Öryggis-
málanefndar, þótt hún taki að venju
ekki ábyrgð á niðurstöðum höfund-
ar.
Það hefur hins vegar bæði kosti
og galla, þegar skoðanaskipti um
hernaðarleg efni em bundin við
þrönga hópa sérfræðinga. Kostur-
inn er vitaskuld sá, að menn tala á
gmndvelli þekkingar og væntan-
lega líka dómgreindar. Gallinn er
hins vegar sá, að hemaðarmál em
á endanum ekki tæknileg úrlausn-
arefni heldur pólitísk. Þau skipta
ekki herfræðingana eina máli held-
ur allan almenning. Þau em alltof
mikilvæg til þess, að þau séu látin
hinum fyrmefndu einum eftir, svo
gripið sé til gamalkunnrar klisju.
(Mér virðist t.d., að ein skyssan í
hugmyndinni að geimvarnaráætl-
uninni bandarísku sé einmitt sú, að
þar virðist tæknibúnaður eiga að
leysa þau vandamál, sem tilvist
kjamorkuvopna hefur skapað
mannkyni.) I þessum efnum er
meðalvegurinn heppilegastur: Opin-
berar umræður, sem reistar em á
yfirvegun og traustri þekkingu. Til
þess að slíkar umræður geti farið
fram verður almenningur að hafa
aðgang að staðreyndum um örygg-
ismál. Stofnanir eins og Öryggis-
málanefnd hafa því mikilvægu
hlutverki að gegna í fijálsu þjóð-
félagi. Þetta þýðir auðvitað ekki,
að herfræðingar og tæknimenn
skipti ekki máli. Öðm nær. Starf
þeirra er forsenda fyrir því, að við
getum rekið trausta stefnu í örygg-
is- og vamarmálum.
Útþensla Sovétríkjanna
Hér er ekki ætlunin að fara í
saumana á einstökum efnisþáttum
í riti Þórðar Ægis Óskarssonar.
Mig langar hins vegar að nefna tvö
atriði, sem ég held að nauðsynlegt
Landsmálafélagið
Vörður heldur síðdeg-
isráðstefnu um land-
búnaðarmál föstudag-
inn 20. febrúar 1987
kl. 16.00 til 20.00 í
Valhöll v/Háaleitis-
braut.
Ráðstefnustjóri verður
Sigurbjörn Magnússon,
lögfræðingur.
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ
VÖRÐUR
Dagskrá:
Setning ráðstefnunnar:
— Dr. Jónas Bjarnason, formaður Varðar.
— ÞRÓUN í LANDBUNAÐI SEINUSTU ÁRIN:
Dr. Sigurgeir Þorgeirsson.
— STJÓRNKERFI LANDBÚNAÐARINS:
Gunnlaugur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri.
— AFLEIÐINGAR AFURÐASÖLU- OG VERÐ-
LAGSSKIPULAGSINS: Steingrímur Ari Arason,
hagfræðingur.
— STAÐA BÆNDASTÉTTARINNAR:
Jóhannes Torfason, bóndi.
— ÁHRIF KVÓTAKERFISINS OG NÚVERANDI
FRAMLEIÐSLUSTÝRING:
Guðmundur Stefánsson, landbúnaóarhagfræðingur.
— HVERNIG ER HÆGT AÐ LEYSA NÚVER-
ANDI VANDA?:
Ketill A. Hannesson, landbúnaðarhagfræðingur.
— STEFNUMÖRKUN f LANDBÚNAÐI:
Jón Magnússon, hdl.
Wókarin 11... forrit
Viðskiptamenn — skuldu- nautar — lánadrottnar. //
Fjárhagsbókhald.
Birgðabókhald. é?
RUIliry Skólavörðustíg 42, 101 Reykjavík,
símar 22243 og 26282.