Morgunblaðið - 18.02.1987, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987
21
teflt betur en á síðasta ári. Á
síðasta móti sínu gekk honum mjög
illa, hann varð neðstur á stórmótinu
í Briissel í desember.
Mikhail Tal
Tal er eini þátttakandinn á
mótinu sem hefur orðið heims-
meistari og er örugglega sá
keppandi sem íslenskir skákáhuga-
menn þekkja bezt. Hann er fæddur
9. nóvember 1935 í Riga og hélt
því nýlega upp á 50 ára afmæli
sitt. Tal er einhver mesti hæfíleika-
maður í skák sem fram hefur komið
og frami hans var ótrúlega skjót-
ur. 1956 varð hann í 5.-7. sæti á
Sovétmeistaramótinu og árið eftir
átti hann í mesta basli með að vinna
sér sæti í úrslitunum, en vann þau
síðan. Árið eftir varði hann titilinn
og bætti síðan um betur með því
að sigra á millisvæðamótinu í Port-
oroz. Hann sigraði síðan á áskor-
endamótinu 1959 eftir harða
baráttu við Paul Keres og varð
síðan heimsmeistari árið 1960 með
því að sigra Botvinnik örugglega í
einvígi, 12 V2-8V2.
Botvinnik átti rétt á öðru einvígi
árið eftir og litu flestir á það sem
formsatriði að Tal afgreiddi gaml-
ingjann. En það fór á annan veg,
Botvinnik sigraði 13-8, og það tók
Tal mörg ár að komast yfír það
áfall. Um sama leyti fóru þrálát
veikindi að gera vart við sig og á
áskorendamótinu 1962 var Tal
heillum horfínn.
Síðan þá hefur því oft verið spáð
að hann endurheimti heimsmeist-
aratitilinn og árangur hans á
mótum hefur iðulega verið heims-
meistara sæmandi. í einvígjum
heimsmeistarakeppninnar hefur
honum hins vegar ekki vegnað vel.
Á millisvæðamótinu í Amster-
dam 1964 sigraði hann ásamt
þremur öðrum, en eftir að hafa
gjörsigrað Portisch í einvígi og
síðan Larsen með minnsta mun,
galt hann afhroð gegn Spassky í
úrslitunum. I næstu hrinu bytjaði
hann á að slá Gligoric út, en tap-
aði fyrir Korchnoi með minnsta
mun í undanúrslitunum. Nú fóru í
hönd róleg ár hjá Tal, það var ekki
fyrr en 1973 að hann vann hvert
mótið á fætur öðru, en á milli-
svæðamótinu í Leningrad tóku
gömlu veikindin sig upp að nýju.
Fjölmargir aðdáendur leikfléttu-
snillingsins fengu nýja von árið
1979, en þá stóð Tal sig frábærlega
vel, varð efstur á stórmótinu í
Montreal ásamt Karpov og sigraði
á millisvæðamótinu í Riga með
miklum yfírburðum. En strax í
fyrstu umferð áskorendaeinvígj-
anná 1980 reyndist hann heillum
horfínn og tapaði fyrir Polugaj-
evsky. Árið 1985 stóð hann sig
einnig vel í heimsmeistarakeppn-
inni, komst á áskorendamótið í
Montpellier og virtist öruggur með
að komast áfram þaðan, en tapaði
á versta tíma fyrir Seirawan. Hann
varð þá að tefla einvígi við Timman
um fjórða sætið. Því lauk 3-3, en
Timman komst áfram vegna hærri
stiga á mótinu sjálfu.
Sóknarstfll Tals og skemmtileg
framkoma gerir það að verkum að
hann er allra skákmanna vinsæl-
astur. Upp á síðkastið hefur hann
þó látið öryggið sitja nokkuð í fyr-
irrúmi, hefur tekist að hemja
sköpunargáfuna betur. Tal hefur
sex sinnum orðið skákmeistari Sov-
étríkjanna.
Tal teflir nú í fjórða sinn á ís-
landi. Fyrst kom hann hér á
stúdentamótið 1957, síðan sigraði
hann með miklum yfírburðum yfír-
burðum á Reykjavíkurskákmótinu
1964 og í fyrra deildi hann öðru
sæti ásamt fleirum á því móti.
Jan Timman
Timman er fæddur 14. desem-
ber 1951 í Amsterdam. Það sýnir
bezt hversu sterkt IBM mótið er
að hann skuli aðeins vera sjötti
stigahæsti þátttakandinn. Hann er
af sömu kynslóð og Ljubojevic og
varð alþjóðlegur meistari 1971.
Viktor Korchnoi
Ljubojevic
Nigel Short
Mikhail Tal
Jan Tirnman
Polugajevsky
Agdestein
Portisch
Stórmeistari varð hann 1974 og
sama ár varð hann í fyrsta sinn
Hollandsmeistari. Þann titil hefur
hann nú alls unnið sjö sinnum. Eft-
ir að Timman varð stórmeistari
hélt hann áfram að taka jöfnum
framförum, mikilvægur áfangi á
leið hans á toppinn var t.d. efsta
sætið á Reykjavíkurskákmótinu
1976, ásamt Friðriki Ólafssyni.
Það má segja að allan þennan
áratug hafí Timman verið talinn í
hópi 4-5 sterkustu skákmanna í
heimi að minnsta kosti, þar til í
fyrra að hann dalaði og tapaði stig-
um. Um tíma var hann næststiga-
hæsti skákmaður heims á eftir
Karpov, allt þar til Kasparov fór
að láta verulega að sér kveða.
Timman hefur átt við sama vanda-
mál að stríða og Ljubojevic, þrátt
fyrir stórkostlegan árangur á sterk-
um alþjóðlegum mótum, hefur hann
ekki náð nærri eins langt og vænta
mátti í sjálfri heimsmeistarakeppn-
inni. Árið 1975 féll hann úr leik á
svæðamótinu hér í Reykjavík, ekki
sízt vegna þess að hann svaf yfír
sig er hann átti að tefla við slak-
asta þátttakandann og tapaði á
tíma.
Á millisvæðamótunum 1979 og
1982 var Timman í bæði skiptin
álitinn einn sigurstranglegasti þátt-
takandinn, en árangur hans á
hvorugu mótinu var í neinu sam-
ræmi við skákstig hans og fyrri
sigra. Loks árið 1985 náði hann að
vinna millisvæðamótið í Taxco með
yfírburðum og komast síðan áfram
úr áskorendamótinu í Montpellier
eftir að hafa þurft að tefla aukaein-
vígi við Tal.
Þá töldu hollenskir skákáhuga-
menn að honum væri borgið og
hann myndi a.m.k. ná að festa sig
í sessi sem þriðji sterkasti skákmað-
ur heims. Það fór á annan veg,
hann beið algjört afhroð í áskor-
endaeinvíginu gegn Artur Jusupov
og þar með var sá draumur búinn
( bili. Það bætti ekki skap Timmans
að hann var mjög óánægður með
framkomu FIDE forsetans, Campo-
manes, sem ákvað hvenær einvígið
við Jusupov skyldi heQast eftir eig-
in geðþótta. Það hófst of stuttu
eftir að Timman hafði lokið erfíðu
æfingaeinvígi við Kasparov og það
hefur vafalaust haft sitt að segja.
Timman hefur ekki náð sér fylli-
lega á strik eftir þetta áfall og hefur
nú fallið niður fyrir 2600 stiga
mörkin. Miðað við fyrri árangur
hans verður þess þó vart langt að
bíða að hann nái sér á strik á nýjan
leik og IBM mótið er upplagt tæki-
færi.
Lev Polugajevsky
Polugajevsky er fæddur 20.
nóvember 1934 í borginni Mogilev
í Sovétríkjunum. Hann varð al-
þjóðlegur meistari árið 1961 og
stórmeistari aðeins einu ári síðar.
Hann þroskaðist því fremur seint
og féll framan af ferli sínum í
skuggann af þeim Tal, Spassky,
Korchnoi og Stein, svo nokkrir sam-
landar hans af sömu kynslóð séu
nefndir. Það var ekki fyrr en á
seinni hluta sjöunda áratugarins að
hann fór að láta verulega að sér
kveða, er hann sigraði í þijú ár í
röð, frá 1967-1969, á sovézka
meistaramótinu, að vísu í öll skiptin
ásamt öðrum.
Á millisvæðamótinu í Palma de
Mallorca 1970 stóð hann vel fyrir
sínu, þó ekki kæmist hann áfram,
en 1973 komst hann í áskorenda-
einvígin, eftir að hafa unnið Port-
isch í úrslitaskák í síðustu umferð.
Þar með náði hann Portisch og
Geller að vinningum og í auka-
keppni féll Geller út. í fyrstu umferð
áskorendakeppninnar veitti hann
Karpov hins vegar litla mótstöðu,
vann enga skák en tapaði þremur.
í næstu hrinu vegnaði honum hins
vegar betur. Hann komst áfram úr
millisvæðamótinu í Manila 1976 og
lagði brazilíska undrabamið Hen-
rique Mecking að velli í fyrstu
umferð einvígjanna. I undanúrslit-
unum réði hann hins vegar ekkert
við flóttamanninn Viktor Korchnoi
og tapaði illa.
Mestallan áttunda áratuginn og
fram á þann níunda var Polugaj-
evsky í hópi tíu öflugustu skák-
manna heims. Þetta sannaði hann
1979 er hann varð annar á eftir
Tal á millisvæðamótinu í Riga.
Síðan vann hann Tal í einvígi og
andstæðingur hans í undanúrslitun-
um var aftur Viktor Korchnoi.
Polugajevsky stóð sig nú miklu
betur en 1977 og sýndi mikinn
skapstyrk með því að vinna tólftu
og síðustu skákina og jafna metin.
Eftir var framlengt um tvær skákir
og þá varð Korchnoi hlutskarpari.
Síðan þá hefur Polugajevsky ekki
náð að komast. áfram úr millisvæða-
móti, þótt frammistaða hans á
öðrum mótum hafí yfírleitt verið
góð. í fyrra sigraði hann t.d. á
öflugu skákmóti í Biel í Sviss, en
varð samt sem áður að láta sæti
sitt í sovézku Ólympíusveitinni af
hendi til yngri manna.
Polugajevsky hefur áður teflt á
íslandi. Það var á Reykjavíkurskák-
mótinu 1978, en þá náði hann ekki
sínu bezta og varð í sjöunda sæti
af 14 keppendum.
Simen Agdestein
Yngsti þátttakandinn á mótinu
er hinn stórefnilegi Norðmaður
Agdestein, sem er fæddur 15. maí
1967. Þótt hann sé ungur að árum
er hann orðinn íslendingum vel
kunnur, aðallega fyrir að hafa veitt
okkar bestu mönnum marga skrá-
veifuna. Agdestein er fæddur inn í
mikla skákfjölskyldu, eldri bróðir
hans, Espen, hefíir t.d. 2340 stig.
Á alþjóðlegum vettvangi vakti
Agdestein fyrst athygli á sér árið
1981 er hann stóð sig mjög vel á
heimsmeistaramóti unglinga í Mex-
íkó, þá aðeins 14 ára gamall. Árið
eftir náði hann beztum árangri
fjórðaborðsmanna á Ólympíumót-
inu í Luzem og var útnefndur
alþjóðlegur meistari á þingi FIDE
1983. Noregsmeistari varð hann
fyrst 1982 og síðan aftur í fyrra.
Um þetta leyti var Agdestein
tíður gestur á opnu mótunum í
Gausdal, sem margir Islendingar
hafa sótt. og öðlaðist þar mikilvæga
reynslu. Á Olympíumótinu í Salon-
iki 1984 var hann kominn á fyrsta
borð og þar náði hann sínum fyrsta
áfanga að stórmeistaratitli. Á
svæðamótinu í Gausdal í ársbyijun
1985 tryggði hann sér síðan sæti
á millisvæðamóti með því að verða
efstur ásamt Margeiri Péturssyni,
sem hann sigraði síðan í einvígi.
Agdestein komst mjög vel frá milli-
svæðamótinu í Taxco í Mexíkó,
náði 50% vinninga og missti væn-
lega stöðu gegn Jan Timman niður
í tap.
Með árangri sínum á Skákþingi
Norðurlanda 1985 varð Agdestein
síðan yngsti stórmeistari í heimi.
Hann var jafn Helga Ólafssyni,
bæði á Norðurlandamótinu sjálfu
og í aukakeppni, en var úrskurðað-
ur sigurvegari á stigum.
í fyrra vegnaði honum mjög vel
þótt það ylli löndum hans vonbrigð-
um að hann skyldi ekki verða
heimsmeistari unglinga. Hann varð
efstur á mótinu ásamt Arencibia frá
Kúbu, en var lægri á stigum. Hins
vegar sigraði hann glæsilega á
Lloyds Bank mótinu í London í
ágúst, hlaut 8 vinninga af 9 mögu-
legum. Á sterku móti í ísrael í
nóvember bar hann einnig sigur úr
býtum og skaut m.a. Korchnoi ref
fyrir rass.
Upp á síðkastið hefur Agdestein
ekki gengið alveg eins vel, árangur
hans á Malmö Open um áramótin
var ekki sérlega góður og á svæða-
mótinu f Gausdal í janúar tókst
honum ekki að komast áfram. Að
sjálfsögðu er hann þó til alls líkleg-
ur á IBM mótinu.
Um þessar mundir gegnir Agde-
stein herþjónustu, en mun þó hafa
góðan tíma til að sinna skákinni.
Þrátt fyrir frábæran árangur sinn
hefur hann einnig tíma til að sinna
öðrum áhugamálum, hann var t.d.
um tíma í unglingalandsliði Noregs
í knattspyrnu.