Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.02.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1987 45 Christchurch og Invercargill, sem er syðsti flugvöllur á eyjunum, sunnan Nýja-Sjálands. I vélinni voru auka eldsneytisgeymar, þannig að vélin hafði um 14 tíma flugþol. Flogið var frá Inverearg- ill og lent tæpum 10 tímum seinna á stórum borgarís, en borgarí- sjakar við Suðurskautslandið eru sléttir að ofan, ekki óreglulegir, eins og í Norður-Ishafinu. Leiðangursskipið Áróra hafði valið „flugvöllinn“ og var þar skammt frá. Eftir að hafa fengið eldsneyti frá Áróru var haldið áfram og lent á Cape Evans á Suðurskautslandinu, eftir 5 tíma flug. Nokkur bið varð í Cape Evans eftir leiðangrinum, en þeg- ar hann var kominn, var byijað að fljúga með vistir til 5 birgða- stöðva, sem settar voru upp með jöfnu millibili, frá Cape Evans til Suðurpólsins. Þegar verkefni vélai-innar var lokið, voru skíðin tekin undan henni og sett um borð. Flogið var frá snjólausum ísnum við Cape Evans á jóladag, áleiðis til In- vercargill. Vegna hagstæðra vinda og meiri flughraða, þar sem skíðin töfðu ekki lengur, var ákveðið að fljúga vélinni heim, enda engin heppileg skipsferö fyrir hendi. Flogið var frá Christchurch til Sydney, Darwin, Jakarta, Pen- ang, Madras, Bombey, Muscat, Bahrain, Kairó, Brindisi, Mílanó, Southend, Glasgow, Reykjavík og þaðan til Godthaab. Vélin kom til Reykjavíkur 11. febrúar klukkan 20 og hélt áfram 12. febrúar, klukkan 10. Á síðastliðnu ári voru liðin 75 ár frá því Roald Amundsen fór sinn fræga leiðangur til suður- skautsins. Af því tilefni var gerður út norskur leiðangur, sem ætlaði sér að feta sömu slóðir og Amundsen og á sama hátt, það er á hundasleðum. Á þessum 75 árum hefur ekki verið farið til suðurpólsins nema á vélknúnum farartækj- um og flugvélum. Grænlandsflug var fengið til að flytja vistir fyrir leiðangurs- menn til pólsins og hafði Morgun- blaðið samband við Ólaf Bertelsson, svæðisstjóra félags- ins, til að forvitnast frekar um ferðina og af hveiju Grænlands- flug hefði tekið þátt í henni: „Nú, ástæða þess að leigð var vél frá Grænlandsflugi, til að fljúga hinum megin á hnöttinn, í stað þess að leigja vél frá Ástr- alíu eða Nýja-Sjálandi, er vafa- laust reynsla félagsins og áhafnar vélarinnar við heimskautaflug, svo og útbúnaður vélarinnar," sagði Ólafur. „Þessi flugvél og áhöfn voru um tíma, síðastliðið vor, staðsett á Spitzbergen vegna vistaflutninga til norðurheim- skautsins. Þá var lent á skíðum á hafísnum í námunda við skau- tið. En hvað viðkemur þessum leið- angri núna, þá fóru leiðangurs- menn með skipi til Suðurskauts- landsins, eins langt og ísalög leyfðu. Með skipinu var þyrla, auk þess sem leigð var flugvél frá Grænlandi. Þessi vél fór frá Godthaab 9. september 1986 og millilenti í Frá höfninni í Auckland var vélin flutt með flotkrana til næsta sjóflugvallar og sett þar í land. Þaðan var flogið til Ardmore. Ólafur Bertelsson, svæðissijóri Grænlandsflugs, við vélina sem fór í leiðangurinn tii suðurheimskauts- ins. Vélin er af gerðinni Twin-Otter. Grænlandsflug í leið- angri til suðurskautsins Reykjavík og Færeyjum, á leið til Gautaborgar. Frá Gautaborgar- flugvelli var vélinni flogið til hafnarinnar í Gautaborg og lent þar í gámahöfninni. Vélin var síðan sett um borð í stórt gáma- flutningaskip, pökkuð inn í plast til varnar seltu, á leiðinni til Auck- land á Nýja-Sjálandi. BOKAM ARKAÐU R MEÐ GAMLA.GOÐA LAGINU Manstu hvernig þeir voru? Þú gætir þurft að gramsa, fletta, Raðir og staflar af girnilegum troðast, hrifsa, stafla og rogast og bókum á gjafverði! kannski ættir þú fullt í fangi með Þessi markaður er einmitt þannig. að komast með þær allar heim. En þú mátt bóka að það er þess virði! GERÐU ÚT Á ALVÖRU, GAMALDAGS, HREINRÆKTAÐA BÓKAVERTÍÐ á Bókamarkaðnum í Nýja Bæ 19. febrúar-3. mars. MÖRG ÞÚSUND BÆKUR Á ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐU VERÐI. OPNUM A MORGUN Opið: Mán. - fim. kl. 12-19 Fös. kl. 12-20 Lau. kl. 10-16 Sun. kl. 13-17 BARNAKRÓKUR - BARNAGÆSLA Strætisvagnar nr. 2, 3 og 16 stoppa beint fyrir 'utan Nýja Bæ. Þeir ganga m.a. frá Hlemmi og Lækjartorgi. 3iP' Greiðslukortaþjónusta. FELAGS ISLENSKRA BOKAUTGEFENDA I NYJA BÆ, EIÐISTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.