Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987 Sameinuðu þjóðimar herða sultarólina Ráðstafanir til að bæta bágborinn fjárhag koma við ýmsa eftirívar Guðmundsson Það var óvenjulega dauft yfír glæsilegum salarkynnum Samein- uðu þjóðanna við Austurá miðsvetr- ardagana köldu fyrir skömmu, er gamall heimalningur á þessum slóð- um staldraði við á hlaðvarpa minnisverðra viðburða eins og t.d. er Krusjeff barði skósólunum í þing- salnum og Krishna Mennon hinn indverski féll í yfirlið eftir sjö klukkustunda ræðu í Öryggisráð- inu. Hann hafði þó þá rænu, í dáinu, að opna annað augað til hálfs og stynja því upp, hvort Sir Pierson- Dickson, sendiherra Breta, hefði ekki komið til að spyijast fyrir um líðan hans. Þá og er forseti Alls- heijarþingsins, Boland sendiherra, sá írski heiðursmaður, braut flís úr fundahamrinum íslenska, sem „Þórshamar", var nefndur, í virð- ingarskyni við Thor Thors, sendi- herra okkar. Og er ótalið er Kastro Kúbu-zar tók sér og föruneyti sínu næturfrið í forsölum Öryggisráðs- ins, eftir að hann og sveit hans Við klófestum nokkur eintök af þessum glæsilega draumabíl: ALFA 33 GIARDINETTA 4x4 árg.'87 í staðlaðri útfærslu á undraverði: AÐEINS KR.518.300.- INNIFALIÐ í VERÐI: Rafdrifnar rúður og læsingar, litað gler, fjar- stilltir útispeglar, þokuljós framan og aftan, metalic lakk, þurrkur og sprautur á afturrúðu, þrýstisprautur á framljósum, digital klukka, veltistýri o.m.fl. 6 ára ryðvarnarábyrgð. JÖFUR HF ^■FJORHJOLADRIHNN SKUTBÍLL FRA ALFA RONIEO A UNDRAVERÐI NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 hafði verið rekin á dyr í virðulegu gistihúsi, sem ekki gat þolað, að gestir bæru inn lifandi hænsni sér til matgerðar á staðnum. Eða er sorgarfregnin barti: Dag Hammar- skjöld horfinn í frumskóginn í Kongó. En nú var þessi Snorrabúð heimssamtakanna, forsalur Örygg- isráðsins, sem sviplaus stekkur í augum heimalningsins. Deyfðin yfir aðalstöðvum friðar- samtakanna þessa janúardaga stafaði ekki ef stórhríðinni, sem lamað hafði umferðaræðar stór- borgarinnar. Ekki var það heldur sökum verkfalls jámbrautarmanna á Langey, sem gert hafði tugþús- undum manna lífið leitt dag eftir dag við að komast til og frá vinnu. Astæðan fyrir tómleikanum var hreinlega kvíði fyrir framtíðinni. Þessi kvíði hafði verið að búa um sig meðal 1200 starfsmanna Sam- einuðu þjóðanna um alllangan tíma þegar það hafði verið óvíst frá degi til dags hvort stofnunin hefði á höndum reiðufé til daglegra þarfa, þar á meðal kaupgreiðslna til starfs- fólksins. Þetta kann nú að hljóma sem öfugmæli hvað kvíðann snertir, ef tillit er tekið til þess, að Allsheijar- þingið hafði þá fyrir skömmu samþykkt róttækar ráðstafanir til að bæta fjárhag Sameinuðu þjóð- anna og koma honum í öruggt horf. Og ef til vill stafar það af því, að efnahagserfíðleikar stofnunarinnar eiga sér langa sögu, að menn efast um að lausnin sé nú í sjónhendingu. Viðvörun aðal- forstjórans Viðvörunarorð aðalforstjórans Javier de Cuellar, sem hann við- hafði í ræðu til starfsfólksins eftir að Allsheijarþingið hafði samþykkt að herða sultarólina, höfðu heldur ekki farið framhjá mönnum. Hann sagði að ástandið væri þannig, að það yrði ekki hjá því komist að gera alvarlegar ráðstafanir. „Allar stöður, sem losna fyrir 30. júní nk., verða endurskoðaðar gaum- gæfilega og verða ekki fylltar nema að ljóst sé að þær séu algjörlega nauðsynlegar." „Það verður að gera skrifstofu- starfið einfaldara en það hefír verið," sagði de Cuellar, „skera af alla fitu inn að beini og þar með betrumbæta vinnubrögð öll“. Mönnum er nokkur vorkunn þeg- ar svona er komið, er enginn veit hvemig eða hvar spamaðarkutan- um verðurbeitt. Kannski hittir hann mig? Aðalforstjórinn bætti þó þeim huggunarorðum við í ræðu sinni, að þess yrði gætt, að allt starfsfólk yrði látið njóta fyllstu nærgætni og jafnrétti þegar nauðsynlegt reynd- ist að gera breytingar á starfshögun og mannafla. Er hægt að búast við að menn hafí bijóst í sér til að hafa í flimting- um um starfíð hjá Sameinuðu þjóðunum, einsog t.d. söguna sem gekk hér um árið: — Ferðamannahópur kom að MBÐEINU SÍMTAU er hægt að breyta innheimtu aðferðinni. Eftir það verða ■m’nurrnwnmn’TT'BirjT.T:^ viðkomandi grei&slukorta reikning mánaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.