Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1987
43
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Getraun
Grein dagsins verður í léttum
dúr, við getum sagt að hún
fjalli um bæjarrölt stjörnu-
spekings á góðviðrisdegi. Og
vegna þess að sólin skín verð-
ur umræðan kæruleysisleg
og tilviljanakennd. Kannski
ættum við setja upp getraun
fyrir lesendur, svona til að
dragast ekki aftur úr í fjöl-
miðlabyltingunni. Spuming-
inn er: I hvaða merki er
afgreiðslumaðurinn í tölvu-
umboðinu. Svör stílist á
Getraun. Stjömuspekiþáttur,
Morgunblaðið. Verðlaun em
tvö stjömukort að eigin vali
frá Stjömuspekimiðstöðinni.
Hress
Ég þurfti um daginn að
leggja leið mína á tölvuum-
boð. Þeta er á þriðju hæð í
austurborginni, fremst er
skrifstofa og innar tvö her-
bergi sem gegna hlutverki
verkstæðis, birgðalagers,
eldhúss og ef til vill einhvers
fleira sem ég kann ekki að
nefna. Beint á móti inn-
göngudyrunum er skrifborð,
tölvur og fleira dót. Þar ræð-
ur ríkjum ungur og hress
maður. Hann er í símanum
er ég geng inn, lítur upp,
brosir og kallar til mín:
„Blessaður, komdu inn fyrir.
Ég verð enga stund."
Snöggur
Ég tylli mér, lít í kringum
mig, gríp prentarabækling,
blaða í honum án þess þó að
taka eftir nokkm sérstöku.
Enda er ég fyrst og fremst
að bíða. „Já, já, ertu búinn
að athuga umboðið. Þú veist
að Commodore er með sér-
stakt umboð á íslandi. Þeir
hljóta að geta reddað þér.
Ef ekki þá kemurðu bara til
mín og ég græja þetta ein-
hvem veginn.“ Hann þagnar
smástund og segir síðan:
„Allt í lagi vinur, vertu bless-
aður. Já, einmitt. Blessaður."
Hreyfanlegur
Hann skellir símanum á og
rýkur upp úr stólnum, veður
fram í innra herbergið og
þýtur inn aftur. Sest niður,
grípur möppu, snýr sér að
tölvuskjánum og byijar að
pikka inn. „Hvað segirðu, get
ég bjargað þér?“ Hann hætt-
ir að pikka, snýr stólnum
snögglega, hallar sér aftur
og setur hendur aftur fyrir
hnakka. Lítur brosandi á
mig.
Óþolinmóður
„Jú,“ segi ég rólega, „mig
vantar borða í prentara."
„Ekkert mál,“ segir hann og
þýtur á fætur og fer inn í
innra herbergið. Hann kemur
að vörmu spori og réttir mér
borða. Síminn hringir. Hann
lítur brosandi á mig. „Síminn
stoppar ekki, enginn friður."
Hann svarar, talar smástund
og leggur hann aftur frá sér.
„Það hlýtur að vera gott að
síminn hringi mikið," segi ég,
„það táknar að mikið er að
gera." „Jú, ef þetta væri allt
sala, þá væri allt í lagi, en
meirihlutinn er kvabb.“ Hann
brosir þó, þannig að ég sé
að honum leiðist ekki að hafa
nóg að gera, jafnvel þó hluti
þess skili sér ekki strax í
kassann.
Einlœgur
Til að gefa betri lýsingu get
ég sagt þetta. Hann er alltaf
almennilegur og greiðvikinn.
Algengt viðkvæði er: „Bless-
aður, það er lítið mál, við
drífum bara í þessu.“ Aber-
andi er hversu hvatvís, ör og
einlægur hann er í fasi.
HvaÖa merki
Ég geng niður stigann og
hugsa, já hann er dæmigerð-
ur ... Og spumingin er: í
hvaða merki er vinur minn í
tölvuumboðinu?
GARPUR
&EINl ER TRUFLAPUR PE&AR
HANN SNVR. SÉR AÐ FAN&ANUM
5TEINPÓIZI...
HLÝpDý) /her t
Et5A POTTIR p/N
F/FR ao kfnna
'a pvi!
X-9
tjAF/P T/trPAf/A
; ///>/?
T/L £6
SAM8ANPÁ
j-tP
Safn/p vopnon
h&PRA SANAN-
'APÁT-V'OPN-
IACJS/P.
© l*tJ Kinfl Featores Syndicele. Inc World righlt ri
TOMMI OG JENNI
ranjcst/ y og> vip
OKKAR BR PAPjÆTLUM A£>
&BSTA!^P\ C.ANNA pAÐ1
LJOSKA
þETTA SRFiOTT
ALEXANDER/ I
FERDINAND
SMAFOLK
THIS 15 0JHERE U)E LL CATCH THE SCHOOL BUS NEXT WEEK...
-
1 /j
-'JsSz1 ■
Hérna tökum við skóla- En ef það verður rigning? Þá bíðum við þarna í litla Hvað, ekkert sjónvarp?
bilinn í næstu viku ... skýlinu ...
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Sænskir atvinnuspilarar, Ben-
net og Wigren, unnu tvímenn-
ingskeppni Bridshátíðar, sem
spiluð var á Hótel Loftleiðum
föstudag og laugardag. Sigur
íeirra var verðskuldaður, en alls
ekki öruggur, því þegar þremur
umferðum var ólokið sátu íjögur
pör í hnapp á toppnum. Énda-
spretturinn var bestur hjá
Svíunum, og þeir enduðu með
liðlega 50 stigum meira en parið
í öðru sæti, sem voru ungir og
skæðir Islendingar, Rúnar
Magnússon og Stefán Pálsson.
Hér er spil frá upphafi keppn-
innar, sem var á hvers manns
vörum á tímabili.
Vestur gefur; NS á hættu.
Norður
♦ DG108764
¥-
Vestur 4 D9g75
♦ DG1098432 4^
♦ 7653 „ , M nn
a Suður ▼ ' ”
^ 4 Á ♦ KDG1092
¥ ÁK5 +G
♦ Á8
♦ ÁK106432
Á öllum borðum hafði ýmis-
legt skrautlegt dregið til tíðinda
áður en suður komst að með*
kólguna. Vesturspilaramir opn-
uðu á þremur eða fjórum hjört-
um, og fæstir í norðrinu gátu
stillt sig um að nefna spaðann
sinn. Austur gat líka verið með,
og það gerðu allmargir í því
sæti, tóku undir hjarta makkers
eða jafnvel sögðu tígul.
Eftir öll þessi læti hlaut
ákvörðun suðurs að vera skot í
myrkri. Allmargir þokuðu spil-
inu upp í sjö grönd og urðu fyrir
geysilegum vonbrigðum þegar
blindur kom upp. Meðal þeirra
var Zia Mahmood, einn af fasta
gestum Bridshátíðar. Han:
hristi höfuðið vondaufur
fleygði spaðaásnum í djúpur
boga á borðið. Þegar kóngurim
kom ráku áhorfendur upp fagn
aðaróp, en AV sáu enga ástæðu
til að kætast.
Þeir sem spiluðu spaða-
slemmu urðu að sæta því sumir
hverjir að fá út einspil í laufí,
sem trompað var með einspili í
trompi. Slíkt gerist ekki á hveij-
um degi. En meistararnir, sem
komust í besta samninginn, sjö
lauf, hafa líklega orðið fyrir
mestum vonbrigðum. Það er
súrt að fá aðeins meðalskor fyr-
ir það spil.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á World Open-mótinu í Phila-
delphia í sumar kom þessi staða
upp í skák bandaríska alþjóða-
meistarans Jay Bonin, sem
hafði hvítt og átti leik, og júgó-
slavneska stórmeistarans Stefv
an Djuric. Svartur lék síðast
17 ... Bd7-g4?
I
A:
W
Stó
\lUl
IAS
§||I
ám
IAI
18. Rxf7! - Kxf7, 19. Dg5
(Svartur er nú glataður, því
hvítur hótar bæði 20. Dxg4 og
20. Hxe7+ - Dxe7, 21. d6+ -
De6, 22. De7+. Svartur reyndi
því í örvæntingu:) 19. — Rg8,
20. Dxg4 - Rf6, 21. He7+! -
Dxe7,22. d6+ — Ke8,23. Bb5+
og Júgóslavinn hafði nú fengið
nóg og gafst upp.