Morgunblaðið - 18.02.1987, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 18.02.1987, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1987 47 t Eiginkona mín, móðir okkar og amma, ÓLÍNA ÞORVALDSDÓTTIR, Skúlagötu 68, Reykjavík, lést á heimili sinu aðfaranótt 17. febrúar. Valur Sigurbjarnarson, börn og barnabörn. t ÞÓRA SVEINBJARNARDÓTTIR frá Ystaskála, Vestur-Eyjafjöllum, til heimilis að Granaskjóli 16, verður jarðsungin frá Filadelfíukirkjunni fimmtudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Systkini hinnar látnu. Minninff: Hiilda Páls- dóttir Fædd 2. mars 1932 Dáin 5. janúar 1987 Vinkona mín og frænka, Hulda Pálsdóttir, varð bráðkvödd á heim- ili sínu í Kaupmannahöfn 5. janúar sl. Hulda fæddist 2. mars 1932 á Grund á Jökuldal, elst 6 barna hjónanna Páls Vigfússonar frá Eiríksstöðum á Jökuldal og seinni konu hans Margrétar Benedikts- dóttur frá Seyðisfirði. Fyrri konu sína, ömmu mína, Maríu Stefáns- dóttur frá Möðrudal á Fjöllum, missti Páll afi minn unga frá 6 bömum. Alls voru því systkinin 12 sem ólust upp við leik og störf, fyrst á Grund og síðan á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, en þangað flytur Páll afi minn þegar Hulda er á fimmta ári. Um fermingu flytur fjölskyldan svo norður í Eyjafjörð að Syðri-Varðgjá. Kynni okkar Huldu frænku hóf- ust ekki að ráði fyrr en á unglings- árum mínum, en þá bjó Hulda í Reykjavík en ég á Akureyri, en þau kynni okkar urðu að fölskva- lausri tryggð og vináttu sem entist þar til yfir lauk. Þegar ég, óharðn- aður unglingurinn, fór í skóla til Reykjavíkur, varð heimili Huldu mitt annað heimili. Hulda og einkadóttir hennar Brynja, voru og eru mér sem önnur móðir og systir, í þeim átti ég trúnaðarvini. Höfðingsskapur og íslensk gest- risni var sá arfur sem Hulda flutti með sér úr föðurhúsum. Þótt hún væri oft önnum kafín við lífsstarf sitt, verslunarstörfin, bæði í Reykjavík og síðar í Kaupmanna- höfn, var alltaf tími til að taka á móti vinum og venslamönnum. Verslunarstörf létu vel að skap- gerð Huldu, þar sem glaðværðin og snyrtimennskan voru ríkjandi. Við þau vann hún mestan hluta ævi sinnar og eftir að hún flutti til Kaupmannahafnar rak hún eig- in verslun um árabil. Nú þegar leiðir skilja að sinni vil ég þakka henni fyrir svo margt og kveð hana með söknuði og eftir- sjá. Ég votta eftirlifandi eigin- manni Huldu, Poul Andersen, einlæga samúð mína. Brynja, einkadóttir Huldu, er búsett í Brussel í Belgíu ásamt eiginmanni sínum, Borge R. Jens- en verkfræðingi, og tveimur börnum, Huldu yngri, augasteini ömmu sinnar, og Tómasi litla. Við þau vil ég segja þetta: Kæru vin- ir, við höfum öll orðið fyrir þungum missi, reynum því að láta minninguna verða okkur huggun í sorginni. Brói frændi Askriftarsiminn er83033 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR HELGADÓTTIR, Melabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu mánudaginn 16. febrúar. Margrét Sigurðardóttir, Ágúst Jónsson, Svala Sigurðardóttir, Þorbjörn Karlsson, Dóra Sigurðardóttir, Guðmundur Einarsson, Guðbjörg Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANS MEYVANTSSON, Kjartansgötu 15, Borgarnesi, lést í sjúkrahúsi Akraness 16. þ.m. Lára Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Sonur okkar, JÓHANNES BALDUR, Kleifum, Gilsfirði, lést af slysförum þann 16. febrúar si. Sigrún Gunnarsdóttir, Stefán Jóhannesson, systkini og aðrir vandamenn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN ÁGÚST KETILSSON, húsasmlður, Sörlaskjóli 7, Reykjavík, lést á Reykjalundi að kvöldi 16. febrúar. Una Ingimundardóttir, Guðmundur Már Brynjólfsson, Sesselja Jónsdóttir. t ÞORVALDUR A. SIGURGEIRSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést föstudaginn 13. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Karvel Sigurgeirsson. Birting afmælis- og minningargreina Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd I dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. ■ Faöir okkar og tengdafaðir, t- PÉTUR ÓLAFSSON, hagfræðingur, er látinn. Magnús Pétursson, Valdís Björgvinsdóttir, Ólafur Pétursson, Lise Eng, Soffia Pétursdóttir, Gunnar Örn Ólafsson, Pétur Björn Pétursson, Inga Steinunn Ólafsdóttir, Borghildur Pétursdóttir, Ólafur H. Johnson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS EIRÍKSSON, Álftamýri 14, Reykjavik, andaðist í Landspítalanum 16. febrúar. Vilborg Runólfsdóttir, börn, tengdabörn, og barnabörn. t SVEINBJÖRG HELGADÓTTIR, fyrrv. prófastsfrú, Brekkugötu 18, Hafnarfiröi, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vildu minnast hennar er bent á Systrasjóð St. Jósefsspitala í Hafnarfirði eða aörar líknarstofnanir. Hrafnhildur Kristinsdóttir, Hjörvar Sævuldsson, Aðalbjörg Garðarsdóttir, Bergur Hjartarson, Þorsteinn Garðarsson, Áslaug Sigurðardóttir, Friðrik Garðarsson, Ásthildur Flygenring. barnabörn og barnabarnabörn. t Útför föður okkar, MAGNÚSAR KRISTJÁNSSONAR, Safamýri 34, fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Svanfriður Magnúsdóttir, Kristján Magnússon, Borgþór Magnússon. t Faðir minn, afi og langafi, MATTHÍAS KJARTANSSON, Sólheimum 30, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. febrúar kl. 15.00. Jóhanna Matthiasdóttir, Matthildur Ólafsdóttir, Ingólfur Guðbrandsson, Vilhjálmur Georgsson, Lilja Guðbrandsdóttir. t Útför SKARPHÉÐINS FRÍMANNSSONAR, Baldursgötu 3b, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 19. febrúar kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, Ragna Ólafsdóttir, Rafn Markús Skarphéðinsson. t Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, SIGURÐAR GUÐJÓNSSONAR, skipstjóra, frá Litlu-Háeyri, Eyrarbakka. Helga Guðjónsdóttir, Margrót Guðjónsdóttir, Halldóra Guðjónsdóttir. Lokað vegna jarðarfarar frú JÓHÖNNU THORLACIUS. GJ. Fossberg, Vélaverslun hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.