Morgunblaðið - 18.02.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987
37
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Sölumaður
Óskum eftir sölumanni til að selja True-lite
flúrperur í fyrirtæki og stofnanir. Góð laun
fyrir duglegan mann.
Upplýsingar veittar í síma 44422.
Natura Casa hf.
Verksmiðjuvinna
Óskum að ráða karlmenn til starfa í verk-
smiðju vora. Framtíðarstörf.
Kexverksmiðjan Frón hf.,
Skúlagötu 28.
Starfsmaður óskast
til starfa í kaffistofu í fámennu fyrirtæki.
Vinnutími er 3 klst. á dag frá kl. 14.30-
17.30. Vinnustaður er í námunda við
Ármúlaskóla. Góð vinnuaðstaða.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Kaffihitun — 5877“.
Starfsstúlka
óskast strax. Heilsdagsvinna.
Upplýsingar í versluninni í dag.
Endurskoðunar-
skrifstofa
óskar að ráða viðskiptafræðing af endur-
skoðunarsviði eða viðskiptafræðinema til
starfa nú þegar.
Upplýsingar er tilgreini aldur, menntun og
fyrri störf leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
merktar: „E — 1781“.
Yfirvélstjóri
óskast á Lýting NS 250 sem gerður er út frá
Vopnafirði. Gott húsnæði til staðar fyrir fjöl-
skyldumann.
Upplýsingar í síma 97-3143 á daginn og síma
97-3231 á kvöldin.
Togaraskipstjóri
vanur ,óskar eftir starfi. Margt kemur til
greina.
Upplýsingar í síma 76082.
Vélstjóra
vantar á 53 tonna netabát frá Keflavík.
Upplýsingar í símum 91-687472 og 92-6710.
Hafnarhvoli v/ Tryggvagötu.
raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Óskum eftir!
Ung hjón með 2 börn óska eftir stórri íbúð,
raðhúsi eða einbýlishúsi til leigu í 2-3 ár í
Garðabæ eða nágrenni.
Upplýsingar í síma 656866 eftir kl. 18.00.
Mjög reglusöm kona
óskar eftir stofu með eldunaraðstöðu eða
aðgangi að eldhúsi strax. Húshjálp boðin.
Upplýsingar í síma 18281.
Húsnæði óskast
Sjúkrastöðin Von óskar eftir 3ja-5 herb. íbúð
fyrir starfsmann sinn frá 1. mars nk.
Upplýsingar í síma 28862.
V®N
Á besta stað í Mjóddinni
Til leigu er ca 230 fm húsnæði á 3. hæð í
Þarabakka 3, austurenda. Bjart og skemmti-
legt með fallegu útsýni. Leigist í heilu eða í
tveimur hlutum. Mjög snyrtileg sameign
fullfrágengin. í húsinu er nú þegar Vouge,
Verslunarbankinn, Ijósmyndastofa og hár-
greiðslustofa. Heppilegt fyrir ýmiskonar
léttan rekstur svo sem verkfræðinga, lækna,
skrifstofur eða teiknistofur. Góð bílastæði.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
föstudagskvöld merkt:,, Þarabakki — 10027“.
Heildsala
Heildsala með góð umboð og í fullum rekstri
óskast til kaups.
Tilboð merkt: „Þagmælska — 5213" sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. febrúar.
Tilboð óskast
í eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa í
umferðaróhöppum:
Golf GL árgerð 1985
Toyota Corolla Twin Cam árgerð 1985
Chevrolet Camaro árgerö 1981
Ford Cortina árgerð 1978
Toyota Cressida árgerð 1978
Volvo 144 árgerð 1974
Bifreiðarnar verða til sýnis á Hamarshöfða
8, Reykjavík, fimmtudaginn 19. febrúar nk.
Tilboðum sé skilað fyrir kl. 17.00 sama dag.
Tryggingafélag bindindismanna
Lögtaksúrskurður
Að beiðni Innheimtu ríkissjóðs hefur verið
kveðinn upp úrskurður um að lögtök megi
fara fram fyrir söluskatti álögðum í Hafnar-
firði, Garðakaupstað, Seltjarnarnesi og
Kjósarsýslu, sem í eindaga er fallinn, svo og
fyrir viðbótar- og aukaálagningu söluskatts
vegna fyrri tímabila og launaskatti álögðum
1986, svo og fyrir viðbótar- og aukaálagningu
launaskatts vegna fyrri ára.
Lögtök fyrir framangreindum gjöldum geta
farið fram á kostnað gjaldenda en á ábyrgð
Innheimtu ríkissjóðs að liðnum átta dögum
frá birtingu þessa lögtaksúrskurðar ef full
skil hafa ekki verið gerð.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
Garðakaupstað, Seltjarnarnesi
og sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Hafnarfirði, 17. febrúar 1987.
Þorskkvóti
Til sölu er 130 tonna þorskkvóti.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Þorskur - 5110“.
Matvöruverslun
Til sölu er góð matvöruverslun og söluturn
í Reykjavík. Selst saman. Mánaðarvelta alls
ca 3 milljónir.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 26.
febrúar merkt: „Matvöruverslun — 10029".
Málverkauppboð
9. málverkauppboð Gallerís Borgar í samráði
við Listmunauppboð Sigurðar Benediktsson-
ar hf. verður haldið að Hótel Borg sunnudag-
inn 1. marz og hefst það klukkan 15.30.
Þeir sem vilja koma verkum á uppboðið er
bent á að hafa samband við Gallerí Borg,
Pósthússíræti 9 sem fyrst, svo unnt reynist
að koma öllum verkunum í uppboðsskrá.
éraéfáUc
BORG
Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík, sími 91-24211
Tilkynning
Þeir sem telja sig eiga bíla á geymslusvæði
„Vöku" á Ártúnshöfða þurfa að gera grein
fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir
1. mars nk.
Hlutaðeigendur hafi samband við afgreiðslu-
mann „Vöku“ að Eldshöfða 6 og greiðið
áfallinn kostnað.
Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæðið
hreinsað og bílgarmar fluttir á sorphaupa á
kostnað og ábyrgð eigenda, án frekari við-
vörunar.
Reykjavík, 16. febr. 1987.
Gatnamálastjórinn
í Reykjavík.
Hreinsunardeild.