Morgunblaðið - 18.02.1987, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987
Filippseyjar:
Herinn sver
hollustueið
Manilla, AP.
HERMENN á Filippseyjum
sóru hinni nýju stjórnarskrá
landsins og Corazon Aquino,
forseta, hollustueið á mánu-
dag.
Rafael Ileto, vamarmálaráð-
herra og Fidel V. Ramos, hers-
höfðingi og yfirmaður heraflans,
voru í broddi fylkingar foringja
og h ermanna, sem sóru eiða við
athöfn í Aguinaldo-herstöðinni.
Athöfn af sama tagi fór fram í
öðrum herstöðvum landsins. I
sumum herstöðvunum greiddi
meirihluti hermanna atkvæði
gegn stjómarskránni í þjóðarat-
kvæði 2. febrúar sl.
Blaðið Philadelphia Inquirer í
Bandaríkjunum skýrði frá því í
gær að John K. Singlaub, herfor-
ingi, sem kominn er á eftirlaun,
hafi undanfamar vikur ráðið a.
m.k. 37 menn úr sérstökum
víkingasveitum, sem börðust í
Víetnam, til að þjálfa sérstakar
Gengi
gjaldmiðla
London, AP.
Bandaríkjadalur lækkaði lítil-
lega gagnvart helztu gjaldmiðl-
um heims og verð á gulli lækkaði
einnig.
Gengi dalsins gagnvart helstu
gjaldmiðlum var þetta í gær:
1,8104 vestur-þýzk mörk
(1,8175), 1,5295 svissneska franka
(1,5345), 6,0325 franska franka
(6,0465), 2,0440 hollenzk gyllini
(2,0510), 1.289,83 ítalskar lírur
(1.291,75) og 1.3327 kanadískir
dalir (1,3380).
Þá var gengi dalsins skráð á
153,40 jen í Tókýó (153,77). Gull-
únsan kostaði 394,50 dali í London,
miðað við 397,25 í fyrradag.
sveitir stjómarhersins á Filipps-
eyjum til að kljást við skæruliða-
sveitir kommúnista. Fjórtán
þjálfunarstjóranna séu þegar
komnir til Manilla og hinir komi
í þessari viku eða næstu.
Singlaub segist hafa aðstoðað
Contra-skæmliða í Nicaragua.
Hann kom við sögu í heimsstyij-
öldinni síðari og í Víetnamstríð-
inu. Hann var yfirmaður
bandarísku heijanna í Suður-
Kóreu um skeið en lét af störfum
vegna ágreinings við Jimmy Cart-
er, fyrrum Bandaríkjaforseta, um
fækkun hermanna þar. Singlaub
er náinn vinur Williams J. Casey,
sem nýlega lét af starfi forstjóra
bandarísku leyniþjónustunnar,
CIA.
Sovétríkin:
Reuter
Rafael Ileto, varnarmálaráðherra, (t.h.) og Fidel Ramos, yfirmaður alls herafla Filippseyja, (t.v.)
sveija stjómarskrá landsins og Aquino forseta hollustueið við athöfn í bækistöð Filippseyjahers í
Manilla i gær.
Leiðtoga læknasamtaka
veitt embætti ráðherra
Moskvu, Reuter.
HJARTALÆKNIRINN Yevgeny
Chazov, sem tók við friðarverð-
launum Nóbels árið 1985 fyrir
hönd Samtaka lækna gegn kjaro-
orkuvá, hefur verið skipaður
ráðherra heilbrigðismála í Sov-
étríkjunum, að því er Tass-
fréttastofan skýrði frá í gær.
Chazov tekur við af Sergei Bur-
enkov, sem var settur af í
desember eftir að hafa brugðist
vonum Mikhails Gorbachev Sov-
étleiðtoga.
Chazov er 57 ára gamall og hef-
ur verið líflæknir Gorbachevs og
þriggja forvera hans í starfi. Hann
er almment talinn fremsti hjarta-
læknir Sovétríkjanna og veitir nú
forstöðu stofnun sem fæst við rann-
sóknir á orsökum hjartasjúkdóma.
Hann á sæti í miðstjóm kommún-
istaflokksins og fleiri valdastofnun-
um innan hans og hefur verið einn
helsti talsmaður Sovétstjómarinnar
í kjarnorkumálum.
Einn liður í umbótaherferð
Gorbachevs var að hækka laun
lækna. Sergei Burenkov, fyrrum
V estrænt tískublað
kemur út á rússnesku
TÍSKUBLAÐIÐ burda modea
kemur út á rússnesku í næsta
mánuði og er það fyrsta sinni,
sem leyft verður að selja vest-
rænt blað austur þar. A
sprengidag verður bein útsend-
ing til heiðurs Aenne Burda,
sem gefur út tímaritið, og
verða Raissa Gorbachova, kona
Sovétleiðtogans, og ráðherrann
Mikhail F. Nenaschev, sem fer
með útgáfumál, viðstödd.
í þessari beinu útsendingu
munu einnig koma fram trúðar,
Bolshoi-ballettinn, rússneskar
þjóðlagasveitir og vestur-þýskar
tískusýningarstúlkur.
Tímaritið kemur á blaðsölustaði
fímm dögum síðar (8. mars) á
alþjóðlega kvennadeginum. Aldrei
áður hefur verið leyft að dreifa
og selja blað, sem fjallar um vest-
ræna skrautgimi og lífsháttu.
Tímaritið burda moden kemur
út á Qórtán tungumálum og er
heildarupplag 2,5 milljónir eintök.
Sovétmenn hófu undirbúning
að útgáfu blaðsins á rússnesku í
maí 1986 á bókasýningu í Diis-
seldorf. Tveimur mánuðum síðar
kom Yuli Kvitsinsky, sendiherra
Sovétríkjanna í Bonn, til Offen-
burg, þar sem tímaritið er gefíð
út, og vildi semja um útgáfu
blaðsins. Það tök ekki langan tíma
að ganga frá samningnum og
ákveðið var að burda moden yrði
Vestur-þýska tískuritið burda
rnoden kemur út á rússnesku í
mars og verður í engu frá-
brugðið vestrænu útgáfunni,
utan hvað leturgerðin er kyr-
illísk.
í engu breytt frá vestur-þýsku
útgáfunni. Þar er ekki einu sinni
amast við auglýsingum vestrænna
fyrirtækja, sem eru stranglega
bannaðar í sovéskum fjölmiðlum.
Pijónauppskriftir og snið úr
burda moden eru eftirsóttar í Sov-
étríkjunum. í vestur-þýska viku-
blaðinu Der Spiegel segir að
blaðið seljist á þijú þúsund íslen-
skar krónur á svörtum markaði í
Sovétríkjunum og uppskriftir
gangi manna á milli þar til þær
eru ónothæfar.
Rússneska útgáfan verður seld
á andvirði þijú hundruð íslenskra
króna í lausasölu. Upplagið verður
ekki stórt í upphafi: fyrsta útgáfa
verður prentuð í 100 þúsund ein-
tökum og næstu þijár í 200
þúsund eintökum. A næsta ári
verður aftur á móti hafíst handa
fyrir alvöru og blaðið gefíð út í
einni milljón eintaka. Reiknað er
með að þijátíu konur lesi hvert
blað.
Ekki verður hjá því komist að
gera breytingar á blaðinu. í febrú-
ar hefti burda moden er uppskrift
að nautalundum með avocado-
sósu. Lesendur í Sovétríkjunum
hafa víst ekki þær vörur, sem
nauðsynlegar eru til að matreiða
réttinn.
í Der Spiegel er einnig leitt
getum að því hvort þýsk mál eigi
við kvenþjóðina í Sovétríkjunum.
Sovéskt kvenfólk er allajafna talið
skjólbetra en kvenfólk vestantj-
alds. Manfred Made, útgáfustjóri
burda moden segir að engar
breytingar verði gerðar þegar í
stað. Aftur á móti geta tölvur
fyrirtækisins breytt málum á snið-
um með eldingarhraða og rit-
stjómin því við öllu búin.
heilbrigðismálaráðherra, svaraði
ekki ákalli leiðtogans og var látinn
víkja fyrir bragðið.
Árið 1985 tóku Chazov og
Bandaríkjamaðurinn Bernard Lown
við friðarverðlaunum Nóbels fyrir
hönd Samtaka lækna gegn kjam-
orkuvá. Chazov kynntist Lown, sem
er einnig hjartalæknir, árið 1980
þegar þeir sátu ráðstefnu í Genf.
Frá þeim degi hafa báðir verið
óþreytandi við að miðla upplýsing-
um um afleiðingar kjamorkustyij-
aldar.
Undanfama mánuði hefur
Chazov oftlega lýst stuðningi við
afvopnunartillögur Sovétstjómar-
innar. Hann vann einnig að skipu-
lagninu friðarráðstefnunnar í
Moskvu sem haldin var um síðustu
helgi.
Yevgeny Chazov varð einn að-
stoðarmanna þáverandi heilbrigðis-
málaráðherra árið 1968. Fjórum
ámm síðar var hann kjörinn í stjóm
sovésku læknaakademíunnar. Hann
var skipaður líflæknir Leonids Brez-
hnev Sovétleiðtoga og fylgdist
einnig með heilsufari eftirmanna
hans þeirra Yuris Andropov og
Konstantins Chemenko.
Hann var skipaður í miðstjóm
sovésku kommúnistaflokksins í
maímánuði árið 1982 og sama ár
hlaut hann Lenín-orðuna fyrir
dyggan stuðning sinn við sjónarmið
stjómvalda varðandi kjamorkuvá.
Alusuisse:
Stefmr 1 lokun
Chippis-álversins
ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara
Stjórnarformaður Alusuisse,
Dr. Nello Celio, vakti enn at-
hygli á erfiðleikum svissneska
álfyrirtækisins í útvarpsviðtali
um síðustu helgi þegar hann
sagði að álveri fyrirtækisins í
Chippis í kantónunni Wallis í
Sviss yrði lokað einhvern tíma á
næstunni. Vitað var að Alusuisse
hygðist minnka álframleiðslu í
Chippis úr 24.000 tonnum í
12.000 tonn á fyrri hluta þessa
árs en ummæli stjómarform-
annsins eru fyrsta visbendingin
um að loka eigi verksmiðjunni.
„Chippis-verksmiðjan er elsta ál-
ver fyrirtækisins í Wallis. Hún er
orðin mjög dýr í rekstri, fram-
leiðslukostnaðurinn þar er hærri en
markaðsverð á áli, og henni verður
einhvem tíma lokað,“ sagði Hans
Held, talsmaður Alusuisse, í sam-
tali við Morgunblaðið. „Endanleg
ákvörðun um lokun hennar hefur
enn ekki verið tekin." Stjóm Alu-
suisse ákvað í fyrra, eftir mesta
hallarekstur í sögu fyrirtækisins,
að minnka álframleiðslu þess um
Morgunblaðsins.
þriðjung á þremur ámm. Held
samsinnti því að álverinu í Chippis
yrði væntanlega lokað innan
þriggja ára.
Dr. Celio, sem var stjómarfor-
maður Alusuisse þegar samninga-
viðræður um ÍSAL hófust á sjöunda
áratugnum, vildi hvorki tjá sig um
álverið í Chippis né Straumsvík við
Morgunblaðið. „Það var rangt eftir
mér haft í dagblöðunum," sagði
hann.
Held sagði að Alusuisse myndi
halda álframleiðslu í nýrri álverum
í Wallis áfram. „Við framleiðum um
48.000 tonn í Steg og það em eng-
in áform um að draga úr framleiðsl-
unni þar. Verið er af sömu
„kynslóð" og álverið í Straumsvík
og það borgar sig að reka það
áfram."
Alusuisse framleiðir nú alls um
400.000 tonn af áli á ári en ætlar
að minnka framleiðsluna niður í
280-260 þúsund tonn. Álverið í
Straumsvík framleiðir 88.000 tonn
á ári. Held sagði að engar áætlanir
væm að svo komnu máli um að
draga úr framleiðslunni þar.